Morgunblaðið - 29.08.2014, Page 11
Á fjöllum Frá frumuppfærslu Dagmar-leikhússins á Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson, 1912.
ara að honum yrðu gefnar upp
meintar sakir svo hann gæti hjálpað
til við að finna heppilegustu leiðir
milli landshluta yfir hálendið. Fáir
þekktu landið betur, hann þekkti
hverja þúfu. Það fóru bréf á dulmáli
um þetta á milli Sigurðar og Hans
Wium. Þar kölluðu þeir hann dul-
nefninu hlaupahéðin. Það liggur
margt á milli línanna í heimildum.
Allir sem vildu honum vel, þeir lugu
til, því enginn vildi viðurkenna að
hann væri að hjálpa meintum þjófi.
Þess vegna eru allar sagnir svo erf-
iðar og þjóðsögur eru á skjön við
sannleikann. En það eru til öruggar
staðreyndir um Fjalla-Eyvind
skráðar af sýslumönnum.“
Leikið Nokkrum sinnum voru sett á svið verk um skötuhjúin. Róbert Arn-
finnsson og Inga Þórðardóttir í Fjalla-Eyvindi í Þjóðleikhúsinu 1950.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2014
Hollar vörur úr náttúrunni
Íslensk framleiðsla
H-Berg efh | S. 565-6500
hberg@hberg.is | hberg.is
FRÁBÆ
RT
VERÐ
Hamp fræ Kinoa fræ Chia fræ Möndlumjöl
Tindahlaup Mosfellsbæjar er utan-
vegahlaup, eða náttúruhlaup, og fer
fram á morgun, laugardag. Slík hlaup
njóta vaxandi vinsælda hjá hlaupur-
um en þau eru ólík hefðbundnum
götu- og maraþonhlaupum.
Boðið verður upp á fjórar vega-
lengdir og hlaupið frá íþróttamið-
stöðinni Varmá, um fjöll, heiðar og
dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar og
komið í mark við Varmá. Hægt er að
sjá kort á www.mos.is/tindahlaup.
Hlaupið verður haldið á bæjarhátíð
Mosfellinga, Í túninu heima, og
hlaupurum boðið upp á súpu og
brauð við markið. Metnaðarfullir
hlauparar geta hlotið nafnbótina
tindahöfðingi en þeim titli fylgir við-
urkenningargripur frá handverkstæð-
inu Ásgarði í Mosó. Til að verða
Tindahöfðingi þarf að ljúka keppni í
öllum fjórum vegalengdum hlaups-
ins. Hlaup frá árinu 2010 verða tekin
gild. Skráning á www.hlaup.is
Hressandi Það er alltaf góð stemning í náttúruhlaupinu í Mosfellsbænum.
Verður þú tindahöfðingi?
Tindahlaup Mosfellsbæjar er skemmtilegt utanvegahlaup
Hið góða og hið illa er ekkieins aðskilið og ljósvakargefa gjarnan í skyn.Fréttaflutningur er oft á
tíðum einhliða, og telst þá óvand-
aður, en verst er þó afþreyingarefni
útvarps og sjónvarps, hvort þá held-
ur er leikrit eða kvikmyndir. Sög-
urnar eru gjarnan settar upp í formi
baráttu hinnar góðu og óbrigðulu
söguhetju gegn hreinræktuðu illu
afli, eins og það endurspegli raun-
veruleikann. Þetta elur síðan af sér
einfeldningslega hugsun þeirra sem
á hlýða þar sem staðalímyndir og for-
dómar fá að grassera. Undantekning
er þó þegar saga er sögð, hvort sem
um leikrit eða kvikmynd er að ræða,
einvörðungu út frá fyrstu persónu
sjónarhorni söguhetjunnar. Þá er
frásögnin að sjálfsögðu einhliða og
málefni sögunnar þá yfirleitt innri
togstreita viðkomandi, það er að
segja ef vel er staðið að skáld-
skapnum.
Vissulega hafa dægursögur
manna verið litaðar slíkum
ódýrum aðskilnaði frá örófi
alda og ber þar ef til vill helst að
nefna dæmisögur trúarbragða
þar sem breyskar kynjaver-
ur undirheima, í hlut-
verki hins hreinrækt-
aða illa afls, reyna að
klekkja á órækum
píslarvottum. Slíkt
veitir þeim sem á
hlýðir ákveðna
hugarfró þar sem
viðkomandi þarf
ekki að velta fyrir
sér margbreytileika
aðstæðna. Þar liggur
hundurinn eflaust graf-
inn hvað afþreyinguna varðar. Hver
veit þó nema Satan sjálfur sé mis-
skilin frelsishetja studd af heiðar-
legum drýslum á meðan hið guðlega
er kúgandi afl misþroska lostakval-
ara? Erfitt er að dæma um slíkt þar
sem flest höfum við verið alin upp við
einhliða heilaþvott. Eins og Gerald
Seymour tjáði okkur í verkinu
Harry’s Game þá getur sami aðilinn
þó verið álitinn hryðjuverkamaður
og frelsishetja í augum mismunandi
aðila. Hlutirnir eru nefnilega oft-
ast flóknari en við nennum að
gera okkur grein fyrir. Lífið er
ekki svart og hvítt heldur ein
stór og afstæð grá móða.
Slíkur er raunveruleikinn og
þetta þurfa aðstandendur af-
þreyingarefnis að tileinka
sér í sköpun sinni. Slíkt
verður þó að setja
fram á áhugaverðan
og skemmtilegan hátt
svo afþreyingin sé
áfram til staðar. Þá
fyrst fer froðu-
snakkið sem finna
má í ljósvökum að
verða þroskandi.
»Hver veit þó nemaSatan sjálfur sé mis-
skilin frelsishetja studd af
heiðarlegum drýslum á
meðan hið guðlega er kúg-
andi afl misþroska losta-
kvalara?
HeimurDavíðs Más
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
Tágakarfa þessi sem sögð er
gerð af Fjalla-Eyvindi er í eigu
Borgþórs Arngrímssonar
fréttamanns. Borgþór segir um
körfuna: „Amma sagði mömmu
að sér hefði verið tjáð að Ey-
vindur hefði gefið körfuna í
þakklætisskyni fyrir að fá að
liggja í hlöðu og þiggja mat
meðan Wium var að leita að
vetrarstað fyrir þau Höllu, en
traustur vinskapur hafði verið
með sýslumanni og hjón-
unum á Hofi. Karfan hef-
ur erfst mann fram af
manni frá Magnúsi
Eyjólfssyni (f. 1698) er
var bóndi á Hofi í Fell-
um 1762. Borgþór er
sjöundi maður frá
Magnúsi. (svo segir í bók
Hjartar, Afreksfólk öræf-
anna.)
Hann var
handlaginn
KÖRFUR FJALLA-EYVINDAR
Í tilefni af því að 300 ár eru liðin
frá fæðingu Fjalla-Eyvindar verð-
ur einleikur um hann sýndur í lofti
Gamla-bankans á Selfossi í kvöld,
föstudag, og á sunnudag 31. ágúst
nk. kl. 20. Sýningin er samin og
leikin af leikaranum Elfari Loga
Hannessyni. Á undan sýningunni
verður Hjörtur Þórarinsson með
kynningu á lífshlaupi Fjalla Ey-
vindar. Þeir sem vilja tryggja sér
miða geta hringt í s. 894-1275, en
athygli er vakin á því að sætafjöldi
er takmarkaður.
Húsið verður opnað kl. 19.30.