Morgunblaðið - 01.07.2014, Page 23

Morgunblaðið - 01.07.2014, Page 23
alltaf ákveðin tilhlökkun að kíkja í heimsókn til ömmu Eddu, hvort sem var í stutt stopp eftir ísrúnt á sunnudags- eftirmiðdegi, í pössun yfir nótt, eða þá í árlegt jólaboð á jóladag. Það var allavega á tæru að þar yrði úr nógu að moða og að þar yrði fjör! Ofan á allt annað hefur hún amma alltaf verið gríðarlega hjálpsöm, gjafmild og hlýleg manneskja. Það var aldrei neitt hik þegar kom að því að biðja ömmu um aðstoð; maður hafði ekkert að óttast. Heldur þvert á móti; til að mynda þegar skóla- verkefni fólu í sér samskipti við nákominn ættingja, þá var amma Edda yfirleitt fyrst í röð- inni. Það var jú svo gaman að tala við hana og hún hafði frá mörgu áhugaverðu og skemmti- legu að segja. Ég verð henni ætíð þakklátur fyrir alla þá hjálp sem hún hefur veitt mér í mínu lífi og fyrir það sem hún hefur gefið mér og fyr- ir mig gert, en allt það er mér ómetanlegt og verður mér minn- isstætt um komandi ár. Hvíl í friði, elsku amma Edda. Hér á eftir fer frumsamið ljóð um Eddu Þórarinsdóttur eftir greinarhöfund: Um hana ömmu Eddu það gleður mig að vita, að hún þjáist ei lengur. Sú kona var jákvæðni sífellt frá sér að smita, Ó, hve hún var mikill fengur! Amma Edda var gjöful kona, auðmjúk mjög og með mjúkt hjarta. Henni ég ætíð ann og nú ég vona, að hún eigi í eftirlífi framtíð bjarta. Útgeislun mikillar hamingju og gleði, áberandi var í ásjónu hennar. Þó erfiðleika bæri að og óhapp skeði, þá ætíð var stutt í bros hennar. Með henni Eddu, kærkominni ömmu minni, tuttugu og fimm ár fékk ég að lifa. Leitt er að þeim dýrmæta tíma nú linni, óhjákvæmilegt er að klukkan, hjá öllum, að endingu, hætti að tifa. Daníel Ingi Þórarinsson. Mér finnst skrítið að sitja hér og skrifa minningargrein um þig, elsku amma mín. Hvernig á maður að kveðja manneskju sem manni þykir svo ofboðslega vænt um? Fyrir stundu fannst mér eins og að við höfum setið inni í stofunni hjá þér að hlæja og hafa gaman. En tíminn líður óendanlega hratt og lífið gengur sinn vanagang. Ég er samt sem áður svo ótrúlega þakklát fyrir allar okkar minningar saman. Ég man þegar ég var lítil og fékk að vita hvert símanúmerið væri heima hjá þér. Frá þeim degi lærði ég símanúmerið þitt utan að og hætti ekki að hringja í þig. Alltaf þegar mér leið illa hringdi ég í þig og þú gerðir það sem þú kunnir mjög vel, þú huggaðir mig. Það var líka eitt sinn sem ég gisti hjá þér þegar mamma og pabbi fóru til New York. Ég man alltaf eftir því hvað ég var stressuð að þurfa að sofa einhversstaðar annarsstað- ar en þegar mamma og pabbi sögðu mér að ég myndi verða hjá þér kom stórt bros yfir and- litið mitt. Mér leið svo ótrúlega vel hjá þér, elsku amma mín. Þú dekr- aðir við mig í spað, keyptir spil handa mér, spilaðir við mig, keyptir bangsa sem þér fannst svo krúttlegur og svo má nú ekki gleyma því að þú varst allt- af að gefa mér fullt af nammi og sætindum. Að fara í heimsókn til þín, elsku amma, var það besta. Andinn heima hjá þér var svo ótrúlega góður og léttur. Hjá þér leið mér allra best. Svo voru náttúrulega öll gamlárs- kvöldin fimmfalt betri þegar þú varst með. Það var svo gaman að dansa með þér í stofunni. Á þeirri stundu var allt svo dásam- legt, allir hlógu og höfðu gaman. Þessa minningu mun ég hafa með mér alla ævi og aldrei gleyma. Amma, þú fékkst mig alltaf til þess að brosa, þú hrósaðir mér oft, þú spurðir mig