Morgunblaðið - 29.08.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég hef unnið við myndlist allt mitt
líf, en þetta er fyrsta sýningin mín
sem sýningarstjóri,“ segir Helga
Þórsdóttir, sýningarstjóri haustsýn-
ingar Hafnarborgar sem nefnist Rás
og verður opnuð í kvöld kl. 20. Á sýn-
ingunni eru ný verk eftir myndlist-
armennina Daníel Magnússon, Guð-
rúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Ívar
Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Sól-
veigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sig-
urðardóttur.
Rás er fjórða sýningin í haustsýn-
ingaröð Hafnarborgar þar sem hug-
mynd sýningarstjóra er valin úr inn-
sendum tillögum. Samkvæmt
upplýsingum frá safninu vilja stjórn-
endur Hafnarborgar með haustsýn-
ingaröðinni skapa farveg fyrir áhuga-
verðar hugmyndir og vera
vettvangur þar sem myndlist fær not-
ið sín mótuð af fjölbreyttum við-
horfum og viðfangsefnum.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Helga að á sýningunni sé teflt saman
verkum áhugaverðra listamanna sem
þekktir eru fyrir að gera huglægri
reynslu efnisleg skil á áhrifaríkan
hátt. „Markmiðið með stefnumóti
þessara listamanna er þó ekki síst að
varpa ljósi á samtímalistsköpun sem
afl umbreytinga og farveg fyrir nýjar
hugsanir og hugmyndir. Á sýning-
unni birtist sjónarhorn listamannana
á innri og ytri veruleika um leið og
verkin spegla samtímann í von um að
hreyfa við áhorfandanum,“ segir
Helga og bendir á að listamennirnir
sem þátt taki í sýningunni hafi í gegn-
um tíðina hvert og eitt þróað og mót-
að persónulega fagurfræði sem er í
senn auðþekkjanleg, fínleg og kraft-
mikil. „Ég raða sýningunni upp þann-
ig að verkin eru í sífelldu samtali sín á
milli.“
Vildi koma að orðræðunni
Eins og fyrr segir er Rás fyrsta
sýning Helgu sem sýningarstjóra, en
hún lauk meistaranámi í menning-
arfræðum frá Háskóla Íslands og Há-
skólanum á Bifröst árið 2012 og hafði
áður lokið námi í innanhúss-
arkitektúr og myndlist. Sem mynd-
listarmaður hefur Helga haldið og
tekið þátt í fjölda sýninga og einnig
komið að textaskrifum um myndlist.
„Ég fór í menningarfræði vegna
þess að mig langaði til að fjalla um
myndlist, ekki síst vegna þess að mér
finnst ekki alltaf rétta fólkið eiga
sviðið í orðræðunni um myndlist. Það
var því djúp og einlæg þörf hjá mér
að koma að orðræðunni með ein-
hverjum hætti.“ Aðspurð segir Helga
vinnuferlið við gerð Rásar hafa verið
sér afar lærdómsríkt og að hún hafi
lært mjög mikið af Ólöfu K. Sigurð-
ardóttur, forstöðumanni Hafn-
arborgar, hvað viðkemur allri skipu-
lags- og undirbúningsvinnu.
Þess má að lokum geta að á sýning-
artímabilinu verður boðið upp á leið-
sagnir með þátttöku listamannanna,
þá fyrstu sunnudaginn 31. ágúst kl.
15 en þá mun Guðrún Hrönn Ragn-
arsdóttir ræða við gesti um verk sín á
sýningunni. Jafnframt verður efnt til
málþings um fegurð laugardaginn 4.
október, með þátttöku Aðalheiðar L.
Guðmundsdóttur fagstjóra listfræði
við Listaháskóla Íslands, og Gunnars
Harðarsonar prófessor í heimspeki
við Háskóla Íslands.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Spegill „Verkin spegla samtímann í von um að hreyfa við áhorfandanum,“ segir Helga Þórsdóttir sýningarstjóri.
„Samtímalistsköpun
sem afl umbreytinga“
Haustsýning Hafnarborgar, Rás, verður opnuð í kvöld
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Haustsýning Rás er fjórða sýningin í haustsýningaröð Hafnarborgar þar
sem hugmynd sýningarstjóra er valin úr innsendum tillögum.
★★★★ – SGV, Mblamlet
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Róðarí (Aðalsalur)
Þri 16/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00
Mið 24/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00
LÓKAL (Aðalsalur)
Fös 29/8 kl. 19:00 Lau 30/8 kl. 19:00
Fös 29/8 kl. 21:00 Lau 30/8 kl. 21:00
Trúðleikur (Aðalsalur)
Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 14:00
Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00
Kameljón (Aðalsalur)
Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 21/9 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00
Fös 12/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00
Petra (Aðalsalur)
Fös 29/8 kl. 19:00 Fös 5/9 kl. 20:00
Lau 30/8 kl. 19:00 Fim 11/9 kl. 20:00
–– Meira fyrir lesendur
Börn & uppeldi
Meðal efnis: uppeldi, tómstundir, fatnaður o.fl.
Föstudaginn 5. september gefur
Morgunblaðið út glæsilegt
sérblað tileinkað börnum og uppeldi
frá fæðingu til 12 ára
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 1. september
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 – kata@mbl.is
S
É
R
B
LA
Ð
S
É
R
B
LA
Ð
S
É
R
B
LA
Ð