Morgunblaðið - 07.07.2014, Síða 18
18 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
Mennta-
málaráðuneytið
hefur nú gefið út
Hvítbók um um-
bætur í menntun
þjóðarinnar. Því
ber að fagna. Í
bók þessari er
sett fram stefnu-
mótun sem bygg-
ist á nýlegum
námskrám, al-
þjóðlegum rannsóknum og
reynslu annarra þjóða.
Styrkleikar – áskoranir
Einn af kostum Hvítbók-
arinnar er sá að ekki er ein-
göngu einblínt á það sem
betur má fara í íslensku
menntakerfi heldur einnig
dregnir fram styrkleikar
þess í samanburði við önnur
lönd. Það er vel, því af þeim
getum við lært og byggt á.
Helstu styrkleikar íslensks
menntakerfis eru taldir;
jöfn tækifæri til menntunar,
lítil miðstýring, góð líðan
nemenda og færni í notkun
upplýsingatækni. Helstu
áskoranir eru hins vegar
þær að staða íslenskra nem-
enda í lesskilningi, stærð-
fræði og náttúrufræði hefur
farið versnandi skv. nið-
urstöðum PISA-könnunar-
innar 2012. Einnig er það
áhyggjuefni að hlutfallslega
færri útskrifast úr fram-
haldsskólum hér á landi en í
nágrannalöndunum.
Í Hvítbókinni eru sett
fram tvö forgangsverkefni.
Stefnt skal að því að bæta
árangur í lestri og huga
betur að framvindu náms í
framhaldsskólum. Mark-
miðið er að árið 2018 nái
90% íslenskra grunn-
skólanema lágmarks-
viðmiðum í lestri og les-
skilningi í stað 79% nú.
Jafnframt að
60% ljúki
framhalds-
skóla á til-
settum tíma í
stað 44% nú.
Góðir kenn-
arar – betri
skólar
Menntun
og störf
kennara er sá
þáttur sem
mest áhrif
hefur á gæði skólastarfs.
Það er því nokkuð ljóst að
umbótum í menntakerfinu
verður ekki við komið nema
með góðum kennurum.
Þetta hefur íslenskum
stjórnvöldum verið ljóst
þegar tekin var ákvörðun
um lengingu kennaranáms í
fimm ára meistaranám árið
2008.
Á næstu misserum er
brýnt að stjórnvöld, sveit-
arfélög og hagsmunafélög
kennara ásamt þeim háskól-
um sem mennta kennara
taki höndum saman um að
auka veg og virðingu kenn-
arastarfsins og leita leiða til
að fjölga nemum í kennara-
námi. Án vel menntaðra
kennara er hætt við að
metnaðarfull stefna í
menntamálum nái ekki fram
að ganga.
Skólastarf byggt
á rannsóknum
Í Hvítbókinni er réttilega
bent á mikilvægi rannsókna
við umbætur í mennta-
málum. Menntarannsóknir
eiga að liggja til grundvall-
ar þegar stefna og starfs-
hættir í skólum landsins eru
mótaðir. Þær eru grunnur
þess að við náum að greina
og skilja það sem vel er
gert og það sem þarf að
bæta. Taka þarf mið af nið-
urstöðum erlendra rann-
sókna en einnig er mik-
ilvægt að styrkja og efla
rannsóknir á íslenskum
veruleika og aðstæðum.
Frá því að kennaranámið
lengdist í fimm ára meist-
aranám og Kennaraháskól-
inn varð hluti af Háskóla Ís-
lands vorið 2008 hefur
rannsóknum á sviðinu fleygt
fram. Jafnframt hafa stúd-
entar nú í auknum mæli
fengið tækifæri til að taka
þátt í rannsóknum sem
hluta af meistaranámi sínu.
Of langt mál væri að telja
upp þær fjölbreyttu rann-
sóknir sem unnar eru við
Menntavísindasvið Háskóla
Íslands nú um stundir og
eru hér eingöngu nefnd örfá
dæmi. Nýlokið er viðamikilli
rannsókn á kennsluháttum í
grunnskólum. Unnið er að
rannsókn á málþroska,
orðaforða og lestraráhuga.
