Morgunblaðið - 01.07.2014, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 2014
✝ Sævar Gunn-arsson fæddist í
Reykjavík 21. sept-
ember 1960. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
21. júní 2014.
Foreldrar hanns
voru Gunnar Þor-
björnsson, f. 2.9.
1920, d. 9.3. 1980,
og Sigríður Þórð-
ardóttir, f. 18.1.
1923, d. 7.12. 2013. Systkini Sæv-
ars eru Inga Þóra Gunnarsdóttir,
f. 24.12. 1954, maki Halldór Jó-
hannesson, f. 13.9. 1953. Þeirra
börn: Telma, f. 15.10. 1974,
Bjarmi, f. 27.2. 1984, Bjarki Þór,
f. 28.11. 1990. 2) Snorri Stein-
berg Gunnarsson, f. 9.3. 1957.
Börn hans: Jónatan Nói, f. 4.2.
1992, Benjamín Lúkas Sævar, f.
16.3. 1995. 3) Halldóra Gunn-
arsdóttir, f. 22.3. 1959, maki Ein-
ar Vilhelm Þórð-
arson, f. 16.12. 1955,
þeirra börn: Gunnar
Helgi, f. 24.2. 1977,
Sigurður Þór, f.
10.1. 1982, Davíð
Freyr, f. 13.2. 1990.
4) Guðfinna Rósa
Gunnarsdóttir, f.
22.3. 1959.
Sævar giftist 20.
júní 2014 Fe Daro
Abellon, f. 9.3. 1972.
Barn þeirra er Alexsandra Sig-
ríður, f. 23.2. 2007. Barn hans af
fyrri sambúð er Harpa Lind, f.
1.6. 1990, sambýlismaður Eiríkur
Þór Halldórsson.
Sævar starfaði í frystihúsinu
Barðanum í Kópavogi, Plastos og
síðustu árin í álverinu í Straums-
vík.
Útför Sævars fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 1. júlí
2014, kl. 13.
Mikið er ótúlegt að sitja hér og
skrifa minningargrein um Sævar
bróður. Ég á svo margar yndisleg-
ar minningar um allar ferðirnar
okkar í sumarbústaði, þar sem farið
var í leiki með krökkunum, grillað,
sundlaugarferðir og skoðunarferð-
ir. Ferðin okkar til Portúgals með
Guffu, Hörpu, Davíð og Villa, þar
sem við skemmtum okkur svo vel.
Elsku Sævar.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Fe, Harpa og Alexsandra,
ég votta ykkur samúð mína, megi
Guð geyma ykkur.
Halldóra.
Hann Sævar frændi minn er dá-
inn aðeins 53 ára, frá eiginkonu og
tveim börnum, eftir sex mánaða
erfið veikindi. Sævar var mjög in-
dæll maður alla tíð og mikill faðir
dætra sinna tveggja sem eru 7 og
24 ára, hann var einnig alltaf mjög
reglusamur. Ég hef þekkt hann frá
þriggja ára aldri, við vorum fæddir
sama ár.
Það var ætíð mikill samgangur á
milli fjölskyldu Sævars og minnar,
því mæður okkar voru mjög sam-
rýndar, enda voru þær uppeldis-
systur og systkinabörn. Mér brá
mikið þegar þú, Sævar frændi,
sagðir mér aðeins nokkrum dögum
eftir jarðarför móður þinnar, sem
varð 90 ára, að þú hefðir greinst
með hvítblæði. Nú, sex mánuðum
síðar, hefur þú kvatt þennan heim
og efast ég ekki um að þú ert hjá
Guði og andi þinn meðal okkar sem
en lifum. Það var alveg að koma
jónsmessa þegar þú lést, fuglar
sungu í trjánum fyrir utan
gluggann á herberginu sem þú
varst í á gjörgæslunni, auk þess
var HM í fótbolta í fullum gangi en
þú hafðir gaman af að horfa a bolt-
ann í sjónvarpinu.
Ég hugsa mikið til liðinna ára
þessa dagana, margar voru stund-
irnar skemmtilegar í Birkihvamm-
inum hér fyrr á árum. Ég minnist
þess líka þegar við unnum saman í
frystihúsinu Barðanum og á Akra-
nesi lönduðum við fiski úr togara.
