Morgunblaðið - 16.07.2014, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.07.2014, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Viku eftir brunann í Skeifunni 11 í Reykjavík hefur verslunin Griffill gert upp við alla birgja sem áttu vörur í versluninni. Var það gert í samvinnu við tryggingafélagið VÍS. Ingþór Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs Penn- ans, sem á og rekur Griffil, segir í fréttatilkynningu að tjónið hafi ver- ið gríðarlegt, enda stóð ekkert eft- ir. „Við ákváðum hins vegar að það fyrsta sem við myndum gera væri að bæta þeim birgjum sem áttu vörur hjá okkur tjón sitt og hefjast síðan handa við uppbyggingu.“ Síðasta greiðsla til birgja var innt af hendi á föstudaginn, innan við viku eftir brunann. Húsnæði Griffils í Skeifunni 11 brann til grunna í eldsvoðanum sem varð 6. júlí. Unnið er að því að finna nýtt hús fyrir verslunina, sem mun meðal annars hýsa skiptibókamark- að fyrir námsmenn. Tilkynnt verð- ur um nýtt húsnæði á næstunni. Griffill gerði upp við birgja  Leitað að nýju húsi fyrir verslunina Morgunblaðið/Ómar Rústir Húsnæði Griffils í Skeifunni brann til grunna í eldsvoðanum. „Við erum ósköp ánægð með þessa viðurkenningu. Það er mat þess sam- félags sem vinnur að alzheimerrann- sóknum að uppgötvun okkar sé mik- ilvægasta framlagið á sviði rann- sókna um alzheimersjúkdóma um nokkurra ára skeið og þykir okkur afar vænt um það,“ segir Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar. Kári veitti í gær viðtöku Inge Grundke-Iqbal-verðlaunum banda- rísku Alzheimersamtakanna fyrir alzheimerrannsóknir íslenskra vís- indamanna. Kári varð þar með fyrst- ur manna til að hljóta þessa viður- kenningu sem samtökin hafa hug á að veita í framtíðinni fyrir mikilvæg- ustu rannsóknir um orsakir sjúk- dómsins. Vísindamenn Íslenskrar erfða- greiningar, í samstarfi við lækna á Landspítalanum, uppgötvuðu erfða- breytileika sem talinn er veita öfluga vörn gegn alzheimersjúkdómnum. Skýrt var frá niðurstöðunum í grein sem birtist í vísindatímaritinu Nat- ure í júlímánuði árið 2012. „Þetta er að mörgu leyti ekki frá- brugðið því sem var í barnaskóla, þegar maður vann heimavinnu sína almennilega og fékk stjörnu í bókina sína. Maður hafði alltaf svolítið gam- an af því,“ segir Kári og hlær dátt. Hann segir viðurkenninguna stað- festingu á mikilvægi þessa merka framlags íslensku vísindamannanna. „Ég held að það sé ekki nokkur vafi á því að við sem stofnun höfum lagt meira af mörkum til rannsókna í mannerfðafræðum en nokkurs stað- ar í heiminum.“ kij@mbl.is Mikilvægasta framlagið Morgunblaðið/Kristinn Vísindi Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar komu að uppgötvuninni.  Kári Stefánsson verðlaunaður fyrir alzheimerrannsóknir Árlegir Reykhóladagar verða að þessu sinni haldnir um aðra helgi, 24.-27. júlí. Byggðadagarnir hefjast síðdegis á fimmtudegi og þá um kvöldið verður hljómsveitin Spaðar með miðnæturtónleika á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum. Á föstudeginum verður kassabíla- rall, spurningakeppni og þrauta- braut hverfanna á Reykhólum, en þau keppa jafnframt í því hvaða hverfi er best skreytt á hátíðinni. Opið hús verður í saltverksmiðjunni. Á laugardeginum verður m.a. keppt í þarabolta, dráttarvélaakstri og -fimi, markaður verður á staðnum og fjárrekstur og rúningur upp á gamla mátann. Grillpartí verður fyr- ir yngri kynslóðina síðdegis og veisla í íþróttahúsinu og dansleikur um kvöldið. Á sunnudeginum verður vatna- boltafjör í Grettislaug og léttmessa í Reykhólakirkju. Árlegir Reyk- hóladagar um aðra helgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.