Morgunblaðið - 10.05.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014
Kaupum alla bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Í slippnum í Reykjavík er þessa dagana unnið við að
botnhreinsa og mála Hval 8, annað tveggja skipa sem
Hvalur hf. gerir út. Góður gangur er í þessu verkefni,
en bæði skip og vinnslustöðin í Hvalfirði þurfa að vera
klár þegar vertíðin hefst í júní. Er því í mörg horn að
líta við undirbúning. Kvóti þessa sumars er 154 lang-
reyðar og munu veiðar og vinnsla á þeim sumarlangt
kalla á mikla vinnu, bæði til sjós og lands. sbs@mbl.is
Hvalbáturinn gerður klár í slippnum
Morgunblaðið/Ómar
Leyft að veiða 154 langreyðar á hvalvertíðinni sem hefst í júní
Viðar Guðjónsson
Jón Pétur Jónsson
Sérstakur saksóknari telur að fyrr-
verandi stjórnendur Kaupþings, þeir
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður
Einarsson og Magnús Guðmunds-
son, hafi með háttsemi sinni valdið
bankanum „gríðarlegu og fáheyrðu
fjártjóni“ er þeir fóru út fyrir heim-
ildir til lánveitinga skömmu fyrir
bankahrun sem varð til þess að 67
milljarðar króna glötuðust.
Þetta kemur fram í ákæru emb-
ættisins á hendur þremenningunum
sem birt var fjölmiðlum í gær.
Hreiðari Má, sem er fyrrverandi
forstjóri Kaupþings, Sigurði, sem er
fyrrverandi stjórnarformaður bank-
ans, og Magnúsi, sem er fyrrverandi
yfirmaður bankans í Lúxemborg,
var birt ákæran sl. þriðjudag. Þetta
er í þriðja sinn sem þeir eru ákærðir
í tengslum við viðskipti bankans fyr-
ir efnahagshrunið.
Í ákærunni kemur m.a. fram að
lánin hafi verið veitt á viðsjárverðum
tímum í starfsemi íslenskra banka
og í miðri alþjóðlegri lánsfjárkrísu.
Þá hafi lánin öll verið veitt í evrum
þótt staða bankans í erlendri mynt
væri orðin erfið og undir lokin svo
erfið að bankinn fékk 500 milljóna
evra neyðarlán frá Seðlabanka Ís-
lands. Hluta af því var varið til að
fjármagna síðustu lánveitingarnar
sem ákært er fyrir.
Í ákærunni segir að Hreiðar Már
og Sigurður séu ákærðir fyrir um-
boðssvik með því að hafa 29. ágúst
2008 í sameiningu misnotað aðstöðu
sína og farið út fyrir heimildir til lán-
veitinga og látið bankann veita
þremur félögum
með takmarkaðri
ábyrgð, sem
skráð voru á
Bresku Jómfrú-
eyjum, peninga-
markaðslán án
trygginga. Þá
hafi þetta verið
gert án þess að
lánshæfi félag-
anna væri metið
og án þess að fyr-
ir lægi samþykki lánanefndar bank-
ans.
Lánin framlengd tvívegis
Upphæð lánanna nam 130 milljón-
um evra og voru þau veitt svo félögin
Charbon Capital, Holly Beach og
Trenvis gætu gert upp lán sem þau
höfðu fengið 7. ágúst 2008 frá Kaup-
thing Bank Luxembourg. Þau lán
höfðu verið notuð sem eiginfjárfram-
lög félaganna í félaginu Chesterfield
United, sem lagði umrædda fjár-
muni inn á reikning hjá Deutsche
Bank í Lundúnum. Hafði 125 millj-
ónum evra af þeim fjármunum verið
varið til að greiða fyrir svonefnt Cre-
dit Linked Notes, eða lánshæfis-
tengt skuldabréf, sem tengt var
skuldatryggingaálagi Kaupþings
banka og 5 milljónum evra verið var-
ið í þóknun til Deutsche Bank.
Þá segir, að lán Kaupþings til
Charbon Capital, Holly Beach og
Trenvis 29. ágúst 2008 hafi verið
framlengd tvisvar, fyrst 19. septem-
ber til 30. september 2008 og síðan
30. september til 13. október 2008.
Tekið er fram að þau lán hafi ekki
verið greidd til baka og verði láns-
féð að teljast bankanum glatað.
Magnús er ákærður fyrir hlut-
deild í umboðssvikum Hreiðars Más
og Sigurðar með því að hafa ásamt
þeim lagt á ráðin um umræddar lán-
veitingar Kaupþings og hvatt til að
lánin yrðu veitt af hálfu bankans til
að greiða upp lán Kaupthing Bank
Luxembourg til félaganna þótt hon-
um hlyti að vera ljóst að Hreiðar og
Sigurð brast heimild til lánveiting-
anna og að lánin hefðu verið veitt án
nokkurra trygginga.
67 milljarðar glötuðust
Kaupþingsmenn ákærðir fyrir að veita lán framhjá lánanefnd bankans og án
trygginga Neyðarlán Seðlabanka notað til lánveitinga í miðri lánsfjárkrísu
Sigurður
Einarsson
Hreiðar Már
Sigurðsson
Magnús
Guðmundsson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal
félagsmanna í Flugfreyjufélagi Ís-
lands um boðun verkfallsaðgerða
flugfreyja og flugþjóna hjá Iceland-
air. Kosningin hófst 7. maí og lýkur
henni í dag.
