Morgunblaðið - 07.07.2014, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 07.07.2014, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014 FYLGIFISKAR með gott á grillið Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 Laugardaga frá 11.00-14.00 (Kópavogur) Pakki 1 - spjót Kryddlegið fiskispjót Fyllt kartafla Grískt salat Grillsósa 1.495 kr/manninn · Náðu upp mesta mögulega hita á grillinu þínu. · Gættu þess að grillið sé hreint og berðu á það olíu. · Lækkaðu hitann og settu fiskinn á grillið. · Gott er að nota fiskiklemmu eða fiskigrind. · Mundu að fiskurinn læsir sig fyrst á grillinu en losar sig um leið og hann eldast, því er mikilvægt að láta fiskinn vera á meðan hann er fastur við grillið. FISK ÞEGAR GRILLA Á Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is 1975-2014 GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki Snorraverkefnið er nú hálfnað, en fjórtán ungmenni frá Kanada og Bandaríkjunum taka þátt í því hér- lendis að þessu sinni. Eins og undanfarin ár fóru fyrstu tvær vik- urnar í náms- og menningar- dagskrá í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fyrir rúmri viku tóku ætt- ingar þátttakenda við og eftir hálf- an mánuð heldur hópurinn saman í vikulanga landkynningarferð áður en þátttakendur halda heim á leið 25. júlí. Snorraverkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 1999 og er sam- starfsverkefni Norræna félagsins og Þjóðræknisfélags Íslendinga. Fjórtán krakkar í Snorraverkefninu Ungmenni Snorrar á ferð. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íslenska fyrirtækið Even hyggst setja upp tvö hundruð hleðslu- stöðvar fyrir rafbíla en fyrirtækið hefur á undanförnum árum unnið að rafbílavæðingu Íslands. Gísli Gíslason hjá Even segir þetta lið í að gera rafbílinn aðgengilegri öll- um en hleðslustöðvarnar verða ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt landið. „Með þessu móti verður fólk ekki bundið við það að hlaða bílinn heima hjá sér heldur mun það geta hlaðið hann á flestum stöðum á landinu.“ Þannig vonast Gísli til þess að al- menningur sjái rafbílinn enn frekar sem kost fram yfir jarðeldsneyt- isbíla. Hleðslustöðvarnar eru þegar komnar til landsins og vinnur Even að því að semja við samstarfsaðila sína um að koma stöðvunum upp. „Við ætlum ekki að rukka fyrir hleðsluna, heldur er hugmyndin sú að hleðslustöðvarnar verði fyrir ut- an fyrirtæki eða stofnanir sem sjá sér hag í því að fólk stoppi fyrir ut- an hjá þeim til að hlaða bílinn,“ segir Gísli en með þessu móti mun fólk geta hlaðið bílinn og um leið skotist inn og sinnt innkaupum eða nýtt sér aðra þjónustu sem er inn- an seilingar hleðslustöðvarinnar. Gísli vill sem stendur ekki gefa upp hvaða fyrirtæki verða í sam- vinnu við hann með hleðslustöðv- arnar þar sem viðræður eru enn í gangi. Hins vegar sé ljóst að verk- efnið er vel á veg komið og geta landsmenn búist við því að sjá hleðslustöðvar Even víðsvegar um landið á næstu mánuðum og árum. Ekki bara höfuðborgarsvæðið Gísli leggur mikla áherslu á að hleðslustöðvarnar verði um allt land, ekki bara á höfuðborgarsvæð- inu. „Við viljum gera fólki kleift að geta ferðast um landið þvert og endilangt á rafmagnsbíl og hlaðið bílinn með auðveldum hætti hvar sem það er á landinu. Það er auð- vitað hægt að stinga rafbílum í hleðslu um allt land í dag en með þessu móti verður hleðslan að- gengilegri og ekki þarf að stinga í samband við hliðina á brauðrist- inni.“ Áhugi Even á uppsetningu raf- hleðslustöðva er ekki bara bundinn við Ísland því að sögn Gísla hefur kanadíska fyrirtækið Sun Country Highway viljað fá Even í samstarf við uppsetningar hleðslustöðva í Evrópu. „Ég var á fundi með for- svarsmönnum Sun Country High- way í Kanada í síðasta mánuði og það gæti orðið mjög spennandi að fara í samstarf með þeim á upp- setningu hleðslustöðva í Evrópu.“ Even var stofnað árið 2009 og er að sögn Gísla hugsjónastarf. „Við fáum okkar tekjur af því að selja rafmagnsbíla af öllum gerðum en þetta snýst fyrst og fremst um að rafmagnsbílavæða Ísland vegna umhverfissjónarmiða og efnahags- legra. Sparnaðurinn af því að nota innlenda orkugjafa á bíla er mikill.“ Settar upp 200 rafhleðslustöðvar  Stórt skref fyrir rafbílavæðingu Ís- lands að fá hleðslustöðvar um allt land Morgunblaðið/Árni Sæberg Rafbílavæðing Gísli Gíslason hjá Even segir rafbílinn kominn til að taka við af bensínbílum á næstu árum og áratugum en hér er Gísli við rafjeppa. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Bæjarhátíðir fóru fram víðsvegar um land um yfir helgina. Víða var vindasamt og setti veður því tals- verðan svip á hátíðahöldin. Skagamenn fögnuðu írskum upp- runa sínum á írskum dögum á Akra- nesi. Keppnin um rauðhærðasta Ís- lendinginn fór fram í fimmtánda skiptið og var Sigrún Ósk Árnadótt- ir, sextán ára Dalvíkingur, sigurveg- arinn í ár. Þá var hinn tíu ára Baltas- ar Breki Símonarson valinn efnilegasti rauðhærði Íslending- urinn. Engin alvarleg mál komu til kasta lögreglunnar, en töluvert var um minniháttar pústra og akstur undir áhrifum vímuefna. Í Vestmannaeyjum fór fram hin árlega goslokahátíð. Veðrið var með ágætum yfir helgina í Eyjum, en há- vaðarok varð fyrripart laugardags og þurfti þá að kalla út björg- unarsveit Vestmannaeyja til að taka hátíðartjaldið niður. Hátíðin fór vel fram og þurfti lögregla lítið að skipta sér af gestum. Hátíðin færð til Patreksfjarðar Tónleikahátíð fór fram á Rauða- sandi með fjölmörgum lands- þekktum tónlistarmönnum. Færa þurfti hátíðina tvívegis yfir helgina í félagsheimilið á Patreksfirði vegna vinds. Tjöld, kamrar og lausir munir fuku um svæðið og voru björg- unarsveitir kallaðar út. Í fyrra þurfti að aflýsa hátíðinni sökum veðurs en nú var allt gert til að láta hana ganga sem best. Jónína de la Rosa, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir að margir hafi farið heim vegna ill- viðrisins. Þrátt fyrir það var ákveðið að víkja ekki frá boðaðri dagskrá og margir skemmtu sér vel, enda batn- aði veðrið. Vindur hafði áhrif á hátíða- höld víðsvegar um landið  Tjöld og kamrar fuku um svæðið á Rauðasandi Rauðhærðust Sigrún Ósk Árna- dóttir með móður sinni, Guðbjörgu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.