Morgunblaðið - 30.05.2014, Side 38

Morgunblaðið - 30.05.2014, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014 STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s M ál ve rk : Æ ja AF LISTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Fjölmennur hópur listamannaundir leikstjórn MargrétarVilhjálmsdóttur bauð gest- um á Listahátíð í Reykjavík að fara í ferðalag gegnum maga hvals í leiksýningunni Fantastar. Fyr- irfram hljómaði hugmyndin afar spennandi og það var því með nokkurri eftirvæntingu sem und- irrituð mætti í Brimhúsið að Geirs- götu 11 við höfnina sl. sunnudag. Þar var gestum skipt í fjóra hópa á grundvelli lygamælinga- prófs sem allir þurftu að und- irgangast. Hver hópur naut leið- sagnar sérstaks bjargvættar sem leiddi gesti um hin mismunandi rými. Það veitti sannarlega ekki af bjargvættum því það var alls ekki alltaf hlaupið að því að komast milli rýma og hefði mátt vara gesti betur við því sem beið þeirra í myrkrinu. Gestir þurftu m.a. að príla upp og niður snarbrattan heimasmíðaðan tréstiga, staulast eftir ísilögðum gangi jafnvel á hálum sumarskóm, klöngrast eftir lágreistum göngum og gæta sín á lausum gólfflísum. Mögulega var ætlunin að minna gesti á þær náttúruhættur sem íbú- Í maga hvalsins Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdottir Ferðalag „Hafi ætlunin verið að skapa einhvers konar mystík í því and- lega ferðalagi sem talsmönnum listahópsins hefur orðið tíðrætt um í að- draganda frumsýningar, þá tókst það ekki sem skyldi.“ ar þátttökulanda verksins hafa í gegnum aldirnar þurft að lifa við, en ætlunin hefur varla verið að hætta á að slasa fólk í raun. Mikið lagt í hið sjónræna Í kynningu á sýningunni kom fram að í iðrum hvalsins myndu verða sagðar sögur af afhafna- skáldum þátttökulandanna, þ.e. Ís- lands, Grænlands, Færeyja og Dan- merkur. Meðal þess sem fyrir augu bar í sýningunni voru spámiðill, færeyskur sjómaður sem bæði spil- aði á harmóniku og klifraði í kaðli, ísbjörn gjafmildur á sælgæti, græn- lenskur dansari, netagerðarmaður sem reið net, Ólöf eskimói, nöldr- andi guð í svífandi bát, víd- eóinnsetning með frásögn af tilurð kokteilsósunnar á Íslandi og veislu- borð hlaðið annars vegar allskyns kjötmeti úr hvalnum og hins vegar sætindum sem litu út eins og meðal annars skeljar, perlur og steinar. Strax í fyrsta rými sýning- arinnar, anddyrinu, þar sem sjá mátti eftirlíkingu af tungu og hvalaskíði, var ljóst að hópurinn sem að sýningunni stendur hefur nostrað talsvert við sjónræna út- færslu hinna ólíku rýma. Einnig mátti ljóst vera að ætlunin hefur verið að örva hin ólíku skynfæri, því auk íssins var gestum boðið að ganga á sandi í einu rými og stein- völum í öðru, jafnframt því sem sterk lyktin af hvalkjötinu á veislu- borðinu var alltumlykjandi í alrým- inu. Innihaldið rýrt Áhorfendur voru leiddir áfram af miklum aga og eftir, að því er virtist, nákvæmu tímaplani gegnum Brimhúsið. Engu að síður datt tempóið of oft niður með tilheyr- andi bið. Sögurnar sem ætlunin var að segja voru hreint ekki nógu áhugaverðar til þess að vekja sterk hughrif, en þess skal getið að oft á tíðum drukknaði textinn í óheyri- legum hávaða og drunum sem hvíldi yfir öllu. Hafi ætlunin verið að skapa einhvers konar mystík í því andlega ferðalagi sem tals- mönnum listahópsins hefur orðið tíðrætt um í aðdraganda frumsýn- ingar, þá tókst það ekki sem skyldi. Þannig reyndist innihaldið ekki standa undir þeim væntingum sem flott ytri umgjörð hafði skapað og vinna hefði þurft mun markvissar með dramatúrgíu sýningarinnar. Leikararnir Benedikt Karl Gröndal og Ragnar Ísleifur Braga- son sýndu ágætis takta í lokarými sýningarinnar og náðu að fram- kalla bros hjá áhorfendum á leið út. En heilt yfir skildi sýningin lítið eft- ir annað en sterka hvalkjötslykt sem seint vildi hverfa úr vitunum. »En heilt yfir skildisýningin lítið eftir annað en sterka hval- kjötslykt sem seint vildi hverfa úr vitunum. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er hugmynd sem við Sig- urgeir höfum gengið með í mag- anum í allnokkur ár,“ segir Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari sem ásamt Sigurgeiri Agnarssyni sellóleikara mun flytja heildarverk Ludwigs van Beethoven fyrir selló og píanó, fimm sónötur og þrjú verk í tilbrigðaformi, á þrennum tón- leikum í Listasafni Íslands dagana 2.-4. júní kl. 20 öll kvöldin. Tónleika- röðin er hluti af Listahátíð í Reykja- vík og fer flutningurinn fram í sýn- ingarsalnum þar sem sýningin Píanó stendur yfir. „Sú sýning er mikið fyrir augað og rýmið býður upp á skemmtilegt samspil við tónlistina sem við flytj- um,“ segir Anna Guðný. Verkin endurspegla í heild hug- arástand tónskáldsins Í samtali við Morgunblaðið bendir Anna Guðný á að Beethoven hafi orðið fyrstur heldri tónskálda til að semja verk fyrir selló og píanó þar sem báðum hljóðfærum er gert jafn- hátt undir höfði. „Verkin eru því hornsteinar sellótónbókmenntanna, ásamt sellósvítum J.S. Bach. Verkin spanna öll þrjú tónsmíðatímabil Beethoven, allt frá fyrstu árum hans í Vínarborg til þeirra síðustu. Þau end- urspegla því í heild hugarástand tón- skáldsins á hverjum tíma en einnig tónsmíðaferli hans, líkt og sinfóníurn- ar, strengjakvartettarnir og píanó- sónöturnar.“ Á fyrstu tónleikunum, mánudaginn 2. júní, verða leikin Sónata op. 5 nr. 1, 12 tilbrigði WoO 45 „Judas Macca- beus“ og Sónata op. 102 nr. 2. Á öðr- um tónleikunum, 3. júní, verða leikin Sónata op. 5 nr. 2, 12 tilbrigði op. 66 „Ein Mädchen oder Weibchen“ og Sónata op. 102. nr.1. Á þriðju og sein- ustu tónleikunum, miðvikudaginn 4. jún,í verða leikin 7 tilbrigði WoO 46 „Bei Männern welche Liebe fühlen“ og Sónata op. 69. Flókið að koma tónlistinni fallega til skila „Það kom af sjálfu sér að spila ein tilbrigði á hverjum tónleikum,“ segir Anna Guðný þegar hún er spurð um samsetningu efniskránna þriggja. Bendir hún á að tilbrigði fyrstu tón- leikanna hafi Beethoven samið við stef úr óratóríu eftir G.F. Händel, en seinni tilbrigðin tvö séu samin við stef úr óperum eftir W.A. Mozart. „Eftir að hafa legið yfir verkunum enduðum við á að spila á fyrstu tónleikunum fyrstu og síðustu sónötuna og á öðr- um tónleikunum næst fyrstu og næst síðustu. Við endum tónleikaröðina síðan á þekktustu sónötu tónskálds- ins,“ segir Anna Guðný og tekur fram að sónötur óp. 5 nr. 1 og 2 séu lengstu sónöturnar, en síðan hafi tónskáldið orðið knappara með aldrinum. Spurð hver sé helsta áskorunin við flutning verkanna segir Anna Guðný það vera að halda öllum boltum á lofti í einu. „Þegar um svona stór verkefni er að ræða felst helsta áskorunin yf- irleitt í því að fá nægilega góða yf- irsýn yfir hvert verk fyrir sig. Það tekur tíma og við Sigurgeir höfum sem betur fer getað gefið okkur góð- an tíma. Í fyrri sónötum sínum minnir Beethoven á Mozart að því leyti að stefin í tónlistinni eru frekar einföld og mikið af skölum og fjöri, en það má kannski segja að músíkalst sé erf- iðara að komast að kjarnanum í seinni verkunum hans,“ segir Anna Guðný og tekur fram að þó nóturnar virki ekki erfiðar við fyrstu sýn sé samt býsna flókið að koma tónlistinni fallega til skila. Mörgum boltum haldið á lofti Gefandi samstarf Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari hafa gengið með hugmyndina að verkefninu í nokkur ár. Þau segja tónleikarými Listasafnsins bjóða upp á skemmtilegt samspil. Ljósmynd/Valgarður Gíslason Listahátíð í Reykjavík 2014

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.