Morgunblaðið - 30.05.2014, Side 9

Morgunblaðið - 30.05.2014, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014 VERTU VAKANDI! blattafram.is 84% tilvika flokkast sem gróft eða mjög gróft kynferðislegt ofbeldi. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vindrafstöðin á bænum Belgsholti í Melasveit er komin upp í þriðja sinn, eftir endurbætur, og sparar nú raforkukaup við heimili og bú- rekstur. „Allt er þegar þrennt er,“ segir Haraldur Magnússon bóndi. Haraldur Magnússon keypti vindrafstöð og reisti vindmyllu á hól við Belgsholt fyrir þremur ár- um. Er það fyrsta vindrafstöðin sem hér hefur verið reist og tengd við raforkukerfið. Síðan hefur Landsvirkjun tengt tvær mikið öfl- ugri vindrafstöðvar við kerfið. Til- gangur Haraldar var einkum sá að spara raforkukaup fyrir heimili og búrekstur, ekki síst á álagstímum, en einnig að selja orku inn á kerfið. Bilun sem fram kom í búnaðinu í lok september það sama ár varð til þess að myllan féll í roki. Sama dag var Haraldur byrjaður að vinna að endurhönnun búnaðarins. Lét hann smíða nýja spaða og betrumbæta búnaðinn og kom vindmyllunni upp á nýjan leik í fyrrahaust. Búnaður- inn virkaði ekki sem skyldi og um áramót kom í ljós að nýju spaðarnir voru ekki nógu sterkbyggðir og stöðvaðist stöðin. Áhuginn dregur mig áfram Haraldur segir að spaðarnir sem eru úr trefjaplasti hafi verið endur- hannaðir hjá Seiglu á Akureyri. Hann fylgdist sjálfur með smíði þeirra til að tryggja að þeir væru gerðir eftir hans hugmyndum. Þá var settur nákvæmur hraðateljari á mylluna og varafl þannig að hún hafi orku til að snúa sér undan vindi og stöðvast þegar rafmagnið fer af. Haraldur hefur lagt í mikinn kostnað við uppsetningu vindraf- stöðvarinnar, endurhönnun og við- gerðir, meðal annars forritun stýri- búnaðarins, og þá er hans eigið vinnuframlag ótalið. „Það er áhug- inn sem dregur mig áfram, áhuginn á að koma þessari tækni í það form að hægt sé að nota hér til að fram- leiða rafmagn,“ segir Haraldur. Hann vonast til að getað miðlað öðrum af reynslu sinni. Til greina komi að smíða aðra myllu og selja, ef einhverjir vilji prófa. Hægt er að fylgjast með myll- unni og framleiðslu hennar á vef- slóðinni belgsholt.is. „Allt er þegar þrennt er“  Vindrafstöðin í Belgsholti farin að framleiða á ný Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Orka Hægt er að fylgjast með fram- leiðslunni í Belgsholti á netinu. Þessi sjaldséða bleshæna sótti tjaldstæðið Bjarg við Mývatn heim fyrir skömmu. Að sögn heimamanna er fuglinn mjög iðinn við að plokka mý af vatnsfletinum milli þess sem hann spókar sig í sumarblíðunni. Sjaldséður gestur sótti Mývatn heim Ljósmynd/Birkir Fanndal 19% virkra legurýma á Landspítal- anum verður lokað í sumar. Þetta er svipað hlutfall og í fyrra. Af þeim 684 virku legurýmum sem eru á spítalan- um verður 127 lokað í viku 28 til 32, sem er frá miðjum júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Lokanir hefj- ast um miðjan júní en þeim lýkur í lok ágúst. Þær deildir sem loka alveg á lyf- lækningasviði eru fimm daga endur- hæfingadeild á Landakoti, sem verð- ur lokuð frá 14. júní til 17. ágúst, og dagdeildin frá 7. júlí til 10. ágúst. Dregið verður úr starfsemi líknar- deildar í Kópavogi og bráðaöldrun- ardeildar í Fossvogi. Sjö daga deildir á Landakoti verða opnar í allt sumar. Á geðsviði verður einnig legudeild á Hringbraut lokað í 6 vikur og á skurðsviði lokar ein legudeild í Foss- vogi og önnur á Hringbraut. Dregið er úr aðgerðum sem eru valkvæðar. „Við sinnum allri bráðastarfsemi og á gjörgæslunni verður óbreytt starfsemi,“ sagði Dagbjört Þyri Þor- varðardóttir innlagnastjóri Land- spítalans. Frá því í fyrra hefur legu- rýmum á spítalanum fjölgað um 10 með tilkomu hjúkrunardeildar á Víf- ilsstöðum „Starfsemi spítalans er í stöðugri þróun og og hefur það áhrif á fjöldi legurýma,“ sagði Dagbjört Þyrí. thorunn@mbl.is 19% legurýma verð- ur lokað í sumar  Svipaðar sumarlokanir og í fyrra Morgunblaðið/Ómar Lokanir Tvær deildir á lyflækn- ingasviði verða lokaðar í sumar. Lögreglan stöðvaði ræktun kanna- bis í íbðuðarhúsnæði í Vesturbæ í gær. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar kom í ljós að 11 plöntur voru í íbúðinni, kannabis í geymsluíláti og nokkrir tugir græðlinga. Húsráðandi við- urkenndi eign sína á þessu og var lagt hald á allt er viðkom rækt- uninni. Stöðvuðu ræktun kannabis í íbúð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.