Morgunblaðið - 16.07.2014, Síða 31

Morgunblaðið - 16.07.2014, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014 og öll þau myrku öfl sem þar búa. Á leiðinni til höfuðborgarinnar var það einróma skoðun manna að há- tíðin hefði heppnast vel og sér- staklega ánægjulegt var hversu fá- ar biðraðir mynduðust, mögulega vegna fjölda erlendra gesta, en Ís- lendingar eru alræmdir raðarúst- arar. Að sama skapi var það un- aðsbót hversu jafnir allir tónleikagestir virtust vera. Lítið eða ekkert var af forréttindamiðum og jöfnuðurinn var til fyrirmyndar. Rúturnar komu tímanlega í bæinn og þreyttir tónleikagestir sváfu margir á leiðinni og létu sig dreyma um hátíðina að ári. Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson Glens Tónlistarmaðurinn Devendra Banhart sagði brandara á milli laga sinna. Stemning Tónleikagestir voru hverjir öðrum kynþokkafyllri. Ljósmynd/Aníta Eldjárn Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson Íslenska raftónlistarforlagið Möller Records þekkja margir af góðu einu, en forlagið var stofnað árið 2011 af tónlistarmönnunum Árna Grétari og Jóhanni Ómarssyni. Þeim innan handar við útgáfuna eru Frosti Jónsson og Stefán Ólafsson. Útgáfufyrirtækið einbeitir sér að út- gáfu íslenskrar raftónlistar og hefur þegar gefið út 24 plötur, þar af átta breiðskífur, þrjár safnplötur, tvær stuttskífur og ellefu smáskífur. Tón- listarmenn sem útgáfufyrirtækið hefur gefið út hafa víða komið fram, m.a. á Secret Solstice-tónlistarhátíð- inni, en auk þess hefur fyrirtækið sjálft staðið fyrir mánaðarlegum tónlistarviðburðum. Forlagið rær nú á ný mið, því það hefur skipulagt tónleikaferðalag í sumar. Ævintýrið hefst í dag, miðvikudaginn 16. júlí, með opnunartónleikum á Þingvöll- um. Stefnt er á tónleikahald víðs vegar um landið, meðal annars í Pakkhúsinu á Höfn, Sláturhúsinu á Egilsstöðum, Ísafirði, Akureyri, Drangsnesi, Tálknafirði, Hafnar- firði og Reykjavík, en ferðalaginu lýkur með útitónleikum í Höfnum hinn 3. ágúst næstkomandi. Þrír til fjórir raftónlistarmenn koma fram á hverjum tónleikum og má þar nefna tónlistarmennina Futuregrapher, Skurken, Bistro Boy, Steve Sampling, Subminimal, Einar Indra, Tanya Pollock, Snooze Infinity, Ja- fet Melge, Orang Volante og Modes- art. Frekari upplýsingar um tón- leikaferðalagið er að finna á heimasíðu Möller Records, www.mollerrecords.com, en ljóst er að unnendur íslenskrar raftónlistar hafa ekki ástæðu til að láta sér leið- ast í sumar. gith@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsbyggðin Tanya Pollock er meðal þeirra sem fram koma á Tálknafirði. Íslenskir raftónlistarmenn á ferðalagi um landið í sumar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.