Morgunblaðið - 29.08.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 29.08.2014, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2014 Margir Íslendingar hafa heimsótt og jafn- vel búið í Danmörku. Þar í landi geta 16 ára unglingar keypt bjór og vín að 18% styrk- leika í hvaða verslun sem er, allan sólar- hringinn, alla daga vikunnar, eða á með- an þær eru opnar. 18 ára einstaklingar og eldri geta keypt sterkara áfengi löglega. Áfeng- isdeildir danskra verslana eru yf- irleitt stórar, með miklu úrvali, og iðulega eru freistandi tilboð á alls kyns áfengi í gangi. Sjónvarps- auglýsingar fyrir áfengi dynja á dönskum neytendum og auglýs- ingabæklingar streyma inn á dönsk heimili og allt er auglýst: Bjór, vodki, skot og léttvín. Flæðir þá ekki allt í áfengi í Danmörku? Nei, ætli það. Fólk umgengst áfengi öðruvísi en á Ís- landi. Flestir kunna sér hóf (t.d. við kvöldverðarborðið) eða vita hvenær óhóf er við hæfi (t.d. á hinu danska jólahlaðborði). Auðvit- að eru margir sem glíma við vandamál tengd áfengisneyslu en þeir þurfa ekki að selja af sér spjarirnar til að hafa efni á sop- anum og geta jafnvel lifað eðlilegu lífi með litlar ráðstöfunartekjur (sem eru oft, en ekki alltaf, op- inber framfærsla). Unglingadrykkja er ekkert sér- stakt vandamál í Danmörku og danskir foreldrar kippa sér lítið upp við að unglingurinn þeirra sé byrjaður að drekka. Umræðan öll er miklu opnari og af- slappaðri en á Íslandi. Unglingum finnst þeir síður þurfa að fara í felur með áfengis- neyslu sína. Vissulega er gott fyrir ungling- inn að fresta áfeng- isneyslu og skiptir þar hvert ár máli, en í stað þess að demba í sig sterku heimabruggi getur ung- lingurinn smakkað sig áfram með bjór og víngosi og fundið sín mörk á skipulegan hátt og jafnvel undir leiðsögn foreldra eða eldri vina. Umræðan um fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi endurspegl- ast að hluta af því að margir hafa beina hagsmuni af núverandi fyrir- komulagi (innlendir framleiðendur, stjórnmálamenn í atkvæðaleit, embættismenn í verkefnaleit og margir sem vilja hafa vit fyrir öðr- um). Neytendur eru sundurleit hjörð og íslenskir neytendur senni- lega með þeim minnst kröfuhörðu í Vestur-Evrópu þegar kemur að úr- vali og verðlagi. Allt helst þetta í hendur við að viðhalda núverandi fyrirkomulagi áfengissölu á Ís- landi. Enn einu sinni á að leggja fram frumvarp á Alþingi sem fækkar eltingaleikjum íslenskra lögreglu- manna við friðsama borgara með því að hætta að gera sölu á bjór og léttvínum í matvöruverslunum að lögbroti. Sumir segja að fyrir löngu sé kominn tími á slíkar laga- breytingar og að lengra eigi að ganga með því að heimila einnig sölu á sterku áfengi víðar en í verslunum ríkisins. Er þá jafnvel vísað til barbararíkisins Danmerk- ur sem fyrirmyndar! Aðrir segja að of langt sé gengið í að gera áfengi aðgengilegt fyrir Íslend- inga, enda drekki „aðrir“ yfirleitt „of mikið“ að mati þeirra sem tjá sig. Er þá opinbera elítan á sífelld- um ferðalögum á kostnað skatt- greiðenda í gegnum fríhafnir heimsins undanskilin. Ég segi fyrir mitt leyti: Full- orðið fólk á að fá að kaupa og inn- byrða allt sem það vill og hver sem er á að geta selt því hvað sem er, með og án lyfseðils, utan og innan veggja ríkisbygginga (og foreldrar eiga einir að bera ábyrgð á uppeldi barna sinna). Að heimila sölu á bjór og léttvíni í matvöruversl- unum er jákvætt skref í þá áttina, og ég vona að það verði tekið, og að hið næsta, sem er tekið alla leið, fylgi skammt á eftir. Barbararíkið Danmörk og áfengið Eftir Geir Ágústsson »Enn einu sinni á að leggja fram frum- varp á Alþingi sem fækkar eltingaleikjum íslenskra lögreglu- manna við friðsama borgara. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. Við áformum að byggja nýtt hátækni- sjúkrahús utan á gamla Landspítalann og tengja þar saman gamlar og nýjar bygg- ingar með löngum nið- ursprengdum dýrum göngum sem er vísun á mikla óþarfa vinnu, kostnað og tímasóun við að flytja fram og til baka vörur og sjúk- linga næstu áratugina. Þetta er sennilega dýrasta að- ferðin við að byggja og þótt settar séu fram kostnaðaráætlanir vitum við skattborgarar af biturri reynslu að þær standast ekki, gera má ráð fyrir að kostnaðurinn við að tengja saman nýja og gamla byggingu ásamt þeirri endurbyggingu á gömlum innviðum sem fylgir slíku muni margfaldast. Nýtt hátæknisjúkrahús hlýtur að þurfa að byggja þannig að öll kjarnastarfsemi sé fyrir miðju til að lágmarka flutninga á sjúklingum ásamt því að halda niðri kostnaði við lagnir vegna tæknibúnaðar sem og styrkleikaþörf burðarvirkis, sjúkralega yrði þá í léttbyggðum aðliggjandi álmum. Gamli Landspít- alinn sómir sér vel sem hjúkrunarheimili, sjúkrahótel, rann- sóknasetur, hús Ís- lenskra fræða og/eða heilsugæslu, varð- veitum þessar gömlu byggingar í upp- runalegu ytra formi. Ábyrgðarleysi ráða- manna og rörsýn vegna þessara áforma er sláandi, kostnaður virðist engu skipta enda eru þeir ekki sárir á almannafé þegar þeir reisa sjálfum sér minnismerki. Öryggi sjúklinga virðist litlu skipta í þess- um áformum því þótt búið sé að loka nánast öllum skurðstofum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins til að réttlæta nýtt hátæknisjúkrahús virðist horft fram hjá því lykil- atriði sem flutningstími með sjúkrabifreiðum er en það dýr- mætasta í lífi okkar allra er tím- inn. Veika og slasaða verður að flytja að sjúkrahúsi um langan veg með sjúkrabílum nú þegar búið er að loka öðrum skurðstofum og í stað þess að horfa á gatnakerfið og staðsetja nýtt hátæknisjúkra- hús þar sem greiðast yrði aðgengi og stystur tími færi í flutninga er ákveðið að troða nýjum bygg- ingum utan á gamlar vestur í bæ þar sem fara þarf um þegar yfir- fullar aðflutningsleiðir og fyrir liggja nú þegar hugmyndir um að þrengja að þeim akstursleiðum. Það hafa þegar verið byggðar hátæknisjúkrastofnanir víða er- lendis og óþarfi að finna upp hjólið enn einu sinni, X- eða Y-laga byggingu tekur stuttan tíma að reisa og ódýrara verður að reka slíka. Minna fé fer í bygginguna sem þýðir að meira fé verður til tækjakaupa og til að byggja upp mannauðinn. Hvort það verður byggt nýtt há- tæknisjúkrahús á lóð ríkisins við Vífilsstaði, á fyrrum hesthúsalóðum við Smárahverfið í Kópavogi eða á öðrum þeim stað þar sem minnstar tafir og stystan tíma tekur að flytja sjúklinga að skiptir öllu máli. Hér er slóð á rannsókn sem stað- festir að dánartíðni fólks eykst í hlutfalli við akstursvegalengd með sjúkrabifreið: http:// www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/ PMC2464671/ Það er verið að taka ákvarðanir um líf þeirra 21.470 manna á Suð- urnesjum, 23.780 manna á Suður- landi, 10.282 manns á Vesturlandi auk þeirra 