Morgunblaðið - 16.07.2014, Qupperneq 12
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Persónuvernd áréttar í svari sínu til
innanríkisráðuneytisins að við birt-
ingu úrskurða í útlendingamálum
verði að gæta þess að friðhelgi
einkalífs sé virt. Gæta beri með-
alhófs við birtingu persónuupplýs-
inga svo og þess að nöfn, kennitölur
og eftir atvikum önnur auðkenni,
sem geta persónugreint ein-
staklinga, birtist ekki.
Innanríkisráðuneytið sendi Per-
sónuvernd bréf í mars sl. en ráðu-
neytið hafði þá hafið birtingu úr-
skurða í málefnum útlendinga, t.d.
vegna umsókna um hæli, á vefnum
urskurdir.is. Fram kom í bréfinu að
úrskurðir yrðu áður hreinsaðir af
nöfnum og öðrum persónu-
auðkennum og viðkvæmum upplýs-
ingum. Meðfylgjandi til Persónu-
verndar voru drög að úrskurði í máli
útlendings sem óskað hafði eftir hæli
á Íslandi. Taldi ráðuneytið nauðsyn-
legt að fram kæmi land það sem við-
komandi einstaklingur kæmi frá,
þar sem niðurstaða ráðuneytisins
byggðist á mati á ástandi mála og
stöðu viðkomandi í því landi. Óskaði
ráðuneytið eftir áliti Persónuvernd-
ar á því hvort það gengi gegn per-
sónuverndarsjónarmiðum að birta
þessar upplýsingar í úrskurðinum.
Í upphafi svar síns telur Persónu-
vernd það ekki hlutverk sitt að taka
bindandi afstöðu fyrirfram til lög-
mætis birtingar einstakra úrskurða
stjórnvalda. Þau verði sjálf að meta
þau sjónarmið sem á geti reynt en
Persónuvernd ákvað að veita ráðu-
neytinu almenna leiðsögn.
Í svari Persónuverndar er bent á
að ekki hafi hvílt lagaskylda á ráðu-
neytinu til að birta úrskurði sína á
sviði útlendingamála. Hinn 1. janúar
2015 mun sérstök kærunefnd taka
við úrskurðarhlutverki ráðuneytis-
ins á því málefnasviði.
Segir Persónuvernd ennfremur að
í íslenskum lögum sé hvergi að finna
heimild ráðuneytis til að birta við-
kvæmar persónulýsingar í úrskurð-
um í útlendingamálum. Slík heimild
sé heldur ekki til staðar hjá fyrr-
nefndri kærunefnd.
Af svari Persónuverndar má ráða
að birting upplýsinga um heimaland
umsækjenda falli undir persónu-
auðkenni og geti persónugreint ein-
staklinga. Slíkar upplýsingar þurfi
að afmá í úrskurðum. Bendir Per-
sónuvernd á að stjórnvöld hafi al-
mennt við birtingu á úrskurðum sín-
um afmáð persónuauðkenni
einstaklinga. Í samræmi við þessa
stjórnsýsluvenju sé sérstaklega
mælt fyrir um að nýja kærunefndin
skuli birta úrskurði sína án nafna,
kennitalna eða annarra persónu-
greinanlegra auðkenna.
Til skoðunar í ráðuneytinu
Jóhannes Tómasson, upplýsinga-
fulltrúi í innanríkisráðuneytinu, seg-
ir ráðuneytið ekki hafa tekið afstöðu
til bréfs Persónuverndar og þá hvort
upprunaland umsækjenda verði af-
máð úr úrskurðum. Hann segir að
ekki hafi unnist tími til að setja fleiri
úrskurði á úrskurðarvefinn.
Persónuvernd svarar innanríkisráðuneytinu um birtingu úrskurða í málum hælisleitenda Gætt sé
meðalhófs við birtingu persónuupplýsinga Upplýsingar um t.d. heimaland séu afmáðar í úrskurðum
Friðhelgi einkalífs verði virt
Morgunblaðið/RAX
Hæli Frá mótmælum í ráðuneytinu
við brottvísun hælisleitanda 2009.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014
Snorri Þorsteinsson,
fyrrverandi fræðslu-
stjóri Vesturlands, lést
á Heilbrigðisstofnun-
inni á Akranesi 9. júlí
sl., 83 ára gamall.
Snorri fæddist 31.
júlí 1930 á Hvassafelli í
Norðurárdal og ólst
þar upp. Foreldrar
hans hétu Þorsteinn
Snorrason og Sigur-
laug Gísladóttir.
Snorri lauk stúdents-
prófi frá MR 1952 og
nam við Háskóla Ís-
lands og The City of
London College. Hann kenndi lengi
við Samvinnuskólann á Bifröst og
var síðasti farkennarinn í Mýra-
sýslu. Snorri var
fræðslustjóri Vestur-
lands 1975-1996 og for-
stöðumaður Skóla-
skrifstofu Vesturlands,
utan Akraness, 1996-
2000.
Snorri var félagi í
Rótarýklúbbi Borgar-
ness, umdæmisstjóri
Rótarý á Íslandi 1999-
2000 og var verðandi
forseti klúbbsins 2014-
2015. Hann skrifaði
mörg rit og greinar um
ýmis söguleg efni.
Snorri var kvæntur
Eygló Guðmundsdóttur, sem lést
2012. Dóttir Eyglóar er Margrét
Guðjónsdóttir og á hún þrjú börn.
Andlát
Snorri Þorsteinsson,
fyrrverandi fræðslustjóri
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Það sem af er ári hefur Útlendinga-
stofnun fengið 71 umsókn um hæli
hér á landi. Það er nokkru minna en
á sama tíma í fyrra, þegar 111 um-
sóknir höfðu borist, en skýring á
fækkuninni er einkum sú mikill fjöldi
hælisumsókna kom á fyrri hluta síð-
asta árs frá Króatíu og Albaníu, eða
40 frá Króatíu og 22 frá Albaníu.
Samkvæmt upplýsingum frá Út-
lendingastofnun hafa engar umsókn-
ir borist frá króatískum ríkisborg-
urum það sem af er þessu ári og fáar
umsóknir frá albönskum ríkisborg-
urum.
Helmingi fleiri ríki
Eins og sést á meðfylgjandi súlu-
riti hefur hælisumsóknum fjölgað
verulega á síðustu árum, eða úr 51
umsókn allt árið 2010 í 172 umsóknir
á síðasta ári. Aukningin á þessum
fjórum árum er 237%. Á síðasta ári
varð 45% fjölgun umsókna á milli ára
og skýrist sem fyrr segir að mestu
leyti vegna umsókna frá Króatíu og
Albaníu. Á þessu ári hefur það gerst
að fjölbreytileiki eftir ríkisfangi hæl-
isleitenda er sá mesti sem stofnunin
hefur fengið og því ekki borið á
stórum hópum frá einstökum ríkjum
líkt og á síðasta ári. Koma umsækj-
endur frá helmingi fleiri ríkjum en á
síðasta ári. Þetta hefur í för með sér
að þótt umsóknirnar séu færri en á
sama tíma þá tekur úrvinnsla þeirra
meiri tíma þar sem þær koma frá
fleiri ríkjum. Upplýsingar fengust
ekki að svo stöddu hjá Útlendinga-
stofnun um hvaða afgreiðslu hælis-
umsóknir þessa árs hefðu fengið, og
hve margir hefðu fengið dvalarleyfi.
Í umfjöllun Sunnudagsblaðs
Morgunblaðsins í mars sl. um mál-
efni hælisleitenda kom m.a. fram að
þrefalt fleiri einstaklingar áttu hæl-
ismál til meðferðar í lok árs 2012 en í
lok 2008. Haft var eftir upplýsinga-
fulltrúa Rauða krossins, Sólveigu
Ólafsdóttur, að langur biðtími eftir
úrlausn mála hefði slæm áhrif á and-
lega og líkamlega heilsu hælisleit-
enda.
Færri umsóknir en
frá fleiri ríkjum
Útlendingastofnun
fengið 71 umsókn um
hæli frá áramótum
Fjöldi hælisumsókna
miðað við 15. júlí hvers árs
120
100
80
60
40
20
0
2010 2011 20132012 2014
19
35
42
111
71
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta
lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur
í eindaga til og með 15. júlí 2014, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til
og með 7. júlí 2014 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er
fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2014, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og
tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á
gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi,
launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti,
fjársýsluskatti, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila,
skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af
innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum,
skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum,
fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót
á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis og
álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar,
sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur,
fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald,
búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í
framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði,
ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu
skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan
kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert
fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru
gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds,
vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast
við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er
skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði
tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld
þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir
gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði
þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki
í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. júlí 2014
Tollstjóri
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í
Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli