Morgunblaðið - 29.08.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.08.2014, Blaðsíða 35
ýmis námskeið fyrir sjálfboðaliða og einnig almenn námskeið eins og skyndihjálparnámskeið. Eitt verk- efnið er rekstur á fatabúð. Nú er í undirbúningi verkefnið Gengið til góðs, sem verður laugardaginn 6. september, og við erum byrjuð að kynna það og auglýsa. Annað hvert ár skorum við á landsmenn að ganga til góðs í heimahús til að safna áheitum og nú í fyrsta sinn verður safnað fyrir innanlands- verkefnum.“ Alltaf verið mikið í íþróttum Hafsteinn lék fótbolta með Leiftri Ólafsfirði og KA í efstu deild. „Það var sterkur kjarni í okk- ar árgangi, en okkur tókst að fara úr fjórðu deild í þá efstu. Svo fór ég í KA og spilaði með því 1990-1993.“ Hafsteinn spilaði einnig blak með KA, varð Íslandsmeistari með fé- laginu og spilaði Evrópuleiki með félaginu bæði í blaki og fótbolta. Hann keppti einnig á Smáþjóðaleik- unum í blaki. „Mér finnst þó ekki síður eftirminnilegir leikirnir í fjórðu deild frammi í sveitum, þetta var allt ævintýri út í gegn. Ég keppti líka á skíðum alla æsku til 16 ára aldurs. Íþróttir hafa sem sagt allt frá bernsku skipað stóran sess í mínu lífi. Í seinni tíð hef ég verið mikið í golfi, en ég dútlaði aðeins við það þegar ég var yngri, og svo almenn heilsurækt, en fjölskyldan er öll nokkuð dugleg við að hreyfa sig. Í dag fær keppnis- andinn helst að svífa laus af hliðar- línunni þegar fylgst er með son- unum í sínum íþróttum. Svo hef ég einnig gaman af ljósmyndun og ýmiss konar dundi. Í tilefni af afmælinu höfum við hjónin boðið vinum og vandamönn- um að bregða á leik með okkur. Við ætlum að halda smá teiti í kvöld og svo verður hjólreiðatúr á morgun og farið í leiki í Kjarnaskógi. Það verður boð með fjölskyldunni annað kvöld og svo verður golfmót á sunnudag. Þetta er okkar stíll, að leika okkur í íþróttum og útivist. Svo verður heitt á könnunni í vinnunni í dag.“ Fjölskylda Eiginkona Hafsteins er Birgitta Guðjónsdóttir, f. 3.10. 1964, íþrótta- kennari í Lundarskóla. Foreldrar hennar: Guðjón S. Öfjörð, f. 18.9. 1929, d. 29.3. 1994, rennismiður á Eyrarbakka, og Fanney G. Magnúsdóttir, f. 24.9. 1930, d. 10.3. 1996, húsmóðir á Eyrarbakka. Börn Hafsteins og Birgittu eru Jakob Hafsteinsson, f. 23.5. 1992, nemi á Akureyri, Fannar Haf- steinsson, f. 30.6. 1995, nemi á Ak- ureyri, og Daníel Hafsteinsson, f. 12.11. 1999, nemi á Akureyri. Systkini Hafsteins eru Sigur- björn Jakobsson, f. 12.8. 1963, skrif- stofumaður í Reykjavík, og Ruth Jakobsdóttir, f. 28.10. 1972, hús- móðir í Ólafsfirði. Foreldrar Hafsteins: Jakob Ágústsson, f. 12.11. 1926, d. 8.1. 2012, rafveitustjóri í Ólafsfirði, og Álfheiður Jónasdóttir, f. 22.11. 1931, d. 5.12. 2011, húsfreyja í Ólafsfirði. Blóðforeldrar Hafsteins: Erlendur Björgvinsson, f. 4.7. 1924, d. 27.12. 2010, bóndi, bílstjóri og verkamaður í Fellsási í Breiðdal, S- Múl., og Sigríður Matthíasdóttir, f. 22.3. 