Morgunblaðið - 07.07.2014, Side 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
Stóra sem smáa
Nítró / Kirkjulundi 17 / 210 Garðabæ / Sími 557 4848 / www.nitro.is
Hjól fyrir alla
Asia Wing LD450
Kr. 499.000,-
Götuskráð 450 kúbíka
enduróhjól með 2 ára ábyrgð.
Minna bifhjólapróf gildir
KazumaWombat 50
Kr. 199.000,-
Hálfsjálfskipt 50 kúbíka fjór-
gengis barnafjórhjól með
stillanlegri bensínsgjöf.
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Nína Margrét Grímsdóttir píanó-
leikari hefur gert útgáfusamning við
LAP, Lambert Academic Publishing
í Þýskalandi en fyrirtækið gefur út
doktorsritgerð Nínu Margrétar í
bók sem ber titilinn The Piano
Works of Pall Isolfsson (1893-1974)
A Diverse Collection. LAP er leið-
andi fyrirtæki á sviði útgáfu aka-
demískra bóka í Þýskalandi og gefur
út um 10.000 titla árlega til alþjóð-
legrar dreifingar.
„Ég er vitanlega afar ánægð með
það að doktorsritgerð mín um Pál
Ísólfsson komi út í bók hjá jafnvirtu
forlagi,“ segir Nína Margrét. „Í
doktorsritgerðinni fjalla ég um pí-
anóverk Páls í víðu samhengi og Pál
bæði sem tónskáld og manneskju.
Ég set hann og verk hans í samhengi
við íslensk samtímatónskáld hans og
erlend samtímatónskáld í löndum
sem standa okkur hvað næst, eins og
Norðurlöndunum og Þýskalandi.
Ég byrjaði á verkinu árið 1999 og
kveikjan að því er meistararitgerð
sem ég skrifaði árið 1989 um ís-
lenska píanótónlist. Sú ritgerð var
frumrannsókn og í kjölfar þeirrar
rannsóknar langaði mig að kanna
rómantíska og síðrómantíska tíma-
bilið í tónlist og skoða verk Páls Ís-
ólfssonar, Sveinbjörns Sveinbjörns-
sonar og annarra kappa. Ég fékk
tækifæri til þess í tengslum við dokt-
orsnámið og þar kom aftur að frum-
rannsókn. Ég viðaði að mér gögnum
og tók meðal annars viðtöl árið 1999
við samtímamenn Páls, fjölskyldu og
kollega, sem mér finnst í dag að gefi
rannsókninni meira gildi og geri
hana meira lifandi en ef ég hefði
byggt allt á prentuðum gögnum sem
til voru. Á þessum tíma, 1999, var
Páll Ísólfsson ekki áberandi í tónlist-
arumræðu, hvorki sem tónskáld né
tónlistarmaður.“
Miðpunktur í tónlistarlífi
Hvað var það merkilegasta sem
þetta fólk sagði þér?
„Ég setti saman spurningalista,
sumar spurningar snerust um það
hvernig viðkomandi mæti stöðu Páls
í samtíð hans sem manneskja og tón-
listarmaður, hvernig viðkomandi
mæti hann sem tónskáld og verk
hans, þar á meðal píanóverkin, starf
hans sem organisti og hvaða áhrif
störf hans hefðu haft á íslenskt tón-
listarlif. Ég dró saman niðurstöð-
urnar úr þessum svörum.
Það sem mér fannst merkilegast
var hversu mikill miðpunktur Páll
var í uppbyggingu tónlistarlífs á Ís-
landi en á sama tíma og kannski út
af því er einkennilegt hversu lítið
vægi og athygli tónsmíðar hans
fengu af hans samtíð, en þá undan-
skil ég sönglögin sem áttu auðvelt
aðgengi til almennings og héldu
nafni hans sem tónskáld á lofti. Að
öðru leyti kom mér á óvart þegar ég
fór að skoða tónsmíðar hans, sem
eru virkilega glæsilegar, að samtím-
inn mat þær ekki sem skyldi.“
Hvernig myndir þú meta stöðu
Páls í íslensku tónlistarlífi hans
tíma?
„Hann gegndi lykilhlutverki í tón-
listarlífi landsins á sínum tíma.
