Morgunblaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía G Walthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...Virkilega vönduð, lipur
og góð þjónusta“
Við vorum í söluhugleiðingum og var okkur bent á að fá RE/MAX, Alpha,
til að sjá um söluna. Við sjáum ekki eftir því! Þau sáu um allan pakkann
fyrir okkur. Íbúðin var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr
að sölunni. Einnig aðstoðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni.
Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta, allt sem var sagt stóðst
og er því auðvelt að mæla með RE/MAX, Alpha.
Kv. Áslaug og Benni
820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat
Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt
að fjölga strætóferðum innan sveit-
arfélagsins. Gert er ráð fyrir að
breytingarnar kosti þrjár milljónir
króna. Nú eru farnar átta ferðir á
dag innan Árborgar á virkum dög-
um en með aukafjárveitingunni á að
fjölga ferðum á virkum dögum og
hefja ferðir um helgar. Gera á
breytingarnar í samráði við íbúaráð
Eyrarbakka, Stokkseyrar og Sand-
víkur.
Börn fá frítt í strætó í Árborg
Markmið breytinganna er að sam-
þætta sveitarfélagið betur. „Áhersl-
an er á að börn í dreifbýlinu geti
sótt betur tómstundir sem eru í boði
á Selfossi. Börn á grunnskólaaldri
fá frítt í strætó innan sveitarfé-
lagsins. Svo er líka verið að gera
fólki auðveldara að sækja vinnu og
aðra þjónustu innan sveitarfé-
lagsins,“ segir Ásta Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins
Árborgar.
Ekki eru strætisvagnar eina bíl-
lausa leiðin til að ferðast innan
sveitarfélagsins. „Núna er verið að
leggja göngu- og hjólreiðastíga
milli Eyrarbakka og Stokkseyrar og
síðan er verið að leggja háspennu-
streng frá Selfossi til Þorlákshafnar
og gert er ráð fyrir að meðfram
honum verði stígur,“ segir Ásta.
Strætóferðum fjölgar í
Sveitarfélaginu Árborg
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Strætó Mikil aukning hefur verið á
strætóferðum á landsbyggðinni.
Hefja á ferðir
um helgar
Aukafjárveitingar
» Árborg mun leggja þrjár
milljónir aukalega til strætis-
vagnaþjónustunnar það sem
eftir er af árinu.
» Í ár var gert ráð fyrir að 15
milljónir færu í strætis-
vagnaþjónustu og er því um að
ræða 20% útgjaldaaukningu.
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Stórauknar álögur á innanlandsflug
sem komið hafa til á síðustu miss-
erum eru helsta ástæða fækkunar
farþega í Ísafjarðarflugi Flugfélags
Íslands, að mati Arnórs Jónatans-
sonar, stöðvarstjóra FÍ á Ísafirði.
Árið 2009 voru
farþegar á þess-
um legg 46.000,
nærri 36.000 í
fyrra og verða að
minnsta kosti
ekki fleiri í ár.
„Isavia, sem
opinber aðili að
rekstri flugvalla,
hefur hækkað
gjöld í fluginu
verulega frá
2009. Málið virðist ekki hugsað í
neinu samhengi né spáð í afleiðing-
arnar. Við þetta bætist að kaup-
máttur fólks er klárlega minni en
var til skamms tíma og ekki hefur
komið nein sú viðspyrna í atvinnu-
lífið að flugið eflist af þeim sökum.
Það verður að hugsa þessi mál al-
veg upp á nýtt,“ segir Arnór.
Það er fljótfarið vestur á Ísafjörð.
Dash 8-300, vél FÍ, var ekki nema
35 mínútur á leiðinni er blaðamaður
flaug þangað. Í hægviðri og himin-
blíðu gátu flugmennirnir tekið
sveiginn við Arnarnes og komið þar
beint inn á flugbrautina á Skipeyri,
sem er austanmegin í Skutulsfirði.
Um borð voru 32 farþegar og ámóta
margir fóru með vélinni suður.
Færri íbúar en
ferðaþjónustan eflist
„Þessi farþegafjöldi er hefðbund-
inn morgunskammtur og fraktin
með þessari vél er gjarnan blöðin
og brauðið,“ segir Arnór Jóna-
tansson. Hann hefur starfað við
flugafgreiðsluna frá 1977 og verið
stöðvarstjóri í 30 ár. Segir hann að
á þeim tíma hafi nánast allt í starfs-
umhverfinu breyst. Fyrir 37 árum
hafi ekki verið vetrarfær vegur suð-
ur og því hafi allt byggst á flugi og
strandsiglingum. Fólksfækkun segi
líka til sín. Árið 1991 hafi á Ísafirði
og í Hnífsdal búið um 3.500 manns
en í dag rúmlega 2.730. Í öðrum
þéttbýliskjörnum á norðanverðum
Vestfjörðum hafi fólki sömuleiðis
fækkað og stór sjávarútvegs-
fyrirtæki lagt upp laupana. Allt
þetta telji, þótt fjölgun ferðamanna
sem komi vestur komi að nokkru
leyti í staðinn. Vikulegt leiguflug yf-
ir sumartímann með útlendinga
sem komi vestur í sjóstangveiði sé
vaxtarbroddur.
Algengt fargjald 25 þús. kr.
En lítum betur á álögurnar í flug-
inu, sem hafa hækkað um 141% frá
2009. Það ár voru lendingargjöld á
hvern farþega 238 kr. en eru nú
1.000 kr. Flugleiðsögugjaldið sem
var 1.000 kr. árið 2010 er nú komið í
1.680 kr. Þá er gjald fyrir útblástur
kolefnis nýr skattaliður.
„Algengt fargjald til og frá Ísa-
firði er 25.000 kr og opinber gjöld
af því eru um fjórðungur. Þetta
kemur auðvitað við fjárhag fólks,
ekki síst þegar horft er til þess að
kaupmáttur fer minnkandi.
Stjórnmálamenn virðast margir
hverjir hafa skilning á því hvað
þetta er ósanngjarnt en samt gerist
ekkert í málinu,“ segir Arnór og
heldur áfram:
„Þá hvekkir marga hvað umræð-
an um Reykjavíkurflugvöll er nei-
kvæð. Völlurinn á ekki að víkja og
það er mikilvægt að syðra verði
byggð sómasamleg flugstöð. Ef
innanlandsflugið færi til Keflavíkur
kæmi það sér illa til dæmis fyrir
Vestfirðinga. Athuganir hafa leitt í
ljós að 90% þeirra sem fljúga hér á
milli eiga erindi aðeins til Reykja-
víkur en ekki lengra, svo sem til út-
landa.“
Dash að morgni
og Fokker síðdegis
Að jafnaði fara vélar FÍ tvær
ferðir á Ísafjörð á degi hverjum; á
morgnana og síðdegis. Gjarnan eru
Dash-vélarnar, sem taka 37 far-
þega, notaðar í fyrri ferð dagsins en
50 sæta Fokker í þeirri síðari, enda
farþegar yfirleitt fleiri þá. Aðflugið
undir fjallshlíðunum er um margt
erfitt og því gildir sú regla að ein-
ungis er flogið í björtu. Þá má
skyggni ekki vera undir 3,5 km, svo
að éljagangur eða snjókoma geta
sett strik í reikninginn. Sú var til
dæmis raunin í fyrravetur, alveg frá
í desember og fram í mars þegar
suðlægar áttir og éljagangur voru
ríkjandi. Að jafnaði eru Ísafjarðar-
ferðir í hverjum mánuði um 60 en á
áðurnefndu tímabili féllu út að jafn-
aði um 15 ferðir í mánuði.
„Við þessu er ekkert að gera,
enginn sigrar náttúruöflin. Það vita
Vestfirðingar flestum betur og fátt
er meira talað um hér við af-
greiðsluborðið en einmitt veðrið,“
segir Arnór, sem er maður kvikur í
hreyfingum. Það ber lífsmátanum
vitni, er skíðamaður, æfir badmin-
ton, stundar hjólreiðar og gengur á
fjöll. Stefnir á Hornstrandir í sumar
en til að halda sér í formi skokkar
hann gjarnan á Skutulsfjarðar-
fjöllin; Kubbinn og Erni. Og stund-
um í Nausahvilft í Kirkjubólshlíð,
beint upp af flugvellinum.
Álögurnar valda fækkun farþega
Færri með Ísafjarðarfluginu Úr 46 þúsund farþegum í 36 þúsund Skattarnir bíta Reykja-
víkurflugvöllur á ekki að víkja Sigra ekki náttúruöflin og margar ferðir féllu út í fyrravetur
Þróun farþegarfjölda í innalandsflugi
Heimild: Alþingi
Flugvöllur 2009 2012 2013
Reykjavík 412.098 410.341 380.770
Akureyri 190.230 206.536 183.245
Egilsstaðir 97.422 99.278 94.162
Ísafjörður 46.905 40.331 35.577
Arnór
Jónatansson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Samgöngur Dash 8-300 vél á Ísafirði. Flogið er vestur tvisvar á dag og skiptir það miklu máli fyrir Vestfirðinga.
Farþegagjald í innanlandsflugi
stendur undir hluta af þeirri
þjónustu sem Isavia veitir á
flugvöllum, s.s. brautar- og
flugturnsþjónustu. Gjald þetta
var lagt á 2011. Var í upphafi á
Reykjavíkurflugvelli 498 kr. en
er nú komið í 1.200 kr. Hækk-
unin er 141%. Í Reykjavík voru
lendingargjöld sem farþegar
greiða 238 kr. árið 2009 en eru
nú 1.000 kr. Hækkunin er
320%. Á öðrum völlum, t.d. á
Ísafirði, hefur gjaldið hækkað
um 83%, úr 238 kr. í 436 kr.
Leiðarflugsgjöld voru tekin
upp 1. júní 2010 og hafa síðan
þá hækkað um 68%. Voru í upp-
hafi 1.000 kr. en eru nú komin í
1.680 kr. Þá er að nefna kolefn-
isgjald í innanlandsfluginu, sem
nú heitir ETS-gjald og er hluti af
evrópska viðskiptakerfinu með
losunarheimildir kolefnis.
Smærri flugvélar í innanlands-
flugi bera ekki slíkt gjald en FÍ
greiðir 50% af gjaldinu. 50%
þess eru tekin af kvóta Íslands
til kolefnislosunar.
Upplýsingarnar hér að ofan
eru frá í febrúar sl., byggðar á
svari Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur innanríkisráðherra við
fyrirspurn Haraldar Benedikts-
sonar alþingismanns.
Hækkunin
allt að 320%
NÝIR SKATTAR Á FLUGIÐ
Í svari Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur í vetur, um opinber gjöld
á flugið, ítrekaði hún þá skoðun
sína að skatta bæri að lækka.
Minnti hún á að á vegum innan-
ríkisráðuneytisins væri starfs-
hópur að kanna rekstrar-
umhverfi greinarinnar
heildstætt og ætti að skila af
sér í haust. Á grundvelli þess
yrði í samráði við fjármálaráðu-
neytið tekin ákvörðun um
næstu skref. Ljóst væri að álög-
ur ógnuðu flugi innanlands.
Opinber
gjöld eru ógn