Morgunblaðið - 10.05.2014, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2014
INNTÖKUPRÓF
í allar deildir skólans fara fram í síðari hluta maímánaðar
INNRITUN
fyrir veturinn 2014-2015 stendur yfir
Fjölbreytt SÖNGNÁM fyrir nemendur á öllum aldri
Unglingadeildir
yngri og eldri • 11 - 15 ára
Almennar söngdeildir
Grunnnám /Miðnám / Framhaldsnám
Háskóladeildir
Einsöngsnám / Söngkennaranám
• Þjóðlagatónlist • Ljóðasöngur • Óperusöngur • Söngleikir •
• Einsöngur • Samsöngur • Kórsöngur •
• Söngtúlkun • Sviðsframkoma • Hreyfingar við tónlist • Leikræn tjáning •
• Tónleikar • Óperuuppfærslur •
• Tónfræði • Hljómfræði • Tónheyrn • Nótnalestur • Tónlistarsaga • Saga sönglistar
Allar nánari upplýsingar eru veittar
á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54,
sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga
www.songskolinn.is
• • •
Sérstök tiltektarhelgi verður í
Reykjavík um helgina. Hvetur
Reykjavíkurborg fólk og fyr-
irtæki til að taka til í sínu nánasta
umhverfi.
Fram kemur í tilkynningu að í til-
tektarhelginni felist að hreinsa
burt rusl sem finna má í runnum, í
garðinum heima, á leikvöllum eða
opnum svæðum og gangstéttum.
Hægt er fá poka undir ruslið á
næstu Olísstöð. Starfsfólk hverfa-
stöðva Reykjavíkurborgar mun
sækja pokana strax eftir helgi þar
sem þeim hefur verið komið fyrir á
áberandi stöðum í götum. Ekki
verður tekið við garðaúrgangi.
Tiltekt Starfsmenn Reykjavíkurborgar
sýndu gott fordæmi og tíndu rusl í vikunni.
Tiltektarhelgi í
Reykjavík
Akureyrarmessa verður haldin í Bústaðakirkju sunnu-
daginn 11. maí kl. 14.00. Fjölmargir Akureyringar koma
fram í messunni. Ræðumaður verður sr. Hjörtur Páls-
son. Meðal söngfólks í messunni eru Kristján Jóhannsson
óperusöngvari, Una Dóra Þorbjörnsdóttir, Magnús Ing-
ólfsson, Ingólfur Magnússon, Helga Maggý Magnús-
dóttir og Vigdís Ásgeirsdóttir ásamt félögum úr Kór Bú-
staðakirkju. Bænir, ritningarlestrar og prestsþjónusta
eru í höndum Akureyringa og akureyskra presta. „Eftir
messu er norðlenski fílingurinn í botni þegar boðið er
upp á Bragakaffi, Kristjánspunga og kleinur, Lindukon-
fekt og hið landsfræga Mix,“ segir í tilkynningu.
Kristinn G. Jóhannsson myndlistarmaður hefur á hverju ári fært messu-
gestum eitt af sínum málverkum sem prýða messuskrána.
Akureyrarmessa í Bústaðakirkju
Verk Kristins G.
Valskórinn held-
ur vortónleika í
Háteigskirkju í
Reykjavík á
mánudagskvöld
klukkan 20.
Fram kemur í
tilkynningu að
söngskráin sé
blönduð íslensk-
um og erlendum
lögum sem flestir þekki. Stjórnandi
kórsins er Bára Grímsdóttir og Jón-
as Þórir leikur undir á píanó. Mar-
grét Eir syngur með kórnum.
Valskórinn fagnaði 20 ára afmæli
í fyrra. Hann hélt af því tilefni til
Belfast á Írlandi og hélt sameig-
inlega tónleika með Glentoran-
knattspyrnufélaginu.
Valskórinn heldur
vortónleika
Margrét Eir.
Boðið verður upp á náttúrugöngu
um Grafarvoginn í dag þar sem
náttúran og fuglalífið verða skoð-
uð.
Lagt verður upp frá Foldasafni
klukkan 10.30 og er boðið upp á
hressingu í safninu eftir göngu sem
tekur um klukkutíma.
Náttúruganga um
Grafarvog
svæði. Ef veður reynist ekki hag-
stætt til veiða er boðið í ökuferðir
um svarta sandana milli Þjórsár og
Ytri-Rangár. Þetta er skemmtileg
nýjung í ferðamennsku og fer von-
andi vel af stað í sumar.
Arion banki hefur nú á þriðja
ár rekið hluta af sínu þjónustuveri
á landsvísu í útibúinu á Hellu. Þar
hafa verið fjögur stöðugildi við
þjónustuverið til þessa en nú hefur
fjórum starfsmönnum verið sagt
upp og hafa þeir hætt störfum nú
þegar. Þetta er um það bil einn
þriðji af starfsmönnum bankans á
Hellu. Sagt er að verið sé að hag-
ræða og sameina starfsfólk þjón-
ustuversins undir einu þaki í
Reykjavík.
