Morgunblaðið - 29.08.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2014 Flytja þurfti tvo á slysadeild Landspítalans eftir að fisvél brotlenti á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, skammt frá hringtorginu við Vesturlandsveg og Þingvallaveg, rétt upp úr klukkan hálf sjö í gær- kvöldi. Þeir sem voru um borð í vélinni sluppu án alvarlegra meiðsla en vissara þótti að koma þeim undir læknishendur. Ekki liggur fyrir hvers vegna vélin lenti á Þingvallaveginum en í lend- ingu lenti flugmaðurinn í vandræðum og rakst vélin utan í ljósastaur rétt áður en hún snerti veginn. Veginum var lokað meðan á rannsókn stóð. Morgunblaðið/Kristinn Lítil fisvél brotlenti á Þingvallavegi í gærkvöldi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er til bölvaðrar óþurftar og viðbjóðslegt að koma nálægt hræinu,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, bóndi á Finnboga- stöðum á Ströndum. Þar liggur enn búrhvalshræ sem rak á fjöru Finn- bogastaða í Trékyllisvík í byrjun mánaðarins. Megnan ódaun leggur af hræinu og þrífa þarf föt og tæki sem komast í snertingu við það Guðmundur segir að landeig- endur hafi einu sinni ýtt hræinu út í fjöru. Þeir hafi farið eins langt með það og hægt var. „Við vorum svo „heppnir“ að það gerði suðaustan kviku og það kom upp í sömu fjöru aftur,“ segir Guðmundur. Hann segir að nú sé beðið eftir vestanátt til að hægt verði að gera aðra til- raun. Ef hægt verði að koma hræinu vel út fyrir landið reki vind- urinn það út á flóann, þar sem straumarnir taki við. Hræið sé opið í gegn og morkið að innan og vonist hann til að það sökkvi. Annars sé hætt við að það komi á fjörur ann- ars staðar. Enginn hefur haft samband Vegna skerja er erfitt að koma hræinu út úr fjörunni. Guðmundur segir hugsanlegt að hægt verði að fá bát til þess að draga það út. Hann telur erfitt að grafa það í fjörunni, það liggi á klöppum og erfitt sé að koma því upp á fjörukambinn. Í verklagsreglum sem allmargar opinberar stofnanir sömdu á árinu 2005 kemur fram að það sé hlut- verk Umhverfisstofnunar að tryggja að hvalshræjum sé fargað á réttan hátt. Í starfsreglunum kem- ur fram að ekki sé talið unnt að þvinga landeiganda til að fjarlægja hvalreka á sinn kostnað og því þurfi opinberir aðilar að koma að máli þegar nauðsynlegt eða æskilegt sé talið að dýrið verði fjarlægt eða urðað á staðnum. Ef urðun á staðn- um er ekki talin raunhæfur kostur má draga hræið út á sjó og sökkva því eða draga í land þar sem urðun er framkvæmanleg. Aðspurður segir Guðmundur á Finnbogastöðum að engar opinber- ar stofnanir hafi haft samband út af hvalshræinu og landeigendur ekki heldur óskað eftir aðstoð. Málið hefur heldur ekki komið til kasta sveitarstjórnar, að sögn oddvitans. Viðbjóðslegt að koma nálægt hræi  Landeigendur í Trékyllisvík hafa reynt að koma búrhvalshræinu á haf út  Megnan ódaun leggur af því  Umhverfisstofnun og aðrar opinberar stofnanir hafa ekkert skipt sér af málinu Morgunblaðið/Ívar Benediktsson Trékyllisvík Búrhvalshræið grotnar niður í fjörunni. Erfitt er að farga því. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Borgaryfirvöld hafa nú til umfjöll- unar tillögu af vefnum Betri Reykja- vík, þess efnis að kirkjuklukkum í borginni verði eingöngu hringt við stærri athafnir, s.s. brúðkaup og jarðarfarir en við venjulegar mess- ur, og mögulega skírnir og ferm- ingar, verði klukknaómurinn aðeins látinn hljóma í hátalarakerfum við- komandi kirkju. „Í dag er það frekar talin kvöð en kostur að búa nálægt kirkju. Klukknahljómurinn getur verið sér- staklega óþægilegur fyrir t.d. fólk sem vinnur á næturvöktum eða yngstu börnin sem sofa á þessum tíma,“ segir m.a. í rökræðunni um tillöguna á betrireykjavik.is, en færslan er rituð fyrir meira en ári af höfundi tillögunnar, Birgi Steinars- syni. „Þegar ég sendi þetta bjó ég við hliðina á Laugarneskirkju og fannst þetta bara óþarfa hávaði á misheppi- legum tíma,“ sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið í gær en honum var ekki kunnugt um að tillagan hefði ratað inn í borgarkerfið. Það gerðist hins vegar í júní sl., þar sem hún var efst á lista í flokknum „Ýmislegt“ þann mánuðinn. Birgir segir að í sínum kunningja- hóp séu fáir sem myndu sakna klukknakliðsins, „en ég sá það strax á svörum á Betri Reykjavík að mörgum finnst þetta ægilega fallegt, bara eins og fuglasöngur á sumrin,“ segir hann. Sr. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju, segist ekki kannast við það að kirkjuklukkurnar trufli sóknarbörnin. „Það var reyndar eitt skipti, á páskadagsmorgun kl. 8, þá hringdi einn. En annars hef ég ekki orðið var við að fólk hérna í Ár- bænum kvarti,“ segir hann. „Reynd- ar heyrði ég fyrir ekki mjög löngu að það var kona að tala um hvað það væri gott að heyra í kirkjuklukk- unum og vita að það væri guðsþjón- usta,“ bætir hann við en hún hafi lýst hljómnum sem „vinalegum“. Umhverfis- og skipulagsráð tók tillöguna fyrir 13. ágúst sl. og vísaði henni til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs og byggingarfulltrúa. Hringt við stærri athafnir  Lagt til að kirkjuklukkurnar hljómi sjaldnar Morgunblaðið/Kristinn Ómur Fólk hefur vafalítið ólíkar skoðanir á kirkjuklukknahljómnum. Sjö erlendir ferðamenn voru um borð í bifreið sem valt á malarvegi í Norðurárdal á fimmta tímanum í dag. Allir um borð slösuðust í veltunni en þrír voru fluttir á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi með þyrlu. Hinir voru fluttir til Reykjavíkur í sjúkra- bifreiðum. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi barst tilkynning um slysið kl. 16.30. Bifreiðin valt á Norðurárdalsvegi, skammt frá bænum Skarðshamri. Ekki liggur fyrir hvað olli því að öku- maður bifreiðarinnar missti stjórn á henni. Þrír hlutu mikil meiðsl og var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. vidar@mbl.is Þrír fluttir á slysadeild Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði“ „Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við. Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“ 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat Banaslys varð á Hafnarvegi, rétt norðan við Höfn í Hornafirði, um klukkan hálf sex síðdegis í gær. Sendiferðabifreið og vöruflutninga- bifreið lentu saman með þeim afleið- ingum að ökumaður sendiferða- bifreiðarinnar var úrskurðaður látinn á heilsugæslunni á Höfn. Hinn látni er karlmaður á sextugsaldri. Ekki fengust fregnir af líðan öku- manns vöruflutningabifreiðarinnar. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglu. Banaslys nærri Höfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.