Morgunblaðið - 30.05.2014, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014
✝
Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
SIGURJÓN BJÖRN VALDIMARSSON
skipstjóri,
Gauksmýri 2,
Neskaupstað,
lést mánudaginn 26. maí í Neskaupstað.
Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju
mánudaginn 2. júní kl. 14.00.
Unnur Jónsdóttir,
Tómas Kárason, Dagmar Helga Traustadóttir,
Ágúst Kárason, Wan Ning,
Kári Kárason, María Júlía Rúnarsdóttir,
Berg Valdimar Sigurjónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir,
Jón Hafliði Sigurjónsson, Hulda Guðnadóttir,
Ísak, Hjörvar og Helgi,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝ Jónína VilborgÓlafsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. nóvember 1952.
Hún lést á heimili
sínu 19. maí 2014.
Jónína var dóttir
hjónanna Ólafs
Guðjónssonar, f. 8.
október 1932 og
Ástu Jónsdóttur, f.
5. maí 1930, d. 29.
nóvember 1995.
Systkini Jónínu eru Oddur
Ólafsson, f. 9. júlí 1957 og Guðný
Ólafsdóttir, f. 14. janúar 1965, d.
26. desember 1994. Börn Jónínu
eru 1) Ólafur Ásmundsson, f. 31.
júlí 1970, 2) Ásta Olsen, f. 27.
apríl 1975. Hún á
einn son, Ásgeir
Sverrisson Olsen.
3) Karl Olsen, f. 12.
maí 1981, maki
Kristrún Sif Gunn-
arsdóttir og eiga
þau dótturina
Bjarneyju Ástu Ol-
sen. Karl á tvö börn
úr fyrra sambandi,
þau Ólaf Karl
Karlsson og Guð-
nýju Þóru Karlsdóttir. Fyrir átti
Kristrún soninn Bjarka Birki-
sson.
Útför Jónínu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 30. maí
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku mamma, tengda-
mamma og amma okkar er fallin
frá eftir erfið veikindi. Jónína
var okkur fjölskyldunni mjög
kær og við munum sakna henn-
ar sárt. Jónína barðist við
krabbamein í nokkur ár en þrátt
fyrir mikið mótlæti þá lét hún
veikindin ekki stoppa sig og ætl-
aði sér alltaf að sigrast á þeim.
Hún var alla tíð mjög dugleg
kona og tók það ekki í mál að
hætta að vinna og stundaði fé-
lagslíf af krafti. Hún vann á
saumastofu Landspítalans í
mörg ár og var það eitt af henn-
ar áhugamálum að sauma og
prjóna. Henni þótti mjög vænt
um okkur börnin sín og barna-
börn og naut þess til síðasta
dags að eyða tíma með okkur.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín,
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best,
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Elsku mamma og amma, við
elskum þig svo heitt og sárt þín
söknum. Við hefðum viljað geta
fengið meiri tíma með þér en við
munum alltaf halda í góðu minn-
ingarnar sem eftir sitja. Ástar-
og saknaðarkveðja,
Karl, Kristrún, Ólafur Karl,
Bjarki, Guðný Þóra
og Bjarney Ásta.
Elsku Jónína frænka. Ég vil
svo gjarnan kveðja þig með
nokkrum orðum. Mig langar svo
að segja þér hvað þú varst falleg
og góð og kannski líka hvað mér
þótti ofurvænt um þig.
Ég er alltaf að reyna að læra
og auðvitað hefði ég átt að segja
þér þetta fyrr — en við höldum
alltaf að við höfum nægan tíma.
En það er ekki þannig, þess
vegna rita ég þessar línur eins
og veganesti, þar sem við erum
að kveðja þig í dag.
Þegar Oddur frændi hafði
samband við mig eldsnemma
þann 19. maí sl. til þess að segja
mér að þú værir dáin, þá keyrði
ég upp í Svartsengi. Þar var sól-
ríkur vormorgun, næstum eins
og þann morgun sem ég mundi
eftir þér þar árið 1972. Þú varst
svo falleg, ung, geislandi og
hamingjusöm þessa dásamlegu
sumarnótt fyrir svo ótrúlega
mörgum árum.
