Morgunblaðið - 16.07.2014, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.07.2014, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 Stundum á mað- ur erfitt með að meðtaka eitthvað og stundum er það einfaldlega vegna þess að maður er alls ekki tilbú- inn til að sætta sig við það sem orðið er. Þannig er það í þínu tilfelli, elsku Hilmar frændi, ég get ekki sætt mig við að þú sért farinn frá okkur. Þegar ég hugsa til baka þá er ég svo rosalega þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum Júlíus Hilmar Gunnarsson ✝ Júlíus HilmarGunnarsson fæddist 16. júlí 1945. Hann lést 4. júní 2014. Hilmar var jarðsunginn 13. júní 2014. saman og þá sér- staklega nú í vetur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa gefið mér tíma til að sinna því verkefni sem þú fólst mér og hafa þannig fengið að umgangast þig mun meira síðustu mánuðina heldur en venja var síðast- liðin ár. Það er alveg ótrúlegt að það reyndist ekki skipta neinu máli hversu mikill aldursmunur var á þér og þeim sem þú um- gekkst, hvort það voru börn eða fullorðnir, þú varst sannur vin- ur og alltaf skemmtilegt að vera í kringum þig. Við gátum spjall- að um allt milli himins og jarðar en áhugann á hrossunum og Skíðadalnum áttum við sameig- inlegan og það var oftar en ekki umræðuefnið, ásamt hestaferð- um og öllu því sem okkur datt í hug. Það var ekki löngu áður en þú kvaddir okkur sem við vor- um að ræða það í hesthúsinu að þú myndir fagna 70 ára afmæli þínu á næsta ári þó svo að það væri ekki að sjá á þér, þú bærir aldurinn svo vel. Þá höfðum við víst ekki hugmynd um að þú myndir ekki ná að fagna þínu 69. ári. En við sem eftir stönd- um minnumst þín á þessum degi, eins og alla aðra daga, með þakklæti fyrir að hafa fengið að vera svo heppin að kynnast þér. Þann 31. maí vorum við svo heppin að eyða nokkrum klukkutímum með þér á hesta- móti. Þegar við vorum að fara heim seinna þann dag þá fer ég sérstaklega út úr bílnum og labba til þín þar sem þú sast í bílnum þínum með opinn gluggann, bara til þess eins að kveðja þig og þakka fyrir dag- inn. Það var ekkert bara. Þótt þú gerðir góðlátlegt grín að því að ég hefði komið bara til að kveðja þig, eins og þú orðaðir það, þá er ég óendanlega þakk- lát fyrir það í dag. Þetta var í hinsta sinn sem ég kvaddi þig. Ég hugsa til þín í hvert ein- asta skipti sem ég ríð á Kveikju þinni um Skíðadalinn. Hún verður alltaf þín, fer ekki frá okkur og ég lofa að við munum hugsa um hana eins vel og við getum, eins og þú hefðir viljað. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða. Við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók) Takk fyrir allar samveru- stundirnar, takk fyrir yndislega reiðtúra síðustu mánuðina þína og takk fyrir að vera svona góð- ur frændi. Takk fyrir allt. Brynhildur og Hjálmar. Margar eru minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um Hilmar frænda og allar eru þær tengdar hrossum. Þú varst alltaf svo duglegur að leiðbeina manni og hjálpa hvort sem það var við járningar eða annað bras í kringum hestana og ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þig að. Mér er mjög minnisstæð ferð sem við fórum til Skagafjarðar að sækja meri sem ég hafði keypt mér, þú varst sko alveg til í að skreppa þangað og