Morgunblaðið - 07.07.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.2014, Blaðsíða 29
» Listasafn Reykjavíkur bauð til formlegrar af- hjúpunar á vegglistaverkinu Fjöðrinni eftir Söru Riel, á fjölbýlishúsinu Asparfelli 2-12, í fyrra- dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk þann heiður að afhjúpa verkið. Fjöðrin er samsett úr 43 fuglum af 23 tegundum sem skapa eina heild og segir Sara verkið m.a. vísa í umhverfið þar sem ólíkir einstaklingar skapi eina heild og alþjóðlegt samfélag. Borgarráð ákvað í fyrra að fjölga lista- verkum í opinberu rými í Breiðholti og er verk Söru hluti af því átaki. Fleiri verk verða afhjúpuð í Breiðholti á næstu mánuðum, fimm veggmyndir eftir fjóra listamenn og átta veggmyndir eftir ung- menni á aldrinum 17-20 ára. Fyrsta veggmyndin, eftir Theresu Himmer á Jórufelli 2-12, var af- hjúpuð síðasta haust og verða tvö verk eftir Erró sett upp í Breiðholti á næstunni. fhjúpað í Breiðholti í fyrradag Morgunblaðið/Styrmir Kári á sér fara enda ekki á hverjum degi sem listaverk er sett upp í hverfinu. líkir einstaklingar skapa eina heild. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚLÍ 2014 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Nýjar hagstæðar lausnir í innréttingum. Nútímaleg hönnun, glæsilegt útlit og örugg gæði frá fagmönnum. Verktakar – húsbyggjendur ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA L L 16 12 12 12 ★ ★ ★ ★ ★ ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND MEÐ PAUL WALKER ÍSL. TAL „Besta íslenska kvikmynd sögunnar!” Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 9:00 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar TRANSFORMERS 4 3D Sýnd kl. 5:50 - 9 (P) BRICK MANSIONS Sýnd kl. 10:40 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 4:30 22 JUMP STREET Sýnd kl. 8 MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10:20 VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5 - 8 TÖFRALANDIÐ OZ 2D Sýnd kl. 4 14 "Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!" -T.V., Biovefurinn.is "Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!" -Guardian Fimmtu og síðustu tónleikar þessa árs í tónleikaröðinni Þriðjudags- kvöld í Þingvallakirkju verða haldnir á morgun kl. 20. Miðalda- sönghópurinn Voces Thules mun kyrja forna söngva og ef til vill eitt- hvað nýlegra í kirkjunni. Þeir fé- lagar eru í stöðugri leit og rann- sóknarvinnu á tónlistararfinum og finna sína eigin skapandi leið til að miðla honum áfram, eins og segir í tilkynningu. Frítt er inn á tón- leikana að venju og eru gestir beðn- ir um að leggja bílum sínum við Flosagjá eða á Valhallarreit og rölta yfir að kirkjunni. Voces Thules kom fyrst fram í ágúst árið 1991 en þá höfðu með- limirnir unnið saman í nokkur ár við ólíkar kringumstæður með ýms- um söng- og kammerhópum, eins og segir á heimasíðu hópsins. Söngvarar í hópnum hafa verið á bilinu fjórir til átta, allt eftir verk- efnum og eru þeir bæði atvinnu- söngvarar og hljóðfæraleikarar með sérstakan áhuga á samsöng. Voces Thules hefur sungið á ýms- um hátíðum, m.a. Listahátíð í Reykjavík og Stamford Early Music Festival. Voces Thules lýkur tónleikaröð Raddfagrir Meðlimir Voces Thules í sumri og sól árið 2008. Morgunblaðið/Valdís Thor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.