Ég var í raun allt of ung til
þess að vera á Svartsengishátíð,
en þú keyrðir mig heim í
Grindavík og sagðir jafnframt
við mig að ég skyldi passa mig á
því að vera ekki að þvælast úti
um miðjar nætur, það væri ekki
alltaf víst að ég myndi hitta á
góða eldri frænku til að keyra
mig heim. Svo brostir þú þínu
yndislega brosi og sendir mig í
háttinn og lofaðir því að segja
mömmu ekki frá þessu.
Ég hef oft munað eftir þessari
nótt og ég veit að hún var þér af-
ar afdrifarík.
Ég man líka svo vel eftir því
þegar við systur gistum í Mið-
túninu hjá mömmu þinni, henni
Ástu frænku sem var systir
hennar mömmu. Okkur systrum
fannst þú alltaf svo ævintýra-
lega falleg og ég man að við
ræddum hvað það væri æðislegt
að eiga svona góða stóra frænku
sem við gátum horft upp til þeg-
ar við vorum litlar. Mamma var
líka svo stolt af þér og ég veit að
þú varst augnayndið hennar
mömmu þinnar og ekki bara
það, þú varst svo góð stúlka.
Hún Ásta frænka sagði mér það
seinna meir. En svo líða árin og
við vitum að ekki er allt sem
sýnist og ævi þín, kæra frænka,
reyndist ansi erfið og oft var
gangan grýtt og illfær.
Ekkert breytti þó getu þinni
til að elska aðra og sýna þeim
það í verki. Í þessum fáu línum
vil ég þakka þér kærlega góðu
stundirnar og fallegu munina
sem þú vannst og veittir mér. Þú
varst sérstaklega listræn og
hafðir afburða hæfileika sem oft
náðu að njóta sín þrátt fyrir erf-
ið veikindi og alltof marga
slæma daga.
Kæra fallega frænka mín –
mér finnst orð Tómasar Guð-
mundssonar eiga erindi til þín á
þessum tímamótum þegar þú
kveður okkur en hann segir í
einu af sínum ljóðum þetta:
Dagurinn líður –
Hægan himni frá
höfgi fellur angurvær
á dalablómin smá.
Og hvítir svanir svífa hægt til fjalla
með söng, er deyr í fjarska.
(Tómas Guðmundsson)
Þetta er eitthvað svo líkt því
sem mér finnst að gerist þegar
þú kveður þennan heim og eins
finnst mér að þú sért á þessari
leið. Jónína mín – þú ert í mínum
huga, ennþá afar fallegur hvítur
svanur sem loksins, loksins svíf-
ur í rétta átt.
Ég veit að mömmur okkar
beggja og Guðný systir þín
munu taka vel á móti þér, og nú
ertu í örmum þeirra, sem mest
hafa þig elskað.
Hansína B Einarsdóttir.
Mig langar að minnast Jónínu
Ólafsdóttur, vinkonu minnar,
með örfáum orðum en við vorum
vinnufélagar í mörg ár. Hún var
trygg kona og góð vinkona og
það var margt sem við brölluð-
um saman. Jónína var hrein og
bein og við smullum strax sam-
an enda með sameiginlegt
áhugamál er snéri að handa-
vinnu.
Jónína var mikil hannyrða-
kona og saumaði mikið alla tíð
og hafði mikinn áhuga á allri
handavinnu. Allt lék í höndum
hennar og hún var alltaf tilbúin
til að aðstoða ef leitað var til
hennar. Við fórum saman á
fjölda námskeiða sem tengdust
alls konar handavinnu og
skemmtum okkur vel.
Ég vil þakka Jónínu fyrir góð-
an vinskap og sendi börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
samúðarkveðjur.
Ingibjörg M. Kristjánsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ég sendi mínar samúðar-
kveðjur til allrar hennar fjöl-
skyldu. Hún er aldrei gleymd,
ávallt saknað.
Kær kveðja, þín vinkona,
Sigrún Björg Einarsdóttir.
