Morgunblaðið - 30.05.2014, Side 44

Morgunblaðið - 30.05.2014, Side 44
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 150. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Margir gefast upp á hárgreiðslunni 2. Með ólíkindum hvað menn leggjast lágt 3. Beið í 90 mínútur eftir pítsunni 4. Lögreglan stóð aðgerðalaus hjá »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hilmir Snær Guðnason og hljóm- sveitirnar Hundur í óskilum og Broth- er Grass leiða saman hesta sína í kvöld kl. 19.30 í tónrænu sagna- leiksýningunni Hestaati í Þjóðleik- húskjallaranum. Í henni er íslenski hesturinn skoðaður frá öllum hliðum og rifjuð upp þúsund ára sambúð hans við ótamin náttúruöfl og brokk- genga þjóð, eins og því er lýst í til- kynningu. Hestaat var flutt í Norður- ljósasal Hörpu í tilefni Hestadaga í Reykjavík í byrjun apríl og tók Hjör- leifur Hjartarson, aðalsöngvari Hunds í óskilum, saman dagskrána með sögum, lögum og ljóðum um ís- lenska hestinn. Hilmir Snær Guðna- son leikari segir sögurnar og hljóm- sveitin Brother Grass leikur á milli þekkt sem óþekkt íslensk hestalög með öðrum hætti en fólk á að venj- ast, skv. tilkynningu. Stúlkurnar í Brother Grass leika auk þess á bala, þvottabretti og fleiri ásláttar- hljóðfæri og Hilmir tekur lagið með hljómsveitinni. Hundur í óskilum mun svo leika lausum hala á sviðinu og að- stoða Hilmi og Brother Grass við flutninginn. Hestaat í Þjóðleik- húskjallaranum  Drengjakór Reykjavíkur heldur vor- tónleika í Hallgrímskirkju á morgun kl. 15. Stjórnandi er Friðrik S. Krist- insson og píanó- og orgelleikari er Lenka Mátéová. Kórinn er eini starfandi drengja- kór landsins og hefur ferðast og sungið víða, er- lendis sem innan- lands. Í kórnum eru 26 drengir á aldrinum 8-15 ára. Himneskur söngur ungra herramanna SPÁ KL. 12.00 Í DAG 8-13 m/s syðra og vestra og fer að rigna seinni partinn. Hægari vindur og bjartviðri nyrðra og eystra. Hiti yfirleitt 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. VEÐUR Brasilíumenn eru af flestum taldir sigurstranglegasta þjóðin á heimsmeist- aramótinu í knattspyrnu í ár, enda eru þeir á heima- velli. Króatíska liðið er firnasterkt, í kringum Mexí- kóa eru eintóm spurning- armerki en Kamerúnar eru ekki taldir líklegir til afreka. Útlit er fyrir harða baráttu um annað sæti A-riðilsins á HM og Morgunblaðið skoðar liðin í riðlinum. »4 Hörð barátta um annað sætið? Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik og Þýskalandsmeistari með Kiel, er væntanlega á förum frá Þýskalandi í sumar. Tvö af bestu fé- lagsliðum Evrópu, Veszprém og Barcelona, vilja fá hann í sínar raðir. Ljóst er að hvor kost- urinn sem verður fyrir valinu, þá mun Aron spila með mörgum af bestu handknatt- leiksmönnum heims á næsta tímabili. »1 Aron á förum til Ungverjalands? Þriggja ára ævintýri handknatt- leiksmannsins Þóris Ólafssonar hjá pólska liðinu Kielce er lokið og hann veit ekki ennþá hvar hann spilar á næsta keppnistímabili. Framboðið af leikmönnum er mikið í Evrópu um þessar mundir og launakjörin sem í boði eru duga ekki til framfærslu fjölskyldu, seg- ir Þórir í viðtali í blaðinu í dag. »3 Launin duga ekki til framfærslu fjölskyldu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á „Sýningin var mjög vel sótt þrátt fyrir hálfleiðinlegt veður,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, en félagið stóð að hinni árlegu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í gær. Þeim sem sóttu flugvöllinn heim gafst meðal annars kostur á að sjá Boeing 757 þotu Icelandair, Þrist- inn Pál Sveinsson DC-3 og mód- elflugvélar af ýmsum gerðum auk þess sem þyrlusveit Landhelg- isgæslu Íslands lék listir sínar við góðar undirtektir áhorfenda. Þá lét einnig sjá sig á sýningunni C-130 Hercules björgunarflugvél úr flugsveit bandaríska flughersins sem stödd er hér á landi við loft- rýmisgæslu. „Hún flaug yfir með hjólabúnaðinn niðri og þegar vélin kom að áhorfendum var allt gefið inn,“ segir Matthías. khj@mbl.is Reykjavíkurflugvöllur trekkti að Hátt í 8.000 borgarbúar mættu í Vatnsmýrina til þess að halda upp á dag flugsins Morgunblaðið/Styrmir Kári Leynigestur Björgunarflugvél bandaríska flughersins lét sig ekki vanta og flaug hún tignarlega fram hjá áhorfendum sem sýndu vélinni mikinn áhuga.  Bandaríski flugherinn og Gæslan heilluðu Einbeittur Þessi ungi flugáhugamaður tók sig vel út í flugstjórnarklefanum og virtist kunna öll handtökin. Á laugardag Suðaustan og austan 5-10 m/s, en 10-15 við suður- ströndina í fyrstu. Víða rigning, en úrkomulítið um landið norð- austanvert. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.