Morgunblaðið - 29.08.2014, Page 14

Morgunblaðið - 29.08.2014, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2014 NÝ SENDING AFTÚNIKUM STÆRÐIR L - XL - XXL EINNIG NÝ SENDINGAF JÖKKUM, PEYSUM OG LEGGINGS Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 Finndu HYGEA á facebook Bændur eru bjartsýnir á að fá væna dilka úr réttum í haust enda vorið og sumarið með eindæmum gróðursælt um allt land. Fyrstu réttirnar verða um helgina og almenn slátrun hefst í kjölfar þess. Fyrstu réttirnar verða Rugludals- rétt í Blöndudal á morgun, sam- kvæmt réttalista sem Bændablaðið hefur tekið saman, og Baldursheims- rétt í Mývatnssveit á sunnudag. Víða verður réttað á Norðurlandi eftir rúma viku og flestar af fjárflestu réttum Suðurlands verða um miðjan mánuðinn. Nokkur sláturhús hafa slátrað dag og dag en Eyþór Einarsson, ábyrgð- armaður sauðfjárræktar hjá Ráð- gjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að það fé sé tekið úr heimahögum og lítið sé að marka meðalfallþunga dilka úr þeirri slátrun. Hann telur að bændur séu bjartsýnir á miklar af- urðir í haust, eftir gróðursælt sumar. Hann getur þess þó að vegna þess hversu vel voraði megi búast við að grös falli snemma. Hætt sé við að fituhlutfall verði hátt. Dilkarnir verði því vænir en í feitara lagi. Þetta eigi þó allt eftir að koma betur í ljós. Haustslátrun sauðfjár hefst í byrj- un september. Í sláturhúsi Norð- lenska á Húsavík hefst slátrun eftir helgina en hjá KS á Sauðárkróki og SS á verður byrjað eftir rúma viku. Spánarmarkaður opnast Sláturhúsin eru að hluta til mönn- uð með erlendum starfsmönnum. Þannig koma gjarnan sömu menn- irnir frá Póllandi ár eftir ár. Þá eru fengnir vanir slátrarar frá Nýja- Sjálandi í mörg hús. Ágætlega lítur út með sölu á er- lenda markaði, að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, en innanlandsmark- aðurinn er þyngri vegna birgða frá síðustu sláturtíð. Steinþór segir að verðið í Evrópu fari hækkandi, eftir verulega lækkun sem þar varð vegna efnahagsþrenginga á evrusvæðinu. Þannig er aftur farið að selja lamba- kjöt til Spánar en þar var verðið það lágt um tíma að íslenskir sláturleyf- ishafar töldu ekki borga sig að selja þangað. Steinþór bendir á að ís- lenska krónan hafi hækkað og því skili verðhækkunin sér ekki nema að hluta til í auknum tekjum. Þyngra er fyrir fæti á innanlands- markaði vegna þess að framboð er umfram eftirspurn og verð hefur lækkað. Von á feitum lömbum af fjalli  Fyrstu fjárréttir verða um helgina Fjárréttir haustið 2014 Suðvesturland Fossvallarétt v/Lækjarbotna sunnudaginn 21. sept. um kl. 11:00 Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnud. 21. sept. um kl. 13:00 Kjósarrétt í Kjós. sunnud. 21. sept. um kl. 15:00 Krýsuvíkurrétt, Gullbringusýslu laugard. 27. sept. um kl. 13:00 Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugard. 20. sept. um kl. 14:00 Vesturland Arnarhólsrétt í Helgafellssveit sunnudaginn 21. sept. um kl. 11:00 Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudaginn 14. sept. Brekkurétt í Saurbæ, Dal. sunnudaginn 21. sept. um kl. 11:00 Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. sunnud. 14. sept. um kl. 14:00 Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardaginn 20. sept. Fljótstungurétt á Hvítársíðu, Mýr. sunnudaginn 14. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnud. 21. sept. um kl. 12:00 Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudaginn 16. sept. Hamrar í Grundarfirði laugardaginn 20. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudaginn 15. sept. Hornsrétt í Skorradal, Borg. sunnudaginn 14. sept. Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð sunnud. 21. sept. um kl. 10:00 Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappad. sunnudaginn 6. sept. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. laugardaginn 13. sept. Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. laugardaginn 13. sept. Mýrar í Grundarfirði laugardaginn 20. sept. Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudaginn 23. sept. Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardaginn 6. sept. Núparétt á Melasveit, Borg. sunnud. 