Morgunblaðið - 16.07.2014, Síða 14
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Náttúran þolir ekki ótakmarkaðan
ágang og við því verður að bregð-
ast, segir Ragn-
heiður Elín
Árnadóttir, iðn-
aðar- og við-
skiptaráðherra. Í
skriflegu svari
ráðherra við
fyrirspurnum
Morgunblaðsins
segir hún unnið
að lausnum innan
ráðuneytisins en
aldrei fyrr hafi
jafn miklum fjármunum verið varið
til verndunar ferðamannastaða og á
þessu ári.
„Við vitum að yfir 80% erlendra
ferðamanna nefna náttúruna sem
ástæðu komu sinnar til Íslands og
bara af þeirri ástæðu er nauðsyn-
legt fyrir okkur að vernda „vör-
una“,“ segir Ragnheiður Elín og
vísar þar til ummæla Ólafs B.
Schram leiðsögumanns, sem sagði í
samtali við Morgunblaðið að verið
væri að eyðileggja söluvöru ferða-
þjónustunnar með offjölgun ferða-
manna. Ragnheiður Elín segir al-
menn náttúruverndarsjónarmið
ávallt höfð að leiðarljósi.
Snýst ekki síst um skipulag
Ráðherra segir þolmörk ferða-
mannastaða ekki eina óbreytanlega
tölu, heldur ráðist þau m.a. af inn-
viðum og skipulagi. „Við höfum sett
aukinn kraft í rannsóknir þessu
tengt og hefur Ferðamálastofa
framkvæmt þolmarksrannsóknir
þar sem vinsælustu ferðamanna-
staðirnir eru skoðaðir bæði út frá
upplifun ferðamannanna sjálfra,
sem og umhverfislegum þolmörkum
svæðanna.“ Þá segir hún að á veg-
um stofnunarinnar sé hafin könnun
á viðhorfum heimamanna gagnvart
ferðaþjónustunni og ferðamönnum
og kortlagning menntunarframboðs
í ferðaþjónustunni. „Allt þetta
hjálpar í framhaldinu, við frekari
stefnumótun og ákvarðanatöku,“
segir hún.
Ragnheiður Elín segir aðgengi að
ferðamannastöðum ekki síst snúast
um skipulag og bendir á vinnu fag-
hóps um skipulag á miðhálendinu,
sem fjallaði m.a. um það hvernig
stýra mætti aðgengi að viðkvæmum
svæðum. Þá segir hún ákveðin
svæði þola mun meiri ferðamanna-
straum og þau kalli raunar eftir
honum.
„Ég get nefnt Vestfirði sem dæmi
og Norðausturlandið, þar sem mikill
áhugi er á því að kanna möguleika á
beinu millilandaflugi til þess að fá
fleiri ferðamenn inn á það svæði og
til þess að fá þá til að dvelja lengur.
Ég var á ferð á Þórshöfn um daginn
og þar var helsta umkvörtunarefnið
það að ferðamönnum færi fækkandi.
Öll okkar markaðssetning snýr að
því að dreifa álaginu sem best. Ís-
land sem ferðamannaland getur
boðið upp á fjölbreytta upplifun;
bæði kyrrð og ró fyrir þá sem það
vilja á afskekktum stöðum og að-
gengilegar náttúruperlur sem draga
til sín fleiri gesti,“ segir ráðherrann.
Kröfur um réttindi til umræðu
Ragnheiður Elín segir að vinna
við náttúrupassa miði að því að
tryggja fjármagn til þess að vernda
náttúruna og viðhalda fjölsóttum
ferðamannastöðum, til þess að
byggja upp fleiri áfangastaði og
tryggja öryggi ferðamanna.
En hvernig hugnast henni hug-
myndir Ólafs B. Schram og fleiri
um að gera þær kröfur til leiðsögu-
manna að þeir hafi ákveðin réttindi?
„Þetta hefur verið rætt en engar
ákvarðanir verið teknar. Meðal
þeirra hugmynda sem ræddar hafa
verið er hvort setja eigi kröfur um
lágmarks þjálfun hjá þeim sem ann-
ast skipulagðar ferðir í þjóðgörðum
og á friðlýstum svæðum, eins og
þekkist víða erlendis. Við viljum
efla fagmennsku í greininni en verð-
um að stíga varlega til jarðar við að
takmarka atvinnufrelsi og eins þurf-
um við að uppfylla EES-skuldbind-
ingar.“
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Ráðherra segir átakið „Ísland allt árið“ ekki síst ganga út á að dreifa ferðamönnum yfir árið og um landið.
Nauðsynlegt að standa
vörð um „vöruna“
80% koma vegna náttúru Íslands Unnið að lausnum
Ræsi á Landmannaleið
» Í viðtali við Ólaf B. Schram,
sem Morgunblaðið birti sl.
mánudag, kom m.a. fram að
sett hefðu verið þrjú ræsi í
Klukkugilsfitjum á Land-
mannaleið.
» Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni eru tvö þeirra
orðin um fimm ára gömul en
því þriðja var bætt við í vor.
» Ræsunum er ætlað að koma
í veg fyrir að bílar festist í
djúpum pyttum sem myndast
á svæðinu og ekki stendur til
að fjölga þeim frekar.
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014
Hollar vörur úr náttúrunni
Íslensk framleiðsla
H-Berg efh | S. 565-6500
hberg@hberg.is | hberg.is
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Í tilkynningu frá Neytendastofu um
merkingar á skartgripum úr eðal-
málmum kemur fram að í mörgum
tilfellum vanti merkingar á vörur
sem seldar eru á mörkuðum og
handverkssýningum.
Sunnefa Hafsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Handverks og hönn-
unar, kennir fjárhag og hugsunar-
leysi um skort á merkingum. „Við
hvetjum alltaf fólk til að merkja
vörurnar sínar, því þá verður varan
merkilegri fyrir framtíðina. Yfir-
leitt eru það einyrkjar sem taka
þátt í handverkssýningum en tölu-
verður kostnaður felst í því að
merkja vörurnar, sem útskýrir
þetta kannski að einhverju leyti.
Hjá mörgum er þetta líka bara
hugsunarleysi að merkja vörurnar
ekki. Ég hef starfað á þessu sviði í
mörg ár og þetta hefur batnað með
árunum.“
Þá var spurt hvað sé gert ef þátt-
takandi í handverkssýningu á vegum
Handverks og hönnunar merkir ekki
vörurnar sínar nægilega vel. „Ef við
tökum eftir því að vörur eru ekki
merktar hjá fólki þá bendum við
fólki á að laga það, enda er það allra
hagur að vörur séu vel merktar,“
segir Sunnefa Hafsteinsdóttir.
Jónum og Gunnum að kenna
Arna Arnardóttir, formaður Fé-
lags íslenskra gullsmiða, segir að
Jónar og Gunnur úti í bæ viti ekki
nægilega mikið um merkingar. „Oft
og tíðum á handverkssýningum eru
áhugamenn að sýna sem eru ekki
gullsmiðir og kunna ekki að meta
málmana og þekkja ekki reglurnar.
Gullsmiðir þurfa að fara í langt og
strangt nám og vita að vörur þurfa
að vera vel merktar en þeir sem taka
þátt í handverkssýningum eru Jónar
og Gunnur úti í bæ sem vita ekki
nægilega mikið um þetta. Þess
vegna brýnum við fyrir fólki að
versla við gullsmiði til að tryggja
gæðin.“
Í könnun Neytendastofu voru 26
söluaðilar kannaðir og yfir 130 skart-
gripir í skartgripaverslunum skoð-
aðir og voru svo til allir með merk-
ingar í lagi. Skorturinn á merkingum
á skartgripum úr eðalmálmum er því
bundinn við markaði og handverks-
sýningar.
Gerðar eru kröfur um tvær merk-
ingar á skartgripum úr eðalmálm-
um. Annars vegar hreinleikastimpil
sem segir til um þann hreinleika sem
seljendur lofa við sölu á vörunni.
Hins vegar nafnastimpil sem segir til
um hver sé framleiðandi eða innflytj-
andi vörunnar en hann ber ábyrgð á
vörunni.
Skartgripir illa
merktir á hand-
verkssýningum
Fjárhag og hugsunarleysi kennt um
Oft áhugamenn en ekki gullsmiðir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útstilling Neytendastofa skoðaði 26 skartgripaverslanir og voru allar með
merkingar í lagi. Handverkssýningar og markaðir komu ekki jafn vel út.