Morgunblaðið - 07.07.2014, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
Ég hef aldrei verið fyrir tilstand eða veisluhöld og því ætlarfjölskyldan í óvissuferð í tilefni afmælisins,“ segir EinarPáll Bjarnason sem er sjötugur í dag. Hann er Súðvíking-
urinn sem varð Sunnlendingur. Hélt 16 ára suður á bóginn og fór í
Héraðsskólann á Laugarvatni. Þar með var teningunum kastað.
„Eftir Laugarvatnsárin fór ég ekki vestur aftur nema sem gest-
ur,“ segir Einar Páll sem í um 30 ár var fjármála- og útgerðarstjóri
Hraðfrystihúss Stokkseyrar. „Þetta voru góðir tímar og alltaf gam-
an að sjá bátana koma drekkhlaðna að landi. Svo breyttust aðstæður
og árið 1998 réðum við hjónin okkur til starfa hér á Sólheimum.
Þetta er dásamlegur og gróandi staður, ég hefði bara viljað koma
hingað fyrr en raunin var. Fyrstu árin sinnti ég þjónustu við íbúa.
Tók svo við bókhaldi og fjármálum og er svo heppinn að yfirmenn
hér hvetja mig til að vera áfram þótt eftirlaunaaldri sé náð.“
Áhugamálin segir afmælisbarn dagsins að séu fyrst og síðast fjöl-
skyldan og velferð hennar. „Við hjónin reynum alltaf að komast til
Tenerife á Spáni á haustin. Það er orðinn ómissandi hluti tilver-
unnar,“ segir Einar Páll sem er kvæntur Hólmfríði Steinþórsdóttur
og eignuðust þau fjögur börn. Eitt þeirra er látið, en hin þrjú eru
fulltíða fólk og hafa plumað sig vel í lífinu. sbs@mbl.is
Einar Páll Bjarnason er 70 í dag
Ljósmynd/Erlendur Pálsson
Sjötugur „Þetta voru góðir tímar og alltaf gaman að sjá bátana koma
drekkhlaðna að landi,“ segir Einar Páll Bjarnason á Sólheimum.
Súðvíkingur varð
Sunnlendingur
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
S
igrún Inga Sigurgeirs-
dóttir er fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum. Hún
byrjaði 11 ára gömul að
vinna í humri og seinna í
fiski hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og
vann þar öll sumur til 1972. Hún gekk
í Barnaskóla Vestmannaeyja og
Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og
tók svo stúdentspróf frá MR 1973 af
eðlisfræðideild.
Vann við forritun árið 1973
Sigrún Inga hóf störf hjá IBM við
forritun nítján ára gömul. „Eina tölv-
an sem var til á Íslandi var hjá IBM
fyrir utan tölvu sem var í háskólanum
og sú var notuð í kennslu. Allt sem
var unnið á tölvu á landinu var unnið
hjá okkur og við unnum fyrir öll
stærstu fyrirtækin á þeim tíma. Það
var unnið á vöktum og það var mjög
skemmtilegt að vinna við eitthvað
sem var alveg nýtt og mér fannst
tölvurnar mjög heillandi á þessum
tíma.
Ég hafði lært forritun á RPG-
námskeiði og sótti síðan um starfið
hjá IBM, eina konan sem það gerði,
en deildarstjórinn vildi ekki ráða mig
því ég væri kvenmaður. Honum
fannst tölvur ekki vera fyrir konu, en
hann virðist hafa litið svo á að við
værum ekki með heila fyrir þetta.
Svo tók ég hæfnispróf og skoraði
hæst allra á því og kennari minn á
námskeiðinu mælti líka með mér svo
að deildarstjórinn varð að ráða mig.
Ég hætti síðan hjá IBM þegar ég fór
að eiga börn og buru og var heima-
vinnandi í átta ár.“ Þegar börnin
stækkuðu fór Sigrún aftur á vinnu-
markaðinn og vann ýmis skrifstofu-
störf hjá Coca Cola og Plastos og var
í innflutningi og birgðabókhaldi hjá
Lýsi.
Virk í félagsmálum
Sigrún Inga og eiginmaður hennar,
Gunnar, fluttu til Vestmannaeyja
1995. Sigrún Inga vann hjá Pósti og
síma og síðar Íslandspósti til ársins
2012, þar af sem stöðvarstjóri í u.þ.b.
fjórtán ár. Í dag starfar Sigrún Inga
sem bókavörður hjá Bókasafni Vest-
mannaeyja. „Ég er í frábæru starfi í
dag innan um alla menninguna, því
bókasafnið er líka safnahús þar sem
eru alls konar uppákomur og sýn-
ingar og ég næ því að sameina áhuga-
mál mín og vinnuna.“ Nú er í gangi
sýning vegna 40 ára afmælis stað-
arblaðsins og í haust verður málþing
um ljósmyndasafn föður hennar sem
Vestmannaeyjabær á í dag.
Sigrún Inga hefur ávallt tekið mik-
inn þátt í félagsstörfum og starfaði í
JC (Junior Chamber) frá árunum
1981 til 1994. Hún var m.a. lands-
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir bókavörður – 60 ára
Fjölskyldan Talið frá vinstri: Hilmar Þórlindsson, Inga Lilý Gunnarsdóttir, Gunnar Geir Gunnarsson, Fríða Björk
Arnardóttir, Sigrún Inga, Gunnar, Atli Þór Þórsson og María Kristín Gunnarsdóttir.
Nýtur þess að upplifa
menninguna í vinnunni
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Örvar vöðva, styrkir þá og lyftir.
Meðferðin tekur 30-45 mínútur.
HYDRADERMIE
LIFT
Andlitslyfting
án skurðaðgerðar!
Snyrtistofur sem bjóða Hydradermie Lift meðferð og Guinot vörur:
Snyrtistofan Gyðjan – s. 553 5044
Snyrtistofan Ágústa – s. 552 9070
Snyrtistofan Hrund – s. 554 4025
Snyrtistofan Ársól – s. 553 1262
Snyrtistofa Marínu – s. 896 0791
GK snyrtistofa – s. 534 3424
Snyrtistofan Garðatorgi – s. 565 9120
Dekurstofan – s. 568 0909
Guinot-MC stofan – s. 568 9916
Snyrtistofan Þema – s. 555 2215
Snyrtistúdíó Önnu Maríu – s. 577 3132
SG snyrtistofa – s. 891 6529
Landið:
Snyrtistofa Ólafar, Selfossi – s. 482 1616
Snyrtistofan Abaco, Akureyri – s. 462 3200
Snyrtistofan Lind, Akureyri – s. 462 1700
Snyrtistofa Guðrúnar, Akranesi – s. 845 2867
Snyrtistofan Sif, Sauðárkrókur – s. 453 6366
www.guinot.is