Morgunblaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 6
LANDSMÓT Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Öðrum degi Landsmóts hestamanna lauk í gær á Hellu með forkeppni í B- flokki, barnaflokki, ungmennaflokki og kynbótadómum sex vetra hryssna. Veðrið lék ekki við móts- gesti eins og á fyrsta mótsdegi sem var einstaklega sólríkur. Í gær gekk á með hressilegum rigningarskúrum og blés nokkuð en alltaf stytti þó upp inn á milli. Knapar létu veðrið ekki á sig fá, settu undir sig hausinn og gerðu sitt besta og áhorfendur klæddu sig eftir veðri. Margir hafa frestað því að koma á mótið vegna veðurspárinnar. „Mér líst vel á landsmótið. Verst hvað spáð er hræðilegu veðri en það ræðst ekki við það. Þetta er ekki gott fyrir hrossin og knapana en í lagi fyrir áhorfendur. Það verður von- andi gott veður í lok vikunnar,“ sagði Anna B. Indriðadóttir, bóndi og hrossaræktandi í Þúfu. Veðurspáin fyrir daginn í dag er ekki góð en spáð er lægðasyrpu yfir landinu. Að öllum líkindum mun veðrið ganga yfir Hellu kringum há- degisbilið. Mótsstjórn ræddi stöðuna um tíuleytið í gærkvöldi. Axel Óm- arsson, framkvæmdastjóri Lands- móts, segir að á þeim enda tjaldsins sem kemur út undan stúkunni aust- anmegin hafi nú verið komið upp skjólvegg úr þremur gámum og stórum vinnuvélum. Þá hafi risa- skjár við völlinn verið lækkaður og skorðaður niður. „Við ákváðum að gera þetta þegar í stað, þó að spáin líti betur út núna en á horfðist,“ segir Axel. Fólkið geti þá verið inni í veit- ingatjöldum og horft á mótið á skjá ef því vantar skjól. Axel bætir við að öll dagskrá mótsins í dag verði með eðlilegum hætti og haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist þar til annað komi í ljós. Úrvals tölt og skeið Tvær tíur voru gefnar í kynbóta- dómi í flokki sex vetra hryssna. Þær fengu efstu tvær hryssurnar. Álf- hildur frá Syðri-Gegnishólum hlaut 10 fyrir tölt og Þingey frá Torfunesi fékk 10 fyrir skeið. Yfirlitssýning kynbótahrossa er þó eftir. Þar geta öll hross hækkað fyrir hæfileika en ekki lækkað. „Þetta er öðlingur í geðslagi og er góður reiðhestur. Hún hefur gaman af því að skeiða og svo er hún mjög góð á tölti,“ segir Árni Björn Pálsson sem reið Þingey frá Torfunesi í 10 fyrir skeið. Glódís Rún Sigurðardóttir og Kamban frá Húsavík eru efst eftir forkeppni í barnaflokki. Ef þau halda fyrsta sætinu geta þau unnið titilinn í þriðja skipti. Í B-flokki eru Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðarson efstir eftir for- keppni. Forkeppni í ungmennaflokki lauk í gær. Í dag lýkur forkeppni í unglingaflokki og A-flokki gæðinga. Á kynbótabrautinni halda dómar áfram í flokki 5 vetra hryssna og 4 vetra hryssna, þá verður byrjað á flokki 4 vetra stóðhesta. Landsmót Gestir á Landsmótinu flúðu inn í tjöld í rigningunni. Brugðist við slæmri veðurspá á landsmóti  Tvær tíur í kynbótadómi, önnur fyrir tölt og hin fyrir skeið Morgunblaðið/Þórunn Kristjánsdóttir Tía Árni Björn Pálsson og Þingey frá Torfunesi fengu 10 í einkunn í gær í skeiðinu í flokki sex vetra hryssa. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Formaður bæjarráðs Vestmanna- eyjabæjar segir lundaveiðar hafa mikið menningarlegt gildi. Leggist þær af muni dýrmæt kunnátta og þekking fara forgörðum. Í næstu viku tekur bæjarráðið ákvörðun um hvort lundaveiðar verði leyfðar í Eyjum í sumar. Náttúrufræðingar Náttúrustofu Suðurlands hafa nýlokið við að meta ástand lundastofnsins um land allt. Niðurstaðan bendir til þess að óráð- legt sé að veiða lunda í ár og gildir það um allt landið, þó að athugunin hafi leitt í ljós að talsvert sé af lunda á norðanverðu landinu. Horfa þurfi á landið í heild, en ástand stofnsins á sunnanverðu landinu, einkum í Vestmannaeyjum, sé afar slæmt. „Þetta er líka frekar dapurt í Dyr- hólaey og Ingólfshöfða en gott frá Papey og norður og vestur fyrir inn í Djúp. Þá er ástandið ekki gott í Ell- iðaey í Breiðafirði,“ segir Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúru- stofu Suðurlands, um ástand lunda- stofnsins. „Stærsti hluti stofnsins er á Suðurlandi og þegar ástandið er slæmt þar er það slæmt á landsvísu. Ef ekki verður veitt í Eyjum verður meira álag á önnur svæði. Því finnst mér ekki forsvaranlegt að veiða neins staðar.“ Vinna í samráði „Við höfum alltaf unnið þetta í samráði við þá sem þekkja best til, sem eru Náttúrustofa Suðurlands og veiðifélögin,“ segir Páley Borgþórs- dóttir, formaður bæjarráðs Vest- mannaeyjabæjar. „Við munum koma saman í byrjun næstu viku og taka þetta fyrir. Ég get ekki sagt til um það núna hver niðurstaðan verður en við höfum fengið þær upplýsingar að staðan sé ekki góð.