Morgunblaðið - 16.07.2014, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014
✝ GuðmundurSnorri
Garðarsson fæddist
í Reykjavík 30.
september 1946.
Hann lést á heimili
sínu 4. júlí 2014.
Foreldrar hans
voru Garðar Hann-
es Guðmundsson, f.
13.8. 1917, d. 28.7.
1971, og Berta
Guðbjörg Hannes-
dóttir, f. 6.6. 1919, d. 10.10.
2002. Systkini hans: Jónína, f.
10.10. 1939, Edda Gerður, f.
20.8. 1943, Hannes, f. 26.12.
1950, Guðrún Elsa, f. 11.6.
1954, og Erla Gígja, f. 1.4. 1960.
Sambýliskona Guðmundar
Snorra er Björg Kristjáns-
dóttir, f. 16.1. 1959. Fyrrver-
andi eiginkona Pálína Ágústs-
dóttir, f. 14.3. 1945. Börn þeirra
eru: 1) Berta Gerður, f. 7.6.
1966, maki Guðmundur Stein-
þórsson, f. 30.10. 1964. Börn
Bertu eru: Sigrún Þ. Mathiesen,
f. 17.2. 1996, og Einar Páll Mat-
hiesen, f. 13.3. 1998. 2) Garðar
Snorri, f. 4.9. 1967, kvæntur
Fanneyju Petru Ómarsdóttur, f.
9.10. 1970. Börn þeirra eru
1971. Börn þeirra: Eyjólfur Júl-
íus, f. 3.3. 1998, Ægir Örn, f.
27.11. 1999, Ari Steinn, f. 21.3.
2001, Kjartan Páll, f. 18.5. 2009,
og Kári, f. 11.10. 2010. Sonur
Kristjáns er Alexander Örn, f.
31.10. 1993. Fyrir átti Guð-
mundur Snorri Örnu Rún, f.
3.8. 1964, kvænt Sigmundi Guð-
mundssyni, f. 27.2. 1964. Börn
þeirra eru Hlynur Örn, f. 3.12.
1989, Hrafn Logi, f. 15.5. 1993,
Sigrún Hekla, 19.9. 2002, og
Úlfur Hugi, f. 22.7. 2004. Sonur
Pálínu er Ágúst Þór Sigurðs-
son, f. 25.7. 1963.
Guðmundur Snorri og Pálína
fluttust til Njarðvíkur 1977 og
ólust börn þeirra þar upp. Þau
bjuggu þar saman í Njarðvík til
ársins 1991 er þau skildu.
Guðmundur Snorri var fædd-
ur og uppalinn í Reykjavík.
Hann lauk gagnfræðiprófi í
Reykjavík og vann ýmis verka-
mannastörf. Hann lauk grunn-
námskeiði í flugumferðarstjórn
í Keflavík fyrri hluta árs 1965
og hóf verklegt nám í Reykja-
vík vorið 1966. Guðmundur
Snorri hlaut turnréttindi í
Reykjavík 1970 og aðflugsrétt-
indi í Reykjavík 1972. Guð-
mundur Snorri vann sem flug-
umferðarstjóri þar til hann fór
á eftirlaun.
Útför Guðmundar Snorra fer
fram frá Kópavogskirkju í dag,
16. júlí 2014, og hefst athöfnin
kl. 13.
Edda Gerður, f.
3.9. 1998, og Ómar
Snorri, f. 23.6.
2002. 3) Kjartan
Páll, f. 7.8. 1969,
kvæntur Maríu
Ólöfu Sigurðar-
dóttur, f. 17.9.
1977. Dóttir þeirra
er Sólveig María, f.
6.4. 2009. Dætur
Kjartans eru: Vikt-
oría Hrund, f. 16.4.
1991, Sóldís Nína, f. 7.1. 1998,
og Anna Pálína, f. 12.7. 2000.
Dóttir Maríu er Joules Sölva, f.
27.2. 2003. 4) Harpa Rós, f.
20.5. 1973, gift Sigurbergi
Theodórssyni, f. 5.12. 1970.
Börn þeirra eru Helga Lind, f.
