Morgunblaðið - 29.08.2014, Side 20

Morgunblaðið - 29.08.2014, Side 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Washington og Úkraínu sökuðu í gær Rússa um að taka þátt í átökunum í austanverðri Úkraínu og sögðu að rússneskir hermenn berð- ust þar með aðskilnaðarsinnum sem hafa lýst yfir stofnun „alþýðulýð- veldis“. Óttast er að blóðug átök geti blossað upp milli Úkraínumanna og Rússa. Einn leiðtoga aðskilnaðarsinn- anna, Alexander Zakhartsjenko, við- urkenndi að 3.000 til 4.000 rússnesk- ir hermenn eða fyrrverandi hermenn berðust með uppreisnarmönnunum. Hann fullyrti þó að þeir hefðu gert það af sjálfsdáðum. „Margir fyrrver- andi herforingjar hafa gengið til liðs við okkur sem sjálfboðaliðar,“ sagði hann. „Þeir berjast með okkur, álíta það skyldu sína. Hér eru líka margir rússneskir hermenn sem eru í leyfi og nota það til að vera með okkur, meðbræður sem berjast fyrir frelsi sínu, frekar en að liggja á strönd- inni.“ Embættismenn Atlantshafs- bandalagsins sögðu að minnst þús- und rússneskir hermenn væru nú í Úkraínu. „Hófu nýtt stríð“ Embættismenn Evrópusam- bandsins sögðust hafa miklar áhyggjur af fréttum um að rússnesk- ir hermenn hefðu farið yfir landa- mærin til að styðja aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Málið verður rætt á leið- togafundi sambandsins um helgina. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, hefur krafið Vladímír Pútín Rússlandsforseta svara við því hvort rússneskir hermenn taki þátt í átök- unum. Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði að það væri „óvið- unandi“ ef Rússar hefðu sent her- menn til Úkraínu. Ríkisstjórn Úkraínu óskaði eftir aðstoð Evrópusambandsins og Atl- antshafsbandalagsins. „Rússar hófu nýtt stríð í Evrópu af ásettu ráði,“ sagði Arsení Jatsenjúk, forsætisráð- herra Úkraínu. Hann hvatti leiðtoga NATO-ríkja til að samþykkja aðstoð við Úkraínu á fundi þeirra í Wales í næstu viku. Rússar hafa lagst gegn nánari samvinnu milli Úkraínu og NATO og talið er að ein af ástæðum þess að þeir hafa stutt aðskilnaðar- sinnana sé sú að þeir hafi áhyggjur af því að Úkraína tengist bandalag- inu nánari böndum. Sendiherra Úkraínu mótmælti meintri innrás Rússa á fundi Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu í Vín í gær en sendiherra Rúss- lands sagði að engir rússneskir hermenn væru í Úkraínu. Stjórnvöld í grannríkjum Úkra- ínu, meðal annars í Póllandi og Eystrasaltslöndunum, hafa miklar áhyggjur af málinu. Ríkisstjórn Litháens sakaði Rússa um innrás í Úkraínu og hvatti öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna til að efna til fundar um málið sem allra fyrst. „Stjórn Litháens fordæmir harðlega þessa augljósu innrás hersveita Rússlands í Úkraínu,“ sagði í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti landsins í gær. Vilja ná landsvæði milli Rússlands og Krímskaga Geoffrey Pyatt, sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, sakaði Rússa um hernaðaríhlutun í Úkra- ínu. „Sífellt fleiri rússneskir her- menn blanda sér í átökin á úkraínsku landsvæði,“ sagði bandaríski sendi- herrann á Twitter í gær. „Rússar hafa einnig sent nýjustu loftvarna- tæki sín, meðal annars SA-22, inn í austanverða Úkraínu og taka núna með beinum hætti þátt í átökunum þar.