Morgunblaðið - 29.08.2014, Síða 19

Morgunblaðið - 29.08.2014, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2014 Hagnaður N1 nam 397 milljónum króna á fyrri helmingi ársins, en hann var 104 milljónir á fyrri helm- ingi síðasta árs. Félagið skilaði 483 milljóna króna hagnaði á öðrum árs- fjórðungi, sem er mun betri afkoma en á sama fjórðungi í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 794 milljónum króna á öðrum ársfjórð- ungi og samtals 914 milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins. Fram kemur í tilkynningu til kauphallar að spá stjórnenda félagsins um 2,6 millj- arða króna EBIDTA á þessu ári sé óbreytt. Rekstrartekjur námu 15,7 millj- örðum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 14,9 milljarða á sama tímabili í fyrra. Framlegð af vörusölu á fjórðungnum skiptist þannig að 55% eru vegna sölu á eldsneyti og 45% vegna sölu annarra vara. Í lok júní var eigið fé 13,9 millj- arðar króna og eiginfjárhlutfall var 51,1%. Vaxtaberandi skuldir námu 7,0 milljörðum króna. Meðalfjöldi stöðugilda var 570 á öðrum ársfjórðungi, en hann var 616 fyrir ári. Hlutafé lækkað um 30% Fram kemur í afkomutilkynning- unni að stjórn félagsins hafi á fundi sínum í gær ákveðið að boða til hlut- hafafundar um miðjan október, þar sem lagt verði til að hluthöfum verði greiddar 3.860 milljónir króna með 30% lækkun hlutafjár. Þetta sé í sam- ræmi við stefnu félagsins um fjár- magnsskipan, þar sem markmiðið sé að hafa eiginfjárhlutafall um 40%. Þá segir félagið að vafi leiki á því að sala á fasteign að Ægisíðu 102, sem tilkynnt var í maí, muni ganga eftir. Líklegt sé því að starfsemin á Ægisíðu verði áfram með óbreyttu sniði. Morgunblaðið/Golli N1 Eggert Guðmundsson forstjóri spáir 2,6 milljarða EBITDA í ár. Greiða hluthöfum 3,86 milljarða  Afkoma N1 töluvert betri en í fyrra Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! kl. 13:00Upplestur 20% afsláttur Við aðstoðum þig við að velja spilið og pökkum því inn fyrir þig. Gefðu spil í afmælisgjöf Sendum um allt land spilavinir.is Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.is volvo v40 rennilegt útlit og framúrskarandi tækninýjungar. kynntu þér volvo v40, öruggasta bíl í heimi. Volvo V40 D2 115 hö, tog 285 Nm, 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,4 l/100 km. CO2 88 g/km. Volvo V40 D2 115 hö, tog 285 Nm, 6 þrepa sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 3,9 l/100 km. CO2 102 g/km. Volvo V40 búinn D2 dísilvél uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá frítt í stæði í miðbæ Reykjavíkur í 90 mínútur í senn. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. KOMDU OG PRÓFAÐU VOLVO V40, ÖRUGGASTA BÍL Í HEIMI VOLVO V40 FÉKK HÆSTU EINKUNN SEM HEFUR VERIÐ GEFIN Í ÖRYGGISPRÓFUNUM Euro NCAP. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17 OG LAUGARDAGA KL. 12-16. Volvo v40 beinskiptur frá 4.390.000 kr. sjálfskiptur frá 4.890.000 kr. lifðu í lúxus - veldu volvo volvo.is V40

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.