Morgunblaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 35
dansflokksins. „Mín framtíðarsýn
fyrir flokkinn fólst meðal annars í því
að skapa flokknum sess í hinu al-
þjóðlega dansumhverfi og það tókst.
Okkur tókst að byggja upp eftir-
sóknarverðan nútímadansflokk með
sterka ímynd og sérstöðu á alþjóð-
legum markaði.“ Undir stjórn Katr-
ínar hefur Íslenski dansflokkurinn
ferðast víða eins og til Kína, Evrópu,
Bandaríkjanna og Kanada. Á þeim
tíma hefur flokkurinn sýnt verk eftir
marga af þekktustu danshöfundum
Evrópu ásamt því að gera íslenskum
danshöfundum góð skil.
Mikilsvirtur danshöfundur
Katrín hefur samið fjölda dans-
verka hér heima og erlendis, bæði
fyrir Íslenska dansflokkinn og er-
lenda dansflokka. Vorið 2012 sviðsetti
Katrín verkið „Á vit…“ sem var sam-
eiginlega skapað af öllum þeim lista-
mönnum sem að verkinu komu og var
samstarfsverkefni Íslenska dans-
flokksins, Gus gus, Hörpunnar og
Listahátíðar í Reykjavík. „Það verk
er enn í gangi, við fórum með það síð-
astliðinn vetur til Danmerkur, Rúss-
lands og Síberíu og það sér ekki fyrir
endann á því verkefni.“
Nú í mars var frumflutningur á
verkinu „aPart“ sem Katrín skapaði
fyrir dansflokkinn við borgarleik-
húsið í Braunschweig í Þýskalandi og
í júní 2014 frumsýnir sænski flokk-
urinn Norrdans verkið „Tuomas“
sem Katrín er einmitt að vinna við og
skapa um þessar mundir. Eftir það
fer hún beint til Hannover í Þýska-
landi til að sitja í dómnefnd í al-
þjóðlegri keppni danshöfunda.
Katrín samdi dans við tónlistar-
myndband poppstjörnunnar Shakiru
„Did it again“ sem vakti athygli út
um allan heim og hún hefur einnig
unnið fyrir sjónvarpsstöðina BBC
sem danshöfundur en hún samdi
dansa fyrir bresku útgáfu dansþátt-
anna vinsælu „So You Think You Can
Dance“.
Katrín var formaður dómnefndar í
hinum vinsæla íslenska sjónvarps-
þætti Dans dans dans árið 2012
ásamt því að sitja í ritstjórnarnefnd
þáttarins. „Þetta var mjög vel heppn-
uð þáttaröð og okkar gluggi út til
samfélagsins.“
Katrín hefur setið í ýmsum ráðum
og stjórnum, setið í dómnefndum al-
þjóðlegra danshöfundasamkeppna og
haldið fyrirlestra á alþjóðlegum vett-
vangi í tengslum við störf sínHún hef-
ur enn fremur starfað sem listdans-
kennari við Listaháskóla Íslands auk
þess að kenna hjá erlendum dans-
flokkum.
Fjölskylda
Maki Katrínar er Guðjón Peder-
sen, f. 10.11 1957, leikstjóri, starfandi
kokkur og fyrrverandi leikhússtjóri
Leikfélags Reykjavíkur. Foreldrar
hans: Jósefína Lára Lárusdóttir, f.
5.3. 1941, bús. í Mosfellsbæ og Poul
Erling Pedersen, f. 24.10. 1939, bús. í
Garðabæ.
Börn Katrínar og Guðjóns eru
Frank Fannar Pedersen, f. 1.7. 1990,
dansari, bús. í Þýskalandi, og Matt-
hea Lára Pedersen, f. 27.4. 2000,
nemandi í Hagaskóla og Listdans-
skóla Íslands.
Bræður Katrínar eru Frank Þórir
Hall, f. 20.3. 1972, dagskrárstjóri
Rásar 2 á RÚV og Bjarni Lárus Hall,
f. 18.9. 1979, starfsmaður á auglýs-
ingastofunni „Verðandi“
Foreldrar Katrínar eru Frank Pét-
ur Hall, f. 11.5. 1944, vélfræðingur, og
Guðlaug Magnúsdóttir, f. 6.1. 1945,
ritari. Þau eru búsett á Seltjarn-
arnesi.