Rannsókn á tengslum
heilsufars við árangur í
grunnskóla er nýhafin og
lögð hefur verið sérstök
áhersla á rannsóknir og
þróun kennslu í nátt-
úrufræði og sjálfbærni.
Sviðið tekur þátt í viðamikl-
um alþjóðlegum rann-
sóknum, m.a. á fjölmenn-
ingu og margbreytileika í
skólastarfi, virkni og áhuga
nemenda í framhaldsskólum
og starfsháttum í leik-
skólum. Könnun á við-
horfum kennara og fram-
kvæmd stefnu um skóla án
aðgreiningar er nú unnin í
samstarfi við mennta-
málaráðuneytið og rannsókn
á þátttöku í námi á fullorð-
insárum fer nú fram í sam-
starfi við Fræðslumiðstöð
atvinnulífsins, svo fátt eitt
sé nefnt.
Menntunarfræðingar og
aðrir sem unnið hafa rann-
sóknir á menntamálum hafa
lengi lýst því yfir að erfitt
geti verið að koma rann-
sóknarniðurstöðum á fram-
færi við kennara og þá sem
móta stefnu í skólamálum.
Á sama hátt hafa kennarar
átt fullt í fangi með að
fylgjast með nýjustu
rannsóknarniðurstöðum.
Með öflugri símenntun og
starfsþróun kennara, sem
skipulögð er í samstarfi við
rannsakendur í háskólum,
mætti á eðlilegan máta brúa
bilið milli rannsakenda og
kennara á vettvangi. Þannig
kæmust rannsóknarnið-
urstöður milliliðalaust til
kennara. Samstarfsrann-
sóknir kennara á vettvangi
og rannsakenda við háskóla
(starfendarannsóknir) eru
einnig áhrifarík leið við að
nýta menntarannsóknir til
umbóta á íslensku mennta-
kerfi.
Samstilltar aðgerðir
Í Hvítbók mennta-
málaráðuneytisins er bent á
að til að verulegar umbætur
og breytingar eigi sér stað í
skólakerfinu þurfi að vera
um það víðtæk samstaða.
Þetta vil ég taka heilshugar
undir og vænti þess að með
samstilltu átaki takist okkur
að þróa öflugt menntakerfi
sem undirbýr börn og ung-
menni þessa lands til að lifa
og starfa í margbreytilegu
þjóðfélagi á 21. öld.
Stefnumótun í menntamálum
Eftir Jóhönnu
Einarsdóttur »Menntarann-
sóknir eiga að
liggja til grundvall-
ar þegar stefna og
starfshættir í skól-
um landsins eru
mótaðir.
Jóhanna Einarsdóttir
Höfundur er forseti Mennta-
vísindasviðs Háskóla Íslands.
Spurning
þyrsta barnsins
er á íslensku og
veruleiki okkar
er svo ólíkur
veruleika palest-
ínsks barns að
hann snertir okk-
ur varla. Vitund
okkar Íslendinga
nemur ekki vatn
sem lúxus eða
lífsnauðsyn, heldur ávallt til
taks, vökva sem hægt er að
nálgast frítt, hvar og hve-
nær sem okkur þyrstir. Í
okkar veruleika er hreint
vatn sjálfsagt og við erum
lánsöm.
Fólk er daglega þyrst
Daglega skortir nálægt
einn milljarð manna aðgengi
að hreinu drykkjarvatni og
tvo og hálfan milljarð skort-
ir aðgang að hreinlætis-
aðstöðu.
Þrjár og hálf milljón
manna deyr árlega vegna
skorts á hreinu vatni, en sú
tala er rúmlega tíu sinnum
íslenska þjóðin árlega. Börn
eru u.þ.b. helmingur fórn-
arlamba vatnsskorts í heim-
inum.
Vatn í hernaði – af-
leitur samningur
Vatn er einnig notað dag-
lega sem þvingunartæki
Ísraela gegn u.þ.b. tveimur
milljónum
Palest-
ínumanna í
gegnum
vatnstækni-
fyrirtækið
Mekorot. Ísr-
ael ræður yf-
ir 80% af
vatnsbirgðum
Palestínu,
samkvæmt
afleitu
ákvæði í Oslo
II samþykkt
sem undirrituð var í Taba
28. september 1995.
Ísrael selur Palest-
ínumönnum síðan til baka
„eigið“ vatn í skömmtum
sem ná einungis hluta af
lágmarksþörf þeirra sam-
kvæmt viðmiðun WHO/
USAID sem er 100-250 lítr-
ar á hvern einstakling á
dag.
Gagnrýni mín í grein
þessari á misnotkun vatns í
hernaði hefur ekkert með
þjóðerni, stjórnmálaskoðun
eða trúarbrögð að gera,
heldur kúgun meirihluta
fólks á ákveðnu landsvæði
gagnvart minnihluta, með
skertum aðgangi að
drykkjarvatni sem, eins og
súrefni, er ekki hægt að lifa
án.
Daglegur veruleiki
Í sumum tilvikum meðal
fátækari bænda eru þeir
nauðbeygðir til að aka lang-
an veg og kaupa af tönkum
verra vatn á allt að tíföldu
verði þess sem fáanlegt er í
Tel Aviv. Ólöglegar, jafnt
sem löglegar, landnema-
byggðir Ísraela nota allt að
400 lítra daglega á hvern
einstakling, meðan Palest-
ínumenn nota 10-20 lítra
(Bedúínar) og aðrir upp í
50-73 lítra. Þetta neyðar-
ástand þvingar Palestínu-
menn til neyslu á menguðu
vatni sem veldur sjúkdóm-
um og hrekur fólk í burtu,
ásamt skorti á vatni til
ræktunar og sjálfsþurftar,
sem einnig eykur fátækt og
þjáningu.
Vatn er mannréttindi
Mannréttindastofnun
Sameinuðu þjóðanna telur
aðgerðir Ísraels brot á al-
þjóðalögum um mannrétt-
indi. Á sama tíma hafa allar
ólöglegar landnemabyggðir
Ísraela fengið heimæðar
með fersku vatni frá vatns-
veitu Ísraels, Mekorot, til
þess m.a. að fylla sundlaug-
ar nýrra húsa á svæðinu.
UNHRC hefur einnig stað-
fest að Palestínumenn hafi
takmarkaðan aðgang að
ódýru endurunnu vatni,
ólíkt Ísraelum sem þó þurfa
ekki á því að halda.
Án vatns er ekkert líf
Getum við Íslendingar
skilið þjáningar palestínsku
þjóðarinnar? Er rétt að
misnota drykkjarvatn í
hernaði? Það er skylda
hvers og eins að líta ekki
undan neyðinni, jafnvel þó
að við finnum ekki sársauk-
ann í okkar nærumhverfi.
Öll erum við börn Guðs og
tengd órjúfanlegum böndum
sem íbúar sameiginlegrar
plánetu, jarðarinnar.
Gullna reglan
Kærleikur er gjöf hjart-
ans og nærir þann sem
þiggur og gefur.
„Allt sem þér viljið, að
aðrir gjöri yður, það skuluð
þér og þeim gjöra“ ítrekaði
mannssonurinn fyrir tvö
þúsund árum á þeim sama
jarðskika og vitnað er til í
þessari grein. Þessa þung-
miðuðu hugsun ættu ísr-
aelsk stjórnvöld með Meko-
rot í broddi fylkingar að
ígrunda alvarlega.
Vatn er mannréttindi.
Mamma, ég er þyrst
Eftir Árna Má
Jensson » Vatn er einnig
notað daglega
sem þvingunartæki
Ísraela gegn u.þ.b.
tveimur milljónum
Palestínumanna í
gegnum vatns-
tæknifyrirtækið
Mekorot.
Árni Már Jensson
Höfundur er áhugamaður um
betra líf.
✝ Elínborg El-ísabet Magnús-
dóttir, alltaf kölluð
Bíbí, var fædd í
Hafnarfirði 15.
september 1923.
