Morgunblaðið - 29.08.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.08.2014, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 9. Á G Ú S T 2 0 1 4 Stofnað 1913  201. tölublað  102. árgangur  „ALLIR ERU SKRÍTNIR Á EINHVERN HÁTT“ LANDSLAG AF TILFINN- INGUM ÚTLEGÐIN FOR- SENDA EN ÞJÓFN- AÐURINN AFLEIÐING MÖRK KONUNNAR OG HRYSSUNNAR 38 ÆVI FJALLA-EYVINDAR OG HÖLLU 10PATRICK Á AKRANES 16 AFP Obama Forseti Bandaríkjanna seg- ir rússneskar hersveitir í Úkraínu. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Talið er að minnst þúsund rússnesk- ir hermenn séu fyrir innan landa- mæri Úkraínu og taki þátt í bardög- um þar við hlið uppreisnarmanna hliðhollra Rússum. Þetta kom fram á neyðarfundi í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna í gær. Stjórnvöld í Washington segja að Rússar verði að hætta að ljúga til um þátttöku sína í átökunum. „Gríman er að falla,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að heimsbyggðin sjái nú skýrt að rússneskar hersveitir séu að berjast í Úkraínu. NATO birti í gær gervi- hnattarmyndir sem sýna rússneska hermenn í landinu berjast við hlið aðskilnaðarsinna. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari og Obama ræddust við í síma í gærkvöldi þar sem þau sammæltust um að grípa þyrfti til aðgerða gegn Rússum vegna þátttöku þeirra í átökunum. Obama sagði á frétta- mannafundi að þau Merkel væru sammála um að enginn vafi léki á þátttöku Rússa. Aðskilnaðarsinnar væru studdir af Rússum, þjálfaðir af Rússum, fengju vopn af Rússum og væru fjármagnaðir af Rússum. »20  Bandaríkjastjórn segir grímuna að falla Gögn sýni Rússa berjast í Úkraínu Hlýtt og stillt veður var víða um land í gær. Góðviðrisdögum er líklega að ljúka því heldur þykknar upp, samkvæmt veðurspá fyrir næstu daga. Í dag verður rigning á Suðurlandi. Á sunnudag munu leifar fellibylsins Cristobal skella á landinu með talsverðri rigningu. Þessir hressu krakkar ætluðu ekki að láta blíðviðrið framhjá sér fara og nutu þess að að leika sér léttklæddir í gær. Léku sér léttklædd í blíðviðrinu Morgunblaðið/Golli Blíða víða um land í gær en fer að rigna um helgina Bændur eru bjartsýnir á að fá væna dilka úr réttum í haust enda vor- ið og sumarið með eindæmum gróðursælt um allt land. Réttað verður í Ruglu- dalsrétt í Blöndudal á morgun. Ágætlega lítur út með sölu á kjöti á erlenda markaði, að sögn forstjóra Sláturfélags Suðurlands, en innan- landsmarkaður er þyngri vegna birgða frá síðustu sláturtíð. »14 Fyrstu fjárréttir verða um helgina Fé Dilkarnir verða eflaust vænir. Vegna fjölgunar ferðamanna á hálendi Íslands þarf að tæma rotþrær við skála Ferða- félags Íslands mun oftar en áð- ur var auk þess sem klósett- pappírskostn- aður hefur hækkað mikið. Í skálana á Lauga- veginum er keyptur klósettpappír fyrir tvær milljónir í sumar, mest fer af pappír í Landmannalaugum. Rotþrærnar við Hrafntinnusker voru tæmdar í gær en það þarf nú að gera árlega m.v. á tveggja ára fresti áður fyrr. »4 Ferðamenn fylla rotþrærnar hratt Ferðamenn. Stór stúka Stúkan sást síðast á Ólympíu- leikunum í London og var notuð á strand- blaksvellinum við Horse Guards Parade.  Fimleikasamband Íslands hefur brugðið á það ráð að leigja áhorf- endastúku sem notuð var á Ólympíuleikunum í London árið 2010 fyrir Evrópumeistaramótið í hópfimleikum 2014 sem haldið verður í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal dagana 15.-18. október næstkomandi. Stúkan tekur 4.200 manns í sæti. Mótið er stærsti innanhúss íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi en 42 lið frá 14 þjóð- löndum eru skráð til leiks og býst sambandið við rúmlega 800 kepp- endum og fylgdarmönnum. „Við erum að leigja þessa stúku en óskastaðan er auðvitað að hún sé keypt – bara fyrir alla. Ekki bara til að nota við íþróttir heldur líka fyrir menningu og listir,“ segir Sólveig Jónsdóttir hjá Fimleikasambandi Íslands. »6 Ólympíustúka mun rísa í Laugardal Gunnar Dofri Ólafsson Vilhjálmur A. Kjartansson Íbúafundur sem fram fór í Ljósvetn- ingabúð í gærkvöldi fór vel fram að sögn Víðis Reynissonar, deildar- stjóra Almannavarna, en farið var yfir atburði síðustu daga og viðbún- að lögreglu og annarra viðbragðs- aðila. „Lögreglan er meira á ferðinni og það er töluverður viðbúnaður. Við þurfum að vera tilbúin að halda þess- um viðbúnaði lengi.“ Víðir útilokar ekki að þeir atburðir sem sem eru að gerast núna gætu staðið í langan tíma. „Fleiri og fleiri segja að þetta líkist Kröflueldum, sem stóðu yfir í níu ár. Þar voru tutt- ugu innskotsatburðir, þar af níu sem enduðu með eldgosi. Við gætum því þurft að endurskoða mönnun og undirbúning Almannavarna á land- inu öllu. Við gætum verið að fara inn í mjög eldvirkt tímabil þar sem eld- gosum mun fjölga.“ Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur telur líklegast að lítið gos hafi orðið undir Vatnajökli á síð- ustu dögum þar sem sigkatlar hafa myndast. Sprunga hefur sést austur af Holuhrauni, norðan jökulsins, en Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir hana eiga sér eðlilegar skýr- ingar. „Við áttum von á þessu þar sem sprungur sem þessar myndast ofan við bergganginn. Þetta er sam- bærilegt við það sem finna má á gos- beltum yfirleitt.“ »4 Ljósmynd/Landhelgisgæslan Sprungur Eftirlitsmynd í gær sýnir sprungu austur af Holuhrauni.  Mögulega á leið í langt tímabil eldvirkni Viðbúnað gæti þurft í mörg ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.