208.210 íbúa á stór- höfuðborgarsvæðinu; út frá þeirra öryggi verður fyrst og fremst að hugsa og horfa til þess hvar miðja sjúkraflutninga verður. Í vesturbæ Reykjavíkur búa 16.378 af þessum 263.742 Íslend- ingum sem verða að treysta á skjóta sjúkraflutninga með bifreið- um, er verið að gæta hagsmuna meirihluta landsmanna eða er það rörsýn á aðra hagsmuni sem ræður för? Er líf í forgangi eða aðrir hagsmunir Eftir Þorstein Val Baldvinsson Hjelm »Rörsýn vegna þess- ara áforma er slá- andi, kostnaður virðist engu skipta enda eru þeir ekki sárir á al- mannafé þegar þeir reisa sjálfum sér minn- ismerki. Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm Höfundur er áhugamaður um velferð samborgara. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. - með morgunkaffinu VINNINGASKRÁ 17. útdráttur 28. ágúst 2014 216 9164 16698 27027 39400 48714 60308 70028 358 9648 16830 27095 39727 49033 60567 70038 543 9672 17012 27309 40056 49565 60690 70673 1347 9785 17310 27914 40081 49742 60726 71176 1840 9929 17311 27942 40327 50021 61220 71852 2207 10008 17674 28134 40523 50668 61510 72240 2234 10196 18097 28423 40635 50733 62213 72921 2314 11028 18662 28424 40652 50915 62437 72977 2665 11052 20042 28560 40972 51113 62525 73403 3102 11213 20581 28670 41041 51650 62787 73491 3227 11879 20688 28753 41157 51660 63037 74180 3668 11954 20742 28785 41729 51911 63551 74602 3780 12062 20792 28951 41781 52039 64072 75087 3913 12283 21113 29144 41976 52315 64463 75383 4119 12445 21396 31657 42242 52804 64507 75839 4163 12652 21486 32516 42297 53316 64597 76039 4515 12754 22588 32962 42371 53325 64663 76319 4795 12803 23097 33093 42379 54239 65021 76453 4807 12993 23277 33509 42871 54290 65601 76532 5367 13912 23563 34766 43270 54876 65895 77270 5444 14575 23858 35390 44363 55338 66065 78067 5494 14843 24264 35584 45455 55443 66127 78095 5645 14904 24295 36340 45865 55896 66350 79112 5846 15324 24393 36642 45920 56123 66648 79454 6306 15340 24422 36837 46394 56547 66734 79515 6978 15412 24541 37246 46756 57338 66879 79795 7046 15708 24688 37269 47251 57582 66892 7806 15717 24720 37743 47337 58011 67514 8109 15936 24910 38240 47473 58420 68189 8689 16398 26496 38420 48449 59112 68499 8873 16479 26498 38698 48645 59263 69023 8968 16659 26942 38814 48677 60082 69210 2004 13983 22050 32864 47444 58772 69674 77269 2252 13988 22895 34456 47537 60243 70072 77440 2673 14609 25688 34501 47627 60370 70601 77750 3083 14887 25984 35670 47764 60471 70680 78393 3641 15877 26743 38613 48007 61693 70778 78404 4967 16451 26950 39278 50412 61809 70933 78723 5844 17177 28772 39290 51124 62212 73204 78748 7547 17502 29038 40434 52236 62233 73802 79268 8216 17688 30378 41750 52591 62579 73850 79464 11221 18286 30395 42742 52767 62587 74865 13053 18341 30743 43144 52960 65630 75487 13515 19330 31518 44059 54312 66887 76610 13871 20838 32168 46728 55918 67615 77185 Næstu útdrættir fara fram 4. 11. 18. 25. sept & 2. okt 2014 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 27008 45764 67577 72496 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 6695 18191 27489 37281 56344 68498 8455 18650 31629 48783 57678 70020 11617 24166 32758 48974 64426 74439 15850 25619 34251 51363 67879 77253 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 2 8 7 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.