Morgunblaðið - 30.05.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.05.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vegfarendur sem nýverið áttu leið um Borg- artún í Reykjavík ráku vafalaust margir hverjir upp stór augu þegar þeir sáu stórvirka vinnuvél tæta í sig þann gróður sem skreytti hringtorgið í götunni. Samkvæmt upplýsingum frá starfs- mönnum Reykjavíkurborgar var verið að vinna eftir ábendingum frá almenningi sem taldi slysa- hættu stafa af þeim mikla gróðri sem prýddi torgið. Var talið að gróðurinn gæti byrgt öku- mönnum sýn og þar með aukið hættuna fyrir gangandi vegfarendur í grennd við hringtorgið. Gróðurunnendur þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur því til stendur að planta þar nýjum og lágvaxnari gróðri á næstunni. Er þetta liður í þeim miklu breytingum sem átt hafa sér stað í Borgartúni að undanförnu. Í sumar má svo búast við að götumyndin breytist enn frekar þegar bú- ið verður að koma fyrir litlum umferðareyjum á milli akbrauta á völdum stöðum í götunni en þeim er ætlað að auðvelda gangandi vegfar- endum að komast leiðar sinnar. khj@mbl.is Enn breytist ásýnd Borgartúns í Reykjavík Morgunblaðið/Golli Stórvirk vinnuvél tætti í sig og mokaði burt gróðrinum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þarna eru tillögur til úrbóta. Nú þarf að koma þeim í framkvæmd og það er sannarlega ætlun okkar að gera það,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, um skýrslu Ferðamálastofu um einföldum starfsumhverfis og regluverks í ferðaþjónustu. Ragnhildur Elín segir að skýrslan sé vel unnin og skýr. Hún rími vel við upplýsingar sem fram komi í nýlegri skýrslu Rannsóknastofnunar at- vinnulífsins á Bifröst um umfang skattsvika í ferðaþjónustu og leiðir til úrbóta. Í skýrslunni eru tillögur um ein- földun regluverks og starfsum- hverfis ferðaþjón- ustunnar í þeim anda að draga úr tálmunum við því að starfsemi hefj- ist, svo sem vegna leyfisveitinga, vottorða og um- sagna stjórn- valda. Atvinnulíf- inu verði í grunninn sýnt traust til að reka sína starfsemi samkvæmt lög- um og reglum. Hins vegar verði lög- bundnar öryggisreglur sem fyrir- tækjunum verði skylt að uppfylla og beitt viðurlögum í stað kæru til lög- reglu ef útaf verði brugðið. Ragn- heiður Elín segir að áfram verði unn- ið að undirbúningi málsins og frumvörp þar um lögð fyrir Alþingi í haust. Lagt er til að ein rafræn gátt verði sett upp fyrir formleg samskipti ferðaþjónustufyrirtækja við stjórn- völd. Í því felist mikil tækifæri til einföldunar. Skýrsluhöfundar vekja athygli á því að verkefnið sé tækni- lega einfalt þar sem þekking á verk- lagi sé til hjá ríkisskattstjóra og isl- and.is. Vandinn felist í því að samhæfa stofnanir, verklag þeirra, mismunandi kerfi og menningu. Hafin vinna í stjórnarráðinu Ráðherra styður tillöguna og vill hrinda henni í framkvæmd. Vekur athygli á því að á vettvangi ríkis- stjórnarinnar sé hafin vinna við að samræma vefi stjórnarráðsins og undirstofnana. „Það er spurning hvort þetta verður gert samhliða eða hvort við getum tekið þetta verkefni út úr og keyrt áfram,“ segir hún. Vill einfalda regluverkið  Lagt til að sett verði upp ein rafræn gátt fyrir ferðaþjónustuna og regluverkið einfaldað  Ráðherra mun vinna að því að hrinda tillögunum í framkvæmd Ragnheiður Elín Árnadóttir Morgunblaðið/Ómar Ferðalag Skoðunarferð skipulögð. Mikil og skemmtileg keppni er á Ís- landsmótinu í skák. Skákmennirnir skiptast daglega á um forystu á mótinu. Guðmundur Kjartansson, alþjóð- legur meistari, er efstur með 4,5 vinninga eftir sex umferðir. Hann gerði jafntefli við Einar Hjalta Jens- son sem er í 10. sæti. Aftur á móti tapaði Henrik Danielsen fyrir Héðni Steingrímssyni og er í öðru sæti. Héðinn er í 3.-5. sæti ásamt Braga Þorfinnssyni og Hannesi Hlífari Stefánssyni með 3,5 vinninga. Sviptingarnar geta haldið áfram því í dag teflir Guðmundur við Braga og Henrik við Þröst Þórhallsson. Magnús Teitsson er efstur í áskorendaflokki eftir að hafa unnið Lenku Ptácníková en þau voru efst og jöfn fyrir umferðina. Lenka er efst á Íslandsmóti kvenna sem er hluti af áskorendaflokki og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir er í öðru sæti. Sviptingar á Íslandsmótinu  Guðmundur Kjartansson efstur Ljósmynd/Gunnar Björnsson Barátta Guðmundur Kjartansson og Einar Hjalti Jensson gerðu jafntefli. Lax sem veiddur var á sil- ungasvæði Vatnsdalsár síð- astliðið sunnu- dagskvöld er tal- inn fyrsti lax sumarsins. Haf- liði Sigtryggur Magnússon veiddi laxinn í Flóðinu er hann var að veiðum á silungasvæði Vatnsdalsár. Hafliði sagði við vefinn Vötn og veiði að hann hefði fengið laxinn á rauðan Nobbler, mjög nærri útfalli Vatnsdalsár. Laxinn hefði verið ný- genginn. Áætlað er að laxinn hafi verið um 10 pund en honum var sleppt án þess að hann væri veginn eða mældur. Fréttir hafa borist af því að lax sé genginn í nokkrar af helstu laxveiðiám landsins. Fyrsti lax sumarsins veiddist í Flóðinu í Vatnsdal Lax Fiðringur er í veiðimönnum. Spáð er nokkuð mildu veðri á kjör- dag og sjómannadaginn. Þó getur meirihluti landsmanna átt von á að lenda í rigningu við kjörstaði og á sjómannadagshátíðum. Veð- urstofan spáir rigningu um allt land nema norðaustantil á laug- ardag og norðaustan- og austantil á sunnudag. Hiti verður 8-16 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Rignir á sjómenn og meirihluta kjósenda Morgunblaðið/Styrmir Kári Helgin Vissara að hafa regnhlíf meðferðis. Um klukkan 20 í gærkvöld höfðu alls 15.354 manns kosið utan kjör- fundar í sveitarstjórnarkosning- unum á landinu öllu samkvæmt töl- um frá Laugardalshöll. Þar af hafði 7.461 greitt atkvæði hjá sýslumann- inum í Reykjavík í Laugardalshöll. Opið verður fyrir atkvæða- greiðslu utan kjörfundar í Laug- ardalshöll alla daga frá 10 til 22 en greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum og í útibúum allra sýslumanna og í sendiráðum. Kosn- ingarnar sjálfar fara svo fram næstkomandi laugardag. Yfir 15.000 manns hafa þegar kosið Hátt í fjörutíu starfsmenn rækju- verksmiðjunnar Kampa ehf. á Ísa- firði verða án atvinnu í fimm vikur í sumar. Fyrirtækið tilkynnti starfs- fólki lokun vegna hráefnisskorts á fundi síðdegis í fyrradag, að því er fram kemur á vef Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Lokað verður frá 11. júlí til 18. ágúst. Fram kemur í tilkynningu Kampa til Verk Vest og Vinnumálastofnunar að útlit á hráefnismörkuðum sé ekki gott í sumar. Þar vegi þyngst að væntanlega verði ráðgjöf Hafró um 5000 tonna hámarksafla af úthafs- rækju náð í sumar sem þýði bann við veiðum allan ágúst og væntanlega stóran hluti júlímánaðar. Þegar hafi verið sett veiðibann á rækjuveiðar við Snæfellsnes. Þá sé útlit fyrir að erfiðara verði með hráefnisöflun frá útlöndum og Kampi sé ekki með neitt fast í hendi sem hægt væri að byggja á í sumar. Verk Vest minnir á að félagið hafi ítrekað varað við þeirri stöðu sem nú er komin upp vegna breytinga á út- hlutun veiðiheimilda í rækju og bent á ábyrgð stjórnvalda á henni. Stjórn- völd eða þingmenn kjördæmisins hafi ekki brugðist við með hagsmuni starfsfólks að leiðarljósi. Tekið er fram að ekki hafi fengist staðfest að vinnslustöðvun verði hjá Hólma- drangi á Hólmavík vegna hráefnis- skorts þetta sumarið. helgi@mbl.is 40 án vinnu í sumar vegna hráefnisskorts  Kampi lokar rækjuverksmiðjunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.