9.12. 1988, maki Ívar Rafn Þór-
arinsson, f. 25.5. 1987, dóttir
þeirra er Harpa Rós, f. 23.4.
2011, Theodór, f. 7.4. 1997, og
Snorri Páll, f. 11.6. 2010. 5)
Snædís, f. 17.7. 1974, maki Sig-
urður Karlsson, f. 24.4. 1980.
Börn þeirra eru Sólveig, f. 3.10.
2003, og Baltasar Logi, f. 20.10.
2013. Dóttir Snædísar er Eva
Líf, f. 16.12. 1993. 6) Sólveig
Lilja, f. 30.12. 1976, gift Krist-
jáni Berg Ásgeirssyni, f. 30.3.
Elsku pabbi minn, mikið var
það erfitt að fá fréttir um andlát
þitt. Það er svo margt sem við átt-
um eftir að gera með þér í þessu
lífi. Mikil sorgarstund var á mínu
heimili, kveiktum við á kerti og
hughreystum hvort annað og
börnin okkar eins og hægt var.
Lífið er hverfult eru orð að sönnu.
Þegar við systkinin vorum að
alast upp lögðuð þú og mamma
alltaf áherslu á að standa sig vel,
námið og stundvísi, hvöttuð okkur
áfram í því sem við tókum okkur
fyrir hendur. Aldrei að gefast upp,
þetta hefur reynst okkur öllum
dýrmætt veganesti í lífinu og kom-
ið okkur á þann stað sem við erum
á í dag.
Hægt var að ræða við þig um
alla hluti og skiptast á skoðunum
en alltaf hafðir þú mikinn áhuga á
öllu sem við kom sjávarútvegi,
miklar umræður voru oft teknar í
fjölskylduboðum, menn tjáðu sig
með eða á móti kerfinu, skemmti-
legar og fjörugar samræður voru
þar á ferð sem þú hafðir mjög
gaman af. Fiskmeti var í miklu
uppáhaldi hjá þér, enda lærði
maður ungur að meta hákarl og
skötu sem herramannsmat. Þú átt
heiðurinn af því að öll lærðum við
snemma að tefla, skákborðið var
alltaf klárt. Mikið afrek hefur ver-
ið að ala stóran systkinahóp upp,
árangurinn er samheldin systkini
og góðir vinir.
Margs góðs er að minnast en
það sem stendur upp úr nú í seinni
tíð er ferðin í Þverdal í Aðalvík í
júlí 2010. Þangað fórum við systk-
inin, makar og börn með þér og
nutum sveitarinnar okkar. Þar tók
Aðalvíkin á móti okkur eins og
hún gerir best, fengum dýrlegt
veður, sól og logn alla dagana.
Þarna varst þú á heimavelli, hægt
var að spyrja þig um ættina og
söguna eins og að fletta orðabók.
Fórum í fallegu kirkjuna á Stað,
veiddum í vatninu, gengum upp á
Darra, fórum í strandbolta og
kveiktum varðeld í fjörunni og
margt fleira. Þarna áttum við öll
virkilega góða og skemmtilega
tíma með þér.
Þverdalur í Aðalvík er og verð-
ur alltaf sveitin okkar og mun ég
gera allt til að varðveita húsið og
sögu þess og halda virðingu og
vegsemd þess á lofti.
Ég er mjög stoltur að fá að bera
nafnið Garðar Snorri, í höfuðið á
þér, Garðari afa og Snorra lang-
afa. Mér hlotnaðist sá heiður að fá
einkanúmerið Snorri, sem er á
fjölskyldubíl mínum og ég man
hvað þú varst stoltur að sjá það.
Það er í minningu um þig og tákn
Þverdals í Aðalvík þar sem hjónin
Snorri og Jónína héldu bú í hart-
nær þrjátíu ár.
Kæru vinir og vandamenn, hér
kveðjum við góðan mann sem vildi
öllum vel, alltaf tilbúinn að hjálpa
og styðja. Pabbi, ég sakna þín
mikið, takk fyrir allt sem þú gafst
mér, góðu minningarnar og
skemmtilegu stundirnar.
