Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
Náttúrulegt Athöfnin fór fram á palli sumarbústaðar fjölskyldunnar og gestir sátu í grænum lundi í blíðunni.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Okkur langaði til að hafabrúðkaupið okkar létt ogskemmtilegt í fallegu um-hverfi, svo við fengum
hlöðuna og fjósið til afnota hjá föður-
fólki mínu sem býr á Syðstu-Mörk
undir Eyjafjöllum,“ segir Rannveig
Rós Ólafsdóttir, sem fyrir rétt rúmri
viku gekk í það heilaga með sínum
heittelskaða, Atla Erni Hafsteins-
syni. „Afi minn er fæddur og uppal-
inn á Syðstu-Mörk og bróðir hans,
Guðjón Ólafsson, býr á bænum, en
afi á bústað þarna í landinu og þar
var ég oft sem krakki. Staðurinn
hefur því tilfinningalegt gildi fyrir
mig,“ segir Rannveig, en nýgiftu
hjónin búa í höfuðborginni ásamt
börnunum sínum tveimur, Agli Ólafi
og Þórdísi Láru.
Að Syðstu-Mörk hefur ekki ver-
ið búskapur mörg undanfarin ár en
með hjálp fjölskyldunnar og vina
tókst þeim að gera útihúsin notaleg
fyrir brúðkaupsveisluna. „Við lögðu
mikla vinnu í þetta, útbjuggum litla
koníaksstofu í fjósinu með gömlum
húsgögnum frá tengdapabba, því
hann er bólstrari og lumaði á göml-
um fallegum stólum. Veislan var í
hlöðunni og með góðri hjálp fjöl-
skyldumeðlima gerðum við hana
hæfa fyrir veisluhöldin, sléttuðum
gólfið, settum dúk í loftið og hengd-
um pappaluktir með ljósum í loftið,
myndir á veggi og alls konar
skraut.“ Þau gáfu líka gömlum
sveitatækjum nýtt hlutverk, settu
Massey Ferguson sá
um að ferja brúðhjónin
Hin nýgiftu Rannveig Rós Ólafsdóttir og Atli Örn Hafsteinsson eru svo gæfusöm
að eiga stóra fjölskyldu og góða vini sem hjálpuðu þeim að gera alvöru sveitabrúð-
kaup að veruleika. Fjósinu að Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum var breytt í koníaks-
stofu, hlöðunni í veislusal og brúðarbíllinn var Massey Ferguson árgerð 1959.
Bros Ólafur Ólafsson faðir brúðarinnar leiddi hana stoltur til athafnar.
Ljósmyndir/Bruce McMillan
Fornvélafélag Íslands var stofnað í
mars árið 2011. Það er áhugavert
áhugamannafélag fyrir margra hluta
sakir. Þarna er ljómandi gott mynda-
safn, blogg og spjall þar sem sjá má
og lesa allt um gamla traktora. Á
blogginu er að finna einstakar frá-
sagnir manna af dráttarvélum héðan
og þaðan af landinu; sögu þeirra, af-
rekum og síðast en ekki síst dregur
það upp einstaka mynd af því hvernig
bændur unnu hér á árum áður. Hvern-
ig þeir fóru að, hvernig vöktum var
skipt, hvaða tegund búskapar kallaði
á hvers kyns dráttarvélar og svo
mætti lengi telja.
Á síðunni gefur einnig að líta nokk-
ur myndbönd af gömlum drátt-
arvélum hér á landi en það er óhætt
að segja að rúsínan í pylsuendanum
sé hið einstaka dráttarvélaspjall.
Slíkt gæðaspjall um þesa þörfu þjóna
bændanna er mikilvægt hverjum
þeim sem lætur dráttarvélar sig
varða. Sænskar, pólskar, ítalskar,
bandarískar, breskar? Umræðuþræði
um allar þessar vélar er að finna á
síðunni og meira til.
Vefsíðan www.oldtractors.is
Traktorar Allt sem áhugafólk um gamlar dráttarvélar þarf að ræða er á síðunni.
Dráttarvélaspjall og fleira
Fram til 20. júlí gefst gestum
Norræna hússins kostur á að
skoða ljósmyndasýningu Finn-
ans Ilkka Keskinen, en um all-
sérstaka ljósmyndaröð er að
ræða. Hún er tekin í vatni í
sundhöllinni AaltoAlvari í
finnsku borginni Jyväskylä.
Arkitekt sundlaugarinnar, Alvar
Aalto, var mjög umhugað um
að náttúruleg birta nyti sín
sem best og af ljósmyndum
Keskinens má sjá hversu fal-
lega sólarljósið nær ofan í
sundlaugarvatnið og lýsir allt
upp.
Eins og glöggir vita var það
einmitt arkitektinn Alvar Aalto
sem teiknaði sjálft Norræna
húsið og því er vel við hæfi að
sýning Keskinens, Atlantis,
prýði veggi þess. Sýningin var
fyrst sett upp í Helsinki árið
2004 og hefur ferðast víða á
þeim tíu árum sem síðan eru
liðin. Sýningarsalir Norræna
hússins eru opnir þriðjudaga til
sunnudaga frá klukkan 12–17.
Endilega ...
... skoðaðu
Atlantis
Ljósmynd/Ilkka Keskinen
Í vatni Myndirnar eru teknar í sundhöllinni
AaltoAlvari í Jyväskylä.
Mömmur þurfa jú að gefa afkvæmum
sínum að borða og misjafnt er það í
heimi dýranna hvað er á matseðlinum.
Snæuglan Hermine (R) virðist sam-
Snæugla hugsar vel um afkvæmið s
Mamma gefur mús
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.