Morgunblaðið - 29.08.2014, Page 21

Morgunblaðið - 29.08.2014, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2014 DONESK NO T MA 20 km DONETSK Átakasvæðin í Úkraínu Lúhansk NATO segir að minnst 1.000 rússneskir hermenn berjist núna í Úkraínu MOSKVA KÆNU- GARÐUR Vígi uppreisnarmanna Bæir sem sagðir eru á valdi Rússa og uppreisnarmanna Svæði á valdi uppreisnarmanna Átök milli uppreisnar- manna og hermanna Mioussi UKRAÍNA RÚSSLAND Donetsk Telmanove Starobesheve Rozdolne Ilovaysk Amvrosiivka Pobeda Novoazovsk AZOV-HAF Maríupol Fjölmiðlar í Rússlandi eru farnir að birta fréttir um að rússneskir her- menn taki þátt í átökunum í suð- austanverðri Úkraínu þótt stjórn- völd í Kreml hafi vísað þeim á bug. Dagblöð og fréttavefir hafa einkum skírskotað til ásakana Úkraínumanna og stjórnvalda á Vesturlöndum um að rússneskir hermenn berjist með uppreisnar- mönnum í Úkraínu. Nokkrir fjöl- miðlanna eru þó einnig farnir að spyrja hvort Rússar séu núna þátt- takendur í stríði í Úkraínu, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarps- ins. „Þetta er stríð“ „Erum við í stríði?“ spurði við- skiptadagblaðið Vedomosti. „Fjöldi ósvaraðra spurninga um rússneska hermenn, sem hafa fall- ið eða verið teknir til fanga í Úkra- ínu, er orðinn hættulega mikill,“ sagði blaðið í forystugrein. „Er Rússland í stríði í Úkraínu og, ef svo er, á hvaða forsendum? Ef ekki, hverjir eru þá í nýju gröf- unum og hverjir eru það sem leyni- þjónusta Úkraínu er að yfirheyra?“ „Þetta er stríð,“ sagði Andrei Mal- gin, þekktur bloggari. „Gríman hefur verið tekin niður. Það voru aldrei neinir uppreisnarherir eða aðskilnaðarsinnar í Úkraínu.“ „Erum við í stríði í Úkraínu?“ FJÖLMIÐLAR Í RÚSSLANDI FJALLA UM ÁSAKANIRNAR AFP Mótmæli Mæður og konur rússneskra hermanna, sem voru teknir til fanga í Úkraínu, mótmæla nálægt Moskvu. Knapi fellur af hestbaki í keppni, sem nefnist Buzkashi, í Bishkek, höfuð- borg Kirgistans. Buzkashi þýðir „að grípa geit“ og keppnin felst í því að tvö lið á hestum reyna að koma hauslausu dýrshræi í mark. Yfirleitt er not- að hræ af geit, kind eða kálfi. Líffærin eru fjarlægð og hræið fyllt af sandi til að gera það þyngra. Það er síðan látið liggja í vatni til að gera það harð- ara. Tíu knapar eru í hverju liði en aðeins fjórir mega vera inná í einu. Þeg- ar flautað er til leiks keppast leikmennirnir við að ná taki á hræinu og ríða með það yfir marklínu á leikvellinum sem er 200 metra langur og 80 metra breiður. Þessi íþrótt er iðkuð víða í Mið-Asíu. AFP Keppni í að koma hræi í mark Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) varaði í gær við því að ebólu- tilfellum kynni að fjölga í allt að 20.000 áður en hægt yrði að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins í Vestur- Afríku. Heilbrigðisstofnunin sagði að alls hefðu 1.552 dáið af völdum ebólu og 3.062 smitast í Síerrra Leóne, Líb- eríu, Gíneu og Nígeríu. Hún sagði að það myndi taka sex til níu mán- uði að stöðva útbreiðslu sjúkdóms- ins og gera þyrfti ráð fyrir því að smittilfellin gætu orðið allt að 20.000 ef allt færi á versta veg. Embættis- menn í Nígeríu sögðu í fyrradag að tekist hefði að stöðva útbreiðslu ebólu þar í landi og hindra að veiran bærist út fyrir Lagos, stærstu borg landsins. Skýrt var þó frá því í gær að læknir hefði dáið úr ebólu í borginni Port Harcourt. Þar með hafa sex menn dáið af völdum sjúk- dómsins í Nígeríu. Eiginkona læknisins er í sóttkví á sjúkrahúsi og fylgst er með 70 manns til við- bótar í Port Harcourt. Heilbrigðisráðherrar aðildar- ríkja ECOWAS, efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, komu saman í Accra, höfuðborg Gana, í gær til að ræða hvernig bregðast ætti við far- aldrinum. Sjúkdómurinn hefur skaðað efnahag landanna, meðal annars orðið til þess að mörg flug- félög hafa stöðvað áætlunarflug til Síerra Leóne og Líberíu. bogi@mbl.is 20.000 gætu smitast af ebólu Ebólusjúklingur færður í sóttkví. Umboðsmenn um land allt. Kaupfélag Borgfirðinga, Veiðiflugan á Reyðarfirði, SR Byggingavörur á Siglufirði. 15-20% AFSLÁTT AF VEIÐISTÖNGUM OG VEIÐIHJÓLUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.