sá dagur var alveg frábær, mikið spjallað og hlegið og þú fræddir mig um svo margt í Skagafirðinum. Við vorum í nokkur ár búin að tala um að ég kæmi með hnakkinn minn í hesthúsið til þín og við ætluðum í reiðtúr saman, þú ætlaðir sko að leyfa mér að prófa einhver af hross- unum þínum, því miður náðum við því ekki en þennan reiðtúr förum við í þegar við hittumst aftur. Við förum bara, förum bara fetið og ferðalokum við náum samt. Við förum bara, förum bara fetið og ferðalokum við náum samt. Og þá skal verða kátt í okkar kofa og kræsingum á borðum þér ég lofa. Við förum bara, förum bara fetið því ferðalokum við náum samt. (Ólafur Gaukur Þórhallsson) Elsku Hilmar, hafðu þökk fyrir allt og allt. Eydís Ósk. ✝ Hörður Jóns-son fæddist í Hafnarfirði 24. mars 1934. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut hinn 2. júlí. Foreldrar Harð- ar voru Sesselja Magnúsdóttir, f. 1893, d. 1975, og Jón Gestur Vigfús- son, f. 1893, d. 1980. Systkini Harðar voru: Steinunn Ingiríður, f. 1916, d. 2007, Guðlaugur Magnús, f. 1918, d. 2004, Ásta Vigdís, f. 1920, d. 1999, Sigríður Áslaug, f. 1922, d. 1994, Vigfús, f. 1923, d. 1991, Gunnar Kristján, f. 1925, d. 1997, Jón Gestur, f. 1926, Haukur, f. 1929, d. 1930, Haukur, f. 1931, d. 2001, Guð- mundur, f. 1935, d. 1988, og Einar Þórir, f. 1938. Hinn 16. júní 1957 giftist Hörður Kristínu S. Guðmunds- dóttur, f. 17 febrúar 1937. For- eldrar hennar voru Matthildur Sigurðardóttir, f. 1901, d. 1987, og Guðmundur Kr. Guð- mundsson, f. 1898, d. 1971. Börn Harðar og Kristínar Valgarðsson, f. 1960. Synir þeirra eru: a) Hermann Fann- ar, f. 1980, d. 2011, maki Sara Óskarsdóttir, f. 1980. Börn þeirra: Logi Þór, f. 2007, og Matthildur Rúna, f. 2012. b) Hjörtur Logi, f. 1988. 5) Hörð- ur Harðarson, f. 1970. Kona hans, Sigríður Baldursdóttir (skilin). Synir þeirra: Haukur Örn, f. 1991, Hákon Þór, f. 1995, Hlynur Freyr, f. 1999. Unnusta Harðar er Helena Ol- sen, f. 1974. Hörður ólst upp á Suður- götu 5 í Hafnarfirði, þar til hann stofnaði heimili með Kristínu konu sinni að Herj- ólfsgötu 14, í húsi foreldra Kristínar. Lengst af, eða í 25 ár, bjuggu þau hjón að Vestur- vangi 8 í húsi sem þau byggðu. Síðastliðin 12 ár hafa þau búið í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann lærði rafvirkjun og tók sveinspróf 1957 og öðlaðist meistararéttindi 1961. Hann starfaði sem sjálfstæður raf- virki til ársins 1969 en réði sig þá til Flugþjónustudeildar Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli og lauk hann starfs- ferli sínum þar 2003. Útför Harðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. eru: 1) Guðmundur Kristján, f. 1956, maki Ágústa Þor- björnsdóttir, f. 1958. Börn þeirra eru: a) Þorbjörn, f. 1979, b) Kristín Sigríður, f. 1984, maki Heiðar Árna- son, f. 1979, þeirra dætur, Sara Lind, f. 2011, og Rakel, f. 2013. c) Berg- steinn, f. 1993. 2) Jón Gestur, f. 1959. Kona hans Kristjana Bjarnadóttir, f. 1959 (skilin). Synir þeirra eru: a) Bjarni, f. 1976, maki Gyða Kristjáns- dóttir, f. 1980, þeirra synir: Jó- el Berg, f. 2004, Mikael Jón, f. 2007, Alexander Þór, f. 2012. b) Hörður, f. 1981, dóttir hans er Ronja Kristjana, f. 2000. c) Kristján Helgi, f. 1983, unn- usta Guðrún María Ísleifs- dóttir, f. 1986. Þeirra barn: Telma Sól, f. 2012. d) Matthías Styrmir, f. 1992. 