Morgunblaðið - 30.05.2014, Síða 11
Spennandi Heyra mátti saumnál detta þegar Viktoría heillaði grænlensku börnin upp úr skónum. Athyglin var öll
á þessari ljóshærðu töfrastelpu sem börnin dáðust að. Saman töfruðu þau Einar Míkael fyrir börn í Nuuk.
Grænland gaf tóninn
Saman fóru þau til Nuuk á
Grænlandi fyrir skemmstu og hittu
munaðarlaus börn sem þau
skemmtu með töfrabrögðum. Áður
hafði Viktoría sýnt í Salnum í Kópa-
vogi ásamt Töfrahetjunum. Það má
því með sanni segja að hún hafi hlot-
ið eldskírnina á Grænlandi. „Þetta
var svakaleg ferð. Börnin voru af-
skaplega hrifin og þá sérstaklega af
hárinu mínu!“ segir Viktoría sem er
með sítt ljóst hár og það vildu græn-
lensku börnin gjarnan fá að snerta.
„Mér finnst rosalega gaman að
koma fram og skemmta öðrum og
það var einstakt að fá að kynnast
börnunum á Grænlandi,“ segir hún.
„Vorum umkringd allan tímann
en það sem stóð uppúr var sýningin
sem við héldum á heimilinu fyir
munaðarlaus börn. Við héldum að
þetta væri bara til í bíómyndum,“
bætir töframaðurinn Einar Míkael
inn í.
Dans og góð málefni
Þeir sem þekkja til Einars
Míkaels hafa sennilega ekki séð
hann taka dansspor en það mun
hann gera í þessum þáttum ásamt
Viktoríu og krökkunum. Sérstakur
danskennari mun sjá um dans-
kennsluna.
„Þættirnir eru troðfullir af
ótrúlegum töfrabrögðum og mögn-
uðum sjónhverfingum.
Við verðum líka með töfradýr
sem geta gert ótal fyndnar og
skemmtilegar brellur.
Við fáum líka að fylgjast með
ævintýri tveggja ungra töfrahetja og
leiðinni þeirra að taka þátt í sýningu
aldarinnar með okkur Viktoríu,“
segir Einar Míkael.
Töfrahetjurnar munu einbeita
sér að góðum málefnum og heim-
sækja börn sem glíma við veikindi
og þau sem dvelja á barnaspítala
Hringsins, svo dæmi séu tekin.
„Við munum verða dugleg að
taka þátt í alls konar góðgerða-
tengdum málefnum og viljum hvetja
ungt fólk til að gefa af sér með þess-
um hætti,“ segir töfrastelpan Vikt-
oría sem er spennt fyrir sumrinu
sem verður án efa viðburðaríkt og
gefandi.
Nánari upplýsingar um áheyrn-
arprufur og tímasetningar er að
finna á vefsíðunni
„Við vorum umkringd allan tímann en það sem
stóð uppúr var sýningin sem við héldum á heim-
ilinu fyir munaðarlaus börn. Við héldum að þetta
væri bara til í bíómyndum.“
Ánægð Það jafnast fátt á við það að
gleðja börn. Það tókst á Grænlandi.
www.tofrabrogd.is.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014
Keramik getur verið allskonar, og á
morgun laugardag kl. 14 hefst fyrsta
sýning sumarsins í Leir 7 í Stykkis-
hólmi en hún fjallar einmitt um ker-
amik, nýtt og gamalt, fínt og gróft,
dökkt og ljóst, heitt og kalt. Sýning-
arnar verða þrjár og standa frá júní
fram í september.
Á fyrstu sýningunni mun Anna Eyj-
ólfsdóttir myndlistamaður sýna verk
úr safni sínu en auk þess að stunda
eigin myndlist hefur Anna mikinn
áhuga á söfnun íslenskra leirmuna og
er þessi sýning úr hluta safns sem
hún á. Vonar hún að einn dag verði
sett á stofn Leirmuna- og smáskúlp-
túrasafn, ætlað íslenskum munum
unnum úr keramiki eða skyldum efn-
um. Hér setur Anna fram nytjahluti
og skoðar þá í nýju samhengi.
Önnur sýningin hefst 12. júlí og
verður þá rakubrennsla framkvæmd
fyrir utan Leir 7, sem er skemmtilegt
sjónarspil, japanskt að uppruna. Að-
ferðin gefur keramikinu sérstakan
blæ með björtum og sindrandi gler-
ungum. Sjö leirlistamenn munu
brenna verk sín þessa helgi og setja
þau svo upp til sýningar sem stendur
fram í miðjan ágúst.
