Morgunblaðið - 29.08.2014, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2014
✝ Arnór Bene-diktsson fædd-
ist í Barnafelli í
Ljósavatnshreppi
26. mars 1920.
Hann andaðist á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 21.
ágúst 2014.
Foreldrar hans
voru Benedikt Sig-
urðsson, bóndi í
Barnafelli og síðar
í Landamótsseli í Ljósavatns-
hreppi, f. í Tjörneshreppi 27.
ágúst 1881, d. 17. apríl 1950 og
kona hans Kristín Krist-
insdóttir, f. í Öxnadal 25. júlí
1888, d. 27. janúar 1979. Bræð-
ur Arnórs voru: Sigurður, f.
1911, d. 1970; Ingimar, f. 1913,
d. 1914; Kristján Ingimar, f.
1915, d. 1979; Bragi, f. 1917, d.
1983 og Þórhallur, f. 1922, d.
1942. Eftirlifandi systur Arnórs
eru: Árnína Sigríður, f. 1928, og
15. júní 1987, verkfræðinemi í
Svíþjóð. Unnusta hans er Lilja
Ákadóttir, f. 1. september 1988.
2) Þórhallur, f. 29. nóvember
1955, framkvæmdastjóri á Ak-
ureyri, kvæntur Jónu Jóns-
dóttur, f. 3. júlí 1976, starfs-
mannastjóra. Börn þeirra eru:
a) Arney Líf, f. 6. apríl 1998,
menntaskólanemi. b) Katrín
Sól, f. 31. júlí 2006. c) Arnór
Rökkvi, f. 16. október 2010. 3)
Haukur, f. 27. desember 1958,
d. 29. mars 2006, hár-
greiðslumeistari og kennari við
Iðnskólann í Reykjavík.
Ókvæntur og barnlaus.
Arnór byggði nýbýlið Borg-
artún úr landi Landamótssels
og hófu þau María búskap þar
1953. Með bústörfum stundaði
hann alla tíð vörubílaakstur og
annaðist akstur skólakrakka í
Stórutjarnaskóla um árabil.
Arnór bjó í Borgartúni fram á
haustdaga 2010 en flutti þá á
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
þar sem hann dvaldi síðustu ár-
in við góða umönnun starfs-
fólksins á Skógarbrekku.
Útför Arnórs fer fram frá
Þorgeirskirkju í dag, 29. ágúst
2014, og hefst athöfnin kl. 14.
Guðbjörg, f. 1934.
31. desember
1954 kvæntist Arn-
ór Maríu Indr-
iðadóttur frá Skóg-
um í Fnjóskadal, f.
23. mars 1922, d.
12. nóvember 2000.
Synir þeirra eru: 1)
Indriði, f. 21. ágúst
1951, verkfræð-
ingur og kennari
við Verkmennta-
skólann á Akureyri, kvæntur
Birnu Kristjánsdóttur, f. 10.
nóvember 1959, sjúkraliða.
Börn þeirra eru: a) María, f. 9.
febrúar 1982, háskólanemi í
Svíþjóð. Dóttir hennar er At-
hena Lindeberg, f. 4. nóvember
2010. b) Páll, f. 25. febrúar
1984, verkfræðingur í Dan-
mörku, kvæntur Signýu Pálu
Sigmarsdóttur, f. 12. júlí 1985.
Dóttir þeirra er Júlía Rós, f. 7.
nóvember 2011. c) Jón Pétur, f.
Í dag kveðjum við Arnór afa-
bróður minn eftir langa dvöl í
þessum heimi. Það eru ekki allir
sem bera gæfu til þess að verða
94 ára og halda sínu minni, sinni
hugsun og sínu næma skyn-
bragði á menn og málefni allan
þann tíma.
Þá gæfu hlaut Nóri frændi
minn og veit ég að hann var
þakklátur fyrir það þótt líkam-
inn væri farinn að gefa eftir
langa starfsævi.
Það eru heldur ekki allir jafn-
heppnir og ég að fá að alast upp
í faðmi eldri kynslóða. Ég hafði
ömmu á neðri hæðinni og Nóra
og Mæju konu hans á næsta bæ.
Fólk sem alltaf hafði tíma fyrir
hin ólíklegustu erindi, hvort
sem það voru barnslegar get-
gátur um lífið og tilveruna,
raunir unglingsáranna eða til-
raunir til þess að leysa lífsgát-
una á fullorðinsaldri.
