Morgunblaðið - 16.07.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 16.07.2014, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 197. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Verkfræðinemar slógu í gegn 2. Víggirða nýja sendiráðið 3. Ísland er að verða útjaskað 4. 24 hárprúðustu Íslendingarnir »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í sumar hefur Akraneskaupstaður staðið fyrir uppákomum á Aggapalli við Langasand, eina af útivistar- perlum Akurnesinga. Fimmtudaginn 17. júlí verður fimmta uppákoman af sex en þá mun tónlistarfólkið Val- gerður Jónsdóttir og Þórður Sævars- son úr My Sweet Baklava flytja tón- list sem tengist hafinu undir yfir- skriftinni „Sjávarperlur“. Tónlistar- uppákoman hefst klukkan 17. Sjávarperlur á Agga- palli við Langasand  Wahala Dey O! er leikverk byggt á Sögu malarans, einni af Kantara- borgarsögum miðaldaskáldsins Ge- offrey Chaucers. Hér er á ferðinni 600 ára gömul saga Chaucers um pílagrímsferð heimfærða á Nígeríu nútímans en höfundur og leikstjóri er Ufuoma Overo-Tarimo. Formálinn að sögunni verður leiklesinn en sagan sjálf verður sögð með kvikmynd sem var tekin upp í Nígeríu. Við- burðurinn hefst kl. 20 í Tjarnarbíói og lýkur um 22. Sýn- ingin er haldin í til- efni af miðalda- fræðiráðstefnu The 19th Biennial New Chaucer Society sem fer fram við Háskóla Íslands dagana 16. til 20. júlí. »11 600 ára gömul saga leiklesin í Tjarnarbíói Á fimmtudag Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða skúrir, en bjart með köflum á Austurlandi. Hiti 10 til 18 stig. Á föstudag og laugardag Suðaustan 8-13 m/s og víða rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 11 til 20 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða smáskúrir, en þurrt austast. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast norðaustanlands. VEÐUR „Þetta er ekki slæmt en mjög ólíkt því sem ég á að venjast, kyrrðin er sér- staklega mikil. En þetta er indælt, eyjan er mjög falleg og umhverfið allt öðruvísi en þar sem ég var í Flórída. Ég er ekki vanur svona litlu samfélagi en það er allt að koma,“ segir Jonathan Glenn frá Trínidad og Tó- bagó, framherji ÍBV, sem er leikmaður 11. umferðar hjá Morgunblaðinu. »2-3 Ekki vanur svona litlu samfélagi Hildur Sigurðardóttir sló í gær lands- leikjamet kvenna í körfuknattleik þegar Ísland vann risasigur á Gíbralt- ar á Evrópumóti smáþjóða í Aust- urríki. Hún lék fyrsta landsleikinn í lok síðustu aldar og man ekkert eftir honum. „Ég man ekkert hvernig hann fór eða hvort ég kom mikið við sögu,“ segir Hildur. »1 Man ekkert eftir fyrsta landsleiknum „Ég held að enginn hafi átt von á þessu og þegar ég hóf viðræður við félagið leit þetta ekki svona vel út. Það er þegar búið að ná þessum grunnmarkmiðum að halda sér í deildinni þannig að þetta eru bara spennandi tímar framundan í Fylki,“ sagði Þóra B. Helgadóttir landsliðs- markvörður eftir fyrsta leik sinn með Árbæjarliðinu. »3 Spennandi tímar fram- undan hjá Fylki ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Hjónin Stefán Sigurðsson og Bryn- hildur Kristjánsdóttir hafa rekið veitingastaðinn Vitann í Sandgerði í 32 ár. Hjónin hafa skapað staðnum sérstöðu með einstökum krabbamat- seðli. Hráefnið er eins ferskt og völ er á, en hjónin geyma krabbann ásamt skelfiski í sérstökum körum í bakgarði staðarins. Um er að ræða grjótkrabba, trjónukrabba, gaddakrabba og bog- krabba sem borinn er fram á krabbamatseðli, auk blá-, öðu- og kúfskeljar, rækju og heils humars. Vildu skapa sérstöðu Árið 2011 létu hjónin gera veit- ingastaðinn upp og í framhaldinu ákváðu þau að tími væri kominn til þess að breyta til. „Við stóðum á tímamótum og vildum gera eitthvað nýtt. Við urðum að finna sérstöðu til að ná til viðskiptavina,“ segir Bryn- hildur. Upp úr þessu tóku hjónin þátt í verkefninu Speglinum með Íslands- stofu, en útkoman úr samstarfinu var tvö búr sem komið var fyrir inni á sjálfum veitingastaðnum. Í þeim var kröbbunum komið fyrir, og var staðurinn í kjölfarið kominn með töluverða sérstöðu. Í búrin rennur sjór sem þau leiða úr borholu frá Þekkingarsetri Suðurnesja, sem er hinum megin við götuna. Hjónin létu þó ekki þar við sitja og í vor létu þau bora sína eigin, 50 metra djúpu borholu fyrir utan veit- ingastaðinn og leiða úr henni sjó í kör í bakgarði veitingastaðarins þar sem krabbinn og skelfiskurinn er geymdur. Með þessu vildu þau gera gestum kleift að skoða og jafnvel velja hráefnið á sinn eigin disk. „Við tökum lifandi krabbann beint upp úr kerunum og ofan í pott,“ segir Stefán og ferskleikinn leynir sér ekki. Hjónin eru þó ekki þau einu í fjölskyldunni sem koma að kröbbunum, en sonur þeirra veiðir fyrir þau. „Sonur okkar er atvinnu- kafari og hann handtínir hverja og eina öðuskel,“ segir Brynhildur. Þarasnakk og salt Hjónin nýta sjávarfangið vel og búa meðal annars til þarasnakk og sitt eigið salt. „Líffræðingarnir úr Þekkingarsetrinu mældu saltmagnið í sjónum og komust að því að það eru 29 grömm af salti í hverjum lítra. Við ákváðum því að búa til okkar eigið salt,“ segir Brynhildur. „Svo erum við búin að útbúa krana og ætlum að leyfa fólki að koma og ná sér í sjó til að sjóða niður og útbúa sitt eigið salt.“ Fundu sérstöðu í kröbbunum  Á veitinga- staðnum Vitanum er krabbaseðill Morgunblaðið/Eva Björk Ægisdóttir Sérstaða Hjónin hafa skapað staðnum sérstöðu með einstökum krabbamatseðli og körum í bakgarði staðarins þar sem krabbinn ásamt skelfiski er geymdur. Krabbinn er tekinn beint úr körunum, eldaður og loks borinn fram. Á krabbaseðlinum er glæsileg þriggja rétta máltíð og getur und- irrituð vottað það. Til að byrja með er borin fram sjávarréttasúpa að hætti hússins. „Þegar við fáum litla krabba þá notum við þá í súp- una,“ segir Reynir, yfirþjónn stað- arins. „Við sjóðum þá nið- ur í um 12 tíma ásamt kryddi og fáum sterkan kraft sem súpan er búin til úr. Svo hellum við súpunni yfir hörpudisk, rækjur, þorsk og bláskel og þá eldast þetta í heitri súpunni.“ Þar næst er borin fram krabba- og sjávarréttaveisla sem heillar augað og bragðlaukana. Stemningin sem fylgir því að opna krabbaklærnar er mikil og bragðið ekki síðra. Að lokum er borinn fram ís að hætti hússins og eftir það halda allir saddir og sælir heim. Enginn fer svangur heim GLÆSILEGUR KRABBASEÐILL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.