Morgunblaðið - 07.07.2014, Síða 27
hyggjuviti hans, reynslu og innsæi.
Ef hann hann hefði ekki verið svo
virkur félagslega hefði hann hugs-
anlega samið meira og ævistarfið
orðið öðruvísi.
Ég velti því upp í ritinu hvað hefði
gerst hefði Páll ákveðið að starfa
fyrst og fremst erlendis eins og
Sveinbjörn Sveinbjörnsson gerði
meðvitað. Hefði Páll gert slíkt hið
sama fimmtíu árum seinna hefði ís-
lenskt tónlistarlíf þróast hægar, en í
staðinn hefði Páll hugsanlega verið í
meiri metum erlendis. Ég er ekki að
segja að það hafi verið fórn af hans
hálfu að starfa á Íslandi því hann átti
gott líf og starfið veitti honum mikla
lífsfyllingu. Hann valdi að helga ís-
lensku tónlistarlífi krafta sína og ís-
lenska þjóðin er ríkari fyrir vikið.“
Morgunblaðið/Þórður
»Ég velti því upp í rit-inu hvað hefði gerst
hefði Páll ákveðið að
starfa fyrst og fremst
erlendis eins og Svein-
björn Sveinbjörnsson
gerði meðvitað. Hefði
Páll gert slíkt hið sama
fimmtíu árum seinna
hefði íslenskt tónlistarlíf
þróast hægar, en í stað-
inn hefði Páll hugsan-
lega verið í meiri metum
erlendis
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014
Nína Margrét Grímsdóttir pí-
anóleikari lauk einleikara-
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík 1985, LGSM-prófi
frá Guildhall School of Music
and Drama, meistaraprófi frá
City University í London,
Professional Studies Dip-
loma frá Mannes College of
Music í New York og dokt-
orsprófi í píanóleik frá City
University of New York. Nína
Margrét hefur komið fram á
Íslandi, Evrópu, Bandaríkj-
unum, Kanada, Japan og
Kína sem einleikari, með
hljómsveitum og í kamm-
ertónlist. Hún hefur hljóð-
ritað fimm geisladiska fyrir
Naxos, BIS, Acte Préalable
og Skref.
Nína Margrét er aðjunkt
við tónlistardeild Lista-
háskóla Íslands og starfar
einnig við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Hún flytur reglu-
lega fyrirlestra um tónlist og
tónlistarrannsóknir hér á
landi og erlendis. Nína Mar-
grét hefur verið listrænn
stjórnandi tónleikaraðarinnar
Klassík í hádeginu í Gerðu-
bergi frá upphafi.
Doktor og
píanóleikari
NÍNA MARGRÉT
565 6000 / somi.is
Salatið okkar
er eitthvað
ofan á brauð.
Áratuga reynsla af
samlokugerð skilar
sér til þín í ferskara
og ljúffengara salati.
415 4000