Morgunblaðið - 29.08.2014, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2014
VERTU
VAKANDI!
blattafram.is
Góð samskipti milli þín og
barna þinna er besta leiðin til að
vernda þau fyrir kynferðislegu
ofbeldi!
KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR
FYRIR HANN OG HANA
Hvernig hefur
bíllinn það?
Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30
BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi og smurningu
og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla.
Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði
og þú færð góða þjónustu
og vandað vinnu.
2012
Tímapantanir í síma
565 1090
Fjölmiðlafræðingur
Rangt var farið með menntun
Kristínar Elísabetar Gunnarsdóttur
í frétt í Morgunblaðinu í gær. Hún
var sögð nemi í fjölmiðlafræði, en
hið rétta er að hún er fjölmiðla-
fræðingur og einnig markaðs- og
alþjóðaviðskiptafræðingur. Beðist
er velvirðingar á þessum mistök-
um.
LEIÐRÉTT
Samningar ríkis og sveitarfélaga við
Bandalag háskólamenntaðra starfs-
manna, grunn- og framhaldsskóla-
kennara og fleiri
kalla á leiðrétt-
ingu að sögn
Björns Snæ-
björnssonar, for-
manns Starfs-
greinasambands
Íslands. „Við fór-
um í ákveðna veg-
ferð í síðustu
samningum sem
aðrir fóru ekki í
og það verður að
byrja á því að leiðrétta kjör okkar fé-
lagsmanna.“
Í Starfsgreinasambandinu eru allt
að 40 þúsund manns að sögn Björns
og því mikið undir í komandi kjara-
viðræðum, sem félagið er strax farið
að undirbúa.
Samninganefndin
kom saman
Í gær kom samninganefnd Starfs-
greinasambandsins saman til fundar
í húsakynnum ríkissáttasemjara.
Um var að ræða fyrsta formlega fund
nefndarinnar í haust. Í nefndinni
sitja formenn allra þeirra aðildar-
félaga sem veitt hafa sambandinu
umboð til kjarasamningsgerðar við
Samtök atvinnulífsins, SA, alls 16
talsins um allt land. „Við vorum að
fara yfir ákveðin sérmál og fara yfir
þá vinnu sem er fram undan hjá okk-
ur,“ segir Björn, en stefnt er að því
að fyrsti fundur með SA verði í októ-
ber.
Á fundinum í gær var farið yfir
vinnuna sem er fram undan varðandi
endurnýjun kjarasamninga á al-
mennum markaði. Samningaráð
lagði fram tillögu að skipulagi sem
samþykkt var samhljóða á fundinum.
Einnig ræddu fundarmenn mögulegt
samstarf, launakröfur, tímalengd
samninga o.fl. Á næstu vikum og
mánuðum mun nefndin og hópar á
vegum hennar undirbúa sig vel fyrir
samningana sem fram undan eru, en
ljóst þykir að launafólk gerir miklar
væntingar til viðræðnanna sem fram
undan eru að sögn Björns.
Að svo stöddu vill Björn ekki ræða
samningskröfur Starfsgreinasam-
bandsins en eins og fram hefur kom-
ið telur hann að telur hann leiðrétt-
ingu þarfa. Kjarasamningar Starfs-
greinasambandsins og SA renna út
28. febrúar og segist Björn að sjálf-
sögðu stefna á að ljúka nýjum samn-
ingum fyrir þann tíma. „Menn hljóta
að ljúka gerð nýrra samninga áður
en þeir gömlu renna út.“
vilhjalmur@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kjaramál Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kom saman í húsa-
kynnum ríkissáttasemjara í gær á sínum fyrsta formlega fundi í haust.
Miklar væntingar
félagsmanna SGS
Kjaramál
» Samninganefnd Starfs-
greinasambandsins fundaði í
gær.
» Fyrsti formlegi fundur
nefndarinnar hjá Ríkis-
sáttasemjara í haust.
» Formaður Sambandsins tel-
ur þörf á leiðréttingu.
» Samningar við SA renna út
28. febrúar á næsta ári.
Björn
Snæbjörnsson
Heimila á íslenskum löggæsluyfir-
völdum fulla notkun svonefndrar ann-
arrar kynslóðar Schengen-upplýs-
ingakerfisins skv. drögum að frum-
varpi um breytingu á lögum um
Schengen-upplýsingakerfið sem
innanríkisráðuneytið hefur birt til
umsagnar. Kerfið á að auka öryggi á
landamærum og stuðla að lögmætri
umferð og almannaöryggi á Íslandi
og Schengen-svæðinu öllu.
„Helstu breytingar nýja kerfisins
felast einkum í að fjölgað er flokkum
upplýsinga sem hægt er að skrá inn í
Schengen-upplýsingakerfið, svo sem
fingrafara og mynda, auk skráning-
ar evrópskrar handtökuskipunar í
kerfið í þeim tilvikum sem slík hand-
tökuskipun hefur verið gefin út af
þar til bæru yfirvaldi Schengen-rík-
is. Þá verði innleidd nýjung sem fel-
ur í sér heimild til að tengja skrán-
ingar í kerfinu og með því komið á
venslum milli tveggja eða fleiri
skráninga í kerfið,“ segir í skýring-
um ráðuneytisins.
Þar eru líka lagðar til tvær breyt-
ingar varðandi eftirlitshlutverk Per-
sónuverndar vegna skráningar í
Schengen-upplýsingakerfið. Er
markmiðið sagt vera að treysta eftir-
litshlutverk Persónuverndar gagn-
vart Ríkislögreglustjóra auk þess
sem bera megi ákvarðanir Ríkislög-
reglustjóra undir úrskurð Persónu-
verndar. omfr@mbl.is
Tillögur vegna Schengen
Meiri upplýsingar s.s. fingraför og myndir skráðar í kerfið
Rannsókn lögreglunnar á Selfossi
á tveimur meintum kynferðis-
brotum, á Flúðum og á Selfossi,
sem kærð voru eftir verslunar-
mannahelgina eru nú á lokastigi.
Yfirheyrslum er lokið en enn vant-
ar gögn frá sérfræðingum vegna
annars málsins.
Þá stendur einnig yfir rannsókn
hjá rannsóknardeild lögreglunnar
á Akureyri á meintu kynferðis-
broti sem kært var til lögreglu
eftir verslunarmannahelgi. Að
sögn lögreglu er rannsóknin á
lokastigi og verða gögn málsins
send ríkissaksóknara innan tíðar.
Fimm ungar konur leituðu til
neyðarmóttöku Landspítala fyrir
þolendur kynferðisofbeldis um og
eftir verslunarmannahelgina.
Meint brot voru framin á Akur-
eyri, Flúðum, í Reykjavík, á
Selfossi og í Vestmannaeyjum.
Að sögn lögreglu hefur ekki
borist kæra vegna meints brots í
Vestamannaeyjum.
Rannsóknir lögreglu á
meintum brotum á lokastigi