Morgunblaðið - 16.07.2014, Qupperneq 4
Kaupmáttur launa
Vísitala í maí 2000-2014
Grunnur árið 2000 = 100. Sýnir breytingu launavísitölu umfram breytingu á
vísitölu neysluverðs sem umreiknuð er til mánaðarmeðaltals. Heimild: Hagstofa Íslands.
2000 2014‘01 ‘05 ‘09‘03 ‘07 ‘11‘02 ‘06 ‘10‘04 ‘08 ‘12 ‘13
120
118
116
114
112
110
108
106
104
102
100
100,4
117,0
2007:
119,5
2010:
103,9
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vísitala kaupmáttar launa hefur
hækkað töluvert á árinu og er farin
að nálgast sömu gildi og 2007.
Staða vísitölunnar í maí ár hvert
frá aldamótum er sýnd á grafi hér
fyrir neðan. Sýnir það vel hversu
mikið vísitalan hefur hækkað frá
2010, þegar kaupmáttur var minnst-
ur eftir efnahagshrunið 2008.
Vísitalan sýnir breytingu launa-
vísitölu umfram breytingu á vísitölu
neysluverðs og er því tekið tillit til
verðlagsþróunar. Sem kunnugt er
hækkuðu laun á almennum vinnu-
markaði í vor og voru það aðfara-
samningar lengri kjarasamninga.
Arnar Ingi Jónsson, sérfræðingur
á hagfræðideild Landsbankans, seg-
ir aðspurður að þótt vísitalan í maí sl.
hafi verið nærri jafn há og í maí 2007
sé kaupmáttur í innfluttum vörum
minni en þensluárið mikla.
Ýmislegt bendir til styrkingar
„Kaupmátturinn í erlendum
vörum er verri en hann var á bólu-
árunum þegar gengið var ef til vill
óeðlilega sterkt, m.a. vegna vaxta-
munaviðskipta. Ýmsir þættir benda
til að kaupmáttur sé orðinn góður.
Allar tölur benda til þess að hagur
heimila hafi batnað mjög að undan-
förnu. Það er mikil aukning í korta-
veltunni sem verður ekki til lengdar
nema kaupmáttur sé að styrkjast.
Væntingavísitalan er einnig að
hækka. Hún stendur nú í 102 stigum.
Það er hæsta gildi frá febrúar 2008,“
segir Arnar Ingi.
Hann telur aðspurður að þessar
tölur sýni að staðan hjá almennum
launamanni hafi batnað umtalsvert
síðan í 2010, svo dæmi sé tekið.
Hins vegar beri að horfa til þess að
hér sé ekki um kaupmátt ráðstöfun-
artekna að ræða. Kaupmáttur á
þann mælikvarða sé ekki orðinn jafn
mikill og hann var 2007 og 2008.
Skattahækkanir og færri vinnu-
stundir eigi m.a. þar hlut að máli.
Þá hafi óreglulegar tekjur, á borð
við fjármagnstekjur, minnkað. Með
því að slakinn sé að hverfa í hagkerf-
inu og vinnustundum að fjölga muni
ráðstöfunartekjur að óbreyttu
aukast á næstu misserum.
Aðeins einu sinni meiri
Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá
Analytica, segir verð á innfluttum
vörum annars vegar og verð á inn-
lendum vörum hins vegar hafa áhrif
á vísitöluna. Spurður um þá upplifun
margra að þeir fái lítið fyrir launin í
erlendum vörum segir Vignir að
lægra verð innlendra vara kunni að
styrkja kaupmáttinn á móti.
„Það eru aðrir þættir sem koma
inn í vísitölu neysluverðs en innflutt-
ar vörur. Þetta kann til dæmis að
einhverju leyti að skýrast af því að
verðbreytingar á innlendum vörum
séu hlutfallslega minni en af erlend-
um vörum,“ segir Vignir og nefnir
sem dæmi hvernig raunverð fast-
eigna sé nú lægra en árin 2007 og
2008. Raunverð fasteigna náði sögu-
legu hámarki í október 2007 á há-
tindi fasteignabólunnar.
Launafólk ber
meira úr býtum
Vísitala kaupmáttar launa á uppleið
Arnar Ingi
Jónsson
Vignir
Jónsson
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Dagur Brynjólfsson sjómaður
stundar óvenjulega tilraunastarf-
semi í gróðurhúsi í Reykholti í
Biskupstungum, þar sem hann
blandar saman fiskeldi og vatns-
ræktun, en slík ræktun kallast sam-
eldi.
Með sameldi er hægt að ná fram
mikilli sjálfbærni, en vatnsræktun
krefst ekki moldar og vatnið er end-
urnýtt í mörg skipti. Ræktun hefur
verið áhugamál hjá Degi í nokkur
ár, en hann hefur verið að prófa sig
áfram með sameldi frá árinu 2011
og náð góðum árangri.
Úrgangur fiskanna síaður burt
Dagur er með gullfiska og ála í
búrum en þeir gefa frá sér amm-
oníak sem blandast vatninu. Þegar
vatnið rennur úr fiskabúrinu er úr-
gangur fiskanna síaður úr vatninu
og ammoníakblandaða vatnið renn-
ur í tank sem er fullur af vikri. Í
tankinum er mikil bakteríuflóra
sem festir sig við vikurinn, en bakt-
eríurnar breyta ammoníakinu í
köfnunarefni fyrir gróðurinn. Dag-
ur bætir steinefnum út í vatnið,
kalki til að lækka sýrustig vatnsins
og steinefnum til að auka næring-
argildi þess. Vatnið rennur síðan í
svört rör, þar sem rætur plantn-
anna eru, en að því loknu rennur
vatnið aftur til fiskabúranna og
ferlið hefst aftur. Dagur segir að
um 98% af vatninu séu endurnýtt,
þannig að um er að ræða afar mikla
sjálfbærni. Þá krefjist sameldi
heldur ekki mikillar vinnu.
