Morgunblaðið - 16.07.2014, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2014
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is
Íslenskar hjólagrindur
fyrir íslenska veðráttu
Margar
stærðir
og gerðir
L
16
16
12
12
★ ★ ★ ★ ★ ÍSL.
TAL
„Besta íslenska
kvikmynd sögunnar!”
Lilja Katrín Gunnarsdóttir,
Fréttablaðið
MUNTU LIFA NÓTTINA A ?F
"Besta stórmyndin í sumar.
Þú verður gersamlega
agndofa“.
- P. H., Movieline
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
14
"Þú sérð ekki fyndnari
mynd í sumar!"
-T.V., Biovefurinn.is
"Ég hló svo mikið að ég
skammaðist mín”!"
-Guardian
PLANET OF THE APES 3D Sýnd kl. 5 - 8 - 10:15 (P)
THE PURGE: ANARCHY Sýnd kl. 8 -10:40
VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5
22 JUMP STREET Sýnd kl. 8
MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10:20
POWERSÝNINGKL. 10:15
-New York Daily News
★ ★ ★ ★ ★
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Smekkleysa gaf út fyrir skömmu
býsna merkilegan hljómdisk, Gott
bít með hljómsveitinni Fan Houtens
kókó. Hljómsveitin hélt fjölda tón-
leika á árunum 1981-2 og á diskinum
má finna safn bestu verka hennar,
valið efni af snældum sem hún gaf
út, lög af safnkassettunni Rúllustig-
anum og áður óútgefið efni. Fan
Houtens kókó
var hluti af út-
gerð Medúsu-
hópsins, sem
var „upprenn-
andi og at-
kvæðamikill í
ljóðagerð á
þessum tíma“, eins og segir í texta
Trausta Júlíussonar í bæklingi
disksins, og undir yfirlýstum áhrif-
um frá súrrealistahreyfingu André
Breton og félaga. Hljómsveitina
skipuðu þeir Matthías Magnússon,
Einar Melax, Þór Eldon og Ólafur J.
Engilbertsson og kom rithöfundur-
inn Sjón einnig við sögu.
Búið að standa lengi til
Smekkleysa gefur diskinn út og
segir Ólafur að það hafi staðið til frá
stofnun hennar að gefa út disk með
Fan Houtens kókó, enda hafi nokkr-
ir af stofnendum útgáfunnar verið í
hljómsveitinni, hann þeirra á meðal.
„Þetta er búið að standa til lengi en
það hafa verið ýmis ljón á veginum,
bæði að finna segulböndin og svo
hreinsa þau. Það hefur tekið sinn
tíma, upptökur hafa týnst og svona,“
segir Ólafur. „Við erum nokkuð
ánægðir með útkomuna, það hefur
tekist vel að hreinsa þessar upp-
tökur og ég held að þær geti lifað
eitthvað áfram þó að við eldumst,“
bætir hann við.
Fan Houtens kókó kom fyrst fram
á tónleikum í Undirheimum Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti 17. og 18.
febrúar 1981 og í bæklingi lýsir
Trausti því skemmtilega þegar hann
sá hljómsveitina fyrst, á pönk-
tónleikum í Kópavogsbíói 21. febr-
úar sama ár. Þar tróðu einnig upp
Jói á hakanum, Taugadeildin,
Fræbbblarnir og Utangarðsmenn.
„Það var rólegur og hægfara stíll yf-
ir þessum drengjum,“ segir Trausti
m.a. um Fan Houtens kókó.
Hrópað á Fræbbblana
„Við þóttum vera dálítið rólegir í
tíðinni og það var mikið hrópað á
Fræbbblana meðan við vorum að
spila, lögin voru löng og eintóna og
það var ekki mikill pönkbragur á
okkur miðað við marga aðra sem
komu fram,“ segir Ólafur um þá tón-
leika. Hljómsveitin hafi flutt óhefð-
bundna tilraunatónlist.
„Það var svo mikið að gerjast í
tónlistinni á þessum tíma og við vor-
um náttúrlega að hlusta á pönk eins
og allt annað sem var spennandi í
tónlist á þeim tíma og tókum lög
með hljómsveitum eins og Siouxsie
and the Banshees, Cure og fleirum
sem voru vinsælar, vorum ekki bara
að spila eigin lög,“ rifjar Ólafur upp.