Oft lá leiðin niður í Borg-
artún, merkilega oft á kaffitíma,
þar sem ég vissi að biðu mín
allra handa kræsingar. Ég get
enn séð fyrir mér kaffiborðið og
talið upp allar sortirnar og hvar
á borðinu þær áttu sinn sama-
stað. En það voru ekki bara
veitingarnar sem freistuðu, það
var ekki síður félagsskapurinn.
Mæju og Nóra leið vel í návist
hvort annars sem gerði það að
verkum að öllum sem þangað
komu leið líka vel í návist
þeirra.
Ekki skemmdi fyrir allt
spjallið, sögurnar og upprifjanir
á alls kyns skemmtilegum uppá-
komum. Það var eiginlega alveg
sama um hvað var rætt, hvort
sem það var á gamansömum
nótum eða um alvarlegri mál
sem þörfnuðust ráðlegginga þá
var alltaf hægt að leita til Nóra
og Mæju, þau tóku mér alltaf
vel og mér fannst alltaf hlustað
á mig við eldhúsborðið í Borg-
artúni.
Eftir að Mæja dó gætti Nóri
þess að allt væri áfram í föstum
skorðum í Borgartúni. Sortirnar
héldu sér og það var alltaf gott
að koma til Nóra í spjall. Ég
veit að honum þóttu stundirnar
ansi einmanalegar án Mæju og
honum féll illa að vera einn. Þá
var gott að vita af pabba á
næsta bæ sem leit til með Nóra
en kannski ekki síður að vita að
Nóri passaði upp á pabba.
Nóri frændi minn var góður
maður. Sennilega einn af þeim
bestu.
Hann var rólyndur, yfirveg-
aður og hafði ótrúlegt næmi á
fólk og aðstæður. Mér er efst í
huga þakklæti fyrir samfylgd-
ina og hlýjuna sem hann alltaf
sýndi mér og mínum. Svo er ég
ekki búin að gleyma samningn-
um okkar sem við gerðum um
árið. Hann er enn í fullu gildi.
Hvíldu í friði Nóri minn, ég
veit að það verður tekið vel á
móti þér hinum megin.
Anna María Þórhallsdóttir.
Allt hefur sinn endi í lífinu.
Líka samneyti og samskipti við
kæran föðurbróður minn hann
Nóra í Borgartúni, sem nú hef-
ur kvatt þessa jarðvist í hárri
elli og með þeirri reisn sem
hann ávallt bar á langri lífsleið.
Með þessum fátæklegu
kveðjuorðum er ekki meiningin
að rifja upp eftirminnilega at-
burði í samskiptum við Nóra þó
svo að af nógu sé að taka. Þær
dýrmætu og góðu minningar
mun ég geyma í hugskoti mínu
svo lengi sem einhver glóra er í
hausnum á mér eins og Nóri
hefði efalaust orðað það. Frá
því að ég fyrst man eftir mér
hefur þú alltaf verið þarna.
Traustur, athugull og umfram
allt rólegur á hverju sem á gekk
í lífi þínu.
Eftir að heilsa þín leyfði ekki
að þú byggir í Borgartúni,
staðnum sem þér var afar kær
og þú byggðir upp frá grunni,
að mestu leyti með eigin hönd-
um, verklagni og hyggjuviti,
sem þér var ríkulega gefið af,
urðu samskipti okkar mest með
símtölum á kvöldin. Oftast bar
þar veiðiskap á góma, en veiðar
voru sameiginlegt áhugamál
okkar. Einnig ræddum við um
gamla tíma og rifjuðum upp
liðna atburði. Það var aðdáun-
arvert hversu vel þú hélst minni
þínu fram að síðustu stundu og
gast miðlað af þekkingu þinni
og frætt mig um menn og mál-
efni. Sterkar skoðanir hafðir þú
jafnan á málefnum líðandi
stundar og ráðamönnum á
hverjum tíma. Fylgdist vel með
öllu sem gerðist í sveitinni okk-
ar og sagðir mér fréttir af sveit-
ungunum.
Það var undarleg tilviljun að
einmitt þegar ég ætlaði að
hringja í þig að kvöldi 21. ágúst
sl. og segja þér að við Sigtrygg-
ur á Hriflu hefðum veitt sinn
laxinn hvor í Hrúteyjarhvísl, en
spurði af einhverri rælni þá sem
svaraði í símann hvort hún héldi
að Arnór Ben. væri sofnaður.