Hún lést á Hrafn-
istu 18. júní 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Bjarnason,
bryggjuvörður í
Hafnarfirði, f.
15.10. 1894, d. 13.7. 1945, og
kona hans Anna Kristín Jóhann-
esdóttir, f. 1.6. 1897, d. 4.2.
1973. Bíbí var í miðjum fimm
systkina hópi: Sigurður Krist-
inn, f. 1919, d. 1985, Bjarni, f.
1921, d. 2010, Jóhannes Sævar,
f. 1925, og Sigríður Erla, f.
1927.
Bíbí giftist 31.5. 1947 Þórði
Heiðari Guðjónssyni loftskeyta-
manni, f. 16.12. 1922, d. 22.5.
1976. Hann var sonur hjónanna
Guðjóns Magnússonar, f. 28.8.
1884, d. 4.11. 1969, skósmiðs
(Gauja skó) í Hafnarfirði, og
Guðrúnar Einarsdóttur, f. 6.1.
1880, d. 5.12. 1969. Börn Bíbíar
og Þórðar eru: 1. Anna Kristín,
f. 14.3. 1947, maki Þórarinn
Jónsson, f. 19.4. 1947. Börn
þeirra eru a) Brynhildur, f.
27.8. 1970, maki Þóroddur
Bjarnason, f. 8.11. 1965. Börn:
Valgerður, f. 1989, Bjarni, f.
1990 (börn Þórodds af fyrra
hjónaband), Þorbjörg, f. 2005,
Þórarinn, f. 2008, og Anna
Kristín, f. 2009. b) Þórður Heið-
ar, f. 17.8. 1976, maki Eyrún
María Rúnarsdóttir, f. 29.5.
1972. Börn: Unnur Sara Eld-
járn, f. 1992, (dóttir Eyrúnar af
fyrra hjónabandi), Hrannar
Daði, f. 2006, og Heiðar, f. 2008.
c) Jón Sigurður Þórarinsson, f.
30.12. 1979, maki Þorbjörg
Auður Ævarr Sveinsdóttir, f.
12.12. 1980. Börn: Kári Hersir,
f. 2009, og Kolfinna Salka, f.
2012. d) Kristinn Hrafn, f. 11.2.
1991, kærasta Ásta Karen
Helgadóttir, f. 27.2. 1992. 2.
Valdís Þórðardóttir, f. 25.7.
1950, maki Dagur
Jónsson, f. 9.4.
1953, d. 31.3. 2012.
Sonur þeirra er a)
Jón, f. 29.12. 1975,
maki Aðalheiður
Konstantínsdóttir,
f. 26.9. 1980. Barn:
María Rán, f. 2008.
3. Guðjón Gunn-
ar, f. 14.5. 1956,
maki Guðrún
Bjarnheiður Ás-
grímsdóttir, f. 10.10. 1956. Dæt-
ur þeirra eru a) Karen Björk, f.
11.11. 1977, maki Davíð Örn
Arnarsson, f. 17.11. 1980, d.
17.11. 2012. Börn: Brynja Vig-
dís, f. 2007, og Hrafnkatla Rún,
f. 2012. b) Elínborg Elísabet, f.
22.8. 1983, maki Júlíus Ágúst
Jóhannesson, f. 1.6. 1986. Börn:
Benjamín Bjarki, f. 2010, og
Gunnar Jóhannes, f. 2013.
Bíbí var alin upp í Hafn-
arfirði og bjó þar alla ævi. Hún
stundaði nám við Barnaskóla
Hafnarfjarðar og Flensborg en
fór snemma út á vinnumark-
aðinn. Eftir að hún giftist helg-
aði hún sig heimilinu, gætti bús
og barna. Þegar Þórður fór að
vinna í landi fór hún aftur út á
vinnumarkaðinn og vann þá
ýmiss konar verslunar- og
verkakvennastörf, lengst af á
Hrafnistu í Hafnarfirði og í Suð-
urbæjarlauginni. Á sínum yngri
árum lék hún með Leikfélagi
Hafnarfjarðar. Hún tók þátt í
ýmiss konar félagsstarfi, var
um tíma formaður Kvenfélags
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og í
stjórn og virkur félagi í Kven-
félaginu Sunnu og Slysavarna-
deild Hraunprýðiskvenna. Eftir
að Þórður féll frá bjó Bíbí ein
þar til um sjötugt er hún hóf
sambúð með Sigurði Jónssyni, f.