Fan Houtens kókó hafi gert ýmsar
tilraunir með hljóðgervla á þessum
tíma og hlustað á hljómsveitir sem
voru að gera slíkar tilraunir, m.a.
Cabaret Voltaire.
Ólafur segir að textagerðin hafi
skipt hljómsveitina miklu máli og að
tónlistin hafi veitt stuðning við ljóða-
flutning. „Við vorum allir að skrifa
ljóð á þessum tíma og gefa út ljóða-
bækur og þessi hljómsveit var eigin-
lega fyrst eins og framhald á ljóða-
flutningi, tónskreyttur
ljóðaflutningur,“ segir Ólafur.
Dauðadæmdur auglýsti kakó
Hljómsveitin var nefnd eftir hol-
lenskri kakótegund, Van Houtens
Cocoa, en nafnið vísar einnig í ljóð
eftir Vladímír Majakovskí, Ský í
buxum. Ólafur segir það fjalla öðr-
um þræði um rússnesku byltinguna.
„Þar kemur fram að dauðadæmdum
fanga hafi verið lofað frelsi ef hann
auglýsti Van Houtens kókó á aftöku-
pallinum. Síðan hafi það ekki verið
efnt. Þannig að það er dæmisaga á
bak við nafnið, að vera ekki
ginningarfífl eða taka ekki öllu sem
gefnu,“ segir Ólafur.
Spurður að því hvort ekki sé held-
ur ólíklegt að Fan Houtens kókó
komi saman á næstunni segir Ólafur
að ekkert sé útilokað. „Við sjáum
bara til hvort það tekur önnur 30 ár
að ákveða það en það er alveg til í
dæminu að það gerist,“ segir Ólafur.
Þóttu rólegir
í tíðinni
Smekkleysa hefur gefið út disk með
bestu verkum Fan Houtens kókó
Ljósmynd/Helgi Örn Helgason
Tilraunagjarnir Fan Houtens kókó á tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum í október 1981.
Nadine Gordimer, suðurafrískur
Nóbelsverðlaunahafi í bók-
menntum, lést í Jóhannesarborg
síðastliðinn sunnudag. Gordimer
var fædd 20. nóvember 1923 og
stóð því á níræðu. Auk þess að
vera mikils metinn rithöfundur var
Gordimer mikill baráttumaður og
barðist hún meðal annars ötullega
gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-
Afríku, jafnt í ræðu sem riti.
Pólitískar skoðanir hennar mót-
uðust þegar í æsku, en faðir henn-
ar var innflytjandi og báðir for-
eldrar hennar voru af gyðinga-
ættum. Mörg verka hennar bera
þessa skýr merki og voru sum
þeirra jafnvel bönnuð í heimalandi
hennar.
Gordimer tók einnig virkan þátt
í forvarna- og fræðslustarfi í sam-
bandi við HIV-veiruna og alnæmi.
Gordimer var afkastamikill rithöf-
undur, gaf út skáldsögur, fjölmörg
smásagnasöfn, ritgerðir og eitt
leikrit. Síðasta skáldsaga hennar
sem útgefin var á meðan hún lifði
kom út árið 2012. Gordimer skrif-
aði um „venjulegt fólk“ í Suður-
Afríku og í skrifum hennar eru ást
og pólitík algeng þemu. Stundum
stillti hún jafnvel ástinni beinlínis
upp andspænis pólitíkinni. Má þar
nefna skáldsöguna Occasion for
Loving, útgefna árið 1963, en þar
ber gift, hvít kona tilfinningar til
þeldökks manns. Sambönd milli
kynþátta voru glæpsamlegt athæfi
í Suður-Afríku þegar bókin kom
út.
Gordimer hlaut Nóbels-
verðlaunin í bókmenntum árið
1991. gith@mbl.is
AFP
Nóbelsverðlaunahafinn
Nadine Gordimer er látin
Rithöfundur Gordimer barðist fyrir
mannréttindum með skrifum sínum.