Állinn sá eini sem þolir hitann
Dagur kveðst spara á sameldinu.
„Þetta er ódýrara en hefðbundin
vatnsrækt, þar sem notast er við
áburðarblöndur. Fiskafóðrið og
steinefnin eru nefnilega mjög ódýr.
Ég var með regnbogasilunga en þeir
þoldu ekki hitann í gróðurhúsinu. Þá
byrjaði ég að nota gullfiska og ála.
Állinn er nefnilega eini íslenski fisk-
urinn sem þolir hitann í gróðurhús-
inu, en hitinn nær á heitustu dögum
27-28 gráðum. Svo er hann líka verð-
mætur, því verð á ál hefur hækkað á
síðustu árum.“
Dagur hefur ræktað litlar mel-
ónur og okru, sem er mikið ræktuð
matjurt í Indlandi. „Okra er rosaleg
góð. Hún er eitt trefjaríkasta fæði
sem til er. Hún er góð fyrir melt-
inguna og lækkar blóðþrýstinginn.
Ég hef einungis séð hana í Kosti
hérlendis.“
Vinsæl ræktunaraðferð ytra
Sameldi er vinsæl ræktunaraðferð
erlendis og hefur vakið áhuga frum-
kvöðla á Íslandi á síðustu árum.
Svinna-verkfræði ehf. hefur í sam-
starfi við Háskóla Íslands og fyrir-
tæki á Spáni og í Danmörku verið að
þróa sameldi hérlendis. Þá má einn-
ig nefna Hlyn Sigurbergsson á
Garðyrkjustöðinni Kinn í Hvera-
gerði, en hann er bjartsýnn á fram-
tíð sameldis. „Ég hef trú á því að
sameldi sé framtíðin. Ekki þarf
mikla fiskirækt til að rækta mikinn
gróður. Síðan er fiskurinn auðvitað
líka afurð sem hægt er að neyta eða
selja. “
Sameldi Dagur hefur meðal annars ræktað litlar melónur. Hann notar vatn úr fiskabúrum til að búa til köfnunar-
efni sem plöntur þurfa til að vaxa. Vatnið veitir síðan plöntunum næringu og rennur svo aftur í fiskabúrin.
Frá fiskum til plantna
Blandar saman fiskeldi og vatnsræktun á sjálfbæran hátt
með góðum árangri í Reykholti í Biskupstungum
Suðrænt Á myndinni má sjá okru, matjurt sem er í sérstöku uppáhaldi hjá
Degi en hann segir okrur vera einstaklega trefjaríkar og hollar.
SMÁRALIND • 2 HÆÐ • SÍMI 571 3210
Barnaskór
Verð kr. 3.995
3stærðir 30-35
6stærðir 25-30
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Árleg messa verður haldin á Þöngla-
bakka í Þorgeirsfirði 27. júlí næst-
komandi, klukkan tvö eftir hádegi.
Útlit er fyrir að landleiðin í fjörðinn
verði ófær en það mun ekki koma að
sök, segir sr. Bolli Pétur Bollason,
sóknarprestur í Laufásprestakalli.
„Þegar við sáum í hvað stefndi, að
messuhald félli niður, þá ákváðum
við að skipuleggja siglingar frá Ak-
ureyri og Grenivík til fjarðarins með
Húna,“ segir Bolli, og bætir við að
hefð sé fyrir messuhaldi í firðinum.
„Þetta hefur verið árviss við-
burður síðan árið 2008, en sr. Krist-
ján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í
Skálholti, átti þessa bráðsnjöllu hug-
mynd að halda messu við gamla
kirkjustaðinn Þönglabakka. Æ síðan
hefur verið árleg messa þessa helgi.“
Hann segir að messan sé jafnan
vel sótt. „Fólk hvaðanæva af landinu
kemur til messunnar, hvort sem það
er vegna samfélagsins, til að vitja
látinna ástvina eða njóta guðsorðs-
ins og veðurblíðunnar,“ segir sr.
Bolli, og bætir við að einnig sé hefð
fyrir góðviðri á þessum degi. „Þessi
síðasta helgi í júlí er harla óvenjuleg,
henni virðist alltaf fylgja eindæma
veðurblíða.“
Vona að ekki myndist jökull
Þrátt fyrir árlegt góðviðri er þetta
þó ekki í fyrsta skipti sem náttúran
leggur stein í götu messuhaldsins.
„Í fyrra féll messuhald niður í
fyrsta skipti en þá var einnig ófært
landleiðina yfir í fjörðinn. Í ár hefur
ástandið síst skánað og er ívið meiri
snjór nú en í fyrra. Lítur út fyrir að
leiðin verði ekki orðin fær fyrr en í
ágúst. Við vonum bara að það fari
ekki að myndast jökull þarna,“ segir
sr. Bolli léttur í bragði.
Hann tekur við bókunum í sigl-
ingar á netfangið bolli@laufas.is
Messuhald þrátt fyrir ófærð
Siglt á Húna
frá Akureyri í
Þorgeirsfjörð
Ljósmynd/Bolli Pétur Bollason
Þorgeirsfjörður Grænt var um að
litast þegar messa var haldin 2012.