Morgunblaðið - 16.07.2014, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Hljóðlát og endingargóð
jeppadekk sem koma
þér örugglega hvert
á land sem er.
fi p y j g p
C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa
mauki Bruchetta eykmeð tvír
ðlahangikjöti, bal- samrau
og piparrótarsósu hetBruc
ta með hráskinku, balsam
nmgrill uðu Miðjarðar- hafsgræ
K r a b b a - salat f
ðboskum kryddjurtum í brau
B r u c h e t t a Mimeð
jarðarhafs-tapende aR i s
rækja á spjóti með peppadew Silunga hrogn ónmeð japönsku maj
sinnepsrjóma-osti á bruchettuBirkireykt-ur lax alioá bruchettu með
grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry
taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill
tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli
satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is
MöndluMix og KasjúKurl
er ekki bara hollt snakk.
Líka gott á salatið.
Hollt oggott frá Yndisauka.
Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum,
Melabúðinni, Fjarðarkaup, Miðbúðinni,
Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum,
Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna
Akureyri.
Talsverðar gróðurskemmdir urðu
við Bleiksárgljúfur í Fljótshlíð í júní
síðastliðnum, þegar leitin að Ástu
Stefánsdóttur stóð þar yfir í tvær
vikur. Þurfti að koma björgunar-
búnaði upp nokkuð brattar brekkur
ásamt því að mikið var gengið um
svæðið við gljúfrið við leitina. Gróð-
urinn lét á sjá vegna þess fjölda sem
kom að aðgerðunum.
Að beiðni björgunarsveitarinnar
Dagrenningar hefur Landgræðslan
því ákveðið að freista þess að laga
gróðurskemmdirnar, að því er seg-
ir í frétt á veg Landgræðslunnar.
Gróður er styrktur með áburðar-
gjöf og sveifgrösum stráð í jarð-
vegssár. Þá þarf að ráðast í frekari
vinnu næsta vor til að ásýnd svæðis-
ins verði ámóta og nærliggjandi
gróðurlendis. Er unnið að verkefn-
inu í samráði við landeigendur
svæðisins, sveitarstjórn Rangár-
þings eystra og lögregluna á Hvols-
velli.
Gera við gróður-
skemmdir eftir leit
í Bleiksárgljúfri
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
„Við verðum með fjórar frumsýn-
ingar öll virk kvöld,“ segir Jón E.
Árnason, framkvæmdastjóri sjón-
varpsstöðvarinnar iSTV sem fer í
loftið annað kvöld. Sjónvarpsstöðin
verður aðgengileg sjónvarpsunn-
endum í gegnum myndlykla Símans
og Vodafone til að byrja með og
fljótlega á netinu að sögn Jóns.
Hann segir hugmyndina að sjón-
varpsstöðinni hafa kviknað fyrir um
það bil hálfu ári og nú sé þetta orðið
að veruleika. Sjónvarpsefni sé klárt
fram til 1. september. Hann segir
sjónvarpsstöðina vera ópólitíska og
að hluthafar stöðvarinnar séu
nokkrir.
Dagskrárstjóri iSTV er Guð-
mundur Týr Þórarinsson, betur
þekktur sem Mummi í Mótorsmiðj-
unni, og markaðsstjóri sjónvarps-
stöðvarinnar er Björn T. Hauksson,
betur þekktur sem Bonni ljósmynd-
ari.
„Við vorum fengnir til að búa til
sjónvarp og niðurstaðan varð sú
að það væri pláss á markaðnum
fyrir íslenska sjónvarpsstöð. Ís-
lenskt efni um Íslendinga,“ segir
Mummi en tekur fram að ekki sé
um afsprengi þjóðernishyggju að
ræða.
Þeir Bonni og Mummi segja að
iSTV sé sjónvarpsstöð úr grasrót-
inni og að stúdíó sjónvarpsstöðvar-
innar sé íslenskt mannlíf og að
ákveðið hafi verið að byggja sjón-
varpsstöðina upp frá grunni frekar
en að ráða þekktar fjölmiðlastjörn-
ur. Þannig hafi þeim tekist að fá til
sín mikið af hæfileikaríku fólki og
tala þeir félagar um að heilu út-
skriftarárgangarnir úr Kvikmynda-
skólanum komi að dagskrárgerð
stöðvarinnar.