2.9. 1926. Hann lést 27.4. 1998.
Bíbí hélt góðri heilsu fram und-
ir nírætt en bjó síðustu árin á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Bíbíar fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 7.
júlí 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
Elskuleg tengdamamma mín
er öll. Elínborg Elísabet Magn-
úsdóttir eða Bíbí eins og flestir
kölluðu hana, eða jafnvel Bíbí
Magg, eins og eldri gaflarar
kannast við, andaðist um há-
degisbil 18. júní sl.
Ég kynntist Bíbí fyrst sum-
arið 1967 eftir að ég fór að gera
hosur mínar grænar fyrir Önnu
Stínu, frumburði hennar.
Tengdamamma svo og tengda-
pabbi heitinn tóku mér vel frá
fyrstu stundu og tókust fljótt
með okkur hin bestu kynni.
Tengdapabbi féll frá 1976 en
Bíbí hélt ein heimili fram undir
sjötugt er hún tók upp sambúð
með Sigurði Jónssyni. Sigurður
féll frá 1998.
Upp í hugann kemur fjöldi
góðra minninga um ótal sam-
verustundir í gegnum árin.
Minningar um árleg jólaboð,
fjölskylduferðir á ýmsa staði
svo sem í Úthlíð, Þjórsárdal,
Húsafell, Sauðárkrók og Snæ-
fellsnes. Yfirleitt var Bíbí hrók-
ur alls fagnaðar og ávallt
reiðubúin til að grínast bæði
með börnum og fullorðnum.
Þessi lágvaxna, kvika kona varð
alltaf ósjálfrátt miðpunkturinn
þegar safnast var saman. Ekki
má heldur gleyma þeim ótal
skiptum þegar hún tók að sér
pössun barnabarnanna á fyrstu
árum þeirra. Alltaf var hún
tilbúin til að aðstoða og þau
voru ófá skiptin sem gist var á
Hringbrautinni í Hafnarfirði.
Tengdamamma var dugnað-
arforkur sem gekk til allra
verka með miklum krafti. Hún
var mikil hannyrðakona og þær
voru ófáar flíkurnar er hún
saumaði og prjónaði á barna-
börnin. Bíbí skapaði sér fljótt
fjárhagslegt sjálfstæði með fyr-
irhyggju og sparsemi sem gerði
henni kleift að ferðast til ann-
arra landa sem hún gerði mikið
meðan heilsan leyfði, bæði með
Sigga meðan hans naut við og í
hópi góðra vina. Síðustu árin
eftir að heilsan tók að bila átti
hún heimili á Hrafnistu í Hafn-
arfirði og síðasta hálfa árið á
hjúkrunardeildinni þar sem hún
andaðist. Fyrir hönd fjölskyld-
unnar vil ég færa starfsfóki
Hrafnistu kærar þakkir fyrir
góða umönnun.
Að leiðarlokum flyt ég
tengdamóður minni bestu þakk-
ir fyrir allt það er hún var mér
og mínum. Blessuð sé minning
hennar. Megi hún hvíla í friði.
Þórarinn Jónsson.
Í dag kveð ég yndis ömmu
Bíbí. Það sem lýst hefur ömmu
einna best er gleði enda með
fyndnari manneskjum sem ég
hef kynnst og gerði hún óspart
grín að sjálfri sér. Amma naut
þess að ferðast og vera innan
um fólk, best fannst henni ef
hún var miðpunktur athyglinn-
ar. Ég er þakklát og stolt af því
að hafa átt hana sem ömmu. Ég
vil minnast og kveðja elsku
ömmu Bíbí með fallegum sálmi.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Elínborg Elísabet
Magnúsdóttir