Margar voru líka bíóferðirnar hjá
okkur. Árið 1980 dundi sorgin á
heimilum okkar beggja, faðir þinn
dó 9. mars og móðir mín 10. mars,
bæði fyrir aldur fram, við báðir 19
ára. Það er eitthvað sem aldrei
gleymist. Ég sakna þín, frændi
minn.
Megi Guð styrkja fjölskyldu
Sævars í hennar djúpu sorg.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Ingólfur Þór Björnsson.
Elsku besti frændi, þú kvaddir
þennan heim allt of ungur, þinn
tími var alls ekki kominn. Þegar ég
hugsa til baka þá koma upp fjöl-
margar góðar minningar úr Kópa-
voginum. Þú varst þessi týpíski
góði og skemmtilegi frændi með
endalausa þolinmæði. Það fyrsta
sem ég gerði þegar ég kom í heim-
sókn var að hlaupa inn í Sævars
herbergi til að berjast og slást við
þig. Þú varst alltaf til staðar og allt-
af tilbúinn að hjálpa, ég veit ekki
hversu oft á mínum unglinsárum
þú reddaðir mér með því að koma
og sækja mig svo að ég gæti gist í
Kópavoginum. Þrátt fyrir að það
séu nokkur ár síðan þú fluttir er
herbergið ennþá kallað Sævars-
herbergi og þangað fara allir til
þess að horfa á allar sjónvarps-
stöðvarnar. Þar var líka hin stóra
Sævarsvídeóleiga og ófáar mynd-
irnar sem ég fékk lánaðar hjá þér.
Efst í huga eru bíókvöldin þar sem
við sátum saman og horfðum á
Tinna en þú tókst upp alla þættina
á vhs-spólur og ekki má gleyma
þegar ég hlustaði á War of the
Worlds með þér í fyrsta skipti, en
það er ógleymanleg minning.
Það er með miklum söknuði og
sorg að ég kveð þig að sinni elsku
frændi, megi Guð geyma þig.
Þinn frændi
Sigurður Þór Einarsson.
Það er með miklum söknuði sem
við minnumst þín, kæri bróðir og
mágur, sem kvatt hefur þennan
heim alltof snemma eftir erfið veik-
indi. Sævar var hvers manns hug-
ljúfi og góðmenni í alla staði og frá-
bær eiginmaður og faðir tveggja
dætra sem nú sjá á bak þessum
trausta manni. Þau voru ófá skiptin
sem Sævar rétti okkur hjálparhönd
við pössun barna okkar sem þótti
mjög vænt um frænda sinn, ótelj-
andi voru þau skiptin sem hann
bjargaði sjónvarpsmálum heimilis-
ins þegar búið var að slíta eða taka
úr sambandi snúrur og tengi. Sæv-
ar var fróður um allt er laut að kvik-
myndum og átti mikið efni kvik-
mynda sem fjölskyldan nýtti sér
oft, einnig var hann áhugamaður
um fótbolta og hugsaði sér gott til
glóðarinnar þegar HM byrjaði og
tíminn myndi líða hraðar á meðan
baráttan við veikindin færi fram en
lítið náðist í þeim áætlunum. Sævar
bjó ásamt Guðfinnu systur sinni
lengi í móðurhúsum eftir að Gunn-
ar faðir þeirra lést um aldur fram
og þótti okkur gott að vita af Siggu
ömmu í góðum höndum. Fjölskyld-
an hafði það fyrir venju í allmörg ár
að fara saman í sumarbústað einu
sinni á ári og var ávallt glatt á hjalla
og öll börnin hlökkuðu mikið til
þessara ferða þar sem Sævar var
hrókur alls fagnaðar. Elsku Fe,
Alexsandra og Harpa, megi Guð
halda verndarhendi yfir ykkur á
þessum erfiða tíma og gefa ykkur
styrk í sorginni.
Inga og Halldór (Dóri).
Góður vinur og mágur er fallinn
frá. Ég kynntist honum þegar ég
kom inn í fjölskylduna, hann var þá
14 ára gutti, kátur en stríðinn.
Seinna eignaðist hann amerískan
bíl, Chevrolet Novu, og þurftum
við eitt sinn að standa í vélaskipt-
um á honum, það var þröngt í
skúrnum, en við fundum lausn á
því með spottum út um allt loft. Við
áttum þar góðar stundir enda
gengu vélaskiptin með ágætum
þrátt fyrir mikið bras. Hann kynnt-
ist svo Katrínu og eignaðist með
henni yndislega stúlku, Hörpu
Lind, en hún og frændur hennar,
sem öll eru á sama árinu, komu
alltaf með í allar sumarbústaða-
ferðirnar. Seinna kynnist hann nú-
verandi konu sinni, Fe Daro, og
sólargeislinn Alexsandra kemur í
heiminn. Þau bjuggu sér heimili að
Þórufelli 12 í Reykjavík og hjálp-
uðumst við að með endurbætur
þar. Alltaf gátum við treyst á pöss-
un hjá honum enda var hann mjög
barngóður. Ég sakna hans mikið.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Bugast mátt ei Björgin blíð
björt öll ljós þín loga
þú veist þín bíður betri tíð
við enda regnsins boga
blessuð sé minning þín.
Einar V. Þórðarson mágur.
Sævar Gunnarsson
Elsku afi, ég man
svo vel eftir því þegar
ég var yngri og kom
til ykkar ömmu í
Espilundinn og við
sátum inni í „flísaherbergi“ og ég
fékk að leika mér með litlu flísarn-
ar þínar. Ég lét mig dreyma um að
einhvern daginn yrði flísaherberg-
ið mitt eigið svefnherbergi og var
með það á hreinu hvernig ég vildi
innrétta það.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja ykkur ömmu. Stundum
varstu búinn að raka af skeggið svo
ég gæti kysst þig á kinnina án þess
að stinga mig. Ég man eftir því
þegar við sátum í eldhúsinu fyrir
ekki svo löngu og þú fórst með ljóð
á þýsku sem þú lærðir í mennta-
skóla á aldri við mig núna. Í alvöru,
hver man svoleiðis? Ég þekki ekki
minnugri manneskju en þig. Mér
fannst svo fyndið hvað þú pældir
mikið í veðurfréttunum. Það skipti
öllu máli hver var að fara með þær.
Einn daginn var það ung, falleg og
skýrmælt kona og þá varstu sko
ánægður. Annars varstu stundum
bara steinsofnaður áður en frétt-
irnar voru búnar í þínum fræga
hægindastól. Ætli ég kalli hann
ekki frekar þægindastól. Það var
einmitt í honum sem þú spilaðir
oftar en einu sinni á munnhörpuna
fyrir mig. Það var gaman að hlusta
og mér finnst æðislegt hvað þú
hafðir mikinn unað af tónlist og
hvað þú hafðir góðan húmor.
Þú varst svo ungur í anda og út-
liti að ég trúði því varla að þú værir
orðinn 85 ára. Þú varst varla kom-
inn með hrukkur! Enginn er líkur
þér og það er einmitt það sem gerði
þig svo einstakan. Þú varst fullur af
vitneskju og alltaf lærði ég eitthvað
nýtt þegar ég talaði við þig. Það
verður skrýtið og ekki jafn
skemmtilegt að koma til Akureyr-
ar án þess að hitta þig þar. Ég mun
Trausti Helgi
Árnason
✝ Trausti HelgiÁrnason fædd-
ist 21. maí 1929.
Hann lést 20. júní
2014. Útför
Trausta Helga var
gerð 30. júní 2014.
sakna þess að fá ekki
hringingu frá þér á
afmælisdaginn og
heyra þig syngja af-
mælissönginn.
Elsku afi, þrátt
fyrir hvað það er erf-
itt að missa þig þá er
ég ánægð með allar
góðu stundirnar sem
við áttum saman.
Ekki síst síðustu
samverustundina á
85 ára afmælinu þínu sem var æð-
isleg. Takk fyrir allt, afi. Ég mun
sakna þín. Elsku amma Margrét,
innilegar samúðarkveðjur til þín.
Sólveig Einarsdóttir.
„Hver er þetta?“ sagði ég við
drengina mína sem þá voru tveggja
og þriggja ára. „Þetta er afi sem
prílar.“ Trausta Helga ömmubróð-
ur sinn höfðu þeir séð uppi á vinnu-
pöllum við hús hans í Espilundin-
um. Þarna áttu þeir frænda sem
hægt var að leita til og ráðfæra sig
við þegar framkvæmdir stóðu fyrir
dyrum síðar á lífsleiðinni.
Trausti Helgi var tíður gestur á
heimili okkar og ég heyrði þá oft
tala saman Ásmund og hann um
húsasmíðar, múrverk og ættfræði.
Reyndar vorum við Trausti oft
ósammála um skilgreiningu á
skyldleika.
Eftir tuttugu ára kennslu
hneigðist Trausti æ meira til hand-
verksins þar sem hægt var að móta
efnið að vild. Hann stofnaði eigið
fyrirtæki og tók að sér verk, stór
og smá, en sneri sér seinna að flísa-
lögnum sem eru léttari á höndum
en múrverkið sjálft. Víða má sjá af-
ar vandað og snyrtilegt handbragð
Trausta.
Áhugi hans á ættfræði kviknaði
snemma, einkum ættum Svarfdæl-
inga. Björn R. Árnason, föðurbróð-
ir hans, var bóndi og ættfræðingur
og amma hans, Anna Sigríður
Björnsdóttir (1859-1954) var minn-
ug, fróð og greinargóð. Anna lá
rúmföst í 30 ár vegna slitgigtar en
fylgdist vel með öllu sem gerðist í
Dalnum. Tengdadóttir hennar og
móðir Trausta, Rannveig Rögn-
valdsdóttir, hugsaði um hana öll
þessi ár. Þess má geta að Trausti
annaðist Margréti konu sína af
hugulsemi og natni eftir að hún
veiktist.
Löngum stundum sat Trausti á
rúmstokknum hjá ömmu sinni og
hlustaði á frásagnir hennar um lífs-
baráttu og kjör fólksins í Svarfað-
ardal. Hann hafði á páskadag,
skömmu fyrir andlát sitt, lokið við
að skrifa grein um ömmu sína þar
sem hún lýsti því þegar afi Trausta
ásamt vinnumanni kafaði snjóinn
með skinnsekki á bakinu vestur í
Skagafjörð harðindavorið mikla
1882 til að færa björg í bú. Þeir
komu heim með Drangeyjarfugl,
kornvöru og sitthvað annað. „Ég
setti pott á hlóðir strax og sauð fugl
og það er hreint sú besta súpa sem
ég hef smakkað, súpan af Drang-
eyjarfuglinum með bankabyggsá-
kastinu frá kónginum“ sagði hún. Í
huga Trausta varð mannlíf á 19. og
20. öld að samfelldri heild og þegar
farið var um Dalinn í fylgd hans
vöknuðu bæirnir til lífsins og fólkið
tengdist í ljóslifandi frásögn hans.
Trausti var myndarlegur maður.
Hann bar sig vel, var kvikur í hreyf-
ingum og iðaði af lífi. Hann var vel
máli farinn, vandvirkur, hagsýnn
og afar greinargóður. Trausti gat
verið stórorður og dómharður en
aldrei þrætugjarn og það var stutt í
glettið bros og stríðnislegan hlátur
sem mildaði þá orðin.
Trausti var alltaf reiðubúinn að
rétta hjálparhönd. Hann vaktaði
húsið okkar og vökvaði blómin þeg-
ar við vorum á ferðalögum. Ein-
hverju sinni þegar við komum heim
lá eftirfarandi vísa á eldhúsborðinu:
Allar skúffur eru í lagi
eftir því sem veit ég best.
Vínið drukkið, veikur magi,
veslings blómin dáin flest.
Nú að leiðarlokum viljum við
þakka Trausta fyrir góðvild, vin-
áttu og ræktarsemi öll þessi ár.
Elsku Margrét, Sigurður, Rann-
veig og Fríða. Við sendum ykkur og
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Ragnheiður Kjærnested
og fjölskylda.
Dugnaður og drenglyndi eru
fyrstu orðin sem koma upp í hug-
ann þegar Trausta Árnasonar er
minnst. Handtak hans gat vissu-
lega verið hrjúft og þéttingsfast,
enda maðurinn rammur að afli, en
innra með honum umlukti mýktin
hans stóra og milda hjarta. Hann
var umfram allt mannvinur, rauna-
góður á öllum stundum – og vildi
allt fyrir alla gera.
Svipmót Trausta bar upprunan-
um vitni. Hann var Svarfdælingur
að ætt og uppvexti og minnti um
margt á fjöllin út með Tröllaskaga
þar sem hann fór um, fasmikill á
velli og hvatlegur. Hann lærði ung-
ur að vinna og iðjusemin átti eftir
að fylgja honum alla tíð, reyndar í
þvílíkum mæli að oft og tíðum
fannst ástvinum hans nóg um.
Kynni okkar hófust fyrir alvöru
þegar við reistum okkur báðir hús í
Espilundi á Akureyri. Þá hafði
Trausti starfað við dönskukennslu
víða um land, jafnt í Árneshreppi á
Ströndum norður, á Eiðum á Hér-
aði og norður á Siglufirði, en að lok-
um flutti hann til Akureyrar þar
sem hann hóf að kenna dönsku við
sjálfan Menntaskólann á Akureyri.
Það lýsir Trausta nokkuð vel að
hann tók dönskukennsluna svo al-
varlega að hann vann yfir sig við að
leiðrétta stíla og ritgerðir – og var
honum ráðlagt að skipta um vinnu á
miðri starfsævi. Þá kom sér vel að
hafa lært múriðnina samhliða há-
skólanámi – og svo fór að Trausti
sneri sér alveg að múrverkinu þegar
metnaðarfull kennslan var að baki.
Trausti var yfirburða fagmaður
í sinni iðn – og það kom auðvitað
ekki á óvart í ljósi mannkosta hans
að hann varð orðlagður meistari
sem sóst var eftir. Hann var ein-
stakur fróðleiksbrunnur þegar
kom að traustu og vönduðu hand-
verki – og miðlaði óspart af reynslu
sinni ásamt því að aðstoða hús-
byggjendur í tíma og ótíma, iðu-
lega kauplaust.
Nú þegar jarðvist þessa mikla
og góða manns er lokið er dýrmætt
að ylja sér við allar stundirnar sem
við áttum saman, ýmist að verki
eða heima með rjúkandi kaffiboll-
ann við hönd. Djúp og yfirveguð
röddin kann að vera þögnuð, en
áfram lifa minningar um hreinlyndi
og heilindi. Margréti og ástvinum
hans öllum sendum við hugheilar
samúðarkveðjur.
Rúnar, Helga og fjölskylda.
Það var að áliðnu sumri 1955 að
ég var beðinn að fylgja manni að
húsi sem honum bauðst að leigja –
þetta var nýi kennarinn sem ráðinn
hafði verið að Gagnfræðaskóla
Siglufjarðar. Hann heilsaði með
þéttu handtaki og heiðríkju í svip.
Það var ekki laust við að ég, ung-
lingurinn, væri feiminn þegar við
skeiðuðum gegnum bæinn að hús-
inu sem hann skoðaði vel og vand-
lega. Hann talaði við mig eins og
fullorðinn mann, benti mér á ým-
islegt sem var gott og annað sem
betur mætti fara og þegar við
kvöddumst var mér öll feimni horf-
in, mér fannst við hafa þekkst
lengi, og ég hlakkaði til vetrarins.
Þannig hófust kynni okkar
Trausta.
Ég áttaði mig á því síðar að á
þessum fyrsta fundi hafði hann
kennt mér ýmislegt um húsbygg-
ingar, einkum múrverk en þar var
hann á heimavelli og hafði einsett
sér að læra þá iðn til hlítar. Hann
vildi eiga þess kost að geta valið á
milli þess að stunda kennslu eða
vinnu sem reyndi á kraftana. Þenn-
an eina vetur sem ég átti eftir að
vera í skólanum kenndi hann mér
ensku og hafði gott lag á að vekja
áhuga á tungumálinu með því
skjóta inn athugasemdum, annað-
hvort um sérkenni málsins eða efni
textans sem lesinn var. En ég lærði
fleira af honum en ensku. Nokkru
síðar unnum við saman í bygging-
arvinnu og bundum járn í stein-
steypta bita. Þá kynntist ég fag-
mennsku hans við undirbúning
verksins og nákvæmni í vinnu-
brögðum sem skilaði sér auðvitað í
betra verki. Járnin voru af sver-
ustu gerð og þurfti samstillt átak til
þess að krókbeygja þau en með
Trausta varð erfiðið leikur einn.
Við skemmtum okkur konunglega
við spjall um atvik úr bæjarlífinu,
úrlausnir á faglegum vandamálum
og allt þar á milli. Hann var þá orð-
inn mikill vinur foreldra minna og
bræðra og við bundumst þarna
sterkum vináttuböndum sem aldr-
ei slitnuðu þótt fjarlægð setti sam-
skiptum skorður. Nokkrum árum
seinna sýndi hann mér það traust
að fá mig til að teikna hús sem varð
umgjörð um fjölskyldu hans í fjóra
áratugi. Í því ánægjulega samstarfi
lærði ég margt fleira af honum því
að hann lét aldrei af þörf sinni fyrir
að kenna og miðla. Hugur hans var
sívirkur og áhuginn á að auka við
þekkingu sína hélst alla tíð. Alltaf
fékk ég góða úrlausn ef ég bar upp
við hann einhver fagleg vandamál
og sannreynt hef ég að lærisveinar
hans í múrverkinu bera meistara
sínum fagurt vitni í verkum sínum.
Síðari árin hringdumst við
stundum á og áttum við hjónin löng
og gefandi samtöl við hann um allt
milli himins og jarðar
Nú er hann genginn inn í heið-
ríkju eilífðarinnar og við Maggý
biðjum Margréti og fjölskyldunni
allri blessunar og kveðjum þennan
góða og trausta dreng með þakk-
læti og söknuði.
Helgi Hafliðason.
Trausti Árnason kenndi dönsku
við Menntaskólann á Akureyri um
árabil og var prófdómari við skól-
ann eftir að hann hætti kennslu.
Auk þess var hann stúdent frá MA
og börn hans öll, enda var skólinn
honum kær.
Trausti Árnason bar nafn með
réttu, traustur og hollur og vildi
hvers manns götu greiða. Um hann
mætti því hafa orð Hórasar:
Integer vitae scelerisque purus
non eget mauris jaculis, neque arcu
nec venenatis gravida sagittis,
Fusce pharetra.
sem í íslenskri þýðingu Gríms
Thomsens hljóða þannig:
Vammlausum hal og vítalausum
fleina vant er ei,
boglist þarf hann ei að reyna,
banvænum þarf hann oddum eiturskeyta
aldrei að beita.
Gott var til Trausta að leita þeg-
ar á þurfti að halda auk þess sem
gaman var við hann að tala, kíminn
og gamansaman eins og hann var
og hafði jafnan frá mörgu að segja
úr Svarfaðardal og Skagafirði.
Eftir að Trausti hætti kennslu
við Menntaskólann á Akureyri árið
1976 vann hann við iðn sína til hins
síðasta, en hann var múrarameist-
ari og hafði því bæði háskólamennt-
un og iðnmenntun eins og tíðkaðist
hjá hinum fornu Gyðingum þar sem
hinir skriftlærðu þurftu einnig að
vera iðnmenntaðir og ætti senni-
lega að taka upp fjölmenntun á Ís-
landi í stað síaukinnar sérhæfingar.
Sem múrarameistari vann
Trausti Árnason fyrir Menntaskól-
ann á Akureyri og fyrir menningar-
félagið Hraun í Öxnadal þegar hús
og jörð voru gerð upp og komið á
fót Jónasarsetri fyrir áratug. Þar
vann Trausti Árnason eins og ann-
ars staðar gott verk.
Við Gréta sendum Margréti og
börnum þeirra, Sigurði, Rannveigu
og Hólmfríði, samúðarkveðjur og
þökkum dýrmætar minningar frá
liðnum árum.
Tryggvi Gíslason,
fv. skólameistari.