Morgunblaðið - 01.07.2014, Side 31

Morgunblaðið - 01.07.2014, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014 Ljóðaunnendur hafa ástæðu til að kætast en í kvöld, nánar til- tekið klukkan sex, stendur Hug- rún Margrét fyrir ljóðakvöldi á kaffi- og ölstofu Tjarnarbíós. Þar getur hver sem er tekið þátt í ljóðaflutningi, umræðum eða einfaldlega hlýtt á aðra. Markmiðið er að sögn Hug- rúnar að skapa þægilegan vett- vang fyrir listamenn, byrjendur sem lengra komna, til að prófa sig áfram og fá uppbyggilega gagnrýni. Þægilegt ljóðakvöld Lestur Flutt verða ljóð í kvöld klukkan sex á Kaffi- og ölstofu Tjarnarbíós. Pressphotos.biz/Geirix Verk Katrínar Sigurðardóttur myndlistarkonu, „Foundation“ eða „Undirstaða“ sem sýnt var í ís- lenska skálanum á síðasta Fen- eyjatvíæringi, er um þessar mund- ir sýnt í Sculp- ture Center í New York. Í millitíðinni var verkið sett upp í Listasafni Reykjavíkur en það var unnið með þessa þrjá sýningarstaði í huga. „Undirstaða“ er grátt og hvítt flísagólf á upphækkaðri undir- stöðu, gert úr þúsundum hand- gerðra flísa sem Katrín vann ásamt aðstoðarfólki og mynda þær mynstur í barokkstíl. Þrjár sýn- ingar eru um þessar mundir í SculptureCenter en sýning Katr- ínar þeirra viðamest. „Kunnuglegt land“ Gagnrýnandi The New York Times, Karen Rosenberg, fjallaði ítarlega um allar sýningarnar í umfjöllun fyrir helgi og segir hún Katrínu færa sig með þessu verki dýpra inn í heim skreytlistar og frá hvítum rýmisverkum eins og því sem sýnt var í Metropolitan- safninu árið 2010 og vakti þar um- talsverða athygli. Í stað þess að byggja draugaleg módel sem bygg- ist á tilfallandi arkitektúr skapi hún verk sem líti út fyrir að vera „rétt“ í sögulegu samhengi, að minnsta kosti í augum hins al- menna áhorfanda, og byggist á vinnu þjálfaðra handverksmanna. Útkoman sé áhrifamikið samtal verks sem vísar í 18. öldina við rými hlaðinna veggja Sculpture- Center. Hins vegar, segir rýnirinn, kann gestum á sýninguna sem ganga á verkinu finnast að þeir gangi um kunnuglegt land og hún vísar í verk eftir Rudolf Stingel sem hefur teppalagt rými og vann á svipaðan hátt í Feneyjum í fyrra. Þá segir rýnirinn að verkið sé frekar bitlaust, reyni um of að að- lagast aðstæðum. Verk íslenskra myndlistarmanna hafa verið áberandi í söfnum í New York undanfarið því um helgina lauk í New Museum þar í borg sýn- ingu á verkum Ragnars Kjart- anssonar, „My, My Mother, My Fat- her, and I!“, sem gagnrýnandi New York Times hvatti myndlist- aráhugamenn til að sjá áður en lyki. efi@mbl.is Undirstaða Gestir virða fyrir sér verk Katrínar á tvíæringnum í Feneyjum. Samtal tveggja tíma í „Undirstöðu“  N.Y. Times fjallar um verk Katrínar Katrín Sigurðardóttir Bachs sem hann færði mér. Ég fór s.s. að lesa þær og spila þessi verk og uppgötvaði að þarna væri falinn fjársjóður,“ segir Edda. Hún hafi því ákveðið að taka upp disk með fimm sonnettum, rondói og fant- asíu eftir Bach. „Ég man að sumir kollegar mínir spurðu af hverju ég væri að spila þessa tónlist á Sta- inway-flygil, það var púritanismi gagnvart hljóðfærinu en sem betur fer hefur þetta opnast núna og er liðin tíð,“ segir Edda. Verkin hafi verið samin á 18. öld, fyrir tíma Stainway-flygla en séu nú oft leik- in á nútímapíanó sem sé að hennar mati gott mál. Edda segir að svo virðist sem C.P.E. Bach hafi verið enduruppgötvaður á þessu ári. Líklega hafi 300 ára afmælið hjálpað þar til og í Frakklandi hafi dagskrár verið helgaðar tónskáld- inu í útvarpi og tónleikaraðir. „Mér finnst það mjög ánægjulegt og það kemur mér á óvart. Það er eins og fólk sé að uppgötva tónlist sem það hefur ekki haft mörg tækifæri til að hlusta á,“ segir Edda. Uppgötvun Edda segir að svo virðist sem C.P.E. Bach hafi verið endur- uppgötvaður á þessu ári og þá líklega vegna 300 ára afmælisins. Dagskrá Sumartónleika Listasafns Sigurjóns má finna á heimasíðu safnsins, lso.is. Örvar vöðva, styrkir þá og lyftir. Meðferðin tekur 30-45 mínútur. HYDRADERMIE LIFT Andlitslyfting án skurðaðgerðar! Snyrtistofur sem bjóða Hydradermie Lift meðferð og Guinot vörur: Snyrtistofan Gyðjan – s. 553 5044 Snyrtistofan Ágústa – s. 552 9070 Snyrtistofan Hrund – s. 554 4025 Snyrtistofan Ársól – s. 553 1262 Snyrtistofa Marínu – s. 896 0791 GK snyrtistofa – s. 534 3424 Snyrtistofan Garðatorgi – s. 565 9120 Dekurstofan – s. 568 0909 Guinot-MC stofan – s. 568 9916 Snyrtistofan Þema – s. 555 2215 Snyrtistúdíó Önnu Maríu – s. 577 3132 SG snyrtistofa – s. 891 6529 Landið: Snyrtistofa Ólafar, Selfossi – s. 482 1616 Snyrtistofan Abaco, Akureyri – s. 462 3200 Snyrtistofan Lind, Akureyri – s. 462 1700 Snyrtistofa Guðrúnar, Akranesi – s. 845 2867 Snyrtistofan Sif, Sauðárkrókur – s. 453 6366 www.guinot.is Höldum daginn hátíðlegan með blómum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.