Okkur systur langar að minn-
ast Jónínu, æskuvinkonu
mömmu, sem hefur verið hluti af
okkar æsku þar sem mamma og
Jónína voru alltaf í nánu sam-
bandi. Jónína var með okkur á
öllum stórviðburðum í fjölskyld-
unni. Jónína var mjög hlý og góð
kona og vildi öllum vel og eigum
við margar góðar minningar
bæði þegar við heimsóttum hana
í Njarðvík og í sumarbústaðinn.
Einnig er ógleymanleg Búlgar-
íuferðin sem við fórum í saman.
Hún var mikil handavinnu- og
prjónakona og nutum við systur
oft góðs af því og börnin okkar
þegar þau komu til sögunnar.
Ekki áttum við von á að Euro-
visionkvöldið yrði okkar síðasta
stund saman. Takk fyrir allar
góðu samverustundirnar á liðn-
um árum. Samúðarkveðjur til
barna og fjölskyldna þeirra.
Þórey, Telma,
Íris og fjölskyldur.
Erfitt er að kveðja góða
æskuvinkonu sem hefur verið
hluti af mínu lífi frá barnæsku.
Við kynntumst í Miðbæjarskól-
anum í fyrsta bekk í gaggó og
höfum haldið sambandi síðan.
Vorum í daglegu sambandi bæði
í gegnum síma og einnig hitt-
umst við mjög oft. Margt var
brallað í gegnum öll árin og
margar skemmtilegar stundir
áttum við saman, t.d. á tónleik-
um, í leikhúsi og síðast þegar við
fórum að sjá Frostrósir í desem-
ber. Til dæmis fórum við saman
með fjölskyldur okkar til Búlg-
aríu og Tyrklands og áttum frá-
bæra tíma þar. Hafði Jónína oft
orð á að við þyrftum að endur-
taka þetta. Alltaf stóð til að Jón-
ína færi með mér til Svíþjóðar
að heimsækja Telmu dóttur
mína en aldrei varð af því. Þrátt
fyrir að við værum mjög ólíkar á
mörgum sviðum þá vorum við
mjög nánar og miklar trúnaðar-
vinkonur.
Það lék allt í höndunum á
henni í handverki og naut ég oft
góðs af því og dætur mínar og
barnabörn. Við áttum skemmti-
legt kvöld yfir Eurovision núna í
maí, borðuðum saman og
skemmtum okkur konunglega
yfir að giska á rétt úrslit. Þar
bar hún sigur úr býtum. Jónína
var mjög hlý og góð og talaði
mikið um börnin sín og barna-
börn og lifði að miklu leyti fyrir
þau. Hún var búin að vera veik í
nokkur ár en stóð sig ótrúlega
vel og vann fram á síðasta dag.
Kannski þess vegna áttaði mað-
ur sig ekki á því hversu langt
hún var leidd. Aldrei bar skugga
á vináttu okkar og leið okkur
alltaf vel saman í næstum 50 ár.
Ekki datt mér í hug að síðasta
spjallið okkar í síma á laugardag
yrði það síðasta, þar sem hún
lést aðfararnótt mánudags. Við
Elli þökkum samfylgdina í
gegnum öll árin og sendum
börnum, tengdadóttur og barna-
börnum og fjölskyldunni allri
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Svava og Elías.
Ekki datt okkur í hug að við
myndum skrifa minningargrein
um Jónínu svo fljótt. Veikindin
voru alvarlegri en við gerðum
okkur grein fyrir.
Við höfum þekkt Jónínu lengi
þar sem hún var æskuvinkona
Svövu systur og mikill heimilis-
vinur árum saman. Hún tók þátt
í flestum fjölskylduviðburðum,
bæði skírnum, fermingum og
brúðkaupum svo eitthvað sé
nefnt. Hún var mikil hannyrða-
kona og spjölluðum við oft sam-
an um handavinnu og skiptumst
á hugmyndum. Alltaf var hún
með eitthvað á prjónunum og
oftar en ekki fyrir barnabörnin
sem hún talaði mikið um. Oft
vorum við saman bæði í búðar-
rápi, bíltúrum og kaffispjalli um
helgar. Einnig kom hún líka í
bakaríið hjá okkur Reyni og átt-
um við góðar stundir þar við
spjall yfir bakkelsi.
Við fjölskyldan þökkum þér
samfylgdina í gegnum öll árin
og sendum börnum, tengdadótt-
ur og barnabörnum og öðrum
ættingjum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jenný og Reynir.
Hugurinn reikar til ársins
1994 þegar ég kom úr námi sem
iðjuþjálfi. Ég kynntist Jónínu
Vilborgu Ólafsdóttur sem er
jarðsett í dag. Hún þurfti nýver-
ið að láta í minni pokann fyrir
veikindum sínum. Í lífinu var
henni ekki ljúft að gefast upp en
þarna kom verkefni sem var
henni ofviða.
Þegar við Jónína hófum sam-
starf var lagður grunnur að góð-
um kynnum og áralangri vin-
áttu. Hún kenndi mér ótalmargt
um lífið og tilveruna, sjálfa sig
og lífsviðhorfin. Hún var bar-
áttujaxl, með afar ríka réttlæt-
iskennd og kærleika til þeirra
sem minna máttu sín. Hún barð-
ist fyrir sínum eigin réttindum,
var samviskusöm í öllu sem hún
tók sér fyrir hendur og lagði
alltaf áherslu á að vera virkur
þjóðfélagsþegn. Jónína var
fyrsti klúbbfélaginn í Klúbbnum
Geysi árið 1999 og gekk nokkru
seinna til liðs við okkur í Hugar-
afli. Þó hún væri á tímabilum á
hliðarlínunni lét hún alltaf vita
af sér og skoðunum sínum einn-
ig. Það er afar mikilvægt í fé-
lagasamtökum eins og Hugar-
afli þar sem lögð er áhersla á að
„láta röddina heyrast, efla
sjálfstraustið og bera út boð-
skapinn“. Hugarafl leggur
áherslu á full réttindi fólks með
geðraskanir og virðingu í allri
þjónustu í okkar kerfi. Það
hugnaðist Jónínu vel að vinna
þessum málum brautargengi og
hún þreyttist ekki á að leggja
hönd á plóg. Jónína kom oft
fram fyrir hönd klúbbsins
Geysis á fyrstu árunum og tók
einnig að sér verkefni á vegum
Hugarafls. Hún tók virkan þátt í
„gjörningum okkar“ í gegnum
tíðina, starfi og hugsjónabar-
áttu. Henni var efst í huga að
einstaklingar með geðraskanir
nytu fullra réttinda í samfélag-
inu og fengju vandaða þjónustu.
Síðustu tvö ár höfum við hjá
Hugarafli að auki notið krafta
hennar í handverkshópi staðar-
ins. Þar nutu sín listrænir hæfi-
leikar hennar, útsjónarsemi og
endalaus hjálpsemi sem hún bjó
yfir.
Hún var mikil saumakona og
ótrúlega lagin í höndum. Hún
lagði metnað í að hafa afurðir
sínar sem persónulegastar og
var mjög áfram um að þær bæru
keim af manneskjunni sem átti
að eignast flíkina eða hlutinn
sem hún var að hanna. Oftast
var hún með ákveðna einstak-
linga í huga, sérstaklega barna-
börnin sín en aðrir nutu einnig
góðs af. Það verður erfitt að
fylla hennar skarð í prjónahópn-
um en ég þykist vita að hennar
verður minnst með mikilli hlýju
um ókomna tíð. Það var glatt á
hjalla þegar hún kom í hús og
stutt í hláturinn. Við tvær áttum
gjarnan góðar stundir þar sem
ríkti mikil væntumþykja og
húmor, málin voru rædd og
fundnar leiðir ef hindranir voru í
vegi. Jónína kynnti börnin sín
fyrir mér sem henni þótti svo
vænt um og elsku barnabörnin
sem hún hugsaði um hverja mín-
útu. Að eiga ömmu eins og Jón-
ínu er hverjum einstaklingi dýr-
mætt, margs er að minnast og
margs er að sakna. Hún lagði
alla tíð ofuráherslu á að passa
vel uppá hópinn sinn og vildi að
allir hefðu það gott og gætu not-
ið sín í lífinu. Hún var alltaf
tilbúin til að leggja sitt á vog-
arskálarnar og ráða börnum og
barnabörnum heilt, ennfremur
styðja þau í starfi og leik. Með
söknuði og samúðarkveðju,
Auður Axelsdóttir.
