Morgunblaðið - 30.05.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.05.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014 Þá sem eru á ferð um höfuðborg-ina rekur í rogastans þessa dagana. Þeir verða hvað eftir annað varir við að grassláttur og ýmis önn- ur umhirða borgarlandsins er hafin og þó er aðeins maí.    Menn líta furðu lostnir á nýslegintúnin og svo á dagatalið og klípa sig loks í handlegginn til ör- yggis.    Svo halda þeir áfram ferð sinni ogverða þá varir við gatnafram- kvæmdir og götur sem nýlokið er við að endurbæta og átta sig meira að segja á að þessar gatnafram- kvæmdir fela ekki endilega í sér að verið sé að koma fyrir fuglahúsum á umferðargötum eða að mála reiðhjól á götuspotta fyrir milljónir króna.    Allt er þetta slík nýlunda að þeirsem ferðast um borgina þessa dagana vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þar sem áður var óslegið tún fram í ágúst með tilheyrandi sóðaskap og heymæði standa nú önnum kafnir sláttumenn borgarinnar eins og tíðkaðist á árum áður.    En svo rennur upp fyrir ferða-löngunum hvernig í pottinn er búið.    Það eru kosningar á morgun.    Borgaryfirvöldum hefur sem sagtá síðustu dögum og vikum tek- ist það sem þeim tókst aldrei á fyrstu árum kjörtímabilsins.    Næstu þrjú ár er hins vegar ekkivon á góðu. Bara að það væri kosið á hverju ári. Kjósum á hverju ári STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.5., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 15 skýjað Nuuk 1 snjóél Þórshöfn 11 skýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 heiðskírt Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 10 súld Lúxemborg 18 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 skýjað London 17 léttskýjað París 17 skýjað Amsterdam 11 skýjað Hamborg 13 léttskýjað Berlín 11 skýjað Vín 13 skúrir Moskva 16 alskýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 22 skýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Aþena 21 skýjað Winnipeg 22 alskýjað Montreal 17 léttskýjað New York 15 heiðskírt Chicago 21 léttskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:28 23:24 ÍSAFJÖRÐUR 2:49 24:12 SIGLUFJÖRÐUR 2:30 23:57 DJÚPIVOGUR 2:48 23:03 Fallegir toppar peysur, bolir, buxur, leggings og pils fyrir konur á öllum aldri Vinsælu kvartbuxurnar í 5 litum Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Ný sending Verið velkomin Einnig eigum við alltaf vinsælu velúrgallana í stærðum S-XXXXL Stjórn Félags hrossabænda beinir því til stjórnar FEIF, alþjóðasamtaka um íslenska hestinn, að setja nú þeg- ar bráðabirgðabann á notkun ákveð- inna méla með tunguboga. Jafnframt verði skipaður þverfaglegur starfs- hópur til að skoða aðrar tegundir beislisbúnaðar á grundvelli gagna sem þegar liggja fyrir og verður safn- að í sumar. Starfshópurinn komi með tillögur að áframhaldandi aðgerðum. Í ályktun stjórnar hrossabænda kemur fram að þetta er lagt til í ljósi niðurstöðu rannsóknar Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossa- sjúkdóma, um tengsl áverka í munni og áhættuþátta. Þar komi fram sterk fylgni á milli ákveðinnar gerð- ar méla og áverka í munni. „Félag hrossabænda vill leggja áherslu á mikilvægi þess að velferð hestsins sé höfð í fyrirrúmi og að unnið sé að þeim markmiðum með samstöðu inn- an greinarinnar að leiðarljósi. FHB telur því farsælast að unnið sé að málinu á vettvangi FEIF.“ Þau mél sem stjórn Félags hrossa- bænda vill banna til bráðabirgða eru einjárnungur og einbrotin mél með tunguboga, vogarafli og keðju. Stjórn Landssambands hestamanna- félaga ákvað fyrir skömmu að banna öll mél með tunguboga og stöngum og/eða keðju. Það bann gildir í íþróttakeppni og gæðingakeppni hér á landi en ekki á kynbótasýningum. helgi@mbl.is FEIF banni tvær gerðir tungubogaméla  Hrossabændur vilja að aðrar gerðir beislisbúnaðar verði athugaðar nánar Morgunblaðið/Ómar Hestar Útrreiðartúr í Elliðaárdal. Margrét Ein- arsdóttir, mann- fræðingur, mun þann 5. júní verja doktorsritgerð sína í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Athöfnin er öll- um opin en rit- gerðin ber heitið Launavinna barna og ung- linga á Íslandi: Þátttaka og vernd. Ritgerðin fjallar um launaða vinnu 13-17 ára ungmenna á Íslandi og byggðist bæði á spurningakönnun og hópviðtölum. Komist er að þeirri niðurstöðu að ákveðin togstreita ríki á milli efnahagslegrar og lík- amlegrar velferðar ungmennanna þegar kemur að atvinnuþátttöku þeirra. „Ungmennin leggja áherslu á að þau vilji vinna sér inn pening og mínar niðurstöður benda til þess að fjárhagslegar ástæður séu helsti hvatinn fyrir vinnunni. Vinnan ógn- ar stundum líkamlegri velferð þeirra og þau sem vinna mikið og reglulega með skóla eru t.d. í meiri hættu á að finna fyrir stoðkerf- isverkjum. Það er því ýmislegt sem mætti bæta,“ segir Margrét. pfe@mbl.is Ógnar líkamlegri velferð ungmenna Margrét Einarsdóttir mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.