Morgunblaðið - 07.07.2014, Page 1
M Á N U D A G U R 7. J Ú L Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 157. tölublað 102. árgangur
GUÐBJÖRG TIL
LILLESTRÖM Í
NOREGI
BRÚÐARBÍLLINN VAR
MASSEY FERGUSON
UM 10.000
GESTIR OG
MÖRG MET
BRÚÐKAUP Í SVEITINNI 10 LANDSMÓTIÐ 13ÞÝSKALAND ERFITT ÍÞRÓTTIR
Þrátt fyrir að vera orðinn 69 ára
gamall virðist Neil Young ekki hafa
neinn áhuga á að taka það rólega.
Hann hefur tónleikaferð sína með
því að stíga á svið í Laugardalshöll-
inni í kvöld með Crazy Horse. »12
Neil Young spilar í kvöld
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Umsækjendum um leikskóla-
kennaranám í Háskóla Ísland hefur
fjölgað talsvert frá því í fyrra, en
hingað til hefur þeim fækkað ár frá
ári frá því að námið var lengt. Nokk-
uð færri sækja um grunnskóla-
kennaranám. Jóhanna Einarsdóttir,
forseti menntavísindasviðs HÍ, telur
ástæðurnar fyrir þessari fjölgun
einkum tvær. Annars vegar sé kynn-
ingarátak, hins vegar að nýverið hafi
verið ákveðið að bjóða upp á
diplómanám í faginu. „Það má ekki
gleyma því að þetta er nám sem fólk
fær alveg örugglega starf við,“ segir
Jóhanna.
Við Háskólann á Akureyri hefur
umsækjendum um kennaranám
sömuleiðis fjölgað, en þar er nám í
grunnskóla- og leikskólakennara-
fræðum kennt saman fyrsta náms-
árið. Bragi Guðmundsson, formaður
kennaradeildar skólans, segir
nánast alla umsækjendur vera
konur. »4
Nám sem fólk fær starf við
Umsækjendum um leikskólakenn-
aranám fjölgar talsvert frá því í fyrra
Morgunblaðið/Ómar
Úr leikskólastarfi Fleiri vilja nú
verða leikskólakennarar en áður.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Eldur kom upp á níunda tímanum í gærkvöldi í
Skeifunni 11 í Reykjavík og var allt tiltækt lið
slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kallað út. Tal-
ið er að eldurinn hafi kviknað í fatahreinsuninni
Fönn og samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins náði hann að dreifa sér yfir í önnur hús.
Talið er að þau hafi verið mannlaus. Miklar eld-
tungur stigu til himins og átti slökkviliðið í fullu
fangi með að ráða við eldinn og verja næstu hús.
„Það er mikill eldur í Fönn og Griffli og við er-
um að reyna að verja næstu hús og eigum fullt í
fangi með það,“ sagði Birgir Finnsson,
varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins í gærkvöldi. Þá mátti heyra spreng-
ingar á vettvangi en ekki er vitað hvað olli þeim.
Umferðarteppa myndaðist í nálægum götum
við Skeifuna og flykktist fólk að til að fylgjast
með. Lögreglan naut liðsinnis Securitas við að
rýma svæðið og síðar voru björgunarsveitir af
höfuðborgarsvæðinu kallaðar til við lokanir á
götum og við gæslu. Slökkvilið Keflavíkur-
flugvallar var einnig kallað til að aðstoða í glím-
unni við eldinn. Þá rýmdi lögreglan fljótlega
enn stærra svæði en gert hafði verið í upphafi
vegna sprengihættu. Mikið tjón hefur orðið af
eldinum og er húsnæði verslunarinnar Griffils
og fatahreinsunarinnar Fannar gjörónýtt.
Mikið tjón varð einnig hjá Rekstrarlandi og
Stillingu. »6
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Eldsvoði Mikinn reyk lagði frá eldinum. Nokkur fyrirtæki og verslanir eru í húsnæðinu sem brann. Tjónið er talið umtalsvert, en um tíma skapaðist sprengihætta og lögreglan rýmdi svæðið.
Stórbruni í Skeifunni
Allt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kallað út Gífurlegt tjón hefur orðið vegna brunans