Jesús er Guð þinn,
því aldrei skalt gleyma.
Hann gengur við hlið þér
og leiða þig vill.
Þú eilífa lífið,
átt honum að þakka,
hann sigraði dauðann
og lífið gaf þér.
Guðs son á himni
nú vakir þér yfir.
Hann gleymir ei bæn þinni
hver sem hún er.
Líf mitt sé falið þér,
eilífi faðir.
Faðminum þínum ég hvíla vil í.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Guð blessi þig og verndi, pabbi,
við elskum þig.
Garðar Snorri, Fanney Petra,
Edda Gerður og Ómar Snorri.
Komið er að kveðjustund. Núna
þegar þú er fallinn frá koma upp í
hugann margar góðar minningar
sem tengjast þér. Þegar fyrsta
barnabarnið þitt, hún Helga Lind,
fæddist, varstu alltaf boðinn og
búinn að létta undir með okkur
Hörpu. Helga Lind var strax mjög
hænd að þér og sá ekki sólina fyrir
Snorra afa. Þetta skipti okkur,
unga parið, miklu máli. Nokkrar
fjölskylduferðir voru farnar í Að-
alvík á Hornströndum en engum
duldist að þér þótti vænt um að
sýna börnum og barnabörnum
þínum Þverdalinn, þar sem ræt-
urnar liggja. Við Harpa og Teddi
vorum svo heppin að dvelja með
þér í íbúðinni þinni á Spáni og er
sá tími okkur ógleymanlegur.
Snorri Páll, nafni þinn, var alltaf
svo spenntur þegar þú komst í
heimsókn og þurfti hann að segja
afa frá hinu og þessu, þú hafðir svo
gaman af því. Sárt er að þurfa að
kveðja þig svona snemma og er ég
þakklátur fyrir allar minningar
sem núna eru svo dýrmætar.
Sigurbergur Theodórsson.
Hann var góður bróðir, hann
Snorri bróðir okkar. Þegar við
rifjum upp minningar frá barn-
æsku okkar skellum við oft upp úr.
Ýmislegt var brallað eins og geng-
ur í stórum systkinahópi og aldrei
nein lognmolla. Við minnumst
æskuheimilis okkar með gleði, for-
eldrar okkar bjuggu okkur heimili
þar sem við ólumst upp við öryggi
og kærleika.
Snorri, eins og hann var ævin-
lega kallaður, en hann bar nafn
föðurafa síns, var einstaklega ró-
legur og umtalsgóður maður. Það
var gaman að vera í návist hans
því hann var minnugur á menn og
málefni, fræðandi, orðheppinn,
orðvar og hafði skemmtilegan frá-
sagnarstíl. Oft blandaðist þar
kímni og látbragð sem kom okkur
til að hlæja innilega.
Snorri var mjög hugmyndaríkur
maður. Hann fékk margar góðar
hugmyndir. Hann var fyrstur
manna hér á landi, að því er við
best vitum, til að byrja með flett-
iskilti sem notað var í auglýsingar.
Þetta skilti var niðri í miðbæ, rétt
hjá Lækjartorgi. Fleiri hugmyndir
þróaði hann í tengslum við fisk,
sem hann hafði mikinn áhuga fyrir.
Snorri starfaði sem flugum-
ferðarstjóri og var það hans ævi-
starf. Það er mjög ábyrgðarfullt
og vandasamt starf þar sem hans
persónueiginleikar nutu sín vel.
Gimsteinar hans í lífinu voru
börnin hans, barnabörn og lang-
afabarn. Hann var stoltur af fólk-
inu sínu. Við systkini hans fundum
einnig væntumþykju hans og
hlýju gagnvart okkur og börnum
okkar. Hann var alltaf til staðar og
fylgdist með okkur öllum.
Við kveðjum bróður okkar með
söknuði. Minningin um góðan
dreng mun lifa í hjörtum okkar
um ókomin ár.
