Morgunblaðið - 29.08.2014, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 241. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Cristobal ber á Íslendingum
2. „Viðbjóðslegasta sem ég hef séð“
3. Óróasvæðið breiðir úr sér
4. „Þetta er verra en ég óttaðist“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Ástralska gríntvíeykið Umbilical
Brothers, skipað Shane Dundas og
David Collins, verður með uppistand í
Silfurbergi Hörpu 1. október nk. Um-
bilical Brothers hefur notið hylli víða
um heim fyrir grínsýningar sínar og
eru félagarnir sagðir snúa hversdags-
viðburðum og viðteknum leikreglum
á hvolf þannig að áhorfendur engist
um af hlátri. Sýningin í Hörpu nefnist
Don’t Explain og eru tímaritið Time
og dagblaðið New York Times meðal
þeirra sem hafa lofsungið hana.
Umbilical Brothers
skemmtir í Hörpu
Raftónlistar-
maðurinn Murya,
réttu nafni Guð-
mundur Ingi Guð-
mundsson, gaf í
vikunni út breið-
skífuna Triplicity.
Útgáfufyrirtækið
Touched gefur
plötuna út og er
það sérstakt fyrir þær sakir að allur
ágóði af útgáfum þess rennur til
Macmillan-rannsóknarsetursins, sem
sérhæfir sig í krabbameinsrann-
sóknum.
Styrkir krabbameins-
rannsóknir með plötu
Auglýsing fyrir Al-
þjóðlega kvik-
myndahátíð í
Reykjavík, RIFF,
prýðir forsíðu nýj-
asta tölublaðs kvik-
myndaritsins Var-
iety, sem er að
þessu sinni helgað
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Aug-
lýsing RIFF er í anda Hammer-hryll-
ingsmyndanna sígildu og lundinn,
tákn hátíðarinnar, heldur grimmi-
legur á að líta.
Á forsíðu Variety
Á laugardag Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Dálítil væta
fyrir sunnanlands og vestanlands en þurrt að kalla fyrir norðan og
austan. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 3-10 m/s og dálítil væta með köflum
en þurrt norðanlands. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast í inn-
sveitum fyrir norðan.
VEÐUR
Stjörnumenn sáu aldrei til
sólar þegar þeir mættu
ítalska knattspyrnuliðinu
Inter á San Siro-leikvang-
inum í Mílanó í gærkvöld í
síðari leik liðanna í 4. um-
ferð Evrópudeildarinnar.
Inter burstaði Garðbæinga
6:0 og vann einvígi liðanna
þar með samanlagt 9:0 og
kemst þar með örugglega
áfram í riðlakeppni Evrópu-
deildarinnar, en dregið er í
riðla í keppninni í dag. »3
Stjarnan steinlá í
Mílanó fyrir Inter
Ronaldo og Kessler
valin best í Evrópu
Hannes Sigurbjörn Jónsson, for-
maður Körfuknattleikssambands Ís-
lands og stjórnarmaður í FIBA-
Europe, er einn af 23 sem kjósa um
það hinn 8. september hvar Evrópu–
keppni karla í körfubolta í september
á næsta ári verður haldin. Átta lönd
sóttust eftir því að halda EM eftir að
keppnin var tekin af Úkraínu vegna
ástandsins þar í landi. »2
Hannes einn þeirra sem
ákveða hvar EM verður
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Við vorum bara ánægðir með að fá
að spila landsleik,“ segir Jón Ey-
steinsson, sem var í fyrsta landslið-
inu sem mætti Dönum í Kaup-
mannahöfn 16. maí 1959 og starfaði
lengi fyrir körfuboltahreyfinguna,
bæði sem dómari og fararstjóri.
Um 55 árum síðar hefur íslenska
landsliðið tryggt sér sæti í loka-
keppni Evrópumótsins í fyrsta sinn.
Jón segir að landsliðsmenn á árum
áður hafi aldrei hugsað svo langt.
Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi
landsliðsmaður úr KR, sem lék með-
al annars fyrsta landsleikinn í körfu-
bolta sem fram fór á Íslandi, á móti
Pólverjum í Laugardalshöll 1966, og
er manna fróðastur um sögu ís-
lensks körfuknattleiks, tekur í sama
streng. „Við höfum í raun aldrei látið
okkur dreyma um að komast í úr-
slitakeppni,“ segir hann. „Við vorum
yfirleitt í þriðja sæti á Norðurlanda-
mótinu og vorum mjög ánægðir með
það.“
Birgir Örn Birgis var yngsti leik-
maðurinn í fyrsta landsliðinu, 16 ára
eins og Þorsteinn Hallgrímsson.
Birgir Örn var með stærri mönnum,
rúmlega 190 cm, og lék með landslið-
inu í um tvo áratugi, skoraði meðal
annars fyrstu landsliðskörfu Íslands
á heimavelli. „Mesta spennan var
um hvort við ungu mennirnir yrðum
valdir eða eldri og reyndari menn,“
segir miðherjinn fyrrverandi. „Það
var töluvert skrifað um þetta í blöð-
unum og maður fór gjarnan niður í
Aðalstræti um miðnætti til að sjá
hvað Mogginn skrifaði.“
Leikmenn borguðu kostnaðinn
Leikmenn í fyrsta landsliðinu
fengu bréf þess efnis að þeir hefðu
verið valdir í liðið. Þeir þurftu að
leggja fram 1.500 kr. hver upp í
kostnað við ferðina en fengu á móti
150 happdrættismiða sem þeir gátu
selt á 10 kr. stykkið. „Kostnaðurinn
lenti því á okkur eða fjölskyldum
okkar sem keyptu miðana,“ rifjar
Jón Eysteinsson upp og bætir við að
ákveðinn kjarni hafi mætt á leiki fé-
lagsliðanna og fyrstu landsleikina.
„Það er ekki hægt að líkja því við
stemninguna núna. Ég hoppaði af
gleði yfir árangrinum og þakkaði
strákunum fyrir á fésbókinni.“
Gunnar Gunnarsson tekur undir
með Jóni. „Ég átti ekki von á að ég
ætti eftir að upplifa annað eins.“
Dreymdi ekki um úrslitamót
Fyrsti landsleikurinn í körfubolta
fór fram í Danmörku fyrir 55 árum
Fyrsta íslenska landsliðið í körfuknattleik karla Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Georgsson, formaður landsliðsnefndar, Kristinn V. Jóhannsson ÍS,
Ingi Gunnarsson ÍKF, fyrirliði, Bogi Þorsteinsson fararstjóri, Ásgeir Guðmundsson þjálfari, Guðmundur Árnason KFR, Friðrik Bjarnason ÍKF og Ingólfur
Örnólfsson flokksstjóri. Fremri röð frá vinstri: Þórir Arinbjarnarson ÍS, Ólafur Thorlacius KFR, Birgir Örn Birgis Ármanni, Ingi Þorsteinsson KFR, Guðni
Ó. Guðnason ÍS, Þorsteinn Hallgrímsson ÍR og Lárus Lárusson Ármanni. Jón Eysteinsson úr ÍS var farinn af æfingunni þegar myndin var tekin.
„Ég gleymi aldr-
ei fyrsta leikn-
um, hann var
stórkostleg
upplifun,“ segir
Jón Eysteinsson
um landsleikinn
á móti Dönum
1959, sem tap-
aðist 41:38.
„Þetta var í fyrsta sinn sem við
fórum eitthvert, en við vorum
reynslulausir og eitthvað tauga-
spenntir,“ bætir hann við.
Stórkostleg
upplifun
JÓN EYSTEINSSON
Portúgalski knattspyrnumaðurinn
Cristiano Ronaldo hjá Real Madríd og
þýska knattspyrnukonan Nadine
Kessler, leikmaður Wolfsburg, voru í
gær útnefnd besta knattspyrnufólk
Evrópu tímabilið 2013-2014 af Sam-
tökum evrópskra íþróttafjölmiðla í
samvinnu við UEFA. »1