Morgunblaðið - 16.07.2014, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
E-60 Stólar
Verð frá
kr. 24.300
www.facebook.com/solohusgogn
Íslensk hönnun og framleiðsla
E-60 Bekkur
Verð frá kr. 59.000
Fáanlegur í
mismunandi lengdum.
Retro borð með stálkanti
Verð frá kr. 96.000
Fáanlegt í mismunandi stærðum.
Ísraelsher hóf loftárásir á Gaza-
svæðið að nýju í gær eftir að hafa
gert hlé á þeim í sex klukkustundir.
Ríkisstjórn Ísraels hafði fallist á til-
lögu Egypta um vopnahlé sem átti
að taka gildi í gærmorgun, en víga-
sveitir Hamas höfnuðu því.
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra Ísraels, sagði að stjórnin
hefði samþykkt vopnahléstillögu
Egypta í gærmorgun og skipað
hernum að stöðva lofthernaðinn.
Hann sagði þó að loftárásunum á
Gaza-svæðið yrði haldið áfram ef
Hamas-menn gerðu fleiri flug-
skeytaárásir á Ísrael.
Sögð jafngilda uppgjöf
Vígasveitir Hamas sögðu hins
vegar að það jafngilti „uppgjöf“ að
samþykkja tillögu Egypta. Sam-
kvæmt henni átti að fylgja vopna-
hléinu eftir með viðræðum milli hátt
settra embættismanna Ísraels og
Hamas-samtakanna.
Kevin Connolly, fréttaritari
breska ríkisútvarpsins í Jerúsalem,
segir að ekki sé loku fyrir það skotið
að friðarumleitun Egypta beri ár-
angur. Leiðtogar Hamas vilji að Ísr-
aelar fallist á tilslakanir áður en
vopnahlé taki gildi.
Hamas-menn vilja m.a. að Ísrael-
ar slaki á herkvínni, sem Gaza-svæð-
ið hefur verið í, og leysi palestínska
fanga úr haldi.
Palestínsk yfirvöld segja að
minnst 192 menn hafi beðið bana í
árásum Ísraela áður en hlé var gert á
þeim. Einn Ísraeli hefur látið lífið en
fjórir hafa særst alvarlega í flug-
skeytaárásum Hamas. bogi@mbl.is
Vígasveitir Hamas
höfnuðu vopnahléi
Ísraelar hófu lofthernað á ný til að svara flugskeytaárásum
ÍSRAEL
Vestur-
bakkinn
G
ól
an
Tel Avív
JERÚSALEM
Haifa
50 km
Heimildir: UN-OCHA, AFP *14. júlí
Neyðarástand á Gaza-svæðinu
Atatra
Jabaliya
Beit Lahiya
Khan Yunis
Rafah
Gaza-
borg
Maghazi
Beit
Hanun
M
IÐ
JA
R
Ð
A
R
H
A
F
EGYPTA-
LAND
JÓRDANÍA
S
Ý
R
L.LÍB.
Gaza
Palestínumenn
biðu bana
manns særðust
heimili
eyðilögð eða
stórskemmd
þar af yfir
130 óbreyttir
borgarar
manns misstu
heimili sín
manns
leituðu
athvarfs í
skólum
Ástandið á Gaza*
17.000
940
5.600
1.230
192
5 km
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, skipaði í gær Philip
Hammond, fyrrverandi varnar-
málaráðherra, í embætti utanríkis-
ráðherra í stað Williams Hague í
mestu uppstokkun á stjórn Came-
rons frá því að hún komst til valda
árið 2010. Hammond hefur sagt að
hann sé hlynntur því að Bretland
gangi úr Evrópusambandinu ef sam-
komulag næst ekki um að landið
endurheimti veruleg völd frá stofn-
unum sambandsins.
Cameron hefur lofað þjóðar-
atkvæðagreiðslu eftir þrjú ár um
hvort landið eigi að vera áfram í
Evrópusambandinu ef hann heldur
völdunum í þingkosningum á næsta
ári.
Nokkrir fréttaskýrendur sögðu
uppstokkunina auka áhrif andstæð-
inga pólitísks samruna ESB innan
ríkisstjórnarinnar nú þegar Came-
ron reynir að koma í veg fyrir að
Íhaldsflokkurinn missi þingsæti til
UKIP, Breska sjálfstæðisflokksins,
sem vill að Bretland gangi úr Evr-
ópusambandinu.
Fréttaveitan AFP hefur eftir
Mats Persson, forstöðumanni hug-
veitunnar Open Europe í London, að
uppstokkunin auki þrýstinginn á
Evrópusambandið og Cameron hafi
sýnt að honum sé alvara með kröfu
sinni um að Bretland endurheimti
völdin.
Fréttaskýrendur spáðu því að
valið á Hammond í utanríkisráðu-
neytið mæltist vel fyrir meðal efa-
semdamanna um Evrópusambandið
í Íhaldsflokknum.
Philip Hammond er 58 ára og
hefur getið sér orð fyrir að vera
hæglátur og hógvær í framgöngu.
„Hammond er ekki stjórnmála-
maður sem er líklegur til að hleypa
öllu í bál og brand,“ skrifaði álits-
gjafinn James Forsyth í bloggi á vef
tímaritsins Spectator. „En sú stað-
reynd að maður, sem hefur sagt að
hann myndi greiða atkvæði með úr-
sögn ef Bretland endurheimtir ekki
veruleg völd í samningaviðræð-
unum, er nú utanríkisráðherra send-
ir skýr skilaboð til annarra ESB-
ríkja um afstöðu Breta.“
Efasemdirnar ýktar?
Peter Oborne, stjórnmálaskýr-
andi The Daily Telegraph, telur þó
að of mikið hafi verið gert úr efa-
semdum Hammonds um aðildina að
Evrópusambandinu. „Trúið ekki
staðhæfingum um að Philip Hamm-
ond sé efasemdamaður um ESB.
Það eru engar mikilvægar vísbend-
ingar um að svo sé, að undanskildum
einum óundirbúnum ummælum um
að hann myndi vilja úrsögn. Hamm-
ond er flokksbroddur með öruggar
skoðanir og engan pólitískan per-
sónuleika. Hann er stóri sigurvegar-
inn í þessari uppstokkun.“
Cameron sagður
hafa sent ESB
skýr skilaboð
Nýr utanríkisráðherra hefur léð
máls á úrsögn úr Evrópusambandinu
William Hague Philip Hammond
Tólf hvítir og miðaldra karlmenn í forystuveit breska
Íhaldsflokksins viku úr stjórninni í uppstokkun Davids
Camerons í gær. Í þeirra stað valdi forsætisráð-
herrann í mörgum tilvikum yngri konur sem voru
kjörnar á þing árið 2010. Þeirra á meðal er Nicky
Morgan, fyrrverandi lögmaður, sem verður mennta-
málaráðherra í stað Michaels Gove sem var falið að
fara fyrir þingflokki Íhaldsflokksins.
Janan Ganesh, stjórnmálaskýrandi Financial Times,
segir uppstokkunina eiga að „sýna kvenkjósendum að
Íhaldsflokkurinn er ekki kvennalaust svæði“. Áður en Cameron varð for-
sætisráðherra hét hann því að konur gegndu þriðjungi ráðherraembætt-
anna en hann stóð ekki við það fyrr en nú.
„Ekki kvennalaust svæði“
MIÐALDRA KARLAR VÍKJA FYRIR YNGRI KONUM
Nicky Morgan
89 manns létu lífið og tugir særðust í sprengjuárás á fjöl-
förnu verslunartorgi í Paktika-héraði í suðaustanverðu
Afganistan í gær. Árásarmaðurinn ók bíl, hlöðnum
sprengiefni, og sprengdi hann í loft upp. Engin hreyfing
lýsti verknaðinum á hendur sér. Þetta er mannskæðasta
hryðjuverk í Afganistan í marga mánuði. Embættismenn
Sameinuðu þjóðanna sögðu í skýrslu í vikunni sem leið
að 4.853 óbreyttir borgarar hefðu beðið bana í sprengju-
árásum og átökum í Afganistan á fyrri helmingi ársins,
24% fleiri en á sama tíma á síðasta ári.
AFP
Þúsundir Afgana liggja í valnum