Hann lagði grunninn að tónlistar-
menntun með því að verða fyrsti
skólastjóri Tónlistarskólans í
Reykjavík og setti gæðastimpil á
þann skóla sem varð fyrir vikið leið-
andi afl. Hann laðaði hingað erlent
tónlistarfólk í gegnum tónlistarfélag
sem var á heimsmælikvarða. Hann
var afar góður organisti og fór utan í
tónleikaferðir. Páll setti markið hátt
og vildi að tónlistarlíf á Íslandi væri
fyllilega sambærilegt við það sem
best væri erlendis. Hann var veiga-
mikill tónlistarmaður sem gerði það
mesta úr því sem hann hafði fram að
færa og skapaði með samtímamönn-
um sínum það tónlistarlandslag sem
við horfum á í dag og lítum á sem
nánast sjálfsagt.“
Er hann metinn að verðleikum í
dag?
„Æ meir eftir því sem heilsteypt-
ari mynd birtist ekki bara af honum
heldur líka af samtíð hans. Það hefur
t.a.m. verið mikil kynning á Jóni
Leifs, bæði á persónu hans og lífs-
starfi, og sömuleiðis talsverð á
Sveinbirni Sveinbjörnssyni. Eftir
því sem brot raðast inn í myndina af
fyrstu frumkvöðlunum í íslensku
tónlistarlífi hefur það jákvæð áhrif á
matið á Páli Ísólfssyni.“
Eru verk Páls þekkt erlendis?
„Eftir að ég hljóðritaði árið 2001
geisladisk fyrir BIS með ýmsum
verkum Páls, sem fékk mjög góða
dóma í erlendum fagtímaritum, hef
ég séð að erlendir píanistar hafa
flutt eitt og eitt verk eftir hann. Ég
held að smám saman muni píanó-
verk hans koma inn í alþjóðlega
flóru af rómantískri og síðróman-
tískri tónlist en ýmis plötufyrirtæki
leitast sérstaklega við að hljóðrita
verk óþekktra en hæfileikaríkra tón-
skálda. Páll er ekki þekktur í dag en
hann er heldur ekki alveg óþekktur
þannig að verk mitt mun vonandi
hjálpa til við að varpa ljósi á hann.
Það hefur visst vægi að þessi bók er
gefin út í Þýskalandi og tengist hin-
um germanska tónlistararfi sem er
mjög vel sinnt þar í landi.“
Lítið til af heimildarefni
Sú spurning hlýtur að vakna hvort
ekki þurfi að skrifa ævisögu Páls,
hvað segir þú um það?
„Ævisaga hans hefur ekki verið
skrifuð. Einn af okkar helstu tónlist-
arfræðingum er doktor Bjarki
Sveinbjörnsson sem býr yfir mikilli
þekkingu um þetta tímabil og Pál og
væri alveg örugglega rétti maðurinn
til að skrifa ævisögu Páls.“
Er til mikið af heimildum um Pál?
„Það kom mér á óvart í rannsókn
minni hversu lítið er til af heim-
ildarefni um Pál, til er ein heimild-
armynd hjá Ríkissjónvarpinu og
hljóðritanir með orgelleik hans en
ég fann ekkert efni þar sem hann
spilar einleiksverk sín á píanó en
Ríkisútvarpið hljóðritaði flutning
Jórunnar Viðar á píanóverkum hans
fyrir Ríkisútvarpið á sjötta áratugn-
um og það var fengur að því. Út-
gangspunkturinn í rannsókn minni
voru tvær samtalsbækur Matthíasar
Johannesen við Pál. Þótt þær séu
ekki markvisst framsettar gefa þær
góða mynd af persónunni Páli. Mér
virðist Páll hafa verið afskaplega
næmur, hann hefur lesið fólk mjög
vel og var fluggáfaður og mús-
íkalskur. Hann lét hluti virka í
kringum sig og það var mikið sóst
eftir kröftum hans því fólk treysti
Maður
sem setti
merkið hátt
Doktorsritgerð Nínu Margrétar
Grímsdóttur um Pál Ísólfsson kemur
út á bók í Þýskalandi
„Hann var veigamikill tónlistarmaður sem gerði það
mesta úr því sem hann hafði fram að færa og skapaði
með samtímamönnum sínum það tónlistarlandslag sem
við horfum á í dag og lítum á sem nánast sjálfsagt,“
segir Nína Margrét Grímsdóttir um Pál Ísólfsson.