Því var svarað játandi, sem mér
þótti þó undarlegt þar sem
klukkan var ekki orðin tíu að
kvöldi, en það var ákveðin tíma-
viðmiðun á símhringingum til
Nóra að hringja ekki eftir kl.
10. Ekki varð af lýsingum á
veiðiskap okkar Sigtryggs að
þessu sinni og einhverjum mín-
útum síðar fékk ég símhring-
ingu þess efnis að þú værir lát-
inn og því sofnaður svefninum
langa þrátt fyrir að klukkan
væri ekki orðin tíu.
Nóri frændi – Þú ert kært
kvaddur. Kvöldhringingar til
þín verða ekki fleiri. Það var
dýrmætt að alast upp í nágrenni
við þig, eiga þig sem vin þegar
árin liðu og halda traustu sam-
bandi við þig til hinstu stundar.
Ég mun minnast þín í óförnum
veiðiferðum, hvort heldur sem
verður á sjó, í Skjálfandafljóti
eða við rjúpnaveiðar. Við Rósa
sendum öllum ástvinum þínum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þinn Brói í Seli.
Valdimar Bragason.
Mig langar í nokkrum orðum
til þess að minnast vinar míns,
hans Nóra, sem nú er fallinn
frá. Við Nóri kynntust fyrir
mörgum árum þegar ég var að
moka á bíla hjá Vegagerðinni og
hann var vörubílstjóri. Leiðir
okkar lágu saman sumar eftir
sumar í vegavinnu allt fram á
níunda áratug síðustu aldar en í
starfi mínu sem vegavinnuverk-
stjóri reyndist Nóri mér afar
vel. Hann var mjög vakandi í
vinnunni og vildi að allt gengi
sem allra best. Hann var sér-
lega naskur á að sjá hvað betur
mætti fara og benda á það á
föðurlegan hátt og án nokkurs
ofsa. Nóra var treystandi til
þess að skila verkefnunum vel
af sér og þess vegna fékk ég
hann iðulega til þess að bæta í
dældir sem vildu koma í burð-
arlagið en hann var ótrúlega
flinkur að reikna nákvæmlega
út hvar hlassið átti að fara. Ná-
kvæmni Nóra var ótrúleg. Hann
var t.d. alltaf með fjölda ferða
hjá öllum hinum vörubílunum á
hreinu, jafnvel þótt það væru 15
bílar að aka. Á kvöldin þegar
verið var að ræða daginn inni í
skúr og yfirfara kílómetrafjölda
leiðrétti Nóri menn gjarnan og
sagði: „Nei þetta er ekki rétt,
hann fór einni ferð meira (eða
minna).“ Hann vildi alltaf að
rétt væri rétt. Nóri var með
góðan húmor og var svo sann-
arlega vinur vina sinna. Gerði
maður honum einhvern greiða
og ætlaðist ekki til neins á móti
átti hann það til að marglauna
viðvikið. Ég aðstoðaði hann t.d.
eitthvað við bílaviðgerðir og í
mörg ár færði hann mér alltaf
hangikjötslæri fyrir jólin að
launum. Mér eru sjóferðir okk-
ar minnisstæðar en Nóri var
mikill veiðimaður. Þótt ekkert
aflaðist var ómögulegt að ná
honum í land fyrr en fullreynt
var að ekkert væri að hafa. Eins
eru mér heimsóknirnar í Borg-
artún minnisstæðar en það var
alltaf gott að koma til þeirra
Nóra og Maríu og vel tekið á
móti mér jafnt á nóttu sem degi.
Um leið og ég kveð ljúfan
dreng votta ég aðstandendum
samúð mína.
Takk fyrir samfylgdina vinur.
Ingi Ragnar Sigurbjörnsson.
Þar sem ég sit á veröndinni í
Landamótsseli í blíðunni sem er
þessa dagana og hugsa til Nóra,
Arnórs Benediktssonar, fer
margt í gegnum hugann. Hann
sem hafði haft þetta útsýni fyrir
augum sér frá því að hann var
14 ára drengur flutti með fjöl-
skyldu sinni í Landamótssel úr
Barnafelli austan í Kinnarfell-
inu, sem var frekar afskekkt
býli. Hann kenndi mér að meta
þetta útsýni. Hvað Fljótsheiðin
væri sérkennilega slétt að ofan,
nærri bein lína alla leiðina sem
sést, hve fjöllin að baki hennar
væru falleg, hvernig glampaði á
Skjálfandafljótið suður Bárðar-
dalinn og hvernig gufaði upp af
Goðafossinum í kyrrðinni á
kvöldin. Nóri unni sveitinni
sinni enda hafði hann lifað þar
og starfað nær alla sína ævi.