Uppsagnirnar eru mikil blóð-
taka fyrir þetta litla samfélag á
Hellu, þar sem svona störf eru ekki
á hverju strái. Til viðbótar er verið
að fækka starfsmönnum við póst-
húsið á Hellu og líklegt að dregið
verði úr þjónustu og opnunartími
skertur.
Landsmót hestamanna 2014
fer fram á Gaddstaðaflötum við
Hellu í lok júní og byrjun júlí. Síð-
ast var haldið landsmót á Hellu árið
2008 og var það fjölmennasta mótið
til þessa með um 14 þúsund gesti
og þátttakendur. Úrtökumót fyrir
landsmótið fara fljótlega í gang, en
reiknað er með um það bil 700-800
hestum til keppni alls, bæði í gæð-
inga- og kynbótakeppnum.
Rangárbakkar ehf. eru eigandi
svæðisins á Gaddstaðaflötum. Tals-
maður þeirra, Kristinn Guðnason,
segir að nú eftir helgina verði ráð-
ist í talsverðar framkvæmdir og
endurbætur á svæðinu, völlum og
aðkomu. Lausleg áætlun gerir ráð
fyrir kostnaði við þær endurbætur
upp á 15-20 milljónir króna, sem
fer eftir því hve margir sjálf-
boðaliðar fást.
Fréttaritari sat við að skrifa
uppkast að þessum pistlum í fyrra-
kvöld þegar jarðskjálfti reið yfir
upp úr kl. 23. Fyrst kom hvinur og
nokkur titringur, fréttaritari stóð
upp úr stólnum og ætlaði að fara
að hafa orð á því að nú væri að
koma jarðskjálfti, en þá virtist
koma bylmingshögg á húsið. Þetta
rifjaði óneitanlega upp ónotalegar
minningar frá árinu 2000, þegar
Suðurlandsskjálftarnir gerðu fólki
lífið leitt.
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Framkvæmdir Hótel Stracta er í byggingu rétt við Gaddstaðaflatir. Er stefnt að því að taka það í notkun fyrir
landsmót hestamanna 2014, sem haldið verður á Hellu eftir rúmar 6 vikur.
Ný afþreying í ferðamennsku á Hellu
ÚR BÆJARLÍFINU
Óli Már Aronsson
Hellu
Kynslóðabrúin er skemmtilegt
tónlistarverkefni sem Ómar Dið-
riksson og hljómsveit hans, Sveita-
synir, komu á fót fyrir skemmstu
hér í Rangárþingi. Þeir héldu
þrenna tónleika með hljómsveitinni
og þrem kórum, skipuðum fólki á
öllum mögulegum aldri. Fyrst má
nefna kór eldri borgara í Rang-
árvallasýslu, sem nefnist Hringur.
Þá skal telja kirkjukór Odda- og
Þykkvabæjarkirkju og síðast en
ekki síst kórinn Hekluraddir sem
er ungmennakór af svæðinu.
Lögin sem flutt voru á tón-
leikunum voru öll eftir Ómar Dið-
riksson í útsetningu Guðmundar
Eiríkssonar og kemur þessi sam-
vinna með kórunum vel út, stjórn-
andi kóranna er Kristín Sigfúsdótt-
ir. Tónleikarnir fóru fram í
Hveragerðiskirkju, Ásólfsskála-
kirkju og Menningarsalnum á
Hellu, en þar hafa þessir kórar og
fleiri aðstöðu til æfinga.
MudShark er nýtt fyrirtæki í
afþreyingu fyrir ferðamenn, stað-
sett á Hellu. Þar er boðið upp á ný-
stárlegar veiðiferðir á ströndina í
Þykkvabæjarfjöru, sem gengur að-
allega út á að veiða háf á stöng. Á
heima- og Facebook-síðu Mud-
Shark má sjá afla úr ferðum sem
hafa verið farnar undanfarið. Við
þessar veiðar eru notaðar sérstakar
stangir og hjól, en stranglega er
bannað að vaða út í öldurnar, sem
geta verið varasamar á þessu
Nýtt hrefnuveiðitímabil er hafið og
þegar hafa veiðst tvær hrefnur í
Faxaflóa.
Gunnar Bergmann Jónsson, tals-
maður IP útgerðar, sem gerir út
hrefnuveiðibátana Hafstein SK og
Hrafnreyði KÓ, segir að ekki hafi
gengið nógu vel í fyrra, en þá
veiddust 38 dýr. „Stefnan er að ná
50 núna,“ segir hann.
Fyrirtækið er með eigin vinnslu
og vinnur allt hráefnið til sölu á
veitingastöðum og í verslunum.
Tæplega 20 manns vinna við veiðar
og vinnslu í sumar hjá fyrirtækinu.
Fyrstu
hrefnurnar
veiddar
Hrefnuveiðiskipið Hrafnreyður.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur fengið til afnota nýja fær-
anlega rauðljósa- og hraðamynda-
vél
Eftirlitsmyndavélin verður fyrst
sett upp á Sæbraut í Reykjavík þar
sem eru stór ljósastýrð gatnamót.
Verður vélin gangsett á þriðjudag.
Reykjavíkurborg og Vegagerðin
keyptu myndavélina.
Færanleg um-
ferðarmyndavél