Þriðja sýningin hefst um miðjan
ágúst og stendur fram í miðjan sept-
ember. Þar verða sýndir hlutir þar
sem keramik sem unnið með hefð-
bundnum aðferðum aldanna, rennslu
og brennslu er teflt fram með ker-
amiki nýrri aðferða svo sem steypu
og nýjum glerungum.
Nýtt og gamalt, fínt og gróft, dökkt og ljóst, heitt og kalt
Nytjahlutir skoðaðir
í nýju samhengi
Nú þegar sjómannadagshelgin geng-
ur í garð verður margt um að vera
víða um land. Í tilefni af 40 ára kaup-
staðarafmæli Grindavíkurbæjar verð-
ur sérstaklega mikið lagt í dagskrá
Sjóarans síkáta þetta árið, bæjar-
hátíðar Grindvíkinga. Hátíðin hófst á
miðvikudag og verður alla helgina.
Margir af bestu skemmtikröftum
landsins mæta á svæðið, t.d. Jóhann
Helgason og Magnús Þór. Dagskráin
er metnaðarfull og fyrir alla aldurs-
hópa. Hægt er að kynna sér dag-
skrána nánar á sjoarinnsikati.is.
Fjörug bæjarhátíð
Morgunblaðið/Ómar
Litahverfi Bláa liðið árið 2011.
Sjóarinn síkáti verður
alla helgina í Grindavík
Að vera foreldri getur verið ógeðs-
lega erfitt, pirrandi og stundum
geta börnin manns gert mann grá-
hærðan. Ég er reyndar ekki með
neitt hár því ég missti það þegar ég
var 18, takk fyrir. Þess vegna er ég
með álpappír á höfðinu á myndinni.
Ég átti eftir að raka á mér hausinn
og vildi ekki líta út eins og Tom
Cruise í Tropic Thunder á mynd í
Morgunblaðinu.
Ólíkt þvottavélinni sem ég keypti
fyrir skömmu kemur enginn leiðar-
vísir með börnum á 17 tungumálum.
Maður þarf svolítið að læra af öðr-
um foreldrum hvernig á að halda á
barninu, hvernig á að svæfa það,
hvernig á að græja og gera. Ég
kunni ekki neitt þegar Matthildur
mín fæddist.
Það er lítið hugsað um feður
þegar barn kemur í heiminn. Allt í
einu er eitthvert barn
komið í hend-
urnar á þér og
vinirnir fara að
spyrja; Vá, er þetta
ekki gaman og geggj-
að? Og svarið verður
að vera jú – þetta er
besta tilfinning í heimi. En
hún er það ekkert. Flest ný-
fædd börn eru nefnilega
frekar leiðinleg í byrjun. Þau
sofa 18 tíma, vakna á nóttinni
og og vilja brjóst. Pabbinn
gerir lítið annað en að að-
stoða. Það er lítið sem við
getum gert. Ekki mjólkum
við.
Eftir barnsburð verður maður
líka pínu fyrir. Mömmuhjartað er
sterkt og ég held að flestar konur
opni augun á sama tíma og af-
kvæmið. Ekki gengum við með
barnið í maganum í níu mánuði og
tengdumst því órjúfanlegum bönd-
um. Flestir feður sem ég þekki sofa
bara fyrsta og annan grát á nóttinni.
Nú er eldri dóttir mín átta ára og
sú yngri fjögurra. Þá eru börn orðin
skemmtileg. Skilja brandara,
nenna að gera eitthvað með
pabba sínum og uppátækin
þeirra eru flest fyndin.
En stundum
er þetta bara
ógeðslega erf-
itt og tekur á allar
taugar líkamans.
Meira að segja
núna, þegar þessi pist-
ill er ritaður þá er ég
gjörsamlega búinn á því
og ástæðan er: Jú, sú
stutta fékk martröð og
vildi fá mömmu sína.
Sparkaði mér út úr rúm-
inu.
»Svarið verður að verajú – þetta er besta til-
finning í heimi. En hún er
það ekkert.
Heimur Benedikts
Benedikt Bóas
Ármúli 32 | 108 Reykjavík | Sími 568 1888 | www.parketoggolf.is
Brooklyn Pine
Stærð: 8x243x2200mm