Angrið sækir okkur tíðum heim
sem erum fávís börn í þessum heim
við skynjum fátt, en skilja viljum þó
að skaparinn oss eilíft líf til bjó,
að upprisan er öllum sálum vís
og endurfundir vina í paradís.
(Guðrún Jóhannsdóttir).
Við vottum öllum ástvinum
hans innilega samúð og biðjum
þeim Guðs blessunar.
Edda, Hannes, Guðrún,
Erla Gígja og fjölskyldur.
Þegar ég hugsa um afa Snorra
er það yndisleg nærvera hans sem
kemur fyrst upp í hugann. Faðm-
lagið hans var svo hlýtt og á eftir
fylgdi rembingskoss á kinn. Ég
var fyrsta barnabarn afa og mér
er sagt að frá því ég fæddist hafi
ég alla tíð verið ákaflega hænd
honum. Foreldrar mínir leituðu
mikið til hans þegar það þurfti að
láta gæta eftir mér því við afi nut-
um bæði félagsskaparins. Það er
ein saga af afa Snorra sem lýsir
honum svo vel, en þegar afi var að
passa mig eitt sinn og setti mig út í
vagn að sofa hófu herþotur hjá
bandaríska hernum æfingar yfir
Njarðvíkunum. Afi gerði sér lítið
fyrir og hringdi í vinnufélaga sína í
flugturninum og bað þá um að
breyta flugleiðinni því afastelpan
hans væri nýfarin út í vagn að
sofa. Það er skemmst frá því að
segja að flugleiðinni hjá stórveld-
inu var breytt svo ég fengi
fegurðarblundinn minn. Þetta
fannst afa eðlilegasti hlutur í
heimi enda vildi hann alltaf allt
fyrir mann gera.
Afi vann vaktavinnu sem flug-
umferðarstjóri og var þess vegna
stundum í fríi á virkum dögum, þá
daga gaf hann mér oft frí í leik-
skólanum og við gerðum eitthvað
skemmtilegt saman. Það var alltaf
svo skemmtilegt í kringum hann,
hlátur og gleði. Hann var algjör
húmoristi og hafði einhvern veg-
inn áhuga á öllu, það skipti engu
máli hverju ég sagði honum frá,
honum fannst allt svo spennandi.
Afi hafði mikinn áhuga á því
hvað við barnabörnin hans vorum
að gera og var mjög umhugað um
að öllum liði vel og væru ánægðir.
Hann var líka afskaplega forvitinn
og spurði mann iðulega spjörun-
um úr. Þegar afi frétti af fæðingu
dóttur minnar, fyrsta og eina
langafabarnsins síns, var hann
kominn upp á spítala nokkrum
mínútum síðar.
Afi Snorri og Björg eyddu
nokkrum jólum með okkur fjöl-
skyldunni heima á Kjarrmóanum
en það var notalegt og hátíðlegt að
hafa þau hjá okkur og í dag dýr-
mætar minningar.
Ég var svo heppin að fá að fara
með afa Snorra í Aðalvík, uppá-
haldsstað afa. Þar hittum við lang-
ömmu Bertu og fleiri fjölskyldu-
meðlimi. Mér fannst svo
spennandi að fá að fara ein í ferða-
lag með afa, fara í flugvél, gista á
hóteli, fara í bátsferð og enda svo í
Aðalvík. Þessi minning er mér af-
ar kær, við spiluðum mikið og
hlógum. Afi talaði oft um að ég
minnti hann á langömmu Bertu,
en honum þótti afskaplega vænt
um hana og var örugglega mikill
mömmustrákur. Nú eru þau von-
andi sameinuð á ný.
Elsku afi, það er sárt að þurfa
að kveðja þig svo snögglega.
Hvíldu í friði. Þín afastelpa,
Helga Lind Sigurbergsdóttir.
Elsku afi Snorri. Nú ertu farinn
frá þessari jörðu. Við, eins og svo
margir aðrir, héldum að við fengj-
um miklu lengri tíma með þér. En
mikið erum við þakklát fyrir þann
tíma sem við fengum og allar
minningarnar. Það var greinilega
eitthvert mikilvægt hlutverk sem
beið þín þarna uppi, þar sem þú
varst tekinn frá okkur alltof
skyndilega.