3) Hrönn, f. 1960, maki Sigurður Oddsson, f. 1956. Börn þeirra eru: a) Matthildur, f. 1979, b) Jakob, f. 1987, c) Ísak, f. 1991. 4) Hild- ur, f. 1961, maki Valgarður Elsku pabbi, það er með söknuði sem ég skrifa þessi orð en jafnframt með þakklæti í huga fyrir allt það sem þú hef- ur gefið mér. Þó svo að ég hafi vitað að hverju stefndi er fátt sem getur undirbúið mann þeg- ar kveðjustundin rennur upp. Fyrir mér varst þú ímynd hins göf- uga og góða. Svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða. Við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma. Gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima. Mun minning þín lifa um ókomin ár . (höf. ókunnur) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þín, Hrönn. Elsku pabbi, nú er lífshlaupi þínu lokið eftir skammvinn veikindi. Nú, nokkrum dögum eftir andlát þitt, þá reikar hug- urinn til baka og ótal góðar minningar rifjast upp. Upp úr stendur sælureiturinn Sléttu- hlíð, staður sem var þér kær- astur af öllum stöðum, enda dvaldir þú þar hvert sumar frá fæðingu þar sem foreldrar þín- ir byggðu sumarhús nokkrum árum áður. Síðan fyrir rúmum fimmtíu árum byggðuð þið mamma ykkar eigið hús, þar sem þið hafið eytt nánast hverju sumri síðan. Svo lengi sem ég man, var tilhlökkunin mikil er nálgaðist vor, en það var viðtekin venja að flytjast búferlum í Hlíðina á hverju vori og dvelja þar fram undir haust. Þarna gátum við krakk- arnir leikið okkur frjáls eins og fuglinn, burt frá ysi og þysi borgarinnar. Öll þessi ár af ein- stakri eljusemi hefur þú lagt vinnu og tíma í trjárækt og hlúð að öllum þeim gróðri sem þar hefur sprottið og varst svo stoltur af. Við munum af fremsta megni aðstoða mömmu við að viðhalda þessum uppá- haldsstað þínum í þeim anda sem þú skapaðir. Mestu ánægj- una hafðir þú þó þegar við komum í heimsókn og þegar barnbörnin komu til, þá sóttu þau mikið í að komast í Hlíðina til afa og ömmu. Þá varst þú í essinu þínu með allan barna- hópinn saman kominn. Lagst var á eitt að grisja, slá og tína hríslur, eða bara leikið sér í hrauninu eins og við, börnin þín, höfðum gert áratugum áð- ur. Elsku pabbi, takk fyrir öll góðu árin sem við áttum saman. Ég mun geyma allar þessar góðu minningar í hjarta mínu um ókomna tíð. Þinn sonur, Guðmundur. Kæri afi, í dag þarf ég að kveðja þig. Að sitja og hugsa um það að aldrei aftur á ég eft- ir að knúsa þig, heyra: „hæ, skvísí“ og fá einn „smell“ á kinnina er óbærilegt. Ég vildi að ég hefði getað komið til landsins og fengið að kveðja þig áður en þú fórst frá okkur. Ég heyrði að þú hefðir verið sjálfum þér líkur og haft gam- an og gert grín þrátt fyrir veik- indi og verki. Lífsgleði þín er það sem situr í mínu minni. Já- kvæði, skemmtilegi, fyndni og góðhjartaði afi minn. Það var alltaf svo yndislegt að koma í heimsókn til þín og ömmu. Alltaf var tekið á móti manni með opnum, hlýjum örmum og litlu amerísku morg- unkornspökkunum sem þú komst með af vellinum. En í Sléttuhlíðinni var skemmtileg- ast að vera. Ég hlakkaði alltaf mikið til að fá að fara upp í Hlíð. Það var endalaust af leikj- um, könnunarleiðöngrum og ég tala nú ekki um prakkarastrik- in sem við frændsystkinin gát- um skemmt okkur við. Ég gleymi því seint þegar ég og Logi fórum í leiðangur upp í hlíðina og tíndum handa þér fallegustu blómin sem við sáum til að planta í garðinum. Síðan komum við skælbrosandi með vasana stútfulla af lúpínu og buðum þér. Þú fórst að skelli- hlæja og sagðir með reiðilegri röddu í plati: „Hlaupið þið með þetta upp í fjall og komið aldrei með þetta aftur.