1942, bús. á Egilsstöðum. Úr frændgarði Hafsteins S. Jakobssonar Hafsteinn S. Jakobsson Sigríður Ásta Bachmann Sigurðardóttir húsfreyja á Patreksfirði Jón Markússon símstöðvarstjóri á Patreksfirði Ruth Jónsdóttir húsfreyja á Patreksfirði Jónas Magnússon skólastjóri, síðar sparisjóðs- stjóri á Patreksfirði Álfheiður Jónasdóttir húsmóðir í Ólafsfirði Sigurður Jónasson sparisjóðsstjóri á Patreksfirði Jónas Sigurðsson lögregluvarðstjóri á Patreksfirði Svanhildur Jóhannsdóttir húsfreyja í Tungu í Örlygshöfn Magnús Árnason bóndi á Hnjóti í Örlygshöfn Arndís Pétursdóttir Eggerz húsfreyja Páll Ólafsson þingmaður og prófastur á Ströndum og í N-Ísafjarðarsýslu Jakobína Pálsdóttir húsfreyja á Bíldudal Ágúst Sigurðsson kaupmaður á Bíldudal Jakob Ágústsson rafveitustjóri í Ólafsfirði Hjálmar Ágústsson fiskmatsmaður á Bíldudal Jakob Ágúst Hjálmarsson fv. dómkirkju- prestur Guðrún Sigfúsdóttir húsfreyja á Desjarmýri í Borgarfirði eystri Sigurður Árnason bóndi á Desjarmýri og Hjartarstöðum í Eiðaþinghá Í Mósambík Hafsteinn með heima- konum sem rækta kassavarót. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2014 90 ára Guðmunda Árnadóttir Þórunn Pálsdóttir 85 ára Haukur Pálsson Hildur Jónsdóttir Ingi Kristinsson 80 ára Bjarney Jóhanna Kristjánsdóttir Ingvi Ágústsson Jóhanna Hallgrímsdóttir 75 ára Auður Vésteinsdóttir Hallgrímur Pálsson Lea Þórarinsdóttir Sigrún Baldursdóttir 70 ára Ágúst Jónsson Ásgeir Friðsteinsson Baldur S. Baldursson Guðmundur Kristinsson Halldór Friðriksson Snorri J. Ólafsson 60 ára Brynhildur Bjarnadóttir Jón Gústaf Pétursson Kristín Jensdóttir Snæbjörn Kristjánsson Þórir Ísólfsson 50 ára Ásgeir Vilhjálmsson Bjarni Bjarnason Bryndís Kristjánsdóttir Inga Jóna Friðgeirsdóttir Ingibjörg Ragnarsdóttir June Beverley Scholtz Þorgeir Magnússon 40 ára Bjarni Þór Bjarnason Daði Bjarnason Elín Sigríður Rafnsdóttir Guðný Laxdal Helgadóttir Hjördís Vala Þórsdóttir Hrafnhildur Elísabet Olsen Jóhannes Gísli Pálmason Sesselja Woods Kristinsdóttir Sólrún Björk Guðmundsdóttir Þórunn Lilja Stefánsdóttir 30 ára Andri Þór Andrésson Hafrún Brynja Einarsdóttir Jose Carlos Rus Fernandez Marios Klaimper Oddný Björg Jónsdóttir Sara Hauksdóttir Þuríður Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Kristín er Seltirn- ingur og skurðhjúkr- unarfræðingur á Land- spítalanum við Hring- braut. Maki: Davíð Sverrisson, f. 1968, bílasali á Bíll.is. Börn: Ragnheiður Fjóla, f. 1998, og Davíð Orri, f. 2002. Foreldrar: Pétur Orri Þórðarson, f. 1943, fv. skólastjóri í Hvassaleitis- skóla, og Kristín Bernhöft, f. 1943, fv. flugfreyja. Kristín Hlín Pétursdóttir 30 ára Ægir er Keflvík- ingur en býr í Garði. Hann rekur ásamt konu sinni verslunina Líkami og boost í Keflavík og er nemi í flugvirkjun. Maki: Ágústa Guðný Árnadóttir, f. 1987. Börn: Arna María, f. 2002, og Ágúst, f. 2005. Foreldrar: Lárus Árna- son, f. 1951, d. 2011, rak verkstæði, og Valborg Níelsdóttir, f. 1952, hús- freyja í Reykjanesbæ. Ægir Þór Lárusson 30 ára Sæmundur er frá Gunnarsholti á Rangár- völlum, en býr í Reykjavík og er sérfræðingur í byggkynbótum hjá LbhÍ. Maki: Vigdís Finnboga- dóttir, f. 1983, masters- nemi í náms- og starfs- ráðgjöf í HÍ. Börn: Sigurður Ásgeir, f. 2010, og Ólafur Oddur, f. 2013. Foreldrar: Sveinn Run- ólfsson, f. 1946, og Oddný Sæmundsdóttir, f. 1943. Sæmundur Sveinsson Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Rannveig Magnúsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í líffræði frá Há- skóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Minkur (Neovison vison) á Íslandi: Fæðuval eftir kyni, búsvæðum, árstíð- um og árum í ljósi umhverfis- og stofnstærðarbreytinga (e.American mink Neovison vison in Iceland: Diet by sex, habitat, season and years in the light of changing environment and population size). Minkur (Neovison vison) er tækifærissinnað rándýr, upprunnið í Norður-Ameríku og á meðal ágeng- ustu dýrategunda í Evrópu. Fyrsta minkabúið á Íslandi var sett á lagg- irnar árið 1931 en minkar sluppu fljót- lega úr haldi og hafði tegundin numið flest láglendissvæði á Íslandi árið 1975. Minkastofninn fór vaxandi þang- að til um 2003 en eftir það minnkaði stofninn hratt. Markmið þessarar rannsóknar voru að kanna fæðuval minks á Íslandi m.t.t. kyns, árstíða og búsvæða og meta hvort breytingar hefðu orðið á því á árunum 2001- 2009. Í því skyni var greint magainni- hald og stöðugar samsætur í vöðva og beinum minka. Að auki voru breyt- ingar á stærð minkastofnsins og fæðuvali settar í samhengi við loftslagsfyrirbrigði og breytingar á stærð refastofns- ins. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa sterkar vísbendingar um að breytingar á loftslagi hafi haft óbein, neikvæð áhrif á mink í gegnum fæðuframboð. Sömuleiðis virðist vaxandi fjöldi refa mögulega hafa haft neikvæð áhrif á minkastofninn. Þessir þættir gætu í sameiningu hafa stuðlað að fæðu- skorti fyrir mink og fækkun í minka- stofninum frá árinu 2004. Jafnvel minkurinn, sem er ágengur, ósérhæfð- ur og með mikla aðlögunarhæfni, virð- ist við ákveðin skilyrði bregðast nei- kvætt við afleiðingum loftslags- breytinga. Þetta vekur ugg um framtíð margra annarra rándýra sem eiga undir högg að sækja og eru ekki eins ósérhæfðar og minkurinn. Rannveig Magnúsdóttir Rannveig Magnúsdóttir er fædd árið 1977. Rannveig varð stúdent frá MH og lauk meistaranámi í líffræði árið 2005 frá Háskóla Íslands í samstarfi við Deakin- háskóla í Ástralíu. Hún lauk doktorsprófi frá líf og umhverfisvísindadeild HÍ 2013. Einnig lauk hún kvikmyndagerðarnámi frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 2007. Rannveig starfar núna sem verkefnisstjóri hjá Landvernd og stýrir verkefnum sem tengjast sjálfbærri ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum, vist- heimt, loftslagsbreytingum og matarsóun. Foreldrar Rannveigar eru Elín Guð- mundsdóttir, semballeikari og kennari við Söngskólann í Reykjavík, og Magnús Jóhannsson, læknir og prófessor emeritus í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Doktor bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Ób rey tt ve rð síðan 2009

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.