14. sept. um kl. 13:00 Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal miðvikudaginn 10. sept. Ósrétt á Skógarströnd, Dal. föstudaginn 3. okt. um kl. 10:00 Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudaginn 21. sept. Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardaginn 20. sept. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. sunnudaginn 21. sept. um kl. 11:00 Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit sunnudaginn 21. sept. um kl. 11:00 Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. sunnud. 14. sept. um kl. 10:00 Svignaskarðsrétt, Svignaskarði mánudaginn 15. sept. Tungurétt á Fellsströnd, Dal. sunnudaginn 14. sept. Vörðufellsrétt á Skógarströnd, Dal. laugard. 20. sept. um kl. 13:00 Þverárrétt Eyja- og Miklah., Snæf. sunnudaginn 21. sept. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudaginn 15. sept. Vestfirðir Arnardalsrétt í Arnardal í Skutulsf. laugardaginn 20. sept. Eyrarrétt á Eyri í Kollafirði, Reykh. laugardaginn 13. sept. Grundarrétt í Reykhólahr. A-Barð. föstudaginn 19. sept. Hjarðardalsrétt í Hjarðardal í Dýraf. laugardaginn 20. sept. Hraunsrétt við Hraun í Hnífsd. í Skut. laugardaginn 20. sept. Innri-Múlarétt á Barðastr., V.-Barð. sunnud. 28. sept. um kl. 14:00 Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. sunnudaginn 21. sept. um kl. 11:00 Kirkjubólsrétt við Kirkjuból í Engidal laugardaginn 20. sept. Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði sunnud. 21. sept. um kl. 14:00 Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardaginn 20. sept. Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv. laugardaginn 20. sept. Melarétt í Árneshreppi, Strand. laugardaginn 13. sept. Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugard. 20. sept. um kl. 14:00 Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði laugard. 13. sept. um kl. 16:00 Staðarrétt í Steingrímsf., Strand. sunnud. 14. sept. um kl. 14:00 Traðarrétt við Tröð í Bjarnardal í Ön. laugardaginn 20. sept. Norðvesturland Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 6. sept. um kl. 8:00 Fossárrétt í A-Hún. laugardaginn 6. sept. Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugardaginn 13. sept. Hlíðarrétt við Bólstaðarhl., A.-Hún. laugardaginn 6. sept. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. laugardaginn 6. sept. um kl. 9:00 Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. laugard. 20. sept. um kl. 16:00 Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. laugardaginn 6. sept. um kl. 9:00 Rugludalsrétt í Blöndudal, A-Hún. laugardaginn 30. ágúst Skrapatungurétt í Laxárdal, A.-Hún. sunnudaginn 7. sept. um kl. 10:00 Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. laugardaginn 6. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. föstud. 5. sept. um kl. 15:00 og laugard. 6. sept. um kl. 9:00 Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún. föstudaginn 5. sept. um kl. 9:00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 6. sept. um kl. 10:00 Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 13. sept. Mið-Norðurland Akureyrarrétt við Hrafnsstaði, Eyf. laugardaginn 13. sept. Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. laugard. 13. sept. um kl. 12:00 Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. laugardaginn 13. sept. Flókadalsrétt í Fljótum, Skag. laugardaginn 13. sept. Héðinsfjarðarrétt í Héðinsfirði föstud. 19. sept. og sunnud. 21. sept. Hlíðarrétt í Skagafirði sunnudaginn 14. sept. Hofsrétt í Skagafirði laugardaginn 13. sept. Holtsrétt í Fljótum, Skag. laugardaginn 13. sept. Hólsrétt við Dalvík sunnud. 14. sept, um kl. 16:00 Hraunarétt í Fljótum, Skag. fimmtudaginn 11. sept. Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 6. sept. Kleifnarétt í Fljótum, Skag. laugardaginn 6. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði sunnudaginn 14. sept Mælifellsrétt í Skagafirði sunnudaginn 7. sept. Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 7. sept. Ósbrekkurétt í Ólafsfirði föstud. 19. sept. og laugard. 20. sept. Reistarárrétt í Hörgársveit, Eyf. laugardaginn 13. sept. Reykjarétt í Ólafsfirði miðvikudaginn 10. sept. og fimmtudaginn 11. sept. Sauðárkróksrétt, Skagafirði laugardaginn 6. sept. Selárrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 6. sept. Siglufjarðarrétt í Siglufirði laugardaginn 20. sept. Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. mánudaginn 15. sept. um kl. 9:00 Skálárrrétt í Hrollleifsdal, Skag laugardaginn 13. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 6. sept. Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf. föstudaginn 12. sept. Staðarrétt í Skagafirði sunnudaginn 7. sept. Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 6. sept. Stíflurétt í Fljótum, Skag. föstudaginn 12. sept. Tungurétt í Svarfaðardal sunnudaginn 14. sept um kl. 12:00 Unadalsrétt í Unadal við Hofsós laugardaginn 13. sept. Þorvaldsdalsrétt í Hörgársveit, Eyf. laugardaginn 13. sept. Þórustaðarétt á Moldhaugnahálsi laugardaginn 13. sept. Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, Eyf. sunnudaginn 7. sept. um kl. 10:00 Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. mánudaginn 15. sept. Norðausturland Álandstungurétt í Svalbarðshr. Þist. mánudaginn 15. sept. um kl. 8:00 Baldursheimsrétt í Mývatnssveit sunnudaginn 31. ágúst Dalsrétt í Svalbarðshreppi í Þistilf. laugardaginn 13. sept. um kl. 8:00 Garðsrétt í Þistilfirði sunnudaginn 7. sept. um kl. 10:00 Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. laugard. 13. sept., um kl. 15:00 Gunnarsstaðarétt í Svalbarðshr. Þist. laugardaginn 13. sept. um kl. 8:00 Hallgilsstaðarétt á Langanesi laugardaginn 20. sept. Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing sunnudaginn 7. sept. Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. sunnud. 14. sept. um kl. 10:00 Hvammsrétt í Svalbarðshr. í Þistilf. laugardaginn 13. sept. um kl. 8:00 Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing. sunnudaginn 7. sept. Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing. sunnudaginn 14. sept. Mánárrétt á Tjörnesi sunnudaginn 14. sept. Miðfjarðarnesrétt á Langanesi laugardaginn 13. sept. Mýrarrétt í Bárðardal, S.-Þing. laugardaginn 6. sept. um kl. 8:00 Ósrétt á Langanesi föstudaginn 19. sept. Skógarrétt í Reykjahverfi, S-Þing. laugard. 13. sept. um kl. 14:00 Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi sunnud. 14. sept. um kl. 10:00 Tungugerðisrétt á Tjörnesi laugardaginn 13. sept. Tunguselsrétt á Langanesi föstudaginn 12. sept. Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi laugardaginn 13. sept. um kl. 17:00 Austurland Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl. laugard.n 20. sept. um kl. 13:00 Teigsrétt, Vopnafirði sunnudaginn 7. sept. um kl. 13:00 Suðausturland Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. laugardaginn 13. sept. um kl. 9:00 Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. laugardaginn 13. sept. Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. laugardaginn 6. sept. um kl. 9:00 Suðurland Austur-Landeyjaréttir við Miðey sunnudaginn 21. sept. Brúsastaðarétt í Þingvallasv., Árn. sunnudaginn 21. sept. um kl. 17:00 Fjallrétt við Þórólfsfell, Rang. mánudaginn 15. sept. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. sunnudaginn 21. sept. Grafningsrétt í Grafningi, Árn. mánud. 22. sept. um kl. 10:00 Haldréttir í Holtamannaafr., Rang. sunnud. 14. sept. um kl. 10:00 Heiðarbæjarrétt í Þingvallasv., Árn. laugard. 20. sept. um kl. 15:00 Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudaginn 12. sept. um kl. 10:00 Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugard. 20. sept. um kl. 14:00 Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtud. 25. sept. um kl. 12:00 Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugard. 20. sept. um kl. 11:00 Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. laugard. 13. sept. um kl. 09:00 Seljalandsréttir undir Eyjafj., Rang. sunnudaginn 21. sept. Selvogsrétt í Selvogi, Árn. sunnudaginn 21. sept. um kl. 9:00 Skaftholtsréttir í Gnúpverjahr., Árn. föstudaginn 12. sept. um kl. 11:00 Tungnaréttir í Biskupstungum laugardaginn 13. sept. um kl. 9:00 Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti, Rang. sunnudaginn 21. sept. Þóristunguréttir, Holtamafr., Rang sunnud. 14. sept. um kl. 10:00 Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. mánudaginn 22. sept. um kl. 14:00 Heimild: Bændablaðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.