Morgunblaðið - 07.07.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014 Gildir í júlí Sogave Opið kl. 9-18 virka dag Lágt lyfja gi við Réttarholt a Sími 568 0990 www.gardsapotek.is sveg Allir styrkleikar og allar pakkningastærðir af Nicotinell Fruit. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, af- henti íslensku safnaverðlaunin 2014 við hátíð- lega athöfn á Bessastöðum í gær. Það var Rekstrarfélag Sarps sem hlaut viðurkenninguna fyrir ytri vef menningarsögulega gagnasafnsins Sarps, www.sarpur.is. Þar er hægt að leita í safnkosti 44 safna og er vefurinn sagður bylting í aðgengi almennings að upplýsingum um menn- ingararfinn. Í Sarpi er hægt að leita í safnkosti 44 safna Morgunblaðið/Styrmir Kári Sarpur hlaut íslensku safnaverðlaunin 2014 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Lántakendur sem hafa ekki höfðað mál vegna endurútreikninga ólög- mætra gengistryggðra lána þurfa ekki að örvænta að sögn Jóhannesar S. Ólafssonar, lögmanns hjá lög- fræðistofunni Gengislán.is. Hann segir þá einstaklinga geta leitað rétt- ar síns til ársins 2018, en í maí síðast- liðnum samþykkti Alþingi breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, þar sem kveðið er á um að fyrningarfrestur gengistryggðra lána verði átta ár. Fresturinn reikn- ast frá 16. júní árið 2010 og nær því til 16. júní árið 2018. Lýsing tapaði tveimur málum fyr- ir héraðsdómi síðastliðinn þriðjudag sem lántakendur höfðuðu gegn fyr- irtækinu vegna endurútreikninga ólögmætra lána. Málin voru rekin af lögmannsstofunni Gengislán.is og segir Jóhannes að ætla megi að um 80% af skjólstæðingum fyrirtækisins falli undir þessi fordæmi en erfitt sé að spá um það. Hann segir stofuna búna að stefna um 100 málum. „Að okkar mati falla flest þeirra mála sem við höfum stefnt inn undir þessa dóma en þetta eru héraðsdóm- ar, við eigum eftir að fá fleiri hæsta- réttardóma,“ segir Jóhannes. Kröfur um neikvæða vexti Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, segir það barnaskap að tala um fjöldatölur í þessum málum og bendir á að Lýsing hafi unnið öll mál fyrir hæstarétti sem snerta gengistryggingu frá árinu 2012, fimmtán talsins. „Það er þó kannski skiljanlegt með hliðsjón af þeim rekstri sem hef- ur orðið til, þar sem ákveðin fyrir- tæki hafa sérhæft sig í málum af þessu tagi og hafa hag af því að við- skiptavinir fjármálafyrirtækjanna telji sér nauðsynlegt að skipta við þau,“ segir Þór. Hann segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvort Lýsing áfrýi dómunum sem féllu á þriðjudag þar sem lögfræði- teymi þeirra sé að fara yfir málin. „Þetta eru almennt flókin mál og það er verið að láta reyna á ýmiss konar tilvik fyrir dómum. Sum mál munu vinnast og önnur munu tapast, eins og gengur þegar verið er að leita leiðsagnar hjá dómstólum. Það er búið að skýra þessar stóru línur nú þegar og nú orðið verið að takast á um smærri tilbrigði þessara mála. Því hafa þau síður almennt for- dæmisgildi,“ segir Þór og bætir við að þær kröfur sem Lýsingu berist snúist jafnvel um að fá neikvæða vexti á lán. „Það þýðir ekki einungis það að þeir sem kröfurnar hafa uppi vilji ókeypis lán og greiða ekkert endurgjald fyrir þau heldur vilja þeir fá borgað með þeim. Það er eðlilegt að fjármálafyrirtæki spyrni við fót- um þegar slíkar kröfur