Ekki fást upplýsingar hjá félaginu
um það hvers konar aðgerðir sé um
að ræða eða hvenær þær kæmu til
framkvæmda fyrr en úrslit atkvæða-
greiðslunnar
liggja fyrir. „Við
erum þessa dag-
ana að kjósa um
aðgerðir og það
kemur í ljós um
helgina hver nið-
urstaðan verð-
ur,“ segir Sturla
Bragason, sem á
sæti í samninga-
nefnd Flugfreyjufélagsins.
Næsti fundur hjá Ríkissáttasemj-
ara er boðaður 15. maí. Sturla segir
litla hreyfingu hafa orðið á viðræð-
unum en seinasti sáttafundur var
haldinn 7. maí.
Flugfreyjufélagið, sem á beina að-
ild að ASÍ, skrifaði ekki undir kjara-
samninga ASÍ-félaga og SA í desem-
ber og í lok janúar vísaði félagið
yfirstandandi kjaradeilu við Ice-
landair og Samtök atvinnulífsins til
sáttasemjara. 8. apríl vísaði félagið
svo kjaradeilu sinni við Flugfélag Ís-
lands og SA til sáttasemjara.
Flugfreyjur kjósa um aðgerðir
Lítil hreyfing í viðræðum við Icelandair Deilan til sátta-
meðferðar í rúma þrjá mánuði Næsti sáttafundur 15. maí
Flugfreyjur á
leið í verkfall?
Greiðlega gekk í
gærkvöldi að
koma áætl-
unarflugi Ice-
landair aftur af
stað, en það lá
niðri allan daginn
vegna vinnu-
stöðvunar flug-
manna, sem stóð
frá kl. 06 til kl. 18
síðdegis. Á átt-
unda tímanum í gærkvöldi fóru vélar
til Kaupmannahafnar, Oslóar og átta
áfangastaða vestanhafs. Flug til
Seattle var blásið af. Farþegar utan
voru alls um 1.700, ámóta margir
voru væntanlegir með þessum vél-
um heim í nótt og nú í morgunsárið.
Aðgerðir flugmanna gegn Ice-
landair bar á góma á ríkisstjórn-
arfundi í gær, þar sem Hanna Birna
Kristjánsdóttir innanríkisráðherra
reifaði málið. Engin ákvörðun um
inngrip ríkisvaldsins hefur verið tek-
in, enda er vika í næstu boðuðu
vinnustöðvun. Næsti samninga-
fundur í deilu þessari er boðaður á
mánudag.
Margir bera kvíðboga fyrir hugs-
anlegum áhrifum vinnustöðvunar
hjá Icelandair. „Hver dagur veldur
stórtjóni,“ segir í pistli sem Samtök
atvinnulífsins sendu frá sér í gær.
Þar segir að þá níu daga sem vinnu-
stöðvanir flugmanna nái til taki þær
til 600 flugferða og 100 þúsund far-
þega. Ætla megi að tjónið af völdum
vinnustöðvunarinnar dag hvern sé
um einn milljarður króna. Stærsta
ferðasumar sögunnar sé í hættu. Við
þetta er svo því að bæta að Félag ís-
lenskra atvinnuflugmanna hefur
boðað ótímabundið yfirvinnubann
hjá Air Atlanta frá 17. maí. Áhrifa
þeirra aðgerða mun lítið gæta hér á
landi enda eru verkefni Atlanta að
stærstum hluta leiguflug erlendis.
1.700 fóru
utan í
gærkvöldi
Icelandair
flýgur í dag
Flugmenn til um-
ræðu í ríkisstjórn
Hugsanlegt er að frekari jarð-
skjálftar geti orðið á Suðurlandi á
næstunni. Þetta er mat vísinda-
manna á jarðskjálftunum á Suður-
landi, sem riðu yfir seint í fyrra-
kvöld. Sá stærri var 4,0 stig á
Richter og átti upptök við Þjórsá.
Hinn var 2,3 og voru rætur hans við
Hveragerði. Skjálftarnir í fyrra-
kvöld eru þeir stærstu á Suðurlandi
frá 2008. Á Veðurstofunni er talið
hugsanlegt að hræringarnar séu eft-
irleikur skjálfta 17. júní 2000, því
ekki hafi losnað um alla spennu á
svæðinu þá. sbs@mbl.is
Fleiri skjálft-
ar líklegir
„Það er komið
samkomulag um
það að við ætlum
að klára okkar
verk núna á þess-
ari viku sem er
framundan. Við-
ræður hafa átt
sér stað og menn
eru nokkuð á
sömu línum um
að ljúka þessu 16.
maí,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir,
þingflokksformaður Framsókn-
arflokksins, við mbl.is í gær.
Í forgangi er að ljúka frumvarpi
til laga um breytingar á veiðigjöld-
um, um skuldaleiðréttingar og
skattaafslátt vegna séreignarlífeyr-
issparnaðar, auk margra annarra
mála sem komin eru lengst í þing-
legri meðferð. Evrópumálin verða
sett til hliðar í bili og afgreiðast ekki
fyrir þinglok.
Náist stóru málin ekki fram er sá
möguleiki fyrir hendi að boða sum-
arþing en Sigrún segir stefnt að því
að svo verði ekki. Ljúka eigi þingi á
tilsettum tíma. una@mbl.is
Samið um
lok þing-
starfa
Tillaga um ESB-
viðræðuslit til hliðar
Sigrún
Magnúsdóttir