“ Við skildum ekki neitt í neinu en svo sagðir þú okkur sögur af lúpínu. Ég var mjög hissa og fannst þú rosalega vitur. Þú kenndir mér margt en það eru svona merki- legir hlutir sem standa stund- um upp úr. Ég er fær grettari og á margar grettur þér að þakka og þykir virkilega vænt um myndina af okkur frá einum áramótunum þar sem við grett- um okkur bæði með sprengi- flöskur fyrir augunum. Ég er alltaf svo þakklát og finnst svo gaman að þú og amma komuð að heimsækja mig í Noregi. Það var gaman að geta deilt með ykkur lífi mínu þar og að þið gátuð kynnst Söru Lind betur. Stundum er erfitt að búa í útlöndum en þú skrifaðir okkur oft bréf og þá urðum við alltaf svo glöð. Þú varst flinkur að skrifa og það var skemmtilegt að fá fréttir að heiman í handskrifuðu bréfi í þínum jákvæða anda. Að vera barnabarn þitt og vera svona elskuð eins og mér fannst ég vera hjá þér er gjöf af Guðs náð. Stundirnar sem ég hef átt með þér, allar yndisleg- ar, geymi ég í hjarta mínu til lífsloka. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Elsku afi, hvíldu í friði. Þitt barnabarn, Kristín. Mér var tregt tungu að hræra er Sirrí sagði mér frá láti þessa vinar okkar hjóna. Það eru mörg ár síðan ég kynntist þessum frábæra heið- ursmanni. Aldrei urðum við saupsáttir öll þessi ár. Ef hann var ekki ánægður með einhvern sem hann þekkti þá notaði Hörður aldrei þyngri eða ljótari orð um viðkomandi en þessi: „Árans karlinn getur ekkert að þessu gert.“ þetta sýnir best hversu gæflyndur Hörður var. Við hjónin áttum margar góðar og skemmtilegar stundir með Herði og Sirrí, bæði hérlendis og erlendis. Síðasti greiði er Hörður gerði mér var að draga raflínu í rör frá bílskúr út í sólhýsi, síð- an útskýrði hann fagmannlega fyrir mér raflögn og tengingu í sólhýsi. Ég vildi nú að ég ætti þessa skemmtilegu, fróðlegu og kjarnyrtu ræðu sem endaði svo: „Ég sé, að þú skilur ekkert í þessu, á öðru átti ég ekki von.“ Hörður hafði afar næma kímni- og frásagnargáfu, sem hann beitti af mikilli hógværð. Kæra Sirrí, við vottum þér og þinni fjölskyldu samúð okk- ar vegna andláts þíns eigin- manns og föður. Vináttu ykkar þökkum við. Jakobína Elísabet og Árni Einarsson. Hörður Jónsson Mig langar að rita nokkur orð um góðan vin og golffélaga, Þorvald Jónsson, en við kynntumst á golfvell- inum í Ólafsfirði fyrir 15 árum, ég þá nýfluttur í bæinn. Þorri var Ólafsfirðingur í húð og hár en bjó á Akureyri. Hann kom þó oft til Ólafsfjarð- ar til að hitta foreldra sína, ættinga og síðast en ekki síst til að leika golf. Mikill vinskap- ur varð á milli okkar félaganna, sem hélst alla tíð. Eftir að ég hitti Þorra fyrst á vellinum í Ólafsfirði, sá hann spila, þá hugsaði ég með mér að þetta væri strákur sem ég vildi fá í golflið okkar Ólafsfirð- inga. Úr varð að ég seldi hon- um settið mitt því hann hafði ekkert endurnýjað sínar græj- ur í mörg ár. Þorri fór að æfa af krafti líkt og hinir í