„Við hrífum með okkur dagskrár-
gerðarfólk sem er núna um 20
manns. Þetta er skemmtilegt fólk
með mikið hugmyndaflug. Allir
vinna fyrir lítið en sanngjarnt með
von um betri daga ef allt gengur
vel,“ segir Mummi og bætir við að
það skipti hann meira máli að fara
flautandi í vinnuna en að launatékk-
inn sé feitur.
Nenni ekki að elda í IKEA
Mummi segir markmið stöðvar-
innar að gera samfélagið skemmti-
legra og dagskránni sé háttað í
samræmi við það. Sjónvarpsstöðin
ætli að taka á ýmsu sem ekki hafi
verið í sjónvarpi.
Meðal þeirra sjónvarpsþátta sem
sýndir verða á iSTV er þátturinn
Nenni ekki að elda en hann er fyrsti
þáttur stöðvarinnar í sjónvarpi og
er hann á dagskrá annað kvöld kl.
20. Mummi og Bonni eru sammála
um að þátturinn sé lýsandi fyrir
sjónvarpsstöðina en tökur á þætt-
inum fara fram í eldhúsi í IKEA.
Þá er fjöldi annarra þátta á dag-
skrá stöðvarinnar. Meðal þeirra
þátta sem sýndir verða á stöðinni
eru þættir um jaðaríþróttir, þættir
um dýr, listaþættirnir Lyst á list,
Hið opinbera og þáttur um samkyn-
hneigð. „Allt frá skyggnilýsingu til
jaðarmenningar,“ segir Mummi.
Íslenskt sjónvarp um Íslendinga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Teymið Þau Mummi, Jóna María Hafsteinsdóttir, Kolbrún Ingibergsdóttir,
Haraldur Sigurjónsson, Sigurjón Haraldsson, Jón E. Árnason, Aðalheiður
Sigrúnardóttir og Bonni eru teymið að baki sjónvarpsstöðinni iSTV.
Grasrótarsjónvarpsstöðin iSTV fer í loftið annað kvöld
„Allt frá skyggnilýsingu til jaðarmenningar“
Í kjölfar vaxandi fjölda ferðamanna
hefur umferð hópferðabíla aukist
mjög á vegum landsins. Í júní var
metumferð á hringveginum, eða
6,8% meiri en á sama tíma í fyrra, og
er það mesta aukning milli júnímán-
aða síðan mælingar hófust árið 2005.
Óskar Jens Stefánsson, formaður
Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, seg-
ir að rútubílstjórum verði tíðrætt um
ástand vega, en áhyggjur hafi svo
sem ekki aukist vegna þessa. „Þetta
er svona hist og her, ég var til dæmis
að tala við einn í gær sem var að
koma firðina að austan, hann kvart-
aði mikið yfir því hvað vegirnir væru
mjóir og að hættulegt fyrir stóra bíla
að mætast þar,“ segir Óskar.
„Sums staðar finnst mönnum veg-
irnir varla tilbúnir að taka við svona
mikilli umferð eins og þetta er orðið
núna, þetta eru stórir bílar og fullir
af fólki, það vilja náttúrlega allir
koma því heilu frá sér.“
Fá ekki nauðsynlegt fjármagn
Gunnar Gunnarsson aðstoðar-
vegamálastjóri segir að Vegagerðin
telji sig fá um 60% þess fjármagns
sem þurfi í nauðsynleg verkefni til að
viðhalda vegakerfinu. Hann segir að
Vegagerðin myndi gjarnan vilja gera
betur. „Að sjálfsögðu, ef við fengjum
féð til þess. Við höfum bent á það að
víða er skortur á viðhaldi og að það
vantar sárlega fé til að styrkja og
breikka vegi.“
Rúta lenti utan vegar við Hauka-
dalsvatn á sunnudaginn og er hún
mikið skemmd eftir slysið. Þá varð
annað óhapp sama dag á veginum
um Vatnsvik á Þingvöllum. Þar
missti rútubílstjóri afturhjól út fyrir
vegkantinn þegar hann hugðist snúa
rútunni.
Vegir ekki tilbúnir
fyrir aukna umferð
Tvær rútur utan vegar á sunnudag
Morgunblaðið/Golli
Vó salt Erfitt getur reynst að snúa
langferðabíl á þröngum þjóðvegi.