Úr frændgarði Katrínar Hall
Katrín
Hall
Guðlaug Magnúsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Bjarni Jónsson
frá Vogi, alþingismaður í Reykjavík
Magnús Bjarnason
stýrimaður í Reykjavík
Anna Hjartardóttir
húsmóðir í Reykjavík
Guðlaug Magnúsdóttir
skrifstofumaður á
Seltjarnarnesi
Björg Guðmundsdóttir
verkakona í Reykjavík
Hjörtur Árnason Fjeldsted
kennari og kaupmaður í Reykjavík
Ragnheiður Kristín Árnad. Hall
matráðskona
Niljóníus Hall
bókhaldari í Reykjavík
Katrín Lárusdóttir Hjaltested Hall
ljósmóðir í Reykjavík
Frank Pétur Hall
vélfræðingur á
Seltjarnarnesi
Sigríður Jónsdóttir Hjaltested
húsmóðir á Vatnsenda
Lárus Einar Hjaltested
Bóndi á Vatnsenda í Kópavogi
Árni Þórir Hall
skrifstofumaður í Rvík stjúpfaðir
(Frank Szalay bús. í Banda-
ríkjunum blóðfaðir)
Afmælisbarnið Katrín Hall
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014
Einar Andrésson, umboðs- ogverslunarmaður hjá Máli ogmenningu í Reykjavík
fæddist 30.5. 1904 á Helgustöðum í
Reyðarfirði. Hann var sonur Andr-
ésar, síðar verslunarmanns á
Drangsnesi, og b. á Helgustöðum í
Reyðarfirði Runólfssonar vinnu-
manns. Móðir Andrésar Runólfs-
sonar var Kristín Árnadóttir. Móðir
Einars var María Elísabet Beck,
dóttir Nielsar Richards Beck, beykis
og verslunarmanns á Eskifirði,
bróður Hans Beck, hreppstjóra á
Sómastöðum, afa Eysteins Jóns-
sonar, fjármálaráðherra og for-
manns Framsóknarflokksins, og dr.
Jakobs, sóknarprests í Hallgríms-
kirkju, föður Þórs veðurfræðings og
rithöfundanna Svövu og Jökuls, föð-
ur rithöfundanna Elísabetar, Illuga
og Hrafns.
Einar ólst upp við kröpp kjör á
Austfjörðum og kom ungur til
Reykjavíkur og stundaði ýmis störf
til sjós og lands. Þegar eldri bróðir
Einars, Kristinn E. Andrésson,
stofnaði Mál og menningu gekk Ein-
ar til liðs við hann og varð öflugur
starfsmaður. Segir Jóhannes úr
Kötlum um þá bræður að „hafi eldri
bróðirinn verið heilinn sem skipu-
lagði og stjórnaði Máli og menningu,
þá var yngri bróðirinn hjartað sem
dældi blóðinu út á meðal fólksins“.
Starf Einars fólst í því að koma
ritverkum Máls og menningar og
boðskap þeirra til landsmanna, en
hann barðist fyrir hugsjón sósíalism-
ans. Samhliða því sinnti hann öðrum
trúnaðarstörfum á vegum félagsins
og annarra félaga. Hann var fram-
kvæmdastjóri byggingarinnar á
Laugavegi 18, höfuðstöðva Máls og
menningar, sat í stjórn Hólaprent-
smiðju og síðustu árin í stjórn Máls
og menningar, allt þar til haustið
áður en hann lést.
Kona Einars var Jófríður Guð-
mundsdóttir húsfreyja, f. 19.8. 1902
á Helgavatni í Þverárhlíð, d. 4.7.
1980 í Reykjavík. Dóttir þeirra er
Anna, fyrrverandi verslunarstjóri
hjá Máli og menningu í Reykjavík.
Einar lést 13.4. 1975 í Reykjavík.