Þar reisti hann býlið sitt, Borg-
artún, úr hluta af Landamóts-
seli. Hann var með búskap en
stundaði aðra vinnu líka. Nóri
var mjólkurbílstjóri í mörg ár,
síðar skólabílstjóri meðan hann
mátti og stundaði vörubílaakst-
ur, lengst af í vegagerð.
Síðustu árin þegar Nóri var
orðinn einn heima í Borgartúni
stytti hann sér iðulega stund-
irnar með því að sitja við eld-
húsgluggann eða úti á tröppum
og horfa yfir sveitina. Fylgjast
með umferðinni, búskapnum í
nágrenninu, hvort lömbin í Seli
tylldu á sléttunni fyrir neðan
veg á haustin, hvenær Tolli
kæmi heim úr skólanum og áður
fylgdist hann og Mæja hans líka
með „stelpunum“ í Seli þegar
þær voru að koma eða fara í
skóla og vinnu. Þeim stelpun-
um, dætrum mínum, fannst gott
að koma við í Borgartúni alla
tíð. Þegar tíminn leið og „stelp-
urnar“ eignuðust börn fylgdist
hann líka með þeim. Til dæmis
hvernig Erlingi gengi á skelli-
nöðrunni þegar hann fékk sér
sprett niður á veg þegar stund
var frá sauðburði. Elli kom við
hjá Nóra í hverri ferð og þeir
ræddu hvernig sauðburðurinn
gengi og ekki síður ræddu þeir
um veiði, sem var áhugamál
þeirra beggja. Nóri fylgdist líka
með mér fara um heimreiðina.
Ef ég slysaðist til að festa mig
eða jafnvel lenda út af í svellum
var hann fljótur að koma og
hjálpa mér – best að drífa í því
strax svo ekki yrði vesen vegna
óhappsins.
Nóri var okkur í Landamóts-
seli afar traustur og góður vinur
og frændi. Það má segja að
hann hafi gengið stelpunum
okkar í afastað eftir að Bragi afi
þeirra í Landamótsseli lést og
við Þórhallur og stelpurnar
fluttum í Landamótssel, nú eru
liðin 30 ár. Það var alla tíð gott
og náið samband með þeim
frændum Nóra og Þórhalli og
við söknuðum Nóra þegar hann
fór á Sjúkrahúsið á Húsavík
fyrir u.þ.b. fjórum árum. Þá var
líkaminn farinn að gefa sig en
andlegri heilsu og góðu minni
hélt Nóri allt til enda.
Nóri undi hag sínum vel á
Sjúkrahúsinu og ræddi oft um
hvað allir væru sér góðir þar.
Hann og Arngrímur Konráðs-
son héldu hvor öðrum fé-
lagsskap sem stytti þeim stund-
ir og var Nóra afar mikils virði.
Sveitungarnir voru duglegir að
heimsækja hann og mat hann
það mikils sem og heimsóknir
fólksins síns.
Snemma í sumar veiktist
Nóri og leit illa út um tíma að
hann kæmist aftur til heilsu.
Þegar Þórhallur frændi hans
heimsótti hann í þessum veik-
indum sagði Nóri að hann
myndi nú hafa þetta af en hann
væri ekki viss um að hann
myndi lifa næsta sumar. Jafn-
fram sagði hann að það væri
gott að deyja á haustin. Nóri
varð bráðkvaddur á afmæli
Indriða, elsta sonar síns. Ég
trúi því að hann hafi kvatt á
þann hátt sem hann vildi sjálf-
ur.
Ég kveð Arnór Benediktsson
með þakklæti fyrir allt það sem
hann var mér og mínum.
Helga A. Erlingsdóttir.
Það er stundum sagt að aug-
un séu spegill sálarinnar. Brúnu
augun hans Nóra voru full af
glettni en þau voru líka full af
mildi.
Nóri var einn þessara manna
sem auðga mannlífið og gefa því
lit. Hann var enginn flathyggju-
maður heldur kom hann til dyr-
anna eins og hann var klæddur
og sagði skoðanir sínar á mönn-
um og málefnum möglunarlaust.
Hann tjáði sig með þeim hætti
að því gleymdi enginn sem á
hlýddi. Tungutak hans var ein-
stakt, litbrigði málsins engu lík
og allt var það sett í spaugilegt
en jafnframt góðlátlegt sam-
hengi. Allir fengu sinn skerf,
enginn undanskilinn, allir jafnir
fyrir dómstóli Nóra.
Árum saman hafði Nóri það
fyrir sið að koma í sturtu í
Stórutjarnaskóla. Þar er vítt til
veggja og ágæt aðstaða til böð-
unar. Á síðari árum kom það í
hlut skólastjórans að sjá til þess
að Nóri kæmist í sitt vikulega
bað eftir hádegi hvern laugar-
dag yfir vetrarmánuðina. Það
varð einhvern veginn svo sjálf-
sagt, Nóri var þannig persóna.
Mann langaði til að gera honum
greiða, mann langaði til að gefa
honum kaffisopa og mann lang-
aði til að hlusta á hann segja
sögur úr sveitinni. Frásagnir
Nóra voru nefnilega hljómkviða,
tónlist og myndasýning. Hug-
myndaflugið, orðin, nýyrðin,
hljómur raddar og orða, glettn-
in í augunum, allt gerði það
stundirnar með Nóra að upp-
lifun. Upplifun sem auðgaði til-
veruna.
Nú síðustu árin dvöldu þeir
samtímis á Skógarbrekku, öldr-
unardeild heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga, faðir minn og Nóri.
Þeir höfðu ekki þekkst mikið
fram að þeim tíma. Þó má segja
að það hafi verið Nóri sem réði
því að faðir minn var vistaður á
þessari deild en ekki á elliheim-
ilinu Hvammi. Nóri hafði þá
fyrir nokkru gerst vistmaður á
öldrunardeildinni og sagði okk-
ur að þarna væri alveg einstak-
lega gott að vera og svo vantaði
hann tilfinnanlega einhvern til
að tala við, því þarna væru
„flestir alveg út úr heiminum,
lítt‘á“, eins og hann orðaði það.
Og það varð úr, faðir minn fékk
herbergi á öldrunardeildinni og
þar kviknaði milli þessara
tveggja gömlu manna einhver
sú sannasta vinátta sem ég hef
orðið vitni að hjá eldra fólki.
Alla daga mætti faðir minn í
herbergi Nóra og sat þar í sín-
um hægindastól daglangt.
Þarna ræddu þeir ekki síst
gamlar sögur úr Kinninni og
ekki spillti fyrir þegar Aðalgeir
frá Finnstöðum bættist í hópinn
og fyllti í eyður. Litríkar frá-
sagnir, meinlegar athugasemd-
ir. Þetta voru sannkallaðar
gæðastundir. Þeir félagar urðu
einskonar teymi á öldrunar-
deildinni. Þeir höfðu stuðning
hvor af öðrum og það var eins
og hvorugur mætti af hinum
sjá. Þeir voru samtaka í að grín-
ast við starfsfólkið og „halda
uppi fjörinu“ og mættu undan-
tekningarlaust hlýju og um-
hyggju allra. Fyrir það er sann-
arlega ástæða til að þakka.
Nú er annar horfinn á
brautu, hinn saknar vinar í stað.
Það fór svo mikið þegar Nóri
fór. Samt svo ásættanlegt, 94
ára, hljóð brottför, fullkomlega
skýr allt til loka.
Arngrímur þakkar ómetan-
legar samvistir á Skógarbrekku
og Tolla, Óli og Þórarna þakka
allar gæðastundirnar. Guð
blessi minningu Nóra í Borg-
artúni.
Ólafur Arngrímsson.
Arnór
Benediktsson
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARÍA ÓLÖF KJARTANSDÓTTIR,
Laufbrekku 20,
Kópavogi,
lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn
24. ágúst.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
þriðjudaginn 2. september kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, þeim sem
vilja minnast hennar er bent á FAAS eða Hollvinasamtök
Droplaugarstaða.
Einar Guðmundsson,
Elín Einarsdóttir,
Guðmundur Einarsson, Anna Karlsdóttir,
Kjartan Einarsson, Claudia Spagnol,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR
sjúkraliða,
og föður okkar, tengdaföður og afa,
GEIRS RUNÓLFSSONAR
bankastarfsmanns.
Starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar og Landakotsspítala,
deild L-4, fær bestu þakkir fyrir góða umönnun.
F.h. fjölskyldna,
Björg J. Snorradóttir,
Arndís Snorradóttir,
Sævar Þór Geirsson,
Gylfi Sigurður Geirsson,
Jóhanna Elka Geirsdóttir,
Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir.