Morgunblaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1. J Ú L Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  152. tölublað  102. árgangur  ÆVINTÝRA- ÓPERA Á SIGLUFIRÐI BOGFIMI HENTAR FÖTLUÐUM VEL 20 HRAÐ- SKREIÐUSTU BÍLAR HEIMS NÝR BOGFIMIVÖLLUR 10 BÍLARÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ 30 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðurlands segir vart forsvaranlegt að lundi verði veiddur nokkurs stað- ar á landinu í ár. Talsvert sé reyndar af lunda á norðanverðu landinu en ástandið sé slæmt syðra, sérstaklega í Vestmannaeyjum, og fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af heild- arstærð stofnsins. Bæjarráð Vest- mannaeyja tekur ákvörðun eftir helgi um hvort leyfa eigi lundaveiðar þar í ár. Undanfarna daga hefur Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, farið um landið og kannað ástand lunda- stofnsins. Ingvar segir lundaveiðar í Vestmannaeyjum ekki ráðlegar í ár. „Okkur finnst það ekki forsvaran- legt á meðan ástandið er eins og það er. Hvað veiðar á landsvísu varðar virðist lundinn vera í blússandi vexti fyrir norðan,“ segir Ingvar. Hann segir stærsta hluta stofnsins vera á Suðurlandi. „Þegar ástandið er slæmt þar er það slæmt á landsvísu. Ef ekki verður veitt í Eyjum verður meira álag á önnur svæði. Því finnst mér ekki forsvaranlegt að veiða neins staðar,“ segir Ingvar. „En það gæti verið erfitt fyrir fólk fyrir norð- an að samþykkja það.“ Sigurður Bjarnason í Grímsey hefur sigið í björg og stundað lunda- veiðar þar í áratugi. Hann segist ekki sammála þessu mati. „Hér er aukning á öllum fugli, ekki síst lunda. Hér er krökkt af honum og ég get ekki verið sammála því að það eigi ekki að veiða hann hérna.“ »6 Segir lundaveiðar vart forsvaranlegar  Allt er krökkt af lunda fyrir norðan  Ákveða veiðar í Eyjum í næstu viku Morgunblaðið/Eggert Lundar á góðri stundu Skiptar skoðanir eru um hvort veiða eigi lunda í ár. Bæjarráð Vestmannaeyja tekur ákvörðun um það í byrjun næstu viku. Úrhellisrigning einkenndi höfuðborgarsvæðið í gær þegar fyrstu ummerki nýrrar lægðar gerðu vart við sig. Víða er spáð miklum vatna- vöxtum í dag og á morgun, og er gert ráð fyr- ir mikilli rigningu á landinu sunnan- og vest- anverðu fram yfir miðnætti annað kvöld og er óttast að flóðahætta muni skapast. Almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra og björg- unarsveitir Landsbjargar eru í viðbragðs- stöðu vegna veðursins. »2 Úrhellisrigningu og vonsku- veðri spáð næstu daga Morgunblaðið/Eggert Vætusamur endir á júnímánuði Ágúst Ingi Jónsson Kristján H. Johannessen Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að áform ríkisstjórnarinnar um flutning á aðalskrifstofu Fiskistofu fari nú inn í verkefnis- stjórn. Mun m.a. starfsfólk Fiski- stofu eiga aðild að því starfi. „Næstu tvo mánuði munum við kortleggja hvernig hægt verður að framkvæma þetta með skynsömum hætti fyrir bæði starfsfólk og stofn- un,“ segir Sigurður Ingi og bendir á að ekki sé verið að færa alla starf- semi Fiskistofu af höfuðborgar- svæðinu. Munu eftir fyrirhugaðar breytingar allt að 20 starfa áfram í starfsstöðinni fyrir sunnan. „Þannig að sú umræða að verið sé að flytja heila stofnun með manni og mús er auðvitað ekki rétt. Fyrst og fremst erum við að efla starfsstöðina á Akureyri með því að flytja höfuðstöðv- arnar þangað,“ segir Sigurður Ingi. Fram hefur komið að vafi geti leikið á um lögmæti flutnings stofnunarinnar. Komi í ljós að ekki sé heimild fyrir fyrirhuguðum flutningi segir ráðherra næsta skref vera að leita til Alþingis. „Leiki vafi á því, verður að sjálfsögðu farið með málið fyrir Alþingi.“ »12 Farið yrði með málið í þingið  Fiskistofa ekki flutt með manni og mús, segir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson  Reykvískir nemendur stóðu sig betur í lengri og erfiðari verk- efnum í stærð- fræðilæsishluta PISA-rannsókn- arinnar 2012 en í stuttum og auð- veldum. Af þessum sök- um hefur starfs- hópur borgarinnar, sem á að stuðla að bættum árangri nemenda, ákveðið að láta greina nánar út- komu reykvískra nemenda í les- skilningi. Að sögn Auðar Árnýjar Stefánsdóttur, skrifstofustjóra grunnskólahluta skóla- og frí- stundasviðs Reykjavíkurborgar, sem á sæti í starfshópnum, kom nið- urstaðan verulega á óvart. Hóp- urinn mun vinna að aðgerðaáætlun um bættan námsárangur. »14 Betri í erfiðu dæm- unum en þeim léttu PISA Spurningar vakna í prófum.  Norvík-samsteypan, sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjöl- skyldu, kom nýverið með tæpar 140 milljónir króna til landsins í gegn- um fjárfestingarleið Seðlabanka Ís- lands. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er fjármununum meðal annars ætlað að skjóta sterkari stoðum undir rekstur bygginga- vöruverslunarinnar Byko, sem er í eigu Norvíkur. Rekstur hennar hef- ur gengið erfiðlega á undanförnum árum, en hún tapaði 391 milljón króna árið 2012. Guðmundur H. Jónsson, fráfarandi forstjóri Byko, segir hins vegar að markaðurinn sé óðum að taka við sér. »16 Norvík með 140 milljónir til landsins Byko Tap Byko var 391 milljón króna 2012. Starfsmenn Fiskistofu mótmæla harðlega áform- um ríkisstjórnarinnar um að flytja aðalskrifstofu stofnunarinnar til Akureyrar. „Óhætt er að gagn- rýna vinnubrögð stjórnvalda við þá aðferðafræði leifturárásar sem beitt var við kynningu ákvörð- unarinnar, sem birtist starfsmönnum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Í kjölfarið upplifa margir í senn vanlíðan og lítilsvirðingu við störf sín og fag- þekkingu,“ segir m.a. í yfirlýsingu starfsfólks. Upplifa lítilsvirðingu MIKIL ÓÁNÆGJA STARFSFÓLKS FISKISTOFU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.