Merkir Íslendingar
Einar
Andrésson
95 ára
Arnfríður Jónsdóttir
Hulda Heiðrún Eyjólfsdóttir
90 ára
Aðalgeir Kristjánsson
85 ára
Jórmundur Kristinsson
Sigfús Valgarð Stefánsson
Vilhjálmur H. Pálsson
80 ára
Höskuldur Baldursson
Lilja Guðmundsdóttir
75 ára
Ásta María Herbjörnsdóttir
Gestur E. Eggertsson
Hrefna Magnúsdóttir
Sigríður Sveinsdóttir
Steingrímur Árnason
70 ára
Camilla Ragnars
Jónas Ingimundarson
Sesselja Stella
Benediktsdóttir
Sigríður Jóna
Kristjánsdóttir
Vigfús Þ. Guðmundsson
Ævar Sigurðsson
60 ára
Aldís Ström
Óskarsdóttir
Ásdís Gísladóttir
Baldur Ingvi Jóhannsson
Friðgeir Magni Baldursson
Grazyna Ugorenko
Guðný M. Ström
Óskarsdóttir
Helga Gunnarsdóttir
Hjálmar Georgsson
Ingvi Sigurðsson
Jóhanna Jónsdóttir
Jón Sveinbjörn Haraldsson
Lúðvík Haraldsson
Sólveig Ólafsdóttir
Svava Bogadóttir
Þórir Gíslason
Þór Sigurðsson
50 ára
Anna Björg Guðjónsdóttir
Dúna Duangsiri Boonchang
Guðbjörn Elfarsson
Guðrún Rakel Viðarsdóttir
Ingibjörg Brynjarsdóttir
Ingvar Halldórsson
Kanjana Saithong
Lea Helga Ólafsdóttir
Melisa Rakel Eiðsson
Rafn Rafnsson
Roma Simkúniené
Wilaiwan Saithong
40 ára
Aníka Rós Pálsdóttir
Gísli Jónsson
Guðbjörg Sif
Halldórsdóttir
Hrafnhildur Harðardóttir
Hrafnhildur Rós
Valdimarsdóttir
Iben Leth Riishuus
Jacinto D. H. Duarte
Rodrigues
Sigurjón Á. Pálmason
Soffía Arnarsdóttir
30 ára
Alda Friðný Áskelsdóttir
Birgir Már Arnórsson
Björgvin Orri Charlesson
Einar Örn Guðmundsson
Elín Lóa Baldursdóttir
Guðmundur A. Auðunsson
Heiða Björk Birkisdóttir
Íris Anna Arnarsdóttir
Jóhanna Ásgeirsdóttir
Karolina Zoch
Kristinn Geir Helgason
Lilja Dögg Guðmundsdóttir
Málfríður E.
Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Jóhanna er
Garðbæingur og vinnur
við heildverslunina RMK.
Maki: Róbert Magnús
Kristmundsson, f. 1973,
flugstjóri hjá Air Atlanta.
Börn: Norma Dögg, f.
1996, Viktor Breki, f.
2008, og Óttar Máni, f.
2011.
Foreldrar: Guðmundur
Stefánsson, f. 1954,
starfsmaður Isavia, og
Unnur Jóhannsdóttir, f.
1953, skólaliði.
Jóhanna Íris
Guðmundsdóttir
30 ára Pétur býr í Kópa-
vogi, vinnur á endurskoð-
unarskrifstofu v/uppgjör
fyrirtækja og er í námi í
endurskoðun við HR.
Maki: Eva Hrönn Hlyns-
dóttir, f. 1986, snyrtifr.
Börn: Hlynur Snær, f.
2005, og Birkir Freyr, f.
2011.
Foreldrar: Björn Valdi-
marsson, f. 1958, graf-
ískur hönnuður, og Sigríð-
ur Pétursdóttir, f. 1958,
rekur gistiheimili.
Pétur Örn
Björnsson
40 ára Ragnar er fæddur
og uppalinn á Heydalsá
og er bóndi þar. Hann er
búfræðingur að mennt.
Maki: Sigríður Guðbjörg
Jónsdóttir, f. 1976, bóndi.
Börn: Branddís Ösp, f.
1998, Stefán Snær, f.
2001, og Þórey Dögg, f.
2006.
Foreldrar: Bragi Guð-
brandsson, f. 1933, og
Sólveig Jónsdóttir, f.
1934, bændur á
Heydalsá.
Ragnar Kristinn
Bragason
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Frá okkur færðu
skyrturnar þínar
tandurhreinar og
nýstraujaðar
Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380
ÞVOTTAHÚS
EFNALAUG
DÚKALEIGA