“ Uppreisnarmennirnir höfðu átt undir högg að sækja vegna sóknar stjórnarhersins sem reyndi að ein- angra þá í helstu vígjum þeirra, borgunum Donetsk og Lúhansk. Að sögn fréttamanna í austanverðri Úkraínu virðist viðsnúningur hafa orðið í stríðinu síðustu daga vegna gagnsóknar uppreisnarmanna frá svæðum við landamærin að Rúss- landi. Fregnir herma að uppreisnar- mennirnir hafi lagt hafnarborgina Novoazovsk og nálæg þorp undir sig og herji nú á hafnarborgina Maríu- pol til að ná öllu Azov-hafi á sitt vald. Fréttaskýrendur telja að markmið uppreisnarmannanna sé að leggja undir sig landsvæði á milli Rúss- lands og Krímskaga, sem var inn- limaður í Rússland í mars. Fyrir inn- limunina höfðu stjórnvöld í Kreml neitað því að rússneskir hermenn hefðu verið sendir á skagann. Nokkrir fjölmiðlar í Rússlandi hafa skýrt frá því að tveir rússneskir hermenn hafi verið grafnir með leynd í rússnesku þorpi og höfðu eft- ir skyldmennum þeirra að þeir hefðu fallið í Úkraínu. Ráðist var á frétta- menn sem hugðust skoða gröf her- mannanna. Mæður og eiginkonur hermanna í herstöð norðan við Moskvu hafa krafist svara við því hvort þeir hafi verið sendir til Úkraínu. Fjölskyld- um hermannanna var sagt að þeir hefðu átt að taka þátt í heræfingu en síðan hefur ekkert spurst til þeirra. „Okkur var aðeins sagt að þeir væru ekki í Rússlandi,“ sagði ein þeirra. Rússar sakaðir um innrás  Þúsundir rússneskra hermanna sagðar berjast með uppreisnarmönnum í Úkraínu  Óttast er að átök blossi upp milli Úkraínu og Rússlands  Ríkisstjórn Úkraínu óskar eftir aðstoð NATO og ESB AFP Grefur sér skotgröf Uppreisnarmaður í grennd við Donetsk þar sem harðir bardagar hafa geisað síðustu daga. Yfir 2.200 manns liggja í valnum » Embættismenn Sameinuðu þjóðanna áætla að yfir 2.200 manns hafi beðið bana í átök- unum í austanverðri Úkraínu frá því að þau hófust um miðj- an apríl. Yfir 5.040 manns hafa særst. » Yfir 400.000 manns hafa flúið heimkynni sín, að sögn embættismanna SÞ. Að minnsta kosti 188.000 þeirra hafa flúið til Rússlands. » Sendiherrar ríkja Atlants- hafsbandalagsins koma saman í Brussel í dag til að ræða fréttir um að rússneskir her- menn berjist í suðaustanverðri Úkraínu. » Talsmaður varnarmálaráðu- neytis Rússlands neitaði því að rússneskir hermenn hefðu ver- ið sendir til Úkraínu. Liðsmenn samtaka íslamista, Ríkis íslams, voru í gær sagðir hafa tekið tugi hermanna af lífi eftir að hafa tekið þá til fanga. Fregnir herma að Barack Obama Bandaríkjaforseti sé að íhuga að heimila loftárásir á liðs- menn samtakanna í Sýrlandi. Sex af foringjum íslamistanna biðu bana í loftárásum stjórnarhers Sýrlands í gær, að sögn mannrétt- indahreyfingarinnar Syrian Ob- servatory for Human Rights, sem hefur aðsetur í Bretlandi. Fulltrúi hreyfingarinnar sagði að liðsmenn samtakanna hefðu tekið meira en 160 hermenn af lífi í Raqa-héraði eftir að hafa náð herstöð þeirra á sitt vald. Hermennirnir voru teknir til fanga eftir að þeir lögðu á flótta. Samtökin birtu myndir af líkum her- mannanna á netinu eftir aftökurnar. 43 friðargæsluliðar í haldi Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu að hópur uppreisnar- manna hefði tekið 43 friðargæsluliða til fanga á sýrlensku landsvæði á Gólanhæðum. Á þessum slóðum eru alls 1.200 friðargæsluliðar frá sex löndum: Filippseyjum, Fídjí-eyjum, Hollandi, Indlandi, Írlandi og Nepal. Sýrlenskir uppreisnarmenn, m.a. íslamistar í al-Nusra fylkingunni, sem nýtur stuðnings al-Qaeda, hafa barist gegn sýrlenska stjórnar- hernum í grennd við Gólanhæðir. Samtökin Ríki íslams (áður nefnd ISIS á ensku) hafa náð stórum svæðum í austanverðu Sýrlandi og norðurhluta Íraks á sitt vald og lýst yfir stofnun kalífadæmis. Liðsmenn samtakanna hafa framið mörg grimmdarverk á yfirráðasvæðum sínum, m.a. myrt fjölda manna í öðr- um trúarhópum. bogi@mbl.is Tugir hermanna voru teknir af lífi  Friðargæsluliðar teknir til fanga AFP Á vergangi Börn úr röðum íraskra flóttamanna í Sýrlandi. Allt að 80% minna gegnumflæði hita og óþægilegra ljósgeisla SÍ A 196 9 GLER OG SPEGLARSmiðjuvegi 7 Kópavogi • Sími 54 54 300 • ispan .is    SENDUM UM LAND ALLT COOL LITE SÓLVARNARGLER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.