liðinu og ekki stóð á árangrinum. Ég veit bara að Þorri hafði stund- um betur í viðureignum okkar á vellinum mér til lítillar ánægju (mín forgjöf er nefni- lega 1,4 og er hægara sagt en gert að vinna mann á því getu- stigi). Því inni á vellinum vor- um við óvinir nema þegar við fórum að keppa fyrir hönd golfklúbbsins í árlegri sveita- keppni í golfi. Við fórum marg- ar slíkar ferðir saman. Í þess- um ferðum sátum við félagarnir og spjölluðum. Þorri hafði oft orðið og sagði okkur frá mörgu sem á daga hans hafði drifið. Og oft veltumst við um úr hlátri því hann var sögu- maður góður. Við hringdum stundum hvor í annan til að spjalla, yfirleitt var það eitthvað golftengt sem hékk á spýtunni. Ég man samt mest eftir einu símtali vorið 2012 þar sem Þorri sagði mér frá því að hann hefði greinst með krabbabein. Það voru mér hræðileg tíðindi. Sumarið 2012 leið, Þorri var byrjaður í með- ferð en hann kom samt með okkur í hina árlegu sveita- keppni í golfi. Við vorum í 2. deild og var leikið í Borgar- nesi. Á meðan mótið stóð yfir þá datt Þorri fram af einum teignum og sleit eitthvað í fæt- inum. En hann vildi halda Þorvaldur Jónsson ✝ ÞorvaldurJónsson fædd- ist í Ólafsfirði 17. maí 1964. Hann lést á heimili sínu 28. júní 2014. Útför Þorvaldar fór fram frá Akur- eyrarkirkju 14. júlí 2014. áfram og kláraði mótið með miklum stæl. Þorri lék all- an tímann, spilaði fimm leiki og vann hann fjóra þeirra. Geri aðrir betur, byrjaður í lyfja- meðferð og þar að auki draghaltur. Til að gera langa sögu stutta þá unn- um við 2. deildina. Þorri átti stóran þátt í sigr- inum og unnum við okkur því sæti í efstu deild að ári. Þorri spilaði líka með okkur í efstu deild í Hafnarfirði í ágúst 2013. Þá var verulega dregið af honum því meðferðin hafði ekki heppnast eins og vonast var til. Þorri hafði samband við mig í febrúar á þessu ári og bað mig um að koma með sér í golfferð til Englands ásamt tveimur öðrum félögum okkar. Ég var nú eiginlega ekki á leiðinni í golfferð en ég gat ekki sagt nei við hann. Ég vissi nefnilega að þetta gæti orðið mín síðasta ferð með Þorra vini mínum en ég vonaði samt heitt og inni- lega að ég hefði rangt fyrir mér. Við fórum í golfferðina, Þorri spilaði nánast allan tím- ann með okkur fyrir utan part og part sem hann hafði ekki þrek til. Það er svo margt sem ég gæti sagt um elsku Þorra en ég verð að láta staðar numið hér. Elsku Harpa, Jón Viðar, Karen Birna, Sigrún Stella, Jón og Sigrún, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi minn- ingin um góðan dreng lifa. Sigurbjörn Þorgeirsson, varaformaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar. Kveðja frá Knattspyrnu- félagi Akureyrar Þorvaldur Jónsson lést 28. júní aðeins fimmtugur að aldri. Þorri, eins og við kölluðum hann, var mjög fjölhæfur íþróttamaður. Hann lék bæði handknattleik og knattspyrnu með meistaraflokkum KA um árabil og varði þar markið í báðum greinum. Auk þessa var hann skíðamaður góður, Ís- landsmeistari í göngu, stökki og norrænni tvíkeppni, og golf- ari góður einnig. Knattspyrnufélag Akureyrar vottar eiginkonu Þorra, Hörpu Viðarsdóttur, börnum hans og öðrum aðstandendum sína dýpstu samúð. Hrefna Gunnhildur Torfadóttir, formaður KA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.