Morgunblaðið - 07.07.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Verið velkomin í heimsókn!
Opið virka daga kl.10-18
30%
Í ÖLLUM STÆRÐUM
SÓFAR
Verð áður 333.900 kr.
frá233.730kr.
Dallas
AFSLÁTTUR
af öllum sófum / sófasettum
*Í VÖLDUM ÁKLÆÐUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Basel
Verð áður 284.900 kr.
frá199.430kr.Verð áður 181.00 kr.
frá127.330kr.
Tungusófar 2+tunga
Hornsófar 2H2
Sófasett 3+1+1
frá 180.530kr. verð áður 257.900
frá 233.730kr. verð áður 333.900
frá 260.330kr. verð áður 371.900
Verðdæmi:
Torino
3ja sæta
Sófasett 3+1+1
frá 144.130kr. verð áður 205.900
frá 300.230kr. verð áður 528.066
Verðdæmi:
Texas
HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
ÞÚ FÆRÐ ALVÖRU HJÓL OG FYLGIHLUTI HJÁ OKKUR! GREIÐSLUDREIFING Í ALLT AÐ 36 MÁNUÐI.
ÓTRÚLEGT
VERÐ!
69.900,-
39.900,-
26" MONGOOSE SWITCHBACK SPORT
114.900,-
79.900,-
26" MONGOOSE TYAX COMP
49.900,-
39.900,-
24" MONGOOSE ROCKADILE
FYRIR KRAKKA FRÁ 8 ÁRA ATH AÐEINS TIL Í STELLSTÆRð:22"(XL)
20-45%
AFSLÁTTUR
Gjaldmiðilsstjórnvald Hong Kong,
HKMA, sem fer með hlutverk seðla-
banka í sjálfstjórnarhéraðinu, þurfti
í síðustu viku að grípa til stórfelldra
kaupa á Bandaríkjadal til að stemma
stigu við styrkingu Hong Kong-dals-
ins.
Hong Kong-dalurinn er tengdur
við Bandaríkjadal á genginu 7,8 og
er leyft að sveiflast á bilinu 7,75 til
7,85. Ber HKMA skylda til að grípa
inn í ef gengið færist út fyrir leyfileg
mörk. Á föstudag gékk Hong Kong-
dalurinn kaupum og sölum á gjald-
eyrismarkaði fyrir 7,7503 gagnvart
Bandaríkjadal.
Inngripin fólust í kaupum á 2,1
milljarði Bandríkjadala og dreifðust
yfir tvo daga.
Fréttastofa CNBC fjallar um mál-
ið og segir fjármálasérfræðinga eiga
von á frekari inngripum á næstu vik-
um vegna bjartsýni á hluta- og
skuldabréfamarkaði á kínverska
meginlandinu og í Hong Kong. Þessi
bjartsýni laði að fjármagn sem auki
eftirspurn eftir Hong Kong-dollur-
um og þrýsti um leið upp gengi
gjaldmiðilsins.
ai@mbl.is
Inngrip á gjaldeyris-
markaði í Hong Kong
Seðlabanki Hong Kong bregst við styrkingu gjaldmiðilsins
AFP
Lúxusvandi Hong Kong-dalurinn er nú ögn sterkri en hann má vera gagnvart Bandaríkjadal. Styrkingin stafar af
bjartsýni á hlutabréfamarkaði bæði í Hong Kong og á meginlandinu og innstreymi fjármagns.
Evrópusambandið hóf í síðasta
mánuði rannsókn á skattafríðindum
sem sum ESB-ríki bjóða fyrir-
tækjum. Í júní var upplýst að verið
væri að rýna í skattamál Írlands og
Belgíu en nú hefur fréttastofa Blo-
omberg eftir heimildarmönnum að
Lúxemborg hafi bæst við rannsókn-
ina.
Beinist rannsóknin m.a. að því
hagkvæma skattaumhverfi sem al-
þjóðleg risafyrirtæki á borð við
Apple, Amazon, Starbucks, Mc-
Donald’s, Microsoft og Fiat njóta
með því að skattleggja hluta af
tekjum sínum í löndunum þremur.
Er m.a. verið að skoða svokallaða
milliverðlagningu (e. transfer pric-
ing), sem alþjóðleg fyrirtæki geta
notað til að færa hagnað og tap á
milli svæða með misjafnlega hag-
kvæma skattalöggjöf.
Hefur framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins sagst munu
víkka rannsókn sína enn frekar og
afla nánari upplýsinga frá Bret-
landi, Belgíu, Kýpur og Möltu.
Er einnig verið að skoða hvernig
tekjur af einkaleyfum eru skatt-
lagðar og einnig svokölluð „einka-
leyfa-box“ (e. patent box), sem eru
úrræði sem lækkar þessa skatta.
Nær sá hluti rannsóknarinnar til
Bretlands, Kýpur og Möltu.
ai@mbl.is
Evrópusambandið
skoðar skattamál
stórfyrirtækja
Rýnir í þægilegt skattaumhverfið í
Lúxemborg, m.a. með Microsoft í sigtinu
AFP
Tekjur ESB skoðar nú hvernig
Microsoft og fleiri fyrirtæki hafa
getað lágmarkað skattbyrði sína.