Jónína Vilborg
Ólafsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Innilegar samúðarkveðj-
ur til ættingja.
Elsku Jónína mín, þakka
þér liðnar stundir.
Guðmunda (Munda).
Elsku pabbi, söknuðurinn er
mikill og sár en minningin um
dásamlegan mann mun lifa með
okkur um ókomna tíð. Við vitum
að þú ert kominn á betri stað þar
sem þjáningar eru ekki til og þú
ert laus úr greipum krabbans
eins og þú kallaðir þennan ógn-
vald sem óx inni í þér. Baráttu-
viljinn var ótrúlegur allt þetta ár
sem þú barðist og fram á síðasta
dag þar sem ekkert kom til
greina af þinni hálfu annað en að
sigra eða svæfa þennan and-
styggilega óvin sem því miður lét
ekki buga sig en tók þig frá okkur
alltof snemma. Það er svo frá-
bært að áður en krabbinn náði yf-
irhöndinni hafir þú náð að fara í
skíðaferðina til Ítalíu í febrúar
með mömmu, Haddó og Hilla,
sem þú varst búinn að tala um að
endurtaka á sjötugsafmælinu frá
því að þið fóruð í samskonar ferð
á sextugsafmælinu þínu. Við von-
uðumst öll til þess að sjúkdóm-
urinn myndi hafa sig hægan og
gefa okkur að minnsta kosti gott
sumar saman en því miður fáum
við ekki alltaf það sem við viljum
og sumarið leið alltof fljótt. Elsku
pabbi, meiri dýravin en þig er
erfitt að finna og ég er viss um að
Púki, Cobra og Lilli-Bronco, sem
öll kvöddu okkur á síðastliðnu
Guðmundur
Jónsson
✝ GuðmundurJónsson, bif-
vélavirkjameistari,
fæddist í Reykjavík
15. febrúar 1944.
Hann lést á heimili
sínu, Hnjúkaseli 11,
Reykjavík, 7. maí
2014.
Útför Guð-
mundar fór fram
frá Seljakirkju 16.
maí 2014.
ári, hafa beðið og
tekið á móti þér með
dinglandi skott og
eru núna skoppandi
í kringum þig.
Ég kveð þig með
trega og söknuði.
Eitt sinn verða allir
menn að deyja.
Eftir bjartan daginn
kemur nótt.
Ég harma það en samt
ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Hvíldu í friði, elsku besti
pabbi.
Jónína.
Elsku besti afi okkar, þú barð-
ist eins og hetja við þennan
hryllilega sjúkdóm og varst svo
ákveðinn og jákvæður í gegnum
þetta allt saman, en því miður
hafði krabbameinið betur. Núna
ertu kominn á stað þar sem þér
getur aftur liðið vel og þú vakað
yfir okkur. Við söknum þín strax
og við elskum þig öll svo mikið.
Þú kenndir okkur svo margt.
Varst besti afi í heimi og við erum
svo þakklát fyrir að hafa fengið
að hafa þig í lífi okkar. Það var
svo gott að sitja með þér við eld-
húsborðið og spjalla um lífið og
veginn og fara í útilegur saman á
bláa bílnum þínum. Við eigum
svo mikið af yndislegum minn-
ingum með þér sem við munum
alltaf geyma í hjarta okkar. Þú
varst svo yndislegur maður og
tókst öllum opnum örmum. Þú
átt stóran stað í hjarta okkar
allra, elsku afi okkar, við elskum
þig svo mikið.
Hvíldu í friði.
Telma Sif og Sæbjörn Rafn.