“ Páley segir lundaveiðarnar hafa margvíslegt gildi fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. „Þetta eru mörg hundruð ára gamlar hefðir.Við höf- um áhyggjur af því að tapa þessari menningu og kunnáttu; að veiða og vinna fuglinn. Þess vegna höfum við viljað opna á nokkra daga undan- farin ár til að menn geti farið á lundaveiðar.“ Spurð hvort stefni í lundalausa Þjóðhátið segir Páley Eyjafólk gera allt til að koma í veg fyrir það. „Við eigum góða vini fyrir norðan og höf- um fengið hjá þeim Grímseyjar- lunda.“ Sigurður Bjarnason í Grímsey segir svo mikið vera þar af lunda að hann sé farinn að taka yfir svæði annarra fugla. „Hann er farinn að fæla aðra fugla, eins og t.d. álku, frá. Hann er kominn meðfram allri byggðinni,“ segir Sigurður, sem hef- ur stundað lundaveiðar í Grímsey í áratugi. Hann segist búast við því að lundaveiðitímabilið hefjist 1. júlí eins og verið hafi hingað til. „Þetta er engin yfirgengileg veiði. Menn eru orðnir svo skynsamir.“ Spurður um lundavarpið segist Sigurður telja að það hafi gengið vel. „Fuglinn er eins og mannfólkið, hann fer þangað sem ætið er.“ Dýrmæt menn- ing gæti glatast  Lítið er um lunda syðra en gnægð nyrðra  Veiðar eru ekki ráðlagðar Morgunblaðið/Ómar Lundar Aldagamlar hefðir hafa skapast í kringum lundaveiði. Lundi » Lundi telst til helstu nytja- fugla hér á landi, enda vinsæl villibráð. » Samkvæmt rannsókn sem gerð var í fyrra eru um 75% varpstofnsins á suðurhluta landsins. » Í fyrra var lundaveiði leyfð í Vestmannaeyjum í fimm daga en hefðbundið veiðitímabil var áður 55 dagar. Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Ferðasumarið er nú hafið og eru margir farnir að huga að útilegum. Meðal þess sem skoða þarf vel fyrir slík ferðalög eru tjaldsvæði. Dagar rafmagnslausra útilega virðast taldir, en meðal þess sem tjaldsvæði lands- ins bjóða upp á í dag er þráðlaus net- tenging, sjónvarpsskjár og lazer tag. Flest tjaldsvæði landsins bjóða upp á rafmagn og mörg hver bjóða einnig upp á eldunar-, þvotta- og sturtuað- stöðu. Þó er til dæmis tjaldsvæðið á Hólum í Hjaltadal enn ekki orðið raf- magnsvætt og er því möguleiki á gamaldags rafmagnslausri útilegu þar, sem mörgum þykir einmitt heillandi. Tjaldsvæðin í Grindavík, Ártúni, Fossatúni og á Flúðum bjóða öll upp á þráðlausa nettengingu þar sem hægt er að tengja tölvur og síma. Á tjaldsvæðinu á Laugalandi var tek- inn í notkun sjónvarpsskjár nú í júní, og getur knattspyrnuáhugafólk því fylgst þar með leikjum á heimsmeist- aramótinu í knattspyrnu í miðri úti- legu. Á Þórisstöðum er í boði lazer tag; afþreyingarleikur þar sem þátt- takendum er skipt í lið og þeir látnir klæðast hermannagöllum og skjóta andstæðinginn með lazer tag- byssum. Einnig eru fótboltavellir, leiktæki, golfvellir, húsdýragarðar, bátsferðir og fjórhjólaferðir meðal þess sem tjaldsvæði landsins bjóða upp á. Húsafell og Akureyri Geir Gígja, ferðamálafræðingur og stofnandi heimasíðunnar Tjalda.is, segir tjaldsvæðið á Laugalandi vin- sælast. „Við fáum margar heimsóknir inn á tjaldsvæðið Laugaland á heima- síðunni og virðist það vinsælast. Einnig skoðar fólk mikið tjaldsvæðin á Selfossi, Húsafelli og á Akureyri til dæmis.“ Að hans mati er þó eitt tjald- svæði sem er ómissandi að heim- sækja. „Fyrir þá sem eru áhugasamir um útilegur er alveg nauðsynlegt að heimsækja tjaldsvæðið Þakgil sem er rétt við Vík í Mýrdal. Ég leyfi mér að fullyrða að það sé með fallegri nátt- úrutjaldsvæðum á landinu.“ Sjónvarp og net á tjaldsvæðum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Þakgil þykir með fallegustu tjaldsvæðum landsins.  Dagar rafmagnslausra útilega taldir  Meðal annars boðið upp á sjónvarp, nettengingu og lazer tag á tjaldsvæðum landsins  Laugaland vinsælast  Hjólhýsin vinsælust hvað búnað varðar Töluvert dró úr sölu á fellihýs- um, hjólhýsum og tjaldvögnum eftir kreppu, en nú virðist sala á þeim vera að vakna til lífsins að nýju. Hvað varðar búnað virðast hjólhýsin vera vinsælust nú í ár. Að sögn forsvarsmanna Víkur- verks er það aðallega vegna veðurs, en þegar rignir mikið þykir mörgum þægilegra að ferðast um með hjólhýsi sem ekki þarf að þurrka eins og felli- hýsi og tjaldvagna. Þá virðast notuð hjólhýsi vera einstaklega vinsæl. Eftirsótt í ár HJÓLHÝSIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.