koma fram,“ segir Þór. Í dómunum sem kveðnir voru upp á þriðjudag var talið að Lýsing hefði með endurútreikningi sínum reiknað sér viðbótarvexti af lánunum. Þá var álit dómsins að það stæði Lýsingu nær en lántakendum að bera þann vaxtamun sem hefði hlotist af ólög- mætri gengistryggingu á umrædd- um vaxtagjalddögum lánsins. Lýs- ingu var því gert að greiða lántakendunum til baka þá viðbót- arvexti sem fyrirtækið reiknaði sér. Krefja Lýsingu um neikvæða vexti  Lýsing hefur unnið öll mál fyrir hæstarétti sem tengjast gengistryggingu frá árinu 2012  Lögmað- ur telur dóma sem féllu í síðustu viku fordæmisgefandi fyrir um 80% skjólstæðinga fyrirtækisins Morgunblaðið/Eggert Lýsing Á þriðjudag tapaði Lýsing tveimur málum fyrir héraðsdómi. „Það eru að koma fleiri tonn af græj- um til landsins. Fjölmargir gámar af dóti. Við þurfum að skaffa alveg rosalega margt hér á Íslandi, í raun- inni allt sem er til, og svo koma þeir með helling að auki,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri tón- listar- og viðburðasviðs hjá Senu sem sér um innflutning og skipulag tónleika Justins Timberlakes, sem fram fara í Kórnum hinn 24. ágúst. Ísleifur segir að hátt í 100 manns muni fylgja Timberlake til landsins en að auki muni um 400 Íslendingar starfa við tónleikahaldið með einum eða öðrum hætti. „Það eru til að mynda um 200 manns að vinna við gæslu og umferðarstjórnun, svo eru 50 sem koma að framleiðslunni auk þess sem fjöldi bílstjóra verður not- aður enda svaka bílafloti sem fylgir þeim, “ segir Ísleifur. Hann telur að umfang tónleikanna verði meira en áður hefur þekkst hér á landi. „Þetta er svo stór sýning að öllu leyti. Sviðið er stórt, stór hljóm- sveit og margir dansarar. Við höfum fengið „stóra“ listamenn til landsins en ég held að enginn þeirra hafi verið með svona mikla umgjörð í kringum sig,“ segir Ísleifur. Eins og fram hefur komið hafa 16 þúsund manns fengið miða á tón- leikana og seldust þeir upp á ör- skotsstundu. Timberlake mun ekki spila á tónleikum fyrr en um mánuði eftir að hann kemur fram á Íslandi. Ísleifur vill ekki tjá sig um hve lengi Timberlake verður á landinu. vidar@mbl.is Fleiri tonn og hundrað manns með Timberlake Frægur Kannski fer Timberlake gullna hringinn, hver veit?  400 Íslendingar vinna við tónleikana Nýr kjarasamningur flugvirkja verður kynntur meðlimum Flug- virkjafélags Íslands í kvöld, en samkomulag náðist milli flug- virkja og samninganefndar Sam- taka atvinnulífsins á föstudags- kvöldið eftir ellefu klukkustunda fund með ríkissáttasemjara. Maríus Sigurjónsson, formaður Flugvirkjafélagsins, er bjartsýnn á að samningurinn verði sam- þykktur. „Um 2,8% launahækkun fyrir félagsmenn er að ræða. Þá verður einnig vaktafyrirkomulag- ið uppfært, kvöldvöktum verður fjölgað og þær lengdar. Svo verð- ur veikindarétturinn bættur, en hann var í löglegu lágmarki hjá flugvirkjum. Þetta er í átt til hag- ræðis og nútímavæðingar á vinnu- lagi.“ Samningurinn hefur tekið gildi og gildir til ágúst 2017 en félags- menn geta þó hafnað honum í kosningu. Að sögn Maríusar verða kjörseðlar líklegast sendir út á morgun í pósti og búist er við að kosningaferlið taki í það minnsta viku. isb@mbl.is Hagræði og nútíma- væðing  Fundað um nýjan kjarasamning í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.