Þú varst svo stoltur af öllum
börnunum þínum og barnabörn-
um og alltaf tilbúinn að gera allt
fyrir okkur öll. Það var gott að tala
við þig og þú varst góður hlust-
andi. Við vonum að þér líði vel þar
sem þú ert núna. Þú ert engillinn
okkar og við munum alltaf elska
þig. Við kveðjum þig með miklum
söknuði. Þín barnabörn,
Eva Líf, Sólveig
og Baltasar Logi.
Kveðja frá
flugleiðsögusviði Isavia
Guðmundur Snorri lauk grunn-
námskeiði í flugumferðarstjórn í
Keflavík fyrri hluta árs 1965 og
hóf verklegt nám í Reykjavík vor-
ið 1966. Guðmundur Snorri hlaut
starfsréttindi flugumferðarstjóra
í flugturninum á Reykjavíkurflug-
velli 1970 og aðflugsréttindi á
sama stað 1972. Þá öðlaðist hann
starfsréttindi í úthafsdeild flug-
stjórnarmiðstöðvar 1973 og rétt-
indi í innanlandsdeild og ratsjár-
réttindi 1989. Guðmundur Snorri
lét af störfum af heilsufarsástæð-
um árið 2004.
Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd
starfsmanna flugleiðsögusviðs
Isavia þakka Guðmundi Snorra
samfylgdina og farsæl störf við
flugumferðarstjórn. Fjölskyldu
og vinum vottum við samúð okkar.
Ásgeir Pálsson
framkvæmdastjóri.
Guðmundur Snorri
Garðarsson
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÞORBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Skaftahlíð 8,
Reykjavík.
Ólafur Jóhannsson, Álfheiður Ólafsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og systir,
INGIBJÖRG BERGÞÓRSDÓTTIR
frá Fljótstungu,
lést laugardaginn 12. júlí.
Jarðsungið verður frá Reykholti laugardaginn
19. júlí kl. 10.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð Guðmundar Böðvarssonar,
kt. 680379-0259, banki 0326-13-301487.
Hjörtur B. Hjartarson, Helga Brynjólfsdóttir,
Jónína M. Árnadóttir, Guðbjörn Sigvaldason,
Þorsteinn Árnason, Pia Hesselvig,
barnabörn, barnabarnabörn og systkini.
✝
ÓLAFUR ÞORSTEINSSON,
eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 13. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Esther Bjartmarsdóttir,
Matthea G. Ólafsdóttir,
Sólveig Ólafsdóttir, Gunnar Már Sigurgeirsson,
Sigríður Ólafsdóttir, Guðmann Magnússon,
Ólafur Örn Ólafsson, Þórunn Margrét Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkæri ektakarlinn minn,
SIGURÐUR HELGI HALLVARÐSSON
Þróttari,
lést fimmtudaginn 10. júlí.
Jarðarförin fer fram í Hallgrímskirkju
föstudaginn 18. júlí kl. 13.15.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem
vilja styðja yngstu drengina hans er bent á
reikn. 324-13-888, kt. 2008614349.
Fyrir hönd ástvina,
Inga María Friðriksdóttir.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON,
bóndi
og fv. ráðherra,
lést að heimili sínu á Brekku í Mjóafirði
mánudaginn 14. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Kolbrún Sigurðardóttir,
Páll Vilhjálmssson, Kristín Gissurardóttir,
Sigfús Mar Vilhjámsson, Jóhanna Lárusdóttir,
Stefán Vilhjálmsson, Helga Frímannsdóttir,
Anna Vilhjálmsdóttir, Garðar Eiríksson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
VALUR ERLING ÁSMUNDSSON,
fyrrverandi bæjargjaldkeri í Hafnarfirði,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum mánudaginn 14. júlí.
Útförin fer fam frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 22. júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarfélög.
Ólöf Valdimarsdóttir,
Ása Kristín Valsdóttir, Stefnir Svan Guðnason,
Jón Örn Valsson, Elísabet A. Cochran,
Erling Þór Valsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.