út í áhuga- málin mín, þú fannst alltaf uppá einhverjum góðum hrekkjum, þú kenndir mér grunninn í ís- lenskri sögu, þú varst alltaf til staðar, þú varst sú fullkomna amma. Elsku amma, nú fékkstu loks frið, eftir stutta en jafnframt erfiða bið. Ég veit að þú horfir á okkur, niður, ég veit að í hjartanu ríkir nú friður. Nú tómið í myrkrinu hræðist ei lengur, ég veit það ert þú sem þarna gengur. Ég gleðst yfir ótal minningum af þér, ég veit að þú munt ávallt vaka yfir mér (Halla Þórarinsdóttir) Elsku amma, ó elsku amma mín. Guð er ekkert smá heppinn að eignast svona engil eins og þig, því jú, þú ert einn af þeim yndislegustu. Ég mun sakna þín alla mína ævi. Á öllum merk- isstundum í lífi mínu, þegar ég verð stúdent og gifti mig, þá mun ég hugsa til þín, vitandi það að þú sért þarna samt sem áður. Hvíldu í friði, elsku engill- inn minn, ég veit við sjáumst síðar. Edda Þórunn Þórarinsdóttir. Amma mín Edda, að kveðja þig er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gert, elsku amma mín. Þú varst á svo margan hátt stórkostleg kona að minningargrein ein og sér mun aldrei lýsa því með full- nægjandi hætti. Þeir sem þekktu til þín munu vita hvað ég á við. Hjartahlýrri og fallegri manneskju hittir maður seint á lífsleiðinni en þú virkilega vildir öllum þeim sem þú komst í nær- veru við vel. Mér finnst það lýsa sér hvað best í orðum vinkonu þinnar og nágranna til margra ára. Hún hafði fengið íbúð við hliðina á þér en í forvitni sinni ákvað hún að hringja bjöllunni hjá ná- grannanum í þeirri von að fá einhverja hugmynd um hvernig íbúðin væri. Það stóð heldur betur ekki á hlýjunni hjá þér, amma mín, og bauðst þú henni inn til að skoða hvern krók og kima. Enda þurfti ekki að spyrja að því að upp frá því og æ síðan urðuð þið tvær hinar mestu vinkonur. Ég átti margar góðar stundir með þér. Í þau skipti sem þú varst með mig í pössun passaðir þú alltaf upp á að mér leiddist aldrei enda lá aldrei á þér að sinna mér. Hvort sem það var spjall um daginn og veginn, sjá til þess að ég yrði aldrei svang- ur eða vanhagaði um eitthvað ásamt því sem þú greipst oft og mörgum sinnum í spil með mér. Þá stafa mínir einu og takmörk- uðu tónlistarhæfileikar frá þér, elsku amma mín, er þú kenndir mér að spila lagið um Gamla Nóa. Þá er það mér alltaf minn- isstætt að sama hvað ég fann upp á að gera í æsku minni þá gafstu mér aldrei neinar skammir fyrir. Stelpurnar mínar tvær héldu líka mikið upp á þig og þótti alltaf gaman að koma til þín upp í Bláhamrana. Ávallt varstu með eitthvað fyrir þær. Nóg af leik- föngum og gómsætum mat og drykk. Þeim þótti það alltaf skemmtilegt að lita fyrir þig og sýna þér myndir og aðra flotta muni sem þær höfðu meðferðis enda stóð aldrei á ánægjulegum viðbrögðum frá þér. Það var mér sérstaklega minnisstætt undir lokin þegar þær teiknuðu myndir af þér með þeim sjálf- um. Það var mér og öðrum í fjöl- skyldunni ómetalegt að fá að upplifa kveðjustund með þér nokkrum tímum áður en þú kvaddir okkur. Við vorum flest- öll þarna saman komin en ynd- islegur prestur var fenginn til að halda kveðjustund með okk- ur. Ég er viss um að þessi stund hefur ekki aðeins verið okkur dýrmæt heldur þér líka. Jafnvel þótt þú hafir á þessum tíma ekki getað tjáð þig mikið var deg- inum ljósari að þú heyrðir hvert orð sem sagt var. Þarna var mér sérstaklega hugsað til þess hvað þú hafðir alltaf sérstaka og góða nærveru og hversu gott það var ávallt að vera í kringum þig, amma mín. Söknuðurinn er mik- ill. Það er virkilega erfitt að staðnæmast við að rifja upp okkar tíma saman, amma mín, og sætta mig við að þú sért nú endanlega farin frá okkur. Það er virkilega sárt að hugsa til þess að ég fæ aldrei að sjá bros þitt eða upplifa hlýju þína og hlátur aftur í þessu lífi. Ég vona svo innilega að þú sért nú komin á góðan og yndislegan stað þar sem þér líður vel. Það átt þú vel skilið fyrir það góða sem þú skilur nú eftir þig í þessu lífi. Takk fyrir allt, elsku amma mín Edda. Jóhann Gunnar Þórarinsson. Edda Þórarinsdóttir fæddist 14. ágúst 1936, hún lést 21. júní 2014. Foreldrar hennar voru Ingi- veig Eyjólfsdóttir og Þórarinn Björnsson. Edda var einkabarn þeirra hjóna og naut alls hins besta á uppvaxtarárum sínum. Hún lærði meðal annars píanó- leik, var mjög músíkölsk, söng- elsk og hafði góða hæfileika til að kasta fram vísum. Edda var félagslynd og traustur vinur. Það var í Gagn- fræðaskóla fyrir sextíu og fjór- um árum sem hópur stúlkna bast ævarandi vináttuböndum. Ein þeirra var Edda, sem við kveðjum í dag, en áður höfum við kvatt Guðrúnu, sem lést langt um aldur fram, og Þóru sem lést á síðasta ári. Skóla var að ljúka og lífið blasti við – hópurinn söng „lífið er dásamlegt og lífið er ynd- islegt“. Eftir vinnu hittist hóp- urinn á Hressó til að ræða mál vikunnar. Það þurfti alltaf að æfa nokkur dansspor, t.d. tjútt, rokk og charleston, ýmist hjá Eddu eða Sigrúnu. Síðan var stefnan tekin á dansstaðina eins og Þórskaffi, Mjólkurstöðina, Silfurtunglið og Sjálfstæðishús- ið. Á sunnudögum á milli þrjú og fimm var farið í Breiðfirð- ingabúð og endað á Borginni. Formið var fínt, úthaldið mikið, aldrei haft vín um hönd og ætíð mætt í vinnu á réttum tíma. Farið var í útilegur þegar hentaði, með tjald og bakpoka og gítarinn hennar Eddu var ómissandi. Við áramót voru stærri við- burðir og okkur óx ekkert í aug- um að flytja húsgögn á milli húsa ef með þurfti. Veisluhöld voru oftast hjá Karen og herr- um sem ekki kunnu að dansa var ekki boðið. Þannig liðu þessi ár okkar áhyggjulaust og „lífið er ynd- islegt“ sungum við með hárri raust. Smátt og smátt breyttist hóp- urinn. Allar giftu sig og fóru að búa og þannig var með Eddu. Hún giftist Gunnari Friðjóns- syni og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru Ingiveig, Þórarinn og Friðjón. Síðar skildu þau hjón. Þegar hér er komið sögu héldum við áfram að hittast í saumaklúbb, sem við stofnuðum fljótlega eftir að við kynntumst og höfum haldið hópinn síðan. Síðasta ferðin okkar út á land var í Borgarfjörðinn í sumarbú- stað til Rutar og Erlings, og var það frábær ferð. Þar var sungið dátt, meðal annars „Komið í kompaníið, komið á félagsfund, komið að dansa og syngja“ o.s.frv. Eddu verður sárt saknað, en við eigum góðar minningar lið- inna tíma. Eddu gleymum við aldrei. Við sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ó, horfðu hærra, vinur! Guðs hönd þig áfram ber. Ef hjarta af harmi stynur, guðs hjarta viðkvæmt er. Ef ólán að þér dynur, guðs auga til þín sér. Ef jarðnesk höll þín hrynur, guðs himnar opnast þér. (Jóhannes úr Kötlum) Júlíana, Karen, Kristín, Jónína, Rut og Sigrún. HINSTA KVEÐJA Elsku amma, við söknum þín mikið og vildum óska þess að þú gætir verið hjá okkur lengur en pabbi og mamma eru búin að segja okkur að nú líði þér vel og að þú verðir alltaf með okk- ur í anda. Við huggum okk- ur við það og vísuna sem þú söngst svo oft með okkur. Klappa saman lófunum, reka féð úr móunum, vinna sér inn bita, láta’ ekki pabba vita. (Íslensk þjóðvísa) Arna Björg, Bríet María og Agnes Inga. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014 Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Móðursystir mín, INGIBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR, lést á öldrunardeildinni á Grund í Reykjavík föstudaginn 27. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Brynjar Pálsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður Háaleitisbraut 24, sem lést laugardaginn 28. júní verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 2. júlí kl. 13.00. Gunnar Páll Jóakimsson, Oddný Árnadóttir, Birgir Þorsteinn Jóakimsson, Unnur Jensdóttir, Arnar Gunnarsson, Björg Gunnarsdóttir, Sólborg Birgisdóttir, Bjargey Birgisdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURGEIR SIGURÐSSON, bóndi, Lundarbrekku í Bárðardal, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga föstudaginn 27. júní. Jarðsett verður frá Lundarbrekkukirkju laugardaginn 5. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð kvenfélagsins Hildar til styrktar Lundarbrekkukirkju. Hjördís Kristjánsdóttir, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Ólafur Ólafsson, Marína Sigurgeirsdóttir, Jóhannes Áslaugsson, Guðrún Sigurgeirsdóttir, Kristófer Kristófersson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR VILMAR MAGNÚSSON frá Kirkjubæ, Akranesi, Réttarholti 15, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju fimmtu- daginn 3. júlí kl. 14.00. Helga Einarsdóttir, Björk Guðmundsdóttir, Dan Brynjarsson, Alma Guðmundsdóttir, Emil Guðjónsson, Hlynur Guðmundsson, Ingibjörg R. Hjálmarsdóttir og barnabörn. Kær vinkona er fallin frá. Við kynnt- umst þegar við keyptum fyrirtækið hennar, Hyrnu ehf., fyrir um fimm árum. Þá hafði hún nýlega fengið miður góðar fréttir af meini sem hún ætlaði sér að takast á við og sinna betur sér og sínum. Samstarfið við Ernu Bryndísi var ætíð ánægjulegt og okkur auðnaðist að hafa það með þeim hætti að báðir aðilar máttu vera sáttir við og stoltir af. Upp úr standa margar ánægjulegar stundir með sameiginlegum er- lendum viðskiptavinum okkar. Á hverju ári heimsótti fjöldi er- lendra viðskiptavina skrifstofur félagsins og þó svo Erna Bryndís væri ekki að sinna daglegum rekstri sat hún í stjórnum nokk- Erna Bryndís Halldórsdóttir ✝ Erna BryndísHalldórsdóttir fæddist 3. ágúst 1951. Hún lést 17. júní 2014. Útför Ernu Bryndísar fór fram 25. júní 2014. urra félaga viðskipta- vina okkar. Hún átti þar góða vini sem hún hafði unnið með í fjölda ára og hún átti auðvelt með að fram- lengja þau góðu tengsl yfir til okkar sem tókum við. Við höfum greint sameig- inlegum erlendum vinum frá andláti Ernu Bryndísar og minnast þeir hennar með miklum hlýhug og hugur þeirra er hjá fjöl- skyldu hennar. Síðasta árið höfum við hist heldur sjaldnar en áður en þó reglulega. Nú fyrir skömmu var Erna Bryndís á leið af landi brott þar sem hún ætlaði að dvelja um hríð og því var það þungbært að frétta af andláti hennar. Það er með miklum trega sem við kveðj- um Ernu Bryndísi en minningin um góða vinkonu lifir. Við vottum Gabríelu Bryndísi og Helgu Bryn- dísi sem og aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð. Hrönn Petersen og